Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 23. júní 1964 MORGU N BLAÐIÐ 27 — Krúsjeff Framhald af bls. 1 an hefði veitt þjóðunum hvetti alla friðelskandi menn til þess að vera á verði gegn árásaröflunum og gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld. Tage Erlander, forsætisráðherra Svía, hélt einmg ræðu, og lagði óherzlu á hve mikilvægt það væri fyrir þjóð sína, að sambúð in við Sovétríkin væri góð. Hann sagði, að hlutleysisstefna Svía sýndi vilja þeirra til þess að lifa í friði og sjálfstæði, en þeir undirstrikuðu ákvörðun sína með því að byggja upp varnar- kerfi, sem teljast mætti öflugt miðað við stærð landsins og fjölda íbúanna. Forsætisráðherr- ann lagði einnig mikla áherzlu á stuðning Svía við Sameinuðu þjóðirnar og sagði, að á þeim vettvangi vildu þeir hafa friðsam legt samstarf við Sovétríkin og aðrar þjóðir. Að lokum bauð hann Krusjeff velkominn og kvaðst harma, að heimsókn hans væri of stutt til þess að hann gæti kynnzt sænsku lýðræði í framkvæmd. Sænska lögreglan hafði mjög mikinn viðbúnað til þess að vernda sovézka forsætisráðherr- ann, var m.a. óttazt, að efnt yrði til mótmælaaðgera gegn honum. ISÍokkrar tilraunir voru gerðar til siíkra aðgerða, en lögreglunni tókst að koma í veg fyrir að þær yrðu áberandi. T. d. var sovézki faninn skorinn niðður á einum stað við höfnina og eyðilagður. Nokkrir menn reyndu að dreifa flugmiðum með fjandsamlegum iimmælum um Krúsjeff, en lög- Itglan gerði miðana upptæka. Frá hafnarbakanum ók Krús- jeff og fylgdarlið hans til kon- ungshallarinnar. Þyrlur lögregl- unnar flugu yfir bifreiðalest- inni, sem ók með nærri 100 km. hraða. Á tröppum konungshall- arinnar tók kammerherra Gúst- afs Adólfs konungs á móti Krús- jeff og fýlgdi honum inn í höll- ina þar sem konungur beið. Þar ræddust þeir við í stundarfjórð- ung, en síðan var setzt að snæð- ingi i boði konungshjónanna. Sem kunnugt er, eru aðeins 20 dagar frá því að Stig Wenner- siröm ofursti var dæmdur í lífs- tiðarfangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Sá, sem stjórnar- andstaðan hefur gagnrýnt harð- ast fyrir vanrækslu í sambandi við njósnir Wennerströms er Sven Andersson, varnarmálaráð- herra. Það vakti athygli í dag, að, Andersson var ekkj í hópi raðherranna, sem fögnuðu Krús- jeff á hafnarbakkanum og sat ekki hádegisverð konungs. Hins vegar mætti Andersson í veizlu utanríkisráðuneytisins í kvöld. Leiðtogi hægrimanna, Gunnar Heckscher, sat hádegisverðarboð konungs, en ekki kvöldverðinn. Hann hafði áður sagt, að hann kæmi, er konungur kallaði og ar.nars ekki. Sem dæmi um hinn mikla við búnað, sem lögreglan viðhafði vegna komu Krúsjeffs má nefna, að Thorsten Nilsson, utanríkis- ráðhérra, fékk ekki að fara inn í konungshöllina nem^ hann sýndi skilríki. Fyrir utan höll- ina stöðvuðu lögreglumennirnir ejnnig samstarfsmann sinn, sem bar brúnan bréfpoka. Var inni- hald pokans rannsakað nákvæm lega. Þegar Krúsjeff heimsótti Tage Erlander eftir hádegi í dag í skrifstofu hans í stjórnarráðs- húsinu, varð Erlander að sýna skilríki við innganginn í sína eigin skrifstofu. í skrifstofunni ræddust forsætisráðherrarnir við í um það bil klukkustund, fyrst ©g fremst um iðnað. í ræðunni, sem Krúsjeff hélt á hafnarbakkanum í Stokkhólmi sagði hann m.a., að eftir hina vel heppnuðu eimsókn til Danmerk- ur, fyndist honum hann vera hálfgerður Skandinavi. Markmið heimsóknarinnar til Norðurland- anna væri að tengja vináttubönd in og efla hina góðu sambúð við Nágrannanna. Kvaðst hann vona, að viðræðurnar við sænska ráð- herra yrðu hreinskilningslegar og fjöliuðu um hvað helzt mætti gera til þess að auka vináttu Svía og Rússa og bæta enn sam- band þeirra, sem byggt væri á grundvallarkenningunum um friðsamlega sambúð. Að lokum sagði forsætisráðherrann, að í Sovétríkjunum væru nógrannar sama og góðir nágrannar, en sagðist ekki vita hvernig á þetta væri litið í Svilþjóð. Tage Erlander, forsætisráð- herra Svía, bauð Krúsjeff velkom inn með stuttu á-varpi og ræddi m.a. stefnuna um friðsamlega sambúð og sagði, að markmið hlutleysis Svía væri einmitt frið samleg sambúð við ólík lönd og þjóðir. Stefna Svía gerði fyrst og fremst ráð fyrir alþjóðlegu sam- starfi innan Sameinuðu þjóðanna og virðingu þeirra grundvallar- atriða, sem stofnskrá samtakanna byggðist á. Ráðgert var að hinar stjórn- málalegu viðræður Krúsjeffs við sænska ráðherra færu fram í dag, en sem fyrr segir var þeim frestað að ósk forsætisráðherra Sovétríkjanna. Fréttamenn telja, að sænska ríkisstjórnin vonist til þess að Krúsjeff veiti henni upp lýsingar um Svía, sem horfið hafa í Sovétrikjunum. Frjóls- lynda Stokkhólmsblaðið „Ex- pressen", birtir í dag ritstjórnar grein á forsíðu, þar sem er minnst á þessi mál og m.a. spurt hvers vegna Krúsjeff hafi ekki haft hina horfnu Svía með sér til Svíþjóðar. Ræðir blaðið hvarf hinna sænsku manna og segir, að sannanir séu fyrir því að Raoul Wallenberg, starfsmaður Rauða krossins hafi verið á lifi eftir 1950 en Rússar segja, að hann hafi látizt í fangelsi i Sovétríkjunum 1947. Um 900 fréttamenn fylgja Krúsjeff eftir í Svíþjóð. Urðu þeir allir að gangast undir ná- kvæma lögreglurannsókn áður en þeir fengu blaðamannaskír- teini, sem þeir verða að sýna hvar sem þeir koma. í konungs- höllinni voru skírteinin skoðuð 8—10 sinnum og enginn frétta- maður fékk að fara út úr höll- ir;ni án þess að sýna skírteini. Fréttamenn segja, að ljóst sé, að í Svíþjóð fái hvorki þeir né al- menningur að koma eins nálægt forsætisráðherranum og menn fengu í Danmörku, en þar tók hann m. a. í hendur margra óbreyttra borgara. — Norskur Frh. af bls. 28 firði fór á báti á staðinn og samkvæmt ósk yfirmanna eftir- litsskipsins tók hann með sér aftur til Siglutfjarðar 4 farþega. Þar það starfsifólk norska sjó- mannaheimilisins, karlmaður, kona og tvær blómarósir. Það gekk hvorki né rak að ná Draug út um nóttina og var reynt öðru hvoru til háfjöru á sunnudag. Arnfirðingur, sem var á strandstaðnum allan tím- ann, fór síðdegis á sunnudag með 60 sjóliða inn ti/i Siglu- fjarðar, af öryggisástæðum að því að sagt var. Gengu þeir fylktu liði í gegn um bæinn að r Islenzk stúlka doktor í frönsku læknaniáli á 16. öld ISLENZK stúlka, Gústa Ingi- björg Sigurðardóttir, varði dokt orsritgerð um franskt lækna- ir.íl á 16. cfd hinn 19. júní sj'. við háskólann í Montpelli- er í Frakklandi. Fóru gagnrýn- endui lofsamlegum orðum um ritgerð hennar. Gústa Ingibjörg varð stúdent frá Mennta.skólanum í Reykja- vík árið 1953 með ágætiseink- unn og fór síðar til náms í frönsku við háskólann í Monte- pellier, þaðan sem hún lauk meistaraprófi árið 1960, en próf ritgerð hennar fjallaði einmitt um sama efni og doktorsritgerð- in nú. Foreldrar hins nýja doktors eru hjónin Ha líríður' ÞorkeLs- Fjallkonan á Hvolsvelli, Dagný Hermannsdóttir, flytur hátiða- ljóð. Ljósm.: Ottó Eyfjörð. Óvenjufjölbreytt 17. júní hátíðahöld á Hvolsvelli Á HVOLSVELLI voru nú ó- venjufjölbreytt hátiðahöld þann 17. júní í tilefni 20 ára lýðveldis- afmælisins. Hófust þau með skrúðgöngu kl. 1.30 síðdegis og gengið til Stórólfshvolskirkju. — Þar hélt ræðu Svofnir Sveinbjarnarson frá Breiðabólstað. Haldið var úr kirkju á barnaleikvöll þorpsins, þar sem Gretar Björnsson setti útisamkomuna, því næst talaði Björn Fr. Björnsson, sýslumað- norska sjómannaheimilinu, þar sem þeir höfðust við. Tvö norsk síldarfHutningaskip, Sig'mund og Store Knut komu á strandstaðinn á milli kl. 5 og 7 á sunnudaig. Dráttartaugar voru settar í þau, svo og Arn- firðing og Ölaf Friðbertsson. Þessi 4 skip unnu að því að draga Draug út og var það bú- ið rétt fyrir kl. 20 urn kvöldið. Var það fyrr en nokkur átti von á. Sigmund dróg Draug inn til Siglufjarðar, en Arnfirðingur var bundinn við síðu eftirl.its- skipsins, m.a. til að stýra því, þar sem báðar skrúfur þess voru brotnar og stýrið laskað. Talsverð slagsíða var á skipinu Gusta Ingibjörg Sigurðardóttir dóttir og Sigurður Runólfsson, sem bæði eru kennarar í Reykjavík. Gústa Ingibjörg er væntanleg heim til íslands í byrjun næsta mánaóar. ur, þá var almennur söngur und- ir stjórn Jóns Gunnarssonar á Velli, þar næst kom fram Fjall- konan, Dagný Hermannsdóttir, og las hátíðaljóð Tómasar Guð- mundssonar. Þessu næst hófust leikir barna og unglinga undir stjórn Trú- manns Kristiansen, skólastjóra. Um kvöldið var svo dansleikur í félagsheimilinu Hvoli og var dansað til miðnættis. vegna lekans og mikil olíubrák var á sjónum í kjölfari skip- anna. Lekinn á sjálfum skips- skrokknum er ekki talinn mikill enda höfðu tvær 2ja tomimu dælur vel unda n. Talið er, að botninn sé mikið beyglað- ur. Klukkan um 21 á sunnudags- kvöld var komið með Draug að bryggju. Ekki urðu nein meiðsli á mönnum vegna þessa, en skip- verji á Sigmund meiddist á fæti, er vír slóst í annað hné hans. Dra-ug er enn við bryggju hér á Siglufirði, en á morgun, þriðju dag, er dráttarbátur væntanleg- ur frá Noregi og mun hann draga skipið þangað. Fara sjó- liðarnir allir með því. Ósk hefur komið fram um, að sjó- próf verði haldin vegna strands ins hér á Siglufirði. — Sk. i Aflinn til ( mnrzlokn | 200,651 tonn I E HEILDARAFI.INN þrjá fyrstu l E mánuði ársins varð 200.651 É É tonn, þar af var bátafiskur É É 187.085 tonn en togarafiskur É é 13.566 tonn. Á sama tímabili É = 1962 varð heildaraflinn 172.- É É 221 tonn, þar af bátafiskur É É 156.843 tonn en togarafiskur É É 15.378 tonn. Aflinn til marz- É = Ioka nú varð því 28.429 tonn- É | um meiri en á sama tima í É | fyrra. | Af aflamagninu til marz- É É loka varð sild 64.366 tonn, en É É á sama tima 1962 var síldin É I 62.420 tonn. — Rlkisstyrkir Frh. af bLs. 28 7. Þessi þróun hefur ekkl síður orðið fyrir það, að í inn- flutningslöndunum hefur lengi gætt, og gætir nú í vax- andi mæli tilhneigingar tiL þess að leggja því meiri hindr anir á verzlunarsviðinu í veg fyrir innflutning á matvæl- um, einnig á afurðum újr fiski, því mun meir, sem var- an er unnin. 8. Fyrir ísland getur slík þróun, ef áframhald verður á henni, haft mjög slæmar af-^ leiðingar, og leitt til minnk- andi framleiðsluverðmætis fiskveiða, með því, að aug- ljóst er, að takmörk eru fyrir því, hversu Unnt er að auka aflann, og þvi kemur að því, að einj möguleikinn til að auka verðmæti framleiðslupn ar verður gegn um aukna vinnslu. 9. ísland hefur því árum saman, og í vaxandi mæli, vakið athygli innflutnings- þjóðanna á þessum sérstæðu vandamálum, sem hér blasa við, og fer ekki fram á annað, en það, sem telja verður sanngjarnt og eðlilegt. Með viðskiptum þessara þjóða við ísland verði ástunduð gagn- kvæmni, þar sem íslending- um verði gert kleift að keppa eðlilega í söluframleiðslu þeirra, án óeðlilegra hindrana innflutningslandanna, en á móti greiði ísland fyrir sölu á framleiðsluvörum bessara þjóða, sem í flestum tilfellum eru iðnaðarvörur. 10. Þróun fiskveiðiland- heLgismálsins í Evrópu, nú á undanförnum árum, hefur haft all djúptæk áhrif á fisk- veiðar Evrópuþjóðanna. Það féll í hlut íslands, að hafa þar nokkra forystu, en málflut.n- ingi íslendinga hefur þó öðr- um þræði byggzt á dómi Al- þjóðadómstóisins i deilu Breta og Norðmanna, árið 1951. 11. Sú neikvæða þróun, sem hafði orðið á fiskveið- um við ísland á tímabilinu fyrir síðari heimsstyrjöldina, svo og almenn þróun á vett- vangi alþjóðalaga, voru for- sendurnar fyrir nauðsynleg- um aðgerðum íslendinga til útfærslu fiskveiðilandhelg- innar. 12. Óhugsandi er, að snúa kluklcunni aftur á bak, og hverfa af þeim grundvelli. sem við nú stöndum á, með frjálsum samningum við þær þjóðir tvær, sem mestar veið- ar hafa stundað við Island, aðrar en íslendingar sjálfir. Það er engin skynsamleg, eða viðslciptalega eðlileg gagn- kvæmni í því að ætla að binda saman viðskipti og rétt- inn til fiskveiða. Með út- færslu fiskveiðilandhelginnar hafa Islendingar tekið á sig þá skuldbindingu að nýta þá fislíistofna, sem þar er að finna, á skynsamlegan hátt, og með þeim veiðiaðferðum og skipum, sem heppilegast verður talið á hvefjum stað og tíma, og íslendingar telja sig algerlega færa að gera. 13. íslendingar hafa haft af því auknar áhyggjur á seinni árum, hvernig viðgeng izt hefur, og jafnvel aukizt, beinar styrktargreiðsiur úr ríkissjóðum viðkomandi landa til fiskveiða, þvínæc allra landa Evrópu, og þá akki sízt innflutningslandanna. Þetta, ásamt hindrunum á viðskipta sviðinu, truflar þróun fisk- veiðanna, og dregur úr, eða jafnvel getur eyðilagt með öllu möguleika fiskfram- leiðslu- og útflutningslands eins og íslands, til að byggja upp heilbrigðan atvinnu- rekstur, sem gæti orðið, og á að verða grundvöllur vax- andi velmegunar. 14. Staða íslands í fiskveið- um Evrópu mun ekki hvað sízt markast af þróun þessara mála i framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.