Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Þriðjudagur 23. júní 1964 VEIÐIMAL ÁRNESINGA eftir Magnús Magnússon, Eyrarbakka LAUGARDAGINN 6. maí er í Mbl. sagt að nokkru frá aðal- fundi Veiðifélags Árnesinga, og þar sem mín er þai lítillega minnzt, þykir mér hlýða að leið- rétta missögn í áðurnefndri gein varðandi ummæli mín á fundin- um. Og er þá rétt að gefnu til- efni að ræða nokkuð um veiði- mál okkar Árnesinga. Ummæli mín á fundinum voru á þá leið, að sterkar líkur bentu til þess, að unnt væri að leigja nokkur stangveiðisvæði fyrir leigu eftir sumarið, er næmi allt að 1.000 kr. á einingu viðkom- andi jarðar í arðskrá VÁ og það án þess að netum yrði fækkað. í ljós hefði komið, að viss stang- veiðisvæði væru langtum verð- meiri en menn almennt hefðu gert sér grein fyrir, og tilboð SVFR mætti því kallast smánar- tilboð. Þessum ummælum mínum var af vináttumönnum SVFR illa tekið, og fram haldið, að mér færist lítt að tala um lág leigu- tilboð, svo illa sem ég gerði við minn leigusala. Þessi ummæli voru á fundinum frá minni hendi látin afskiptalaus, því naumast er hægt að temja sér þann fund- arsið, sérstaklega ef um persónu- legt er að ræða, að menn elti hvern annan frá orði til orðs og eyði þar með dýrmætum fundar- tíma að nauðsynjalausu frá þýð- ingarmeiri málum, sem ræða þarf málefnalega. Hins vil ég þó geta, sem ranglega er eftir mér haft, að ég hafi talað um 1.000 kr. arð á einingu yfir allt vatna- hverfið £ leigu heldur sem lík- legur leiguhlutur ákveðinna jarða, ef þeir sem þær byggðu mættu sjálfir ráðstafa veiði sinni og leigumálum. f áðurnefndri Mbl.-grein seg- ir: „Magnús Magnússon taldi á fundinum, að tilboð SVFR væri „smánartilboð“, en það fól í sér, að SVFR greiddi 250 kr. pr. ein- ingu í leigu auk 50 kr. til rækt- unar sem grundvallarverð. Þann- ig bauðst félagið í raun og veru til þess að greiða 300 kr. á ein- ingu. Á fundinum hélt Magnús. Magnússon því fram að þetta væri allt of lágt, ef leigt yrði til stangaveiði mætti ekki taka við minni upphæð en kr. 1000 pr. einingu". Eins og sést á framan- rituðu, eru þessi ummæli ékki rétt eftir höfð og leiðréttast hér- með. Síðar í greininni er minnzt á viðskipti mín við Eyrarbakka- hrepp, en ég hef haft á leigu lax- og silungsveiðiréttinn fyrir jörð- um hreppsins í Ölfusá síðan lax- veiðin var gefin jarðeigendum frjáls 1958. Þó er þess getið, að Eyrarbakkahreppur hafi í arð- skrá VÁ um 530 einingar og síð- an segir: „Magnús Magnússon hefur verið langskæðasti leigj- andinn á veiði hreppsins og ætti skv. eigin mati að greiða a.m.k. um hálfa milljón í leigu, en skv. tilboði SVFR yrði greitt fyrir þessi veiðiréttindi um 160 þús. kr. Nú mun fjarri fara, að hrepps búar Eyrarbakkahrepps hafi feng ið nándar nærri hvoruga þessa upphæð, en þeir munu án efa lifa i voninni um eitthvað fyrir- ferðarmeira í hreppskassann svo sem t.d. „smánartilboðið". Að vísu munu ekki öll kurl til graf- ar komin varðandi hvað hrepp- urinn ber út býtum fyrir sl. ár, þar sem eitthvað af laxi mun vera óselt, en kunnugir ^telja, að krónurnar verði milli 100 og 110 þúsund, sem Magnús Magnússon kemur til með að greiða fyrir lítilræðið. Sá háttur mun nefni- lega hafa verið tekinn upp í fyrra, að Magnús greiddi prósent ur af aflanum (aflaverðmætun- um) til hreppsins í stað fasts leigjugjalds“. — Skulu þessi um- mæli athuguð nánar. Um netaveiðina í neðri hluta Ölfusár — en það svæði hefur i umræðum um þessi mál hlotið nafnið Ósasvæði — er því haldið fram, að þar eigi sér ofveiði stað, öðru nafni ránveiði. Landslengd Eyrarbakkahrepps með Ölfusá er um 8 km. Hér er um víðáttu- mikið landsvæði að ræða, og voru þar, áður en Eyrarbakka- hreppur keypti þessar jarðir, hreppsbúum til nytja, þarna 5 myndarleg býli eða 6, því að í Óseyrarnesi var oft tvíbýli. Nú er því veiðiréttur allra þessara jarða sameinaður, svo að segja má, að um félagssvæði sé. að ræða hjá Óseyrarnesi og Flóa- gaflstorfunni. Sú nú samveiði þessara 5 jarða athuguð, kemur í ljós, að veiðin er oft um 200 laxar á býli, eða samtals 1000 stykki, og er það sízt meiri veiði en víða annars staðar með Ölfusá og Hvítá, sé veiði 5—6 jarða lögð saman. Eru sterkar likur til að víða sé eins stór veiðihlutur jarða og hér niður frá. En ókunnug- leiki mun oftast valda, á hvern hátt menn ræða þessi mál. f frásögnum af veiðihlunnind- um þeirra jarða Eyrarbakka- hrepps sem liggja að Ölfusá, er veiðin venjulega aðeins eignuð einni jðrð. Gefur þessu byr und- ir báða vængi, að aðeins eru not- aðar við veiðarnar 2 lagnir, en skv. samþykktum VÁ eru heim- ilar 2 lagnir á býli. Skv. því mætti nota á öllu veiðisvæði Eyr arbakkahreþps 10 lagnir í stað tveggja, sem notaðar hafa verið. Þar sem aðallögnin er, þar er áin 2—5 km á breidd eftir því hvernig lína er dregin yfir ána. Sé miðað við minnstu breidd um 2000 metrar, mætti leggja 500 m langt net út í ána, en 1500 m eftir sem áður netlausir og göngu- helgir eða % árinnar. Nú hefur net aldrei verið lagt lengra út en 400 m eða aðeins % af breidd ár- innar og % alltaf gönguhelgir og netlausir. VÁ hafði áhuga á að draga úr veiðiútbúnaði í vatnshverfinu, en þá skeði það einkennilega, að þar sem veiðiaðstaða virtist skv. lögunum hvað sízt fullnýtt, þar var ákveðið að draga úr veiðiút- búnaði og netalengd færð niður í 250 m. Nær því aðalnetið, sem bezta gefur veiðina, aðeins út í Vs af árbreiddinni, en 7/s alltaf gönguhelgar og netlausir. Rétt er að geta þess, að áður en umrætt net var stytt. lá það ekki yfir neina ála heldur á jafna-dýpi, enda eru þeir mun utar í ánni. Það er ekki líklegt að fetað verði upp á frekari skerðingu á veiði- útbúnaði þessara jarða en nú hefur verið lýst, því öllum sann- gjörnum mönnum mun finnast í hóf stillt veiðiútbúnaði, enda mun það mála sannast. Það mun einnig koma í Ijós, ef á reynir, að Eyrbekkingar eru staðráðnir að. verja frekari réttindaskerð- ingu og segja: Hingað og ekki lengra. Það liggur því ljóst fyrir, að vegna hófsemi í veiðiútbúnaði hefur hlutur jarða Eyrarbakka- hrepps orðið stórum minni en vera þyrfti í laxveiðinni, og Eyr- Fyrsti bíllinn yffir Herkonul gil að Sauðanesi á Engidal | = ENGIDALUR, vestan Siglu- 3 fjarðar, hefur um aldir verið = í röð einangraði bygga á ís- 3 landi og torsóttur heim. Þar 1 hefur um langa tíð verið viti, = sem lýst hefur farkostum og = sjó fram, og vísað veginn til = og frá Siglufirði, en landleið- = in verið lokuð farartækjurn. = Hinn fjórhjólaði farkostur = nútímans, sem sífellt eykur 5 áhrifasvæði sitt, kom þangað § í fyrsta sinn aðfaranótt 17. = júní sl. Það var söguleg stund = er lítill Fíat 600 bíll rann í = hlaðið á Sauðanesi. Og vita- = vörðurinn, sem vakinn var af EÉ værum blundi kl. 3 að nóttu, = hefur sennilega vart trúað Éi eigin augum, er hann leit S bíl í varpa þann fyrsta sem = sigraði Herkonugil, þann = fyrsta sem ekur í hlað á Engi- = dal, og átti aðeins eftir um = 1 km. leið að fyrirhuguðum jarðgöngum um fjallið Stráka (vestan megin) . Það voru sex siglfirzkir skátar, undir forystu Jóns Dýrfjörð, sem þessa leið óku. Lögðu þeir af stað skömmu fyrir miðnætti, í þann mund er 20. þjóðhátíðardagurinn rann upp, héldu sem leið ligg ur yfir Siglufjarðarskarð, ofan í Hraunadal. Á Heljar- tröð beygðu þeir til hægri, inn á hinn nýja Þjóðveg, út Almenninga. Að sögn þeirra er sæmilega akfær vegur að Mána á Úlfsdal. Var síðan farið yfir mýrarnar hjá Dala- bæ og þar upp á vegarruðn- inginn á ný. Ýmsar torfærur munu hafa orðið á vegi þeirra félaga, sem hér verður ekki um rætt að sinni, hitt skiptir mestu máli, að þeir eru hinir fyrstu, er aka bíl í Engidal, og mun þó margur Siglfirðing- urinn hafa haft hug á því M marki. Þessi ökuför þeirra félaga 3 er mikið rædd hér í Siglu- = firði, enda sýnir hún, hve vel 3 þessari vegagerð miðar, og 3 ýtir undir þær vonir Siglfirð- 3 inga, að varanlégar samgöng- 3 ur á landi við Siglufjörð séu 3 á næsta leyti. Fiatinn skyldu þeir félagar = eftir í Engidal, en héldu á 3 öðrum bíl, sem þeír höfðu 3 skilið eftir á Máná heimieið- 3 is. Mun þar mestu hafa um = ráðið, að. þeirra beið rnikið 3 starf heima, þar eð skátarnir 3 voru virkir þátttakendur j há | tíðahöldum þjóðhátíðardags- 3 ins. Hyggjast þeir sækja bíl- 3 inn nk. laugardag, og verður 3 með í þeirri för kvikmynda- 3 tökumaður og væntanlega 3 ljósmyndari Morgunblaðsins 3 hér á Siglufirði. — St. Triiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiuiiMi^ bekkingar ekki látið mig gjalda þess eða talið minna vegna að lágt væri í hreppskassanum, en nytjað sjálfir hlunnindin á sinn hátt. Þar sem langur árbakki lá meðfram ánni ónytjaður af mér, enda þótt ég hefði veiðiréttinn, þá varð það að samkomulagi, að sá hluti árbakkans, sem ekki helgaðist af netalengdinni, yrði frjáls öllum Eyrbekkingum, ung- um og gömlum, til stangveiði, svo þeir gætu notið þar hollustu útivistarinnar við ánægjulegustu tómstundaiðjuna, sem nokkurt bæjarfélag getur veitt sínum ung mennum kosta og það án endur- gjalds. Þessi stangveiðiaðstaða, sem margir myndu vilja greiða mikið fyrir, er óverðlögð hér, en Eyrbekkingum dýrmæt, og mun ekki látin af hendi, þótt tugþús- undir væru í boði. Þar sem dýr- mæt veiðiréttindi eru þannig nýtt án þess að vera skráð tii verðs, hlýtur arðskrárhlutur (einingafjöldi) að verða minni en réttlátt er, og bitnaði slíkt ó- maklega' á Eyrarbakkahreppi, ef samyrkjubúskapurinn yrði aftur tekinn upp við vatnahverfið. Litið um öxl Síðustu 20 árin áður en VÁ var stofnað (1918—1937) var meðal- veiðin í öllu vatnahverfinu skv. frarjitölum um 4000 laxar. Lax- veiðin hefur verið misjöfn frá ári til árs. Það sanna skýrslur, sem til eru nokkuð langt aftur í tímann, árferðið í ánum, sem var mishagstætt til hrygningar og uppeldis seiða, mun að mestu valda þessum aflasveiflum. Þetta virtust menn skilja áður fyrr. og töldu gott veiðiár happ og guðs gjöf. Síðar, er illa veiddist, héldu sumir því fram, að nú væri bú- ið að ofveiða og stofninn væri að mestu til þurrðar genginn. Sum- arið 1932 veiddust á svæðinu skv. skýrslum 8639 laxar, en 1935 að- eins 2544 laxar, þó að veiðitil- högun hafi verið svipuð bæði ár- in. Var þá hafinn harður áróður fyrir því, að nú væri laxinn að ganga til þurrðar og í því sam- bandi bent á hina miklu veiði 1932, sem var útfærð sem rán- eða ofveiði — og afleiðing henn- ar auðvitað hin lélega veiði 1935. Þá var því og haldið fram, að veruleg stofnskerðing hefði átt sér stað í langan tíma áður, hvernig svo sem samræmdist hinni gífurlegu veiði. sumarið 1932, ef stofninn hefði fyrir þann tíma alltaf verið að minnka. En hinu var lítt á loft haldið, að siðla vetrar 1930 komu mestu flóð í vatnahverfið, sem orðið hafa á þessari öld og stórspillir hrygningunni frá haustinu 1929, en sá árgangur átti að bera uppi laxveiðina sumarið 1935. En þá verður alvarlegur aflabrestur. Ég held, að þarna sé að finna eitt þýðingarmesta atriðið í mis- munandi stærð laxastofnanna frá ári til árs, hvernig vatnahverfið í heild er um vetrartímann líf- fræðilega séð fyrir klak og af- komu síla og seiða. VÁ ákvað fyrir nokkrum árum, að láta fylgjast með einstökum ám yfir vetrartímann, og má búast við gagnlegum fróðleik um þau efni, er tímar líða. Á fyrstu árum slnum lét VÁ veiða í net á Selfossi og Helli og varð veiðin þessi: 1938: 1393 laxar 1939: 2887 laxar 1940: 4219 laxar Sterkar líkur eru til þess, að stofn sá, sem gekk í vatnahverfið 1940 hafi verið enn stærri en sá, er var á ferðinni 1932. Þá var veiðin '1515 löxum meiri á Sel- fossi og Helli, en samanburður erfiður, því að breytt hafði verið um veiðitilhögun að nokkru. Af þessum tölum er ljóst, að engin sannanleg merki sjást þess, að um stofnskerðingu hafi verið að ræða, en árferðissveiflur hafa mjög villt um fyrir mönn- um og þar sem góðir veiðihlutir urðu á jörðum með hagstæð skil- yrði frá hendi náttúrunnar en á öðrum svæðum var engan eða lítinn fisk að fá, ekki af því.að aðrir veiddu mikið, heldur af því að fyrir lendareigninni var eng- in lögn, sem fiskur fékkst í. En þó að menn skilji mæta vel, að jarðir séu misjafnar undir bú, sumar sannnefndar höfuðból, en aðrar kostarýr kot, eiga sumir nú til dags erfitt með að skilja, að slíkt geti einnig átt sér stað með vatnið og verðmæti þess — og verðmætum úr vatninu sé ekki alls staðar náð úr vatninu í svip- uðum mæli. Á fyrstu árunum lét stjórn VÁ vinna að útrýmingu sels í neðsta hluta Ölfusár, þar sem hann held ur sig jafnan, og selveiðin hafði oft verið um 200 kópar að vor- inu. Nú er verð á góðum skinn- um 1700 kr. og fer hækkandi. Hér er því um verðmæta eyð- ingu að ræða, sem nemur á 4. hundrað þúsund kr. á ári. Þessi verðmæti féllu í skaut ósajarða að nokkru. Og nú eru uppi mjög háværar raddir um að takmarka - eigi sem mest og helzt banna með öllu laxveiði á þessum jörðum. Er ekki mála sannast, að litt gæt- ir tillitssemi í slíkum viðskiptum í krafti og nafni fjöldans við ör- fáa einstaklinga? Hér er að geta þess, að skaðabætur fyrir eyð- ingu selsins eru um 1500 kr. á ári. I Stjórnarskrá íslenzka lýð- veldisins segir svo í VII. kafla 67. grein: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenn- ingsþörf krefjist. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Orðslyngir menn eru lagnir á að færa þetta og hitt undir al- menningsheill eða almennings- þörf, og umráðaréttur sé annað en eignaréttur, og taka megi af Framihald á bls 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.