Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 23. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Veiðimál Framh. af bls. 12 mönnum umráðarétt dýrmætra verðmæta, þótt lögráða séu og telja slíkt ekki brot á friðhelgi eignarréttarins. — Umráðaréttur bóndans yfir veiði jarðar sinnar íer ekki varhluta af þessum deil- um. Hitt er hafið yfir deilur, að sé af mönnum tekið, þá komi fullt verð fyrir. En hvað snertir skaðabætur fyrir selinn fer ekki á milli mála, að mesta hlutann vantar af þeim skaðabótum til eigenda selveiðijarðanna. Skyldi það eiga eftir að koma á daginn, að stefnt sé markvisst að því að eyða aðstöðu neðstu jarða við Ölfusá til laxveiða og greiða þeim í framtíðinni bætur fyrir laxveiðimissinn í líkum hlutföllum og selaskaðabæturn- ar, sem nú eru greiddar? Ymsar blikur benda nokkuð til þess að slík þróun sé ekki öllum ókær, en víst verður að treysta hinu háa Alþingi, að slík þróun nái ekki fram að ganga. Neta- og stangveiðin Vegna margvíslegra skrifa um laxveiðina í vatnahverfinu fyrr og nú, þykir mér vel við eiga að birta hér nokkrar tölulegar upp- lýsingar um laxveiðina í einstök- lim ám vatnahverfisins skv. opin- berum skýrslum. Og þótt þær séu ekki alveg nákvæmar, gefa þær þó allglögga mynd af dreif- ingu veiðinnar. Á því skal vakin athygli, að etangveiði var stunduð á mörgum stöðum í vatnahverfinu, þó að að eins séu tvær ár nefndar, en all- ur stangveiddur lax talinn, sem er nauðsynlegt til samanburðar. Þá er að síðustu neta- og stang- veiðin lögð saman til þess að sýna heildarveiðina. 1947 8 ÍS *• v a > .2 Ekki veitt Stóra- Laxá ’3> o tn M .3 « 2. ■3 4> w > 828 1105 fl K :0 | 828 1105 9 643 226 99 920 1563 1950 1674 79 107 420 2094 1 981 58 116 329 1310 2 717 221 184 933 1650 3 1726 71 112 383 2108 4 632 141 128 483 1115 5 272 140 176 776 1048 6 1389 55 140 481 1870 7 748 136 229 744 1492 1958 4873 215 282 863 5736 9 8092 269 260 857 8949 1960 8225 181 383 912 9137 1 6462 121 272 1214 7676 2 5988 87 268 809 6797 3 8964 41 336 992 9956 Þegar litið er á þessa skýrslu, kemur í ljós, að hin mjög svo aukna netaveiði, hefur ekki dreg- ið niður meðaltalsveiðina á stöng. Það sést bezt, ef veiði fjögurra ára tímabils er borin saman. Rétt er að veita því athygli, að fyrstu tvö árin lætur VÁ ekki veiða í net. Þær sveiflur, sem verða á 6tangveiðinni á tímabilinu mætti setla, að stöfuðu að nokkru af því, hve hagstæðar árnar hafi verið til veiðanna. Þar sem neta- veiði var stunduð hjá Veiðifélag- inu á mjög takmörkuðu svæði má einnig ætla, að sömu áhrifa hafi einnig gætt á árunum 1949— 57. Að þessu athuguðu benda Sterkar líkur til að stór hluti laxa stofns vatnahverfisins hrygni í jökulvatninu sjálfu og þar sem bergvatns gætir í því. Dr. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur mun fyrstur manna hafa vakið athygli á hrygningu í jökulvatni, þó að mönnum sé það ekki ljóst. Lax- inn er því kominn á sínar upp- eldis- og hrygningarstöðvar, þeg- ar hann er kominn upp í jökul- vatnið. Og sá stofn, sem þar er, virðist fara vaxandi á sama tima og stofn ákveðinna bergvatns- svæða, t.d. Brúarár, nær eyðist, enda er þar víða mjög góð að- staða til þess að ná fiski. Hvort veiðar eða annað eiga hér hlut að máli, er erfitt um að dæma, en hver bergvatnsá hefur ákveðin greiningaratriði á einum stofni, enda sannað, að laxinn leitar yfir leitt á sínar uppfeldisstöðvar, en ekki í aðrar ár og á þetta eflaust einnig /við um þverár stórra vatnsfalla. Þá má benda á smá- læk eins og Höskuldslæk í Gríms nesi, sem lax gengur seint í, þar er jafnan mikið af laxi á haustin. Svipað er með Litlu-Laxá. Hefði netaveiðin eytt laxastofni Brúar- ár, hvernig gátu þá aðrir stofnar sloppið frá eyðingu? Það mun sannast, er frá líður, að friðun sú og takmörkun netaveiði, sem nú gildir er nægileg til verndar stofninum, þó að nælonnet séu notuð. Þegar litið er á þessi atriði öll, verður skiljanlegra hvers vegna ekki er sami veiði- vöxtur í öllum hlutum vatna- hverfisins á sama ári. Og þótt dregið væri úr netaveiði að ’ein- hverju leyti í jökulvatninu, þá er það engin trygging fyrir aukinni veiði á stöng í bergvatnsánum, svo að neinu verulegu nemi, svo sem veiðiskýrslur benda eindreg- ið til, enda veðráttan mikils ráð- andi um göngu laxins og veiði sérstaklega í minni ám. Vantrú á laxastofninum Þegar laxveiðin var gefin jarð- eigendum frjáls 1958, var það trú margra, að vatnahverfið væri mjög laxrýrt. Má í því sambarfdi minna á bréf SVFR og tilboð þess í veiðina, en þar endur- speglast það álit, sem vatnahverf ið hafði hvað laxgengd snerti, enda bentu þær skýrslur, sem fyrir lágu um veiðina, ekki til þess að mikilla fanga væri von. Árið 1951 er félagsveiðin í net aðeins 981 lax, en stangaveiðin í Stóru-Laxá 58 laxar. 1957 varð félagsveiðin 748 laxar, en í Stóru- Laxá veiddustl36 laxar. Stang- veiðin á tímabilinu 1947—57 varð mest 1105 laxar en minnst 329 laxar. Mun því að vonum ekki hafa ríkt bjartsýni hjá öllum um stóran fiskistofn. Þó taldi ég, þrátt fyrir skýrsl- ur um lélega veiði, að laxi hefði fjölgað allverulega á 20 ára tíma bilinu, þar sem veiðiálagið hafði minnkað um allt að helming. — Þess vegna hlaut laxsfofninn að hafa stækkað allverulega, þó að það kæmi ekki fram í aukinni veiði og þá sízt á þeim stöðum, sem hennar var sérstaklega vænzt, en það var í bergvatnsán- um. Eyrarbakkahreppur hefur i arðskrá 528% einingu. Árið Í955 var greiddur arður á einingu 5 kr. í hreppskassann, en árið 1957 varð arðsútborgun 11 kr. á ein- ingu eða um 5.819 kr. til hrepps- ins. Af þessu er ljóst, að um stór- fjárhæðir, sem fylltu út í hrepps- kassann er ekki til að dreifa á þessum árum. Verðmætin koma í ljós Þegar lax- og silungsveiðjrétt- ur Eyrarbakkahrepps í Öífusá var boðinn út til leigu 1958, munu 4 tilboð hafa borizt. Hæsta tilboðið var frá mér, 10.500 kr., og var þar nær helmingi hærri upphæð en hreppurinn hafði haft frá Veiðifélaginu árið áður. Þegar veiðar hófust, kom í Ijós, að laxastofninn var langtum stærri en menn höfðu gert sér vonir með, og mjög víða varð um margföldun tekna af veið- inni að ræða á móti því, sem Veiðifélagið (samyrkjunýtingin) hafði megnað að greiða í arð áð- ur. Undantekning mun þó hafa verið frá þessu, þar sem stang- veiðileiga var að nokkru á ýms- um svæðum miðuð við arð- greiðslur VÁ á fyrri árum. Þar sem veiðin varð langtum meiri en ég hafði þorað að vona og miðað mitt leigutilboð við, þá greiddi ég 20.000 kr. fyrir veiði- réttinn, svo að arðshlutur hrepps ins hafði þá hækkað frá því, sem áður var um nær 300%. Og þessi ánægjulega saga endurtók sig á mörgum stöðum. Er nokkur furða, þó að menn minnist slíkra hluta og langi ekki aftur í lang't samyrkjutímabii? Síðar, er laxverð hækkaði vegna útflutnings Kf. Árn., hækk aði ég leiguna enn, og er veiðin var aftur boðin út 1963, samdist milli mín og hreppsnefndar um leigumála, er gefur í hreppskass- ann að vísu eftir afla og verð- lagi eitthvað á annað hundrað þúsund kr. Ég vísa því mjög á- kveðið undir dóm Eyrbekkinga, hvort alræði stangveiðisjónar- miðanna sé líklegra til þess að afla hreppskassanum fjár með hliðsjón af þeim tillögum, sem þeir aðilar gera um veiðiskapinn fyrir jörðum hrppppsins en mín viðleitni til veiða með eðlilegri og sanngjarnri hlutdeild hrepps- ins í henni? Áhrifa, sem gætir á veiðarnar Það er alkunn staðreynd, að áhrifa veðráttu og vatns gætir mjög á . veiðarnar. Um það er vatnahverfi Ölfusár ekki eitt. Að þessu víkur dagblaðið Vísir 31. okt. 1961 í einkar fróðlegri grein um laxveiðina í Elliðaánum sum- arið 1961. Þar segir: „Frá því að SVFR fékk árnar á leigu 1939 eða í 23 ár hefur veiðin aldrei verið eins léleg þar og nú að árinu 1945 undanteknu. Þá var hún aðeins minni en nú. Ekki er þetta því að kenna, að laxgengd væri lítil í sumar. Alls munu hafa gengið í þær um 4000 laxar. Osökin er vatnsleysið. Gamlir menn segjast ekki muna eftir ánum eins litlum og þær voru í sumar. Gegnum laxatelj- arann við Rafstöðina gengu um 2900 laxar, en sáralítið af þeim veiddist. Véiðin í ánum var 743 laxar, en meðalveiðin frá 1939— 1960 var um 1150 laxar á sumri“. Veiddust því um 407 löxum minna en meðaltal 22 ára og er það um 35% veiðirýrnun. Það fer vart á milli mála, að teija ber staðreynd, að ásigkomu- lag vatnsins í ánum og vatns- magn þeirra, en það endurspeglar víðáttuna, hefur oft úrslitaáhrif á laxveiðarnar, bæði í net og á stöng. Af því er ljóst, að vilji menn fá rétta mynd af veiðunum og stærð stofnanna, er nauðsyn- legt að hafa alllangt tímabil ti! athugunar, því að fá ár gefa al- gerlega villandi mynd af ástand- inu. Það er veiðimagnið með samanburði margra ára, rétt mat á veiðihæfni viðkomandi neta- lagnar og útbúnaði frá ári til árs eða þá stangveiðiaðstöðu, sem hægt er að fá nokkuð glöggar upplýsingar um hvort stofninn sé ofveiddur. Auk þess verða menn að gera sér grein fyrir því, að ár- gangar eru mjög misstórir af á- stæðum, sem áður hefur verið bent á. Og það eitt getur alger- lega villt um fyrir monnum, þeg- ar svo þar við bætist viðkvæmt hagsmunamál, þá er ekki von að allir komist að rökréttum niður- stöðum. Framtíðin Það var á tímabili almenn trú og dyggilega að henni hlúð, að vatnahverfið væri mjög laxrýrt. En vegna veiðiárangurs undan- farandi ára er það staðreynd, að laxastófninn er stór, og þegar veitt var af því, sem kom frá hrygningu fyrsta almenna lax- veiðiársins 1958 þá kom fram mjög sterkur stofn, sem gefur góðar vonir um, að vel sé séð fyrir því, að nógu margir laxar komist á hrygningarstöðvarnar. Um nokkur ár hefur lax verið veiddur til merkinga, því miður um tiltölulega fáa laxa að ræða, en líkur benda þó til þess að veiðiálagi sé í hóf stillt, þar sem endurheimzt hafa um 28% af merkj um. Það skapar mikið vandamál, hve vatnahverfið er breytilegt með ólíkri aðstöðu til veiðanna, enda vilja sumir jarðeigendur láta taka allt allt einu allsherjar- kverkataki eins og í austurvegi og persónulegur vilji eigi engan rétt á sér. Aðrir telja, að menn eigi sjálfir að ráða veiðiskap fyr- ir sínum löndum og þola enga þrælameðferð þar sem sumir segi allt um allt og láti aðra sitja og standa í þessum efnum eftir eigin geðþótta, eins og þræla forðum. Laxastofn vatnahverfisins er sjálfræktaður að mestu. Þess vegna getur enginn gert kröfur á hendur öðrum, en friðunarreglur, sem tryggja stofninn og vöxt hans eru öllum til gagns, enda eru ekki um þær deilur og sitja þar allir við sama borð. Þó hefur þeirri hugmynd skotið fram, að sumir skuli láta af allri laxveiði og hafa þá ef til vill í huga sela- skaðabæturnar, sem áður hefur verið minnzt á, sem grundvöll skaðabótagreiðslna fyrir missi laxveiðinnar. Það hafa komið fram tillögur frá netaveiðimönnum um leigu ákveðinnar ár til friðunar á vatnasvæðinu og sú leiga yrði greidd úr félagssjóði. Átti þetta við um á, sem lax gengur svo seint í á haustin, að veiðitími er oft liðinn'hjá, er laxinn gengur í hana. Þá hafa netveiðimenn lagt til að hver veiddur lax yrði skattlagður til þess að afla fjár til hinnar margvíslegu starfsemi sem nauðsynleg er, en legið hef- ur niðri vegna fjárskortS, og greiddu þeir þannig mest, sem bezta veiðina hafa. Má þar fyrst til nefna byggingu stórs klak- húss og síðar eldisstöðvar, leigu- greiðslur fyrir góða uppeldis- staði, sem fiskur gengur seint á, og gefa því engar tekjur. Nú var farin ný leið til tekju- öflunar, og eru bundnar við hana miklar vonir. Vegna vatnstrufl- ana í Soginu af völdum raforku- veranna vegna vatnsbreytinga, sérstaklega á veturna, er stór hrygningar- og uppeldissvæði hafa þornað og botnfrosið og við það farizt mikið af hrognum og seiðum, þá standa nú vonir til að frá raforkuverunum komi mynd- arlegur stuðningur við byggingu klak- og eldisstöðvar fyrir vatna- hverfið og þar með að nokkru bætt fyrir það tjón, sem hlotizt hefur og áframhaldandi þátttaka verði í rekstri klak- og eldis- stöðvar vegna þeirrar tjóna- hættu, sem misrennslið á vatn- inu kann að orsaka á laxstofn- inn í einhverju öruggasta hrygn- ingar- og • uppeldissvæði vatna- hverfisins. Um þessi atriði öll og mörg fleiri eru menn sammála, en það, sem skilur á milli, er að stór hóp- ur vill taka allan veiðirétt af öll- ur að ráða veiði fyrir sínu landi eiginlegum leigusjóði, en hinn hópurinn vill, að sérhver fái sjálf ur að ráða veiði fyrir sínu landi sjálfum sér til gagns og ánægju, en séu ekki reknir í lögþvingaðan samyrkjubúskap. Báðir þessir hópar hafa sín rök og sjónarmið, og munu þau ekki rakin nánar. En eitt er þó rétt að minnast á, en það er atkvæðauppbyggingin í Veiðiféláginu. Skv. lögum kem- ur eitt atkvæði fyrir hvert lög- býli: Afleiðing þess er, að áhrifa- vald einstakra félagsmanna í fé- laginu er jafnt, og ekkert tíllit tekið í þessu sambandi til verð- mætis veiðiréttar, en það er und- ir sömum kringumstæðum fiam- lag, mætti segja hlutafé, til við- komandi veiðifélags. Sá, sem á eina einingu af 10.000 (hefur 1/ 10000), en það er einingaljöldi VÁ, hefur að sjálfsögðu mjög lít- illa hagsmuna að gæta í sam- Sandi við veiðitekjur og hans búskapur er lítt háður veiðitekj- - um. Þannig er ástatt með all- marga í VÁ. Þó geta þeir með sínum atkvæðum, þótt hverfandi litlir hagsmunir séu, ráðið úrslit- um, hvernig málum er ráðtð til lykta. Hinir, sem hafa nokkur hundruð einingar, hafa mjög mikilla hagsmuna að gæta, því að þeirra tekjur af veiðihfunn- indum er stór hundraðshluti af öllum bústekjum þeirra og veru- legur verðshlutur jarðanna bygg- ist á veiðiréttinum gagnstætt því, sem er um fyrrnefnda aðila, sem hafa aðeins 1 einingu af 10000. Þessa tilhögun verðyr að telja mjög óeðlilega, enda getur hún leitt til mikils misréttis. Og það sem gerir þessa tilhögun enn ó- sanngjarnari, er að eigandi fleiri en einnar jarðar getur skv. á- kvæðum laganna aðeins farið með eitt atkvæði. Má því telja að brýn nauðsyn beri til, að gerð- ar verði á lögunum breytingar í þá átt að félagsmenn hafi að- stöðu í félaginu í meira sam- ræmi við verðmæti veiðiréttinda sinna. I þessu sambandi er rétt að minna á reglur um áhrif sem gilda um félög með ótakmark- aðri ábyrgð og svo einnig hluta- félög, þar sem framlagshlutir eru ærið misjafnir. Á sinn máta eins og veiðiaðstaðan (verðmæt- in) sem menn leggja félaginu. Þá er rétt að minnast á eitt ó- hugnanlegt fyrirbæri. Það er skipting jarða í fleiri lögbýli, sem leiðir til fjölgunar á atkvæð um viðkomandi jarðar við nýtt fasteignamat og er þá algert auka atriði, hvort um nokkur veiði- verðmfeti er að ræða, sem orð er á gerandi, en til sögunnar er þar með komið aukið áhrifavald í fé- laginu. Er ekki grunlaust um, að sums staðar hafi af þeim sökum tilfærsla með lögbýli á pappírn- um átt sér stað. Drifkeðjur og drlfkeðjuhjól Flestar stærðir ávallt fyrirliggjandi. LANDSSMIÐJAN — SÍMI 20680 — DON^riÐlJRHREI NSUNINI VATNSSTIG 3 SIMI 18740 rEST BEZT-koddar AÐEINS ORFA SKREF ^g^LAUGAVEGI^ Endurnýjum gömlu sœng- urnar.eigum dún-og {idurheld ver. ÍELJUM ædardúns-og gæsadúnssæng- ur og kodda af ýmsum slærdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.