Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. júní 1964 Mikoyan í Indlandi og Indónesíu Djakarta, Nýju Delhi, 22. júní. ANASTAS Mikoyan, aðstoðar- forsætisráðherra Sovétríkjanna, kom til Djakarta í dag frá Nýju Delhi, en þar hefur hann dvalizt undanfarna daga og rætt m.a. við Lal Bahadur Shastri, forsætisráð herra. Á flugvellinum í Djakarta tók Súkarnó Indónesíuforseti á móti Mikoyan og heilsuðust þeir innilega. Á fundi með fréttamönnum við brottförina frá Nýju Delhi sagðist Mikoyan fyrst og fremst háfá rætt við indverska ráðherra um sovézka efnahagsaðstoð. — Lýsti Mikoyan síðan fullum stuðningi Sovétríkjanna við Ind- verja í deilu þeirra við Pakistan- búa um Kasmír. Mikoyan og fylgdarlið hans dvelst í Indónesíu til 2. júlí nk. Á flugvellinum í Djakarta var gestunum mjög vel fagnað af miklum mannfjölda, sem þar hafði safnazt saman. í stuttri ræðu, sem aðstoðarforsætisráð- herrann hélt, sagði hann m.a., að Sovétríkin styddu Indónesíu- menn í því sem hann nefndi bar- áttu þeirra gegn heimsvaldasinn- un> Frá setningu fiskimálaráðstefnunnar í gærnvorgun. — Ljósm. Gísli Gestsson. Nauðsyn á takmörkun heildarveiði Ræðumaður tók fram, að í reyndinni væru þessi atriði teoretisk. í fyrsta lagi, þá segði fjöidi fiskiskipa ekki alla söguna, því að sjálf fram þróun veiðitækninnar væri eðlilega mjög þung á metun- um. Hins vegar taldi hann, að ákveðinn kvóti, einstökum þjóðum tii handa, undir ströngu, alþjóðlegu eftirliti, myndi ná betri árangri. Það sem hins vegar myndi hafa úrslitaþýðingu, væri, hvort stjórnmálaóstand leyfði slíkt samkomulag. „Ég álít hms vegar“, sagði fiskimálastjóri Noregs, „að þessi aðferð eigi eftir að verða til stöðugt meiri umræðu á næstu árurn, sérstaklega að því að finna slíku samkomu- lagi rétt form.“ Síðar í ræðu sinni vék Sunn- aná að sérhagsmunum strand- ríkja, og minnti á kröfur, sem fram komu frá ýmsum sendi- nefndum á Genfarráðstefn- unni, 1958 og 1961. Staða íslands Davíð Ólafsson, fiskimála- stjóri, vék að hagsmunum ís- lendinga i ræðu sinni. Sagði hann þá líta með nokkrum ugg á þá þróun, er ætti sér stað í Evrópu, er nær öll lönd þar ykju styrki til útgerðar. Ætti þetta sér ekki sízt um þau lönd, sem mest flyttu inn af fiski. Taldi fiskimálastjóri, að ó- eðlileg þróun í fiskiverzlun hindraði eðlilega þróun fisk- veiða, og gæti komið í veg fyrir eðlilega fiskiframleiðslu og útflutning á íslandi, sem gæti byggt upp heilbrigt efna hagslíf, sem ætti að geta orðið grundvöllur aukinnar velmeg unar. Kvað Davíð stöðu ís- lands meðal fiskveiðiþjóða að miklu leyti mundu markast af þróun þessara mála í fram tíðinni. Ráðstefnuna sækja um 35 Norðmenn. I>á eru einnig við- staddir meðlimir fiskveiði- nefndar Storþingsins, auk full trúa ýmissa greina fiskiðnað- arins. Sænsku fulltrúarnir eru 26, þeir dönskir 14, finnsku full- trúarnir 7, er, 3 fulltrúar komu frá Færeyjum. Þetta er níunda norræna fiskveiðiráðutefnan, en sú fyrsta var haldin 1959. Síðasta ráðstefnan var haldin í Þrándheimi fyrir tveimur ár- um. Næst er gert ráð fyrir, að ráðstefnan komi saman í Finnlandi 1966. í dag, þriðjudag, flytur Jör- an Hult, fiskimálastjóri í Sví- þjóð, fyrirlestur um sænsku laxarannsóknarstofnunina, o,g starfsemi hennar; Poul Fr. Jensen, verkfræðingur frá Danmörku, ræðir um alþjóð- lega stöðlun á fiski og fiskaf- urðum. Þá verður sýnd lit- kvikmynd um fiskirannsóknir við A-Græniand. til viðbótar, er búið hefði verið við ófullnægjandi regl- ur. Sunnaná vék að eftirliti með möskvastærð, og sagði þörf á alþjóðlegu eftirliti með öllum á Norður-Atlantshafi Óeðlileg þróun í fiskverzlun Þrándur 1 Götu íslendinga — skoðanir fiski- r málastjóra Noregs og Islands, á fyrsta degi norrænu fiskimálaráðstefnunnar ÍGÆRMORGUN setti Emil Jónsson, sjávarút- vegsmálaráðherra, IX. nor- rænu fiskimálaráðstefnuna í Háskóla íslands. Að lokinni setningu, laust eftir kl. 10, var geng- ið til forsetakjörs. Að því loknu hélt Davíð Ólafsson, fiskimálastj óri, fyrirlestur um stöðu íslenzkra fisk- veiða í Evrópu. Ráðstefnuna sitja full- trúar allra Norðurland- anna, og stendur hún þessa viku. Lýkur henni með ferð þátttakenda til nokk- urra sögustaða á föstudag, en slitið verður henni á Þingvöllum það kvöld. Er gert hafði verið há- degisverðarhlé, og fundar- menn höfðu snætt í boði borgarstjórans í Reykja- vík, að Hótel Borg, var gengið til fundarstarfa á nýjan leik. Þá tók til máls Klaus Sunnaná, fiskimála- stjóri Noregs. Ræddi hann vandamál og hagsmuni strandríkja, varðandi skipu lag fiskveiða. — Ræða Sunnaná vakti mikla at- hygli. RæSa Sunnaná Fiskimálastjórinn lýsti því yfir, að nauðsyn bæri til að takmarka heildarveiðar á N-Atlantshafi, svo að tryggt yrði, að jöfn, góð veiði fengist framvegis. Yrðu hagsmunir viðkomandi ríkja bezt tryggð- ir á þennan hátt. Lýsti ræðumaður þvi síðan yfir, að tækist ekki að ná sam komulagi þcirra aðila, sem hér ættu hlut að máli, yrðu ein- stök strandrík1 að grípa til eigin ráðstafana. Sunnaná rakti sðan þau at- riði, sem hann taldi valda því, að svo mikið drepst af fiski á einstökum æviskeiðum, og taldi höfuðorsökina vera tog- veiði. Lýsti hann því síðan yfir, að hann telöi það höfuðverk- efni evrópskra fiskiveiðiþjóða að finna leiðir til að varðveita fiskistofnana, þannig að fisk- veiðar verði arðvænlegur at- vinnuvegur. Kom m.a. fram sú skoðun Sunnaná, að ha.nn teldi þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið á alþjóða- sviðinu, í þessa átt, ékki ha.fa náð tilgangi sínum. Of langan tíma hefði tekið að hrinda þeim í framkvæmd. Sérstak- lega taldi hann, að í óefni hefði verið komið á N-Atlanfcs hafi, þar sem engar reglur hefðu gilt í þessu efni í níu ár, og síðan hefðu liðið níu ár fiskiskipum Síðan vék hann að tveimur atriðum, sem hann taldi nauðsynlegt að fram- kvæma: • Takmörkun fjölda fiski- skipa. • Ákveðmu veiðikvóta, er næði t', allra fisktegunda og allra veiðisvæða, svo og ákvörðun kvótans fyrir einstök lönd. Klaus Sunnaná, fiskimálaráðhe rra Noregs, flytur ræðu sina síðdegis í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.