Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 23. júní 1964 f JOSEPHINE EDGÁR? 32 FIAl SYSTIR En hún brosti bara og hristi höfuðið, og sagði, að þetta væri ágætt, og síðan fór hún inn skrifstofuna sína. Marjorie fór svo að ná í hatt- inn sinn og ég gekk um stofuna þar sem allt var á tjá og tundri. Loksins greip ég blaðið frá því um morguninn. En þar rak ég strax augun í nafn, sem ég kann aðist við: „Daniel Brady, 39 ára, Drovny stræti 13, W. 1., var í dag ákærð ur fyrir að reka ólöglegt spila- hún. Brady, sem játaði sig sek- an, var dæmdur í sex mánaða fangelsi". Eg minntist bréfsins, sem ég hafði sett í póst og var áritað til lögreglustjórans, með rithönd Soffíu. Hún gat þó ekki farið að kæra Dan? Við höfðum báðar lifað á því, sem hann græddi í Drovnystræt.i, og Dan hafði rekið spilavítið ó- áreittur öll árin, sem ég hafði verið í skólanum. Til hvers var lögreglan nú fyrst að hefjast handa? Eg fékk fyrir hjartað við að lesa framhaldið á greininni. Nafnlaus aðili hafði gefið lög reglunni upplýsingar um þetta. Dómarinn hafði gert nokkrar hvassyrtar athugasemdir við vitni lögreglunnar, og milli lín- anna mátti lesa, að þetta hefði verið vel og reglusamlega rekið fyrirtæki. Viðskiptavinirnir höfðu verið fólk af háum stig- um, og því aðeins hafði verið haf izt handa, að þessi kæra kom fram. Soffíu og Woodbourne var þá óhætt næsta hálfa árið. Marjorie kom inn með strá- hatt á höfði, sem var alveg eins og karlmannshattur. — Hvað er að Rósa? — Ekkert! flýtti ég mér að segja. — Það er þarna dálítið um einn kunningja hennar Soffíu, sem ég ætla að sýna henni. Eg var reið og mér leið illa og enda þótt mig hefði langað að hitta Marjorie aftur, var nú úti um alla skemmtun af deginum, þó að við skröltum um skemmti- garðana og kring um vatnið. £g gat ekki gleymt þessu dagblaði, sem lá á vagnsætinu. Það var eins og Marjorie tæki ekki eftir þessari breytingu, sem orðin vará skapinu í mér. Hún var uppfull af tali um „nauðsyn þess að berjast“, og svo talaði hún um einhvern Arthur, sem var í frjálslynda flokknum, og nýkominn frá Cambridge. Einn þeirra fáu karlmanna, sem var af öllu hjarta hlynntur kvenfrels- inu. Þar eð ég var ekki eins mennt- uð og Marjorie, en hinsvegar ver aldarvanari, gat ég lesið milli lín anna, að áhugi hennar á Arthur var ekki fyrst og fremst vegna skoðana hans, og hefði ég ekki verið svona niðurdregin, hefði ég áreiðanlega farið að stríða henni með honum. Eg ók heim með Marjorie og síðan ók Jakes mér til Bays- water. Soffía var nýkomin heim. Hún hafði verið úti í Hampton Court í hádegisverðarboði í húsi Georges Dewards við ána, ásamt einhverju leikhúsfólki. Hún kom strunsandi inn, dró af sér hanzk ana, kallaði á Smithers til að krækja frá sér, svo að hún gæti hvílt sig áður en hún klæddi sig fyrir kvöldið. Eg elti hana inn í svefnher- bergið hennar, og lagði dagblað ið á snyrtiborðið fyrir framan hana. Hún las greinina, dró af sér hringana og losaði sig við kjólinn. — Vesalings Dan, sagði hún kæruleysislega. — Nú, hann sagði alltaf, að það gæti verið áhættu samt að reka svona fyrirtæki. — Varst það þú, sem kærðir hann, Soffía? Eg sá augun hennar í speglin um. Þau voru köld og sviplaus. — Af hverju heldurðu það? Það var bréf til lögreglustjór- ans innan um þessi bréf, sem ég setti í póst fyrir þig. Bláu augun horfðu beint í mín augu. — Hvernig í dauðanum get rir þér dottið svona nokkuð í hug? Það- vnr bréf frá Woodbourne lávarði um einhvern þjón hans, sem var í einhverjum vandræð- um. Hún hallaði sér aftur í stólinn og rétti Smithers bursta til að bursta á sér hárið. Svo tók hún vindling úr litlu veski og kveikti í honum, með hálflokuð augu, eins og kettlingur, sem tinar móti sólskininu, en hárið féll um herð ar hennar undan burstanum. — En þar fyrir er ég ekki að láta eins og mér þyki þetta beint verra, Rósa. Nú getum við sofið rólegar, þegar við vitum að þessi brjálæðingur er ekki á ferli hér úti fyrir, vitlaus af afbrýðissemi. Eg minnti hana ekki á, að brjálæðingurinn væri nú mað- urinn hennar, eða ef hann væri brjálaður, þá væri það hennar sök. Eg vissi, að það var ekki til neins. Og ég vissi, að hýn nafði verið að ljúga að mér. Eg fór að hugsa um þetta hús í Bloomsbury, þetta ruslararlega hús, þar sem Marjorie og Fióra frænka hennar voru að þræla. Samanborið við lífið okkar hérna virtist það eins hreint og fjara, sem sjórinn er búinn að skola. Helzti merkisviðburðurinn í lífi okkar nú, voru Ascot-veðreið arnar. Eg veit ekki, hvort Soffía gat sér til um ástæðuna til þess, að ég var svo fús að fara með henni, en líklega hefur hún gert þeð. Þetta voru fyrstu veðreið- arnar, sem við fórum á síðan Derbyhlaupin og ég var að vona að þrátt fyrir allt og allt mundi ég hitta Brendan þar. Eg hafði ekki heyrt eitt orð frá honum, og vissi ekki einu sinni, hvort hann væri ennþá hjá Vestry. 102 BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD gert hann alveg vonlausan. Næst féll Miljukov sjálfur fyrir borð • hann afþakkaði útbreiðslu- málaráðherrastöðuna og gat aldrei aftur brotizt gegn um flóð öldu byltingarinnar. Nýja stjórn in, sem út úr þessu kom, um miðjan maímánuð, var yfirleitt sanngjarnleg málamiðlun. Lvov varð aftur forsætisráðherra, og hafði með sér ríkisstjórn tíu frjálslyndra (eða kapítalista, eins og Lenin þóknaðist að kalla þá), og sex sósíalista, samþykkta af Ex-Com. Eftirtektarverðustu skipanirnar þarna voru ungur maður úr hópi frjálslyndra, Tereshchenko, sem tók við utan ríkismálunum af Miljukov, og Kerensky, sem gerðist hermála- ráðherra. Lenin hefði einskis getað frekar óskað en þessarar samsteypustjórnar. Með því að ganga í þá samsteypu, gráfu hinir sósíalistaflokkarnir jörðina und- an eigin fótum. Ex-Com var nú ekki lengur sjálfstæð nefnd, þar sem hinir herskáari alþýðufor- ingjar gátu hellt sér út yfir stjórnina, heldur átti það hlut í stjórninni og varð að nokkru leyti ábyrgt fyrir gerðir hennar. Bolsjevíkarnir urðu nú kjarni stjórnarandstöðunnar, og drógu brátt í sinn hóp fjölda manna, sem gátu ekki um annað hugsað en hatur sitt á „kapítalistunum" og „borgararlýðnum": hreinráekt aðir friðarsinnar, fólk sem trúði ekki á annað en ofbeldið til þess að losna úr sultinum og seyr- unni, sem það bjó við. Þessum öfgamönnum ofbuðu Aprílsetningar Lenins alls ekki. Eins og ljós í eyðimörkinni, og innan um allt þetta rifrildi, lýsti vígorðið hans „Allt vald til so- vétanna", bjart og skært; í þess- ari hræðilegu drepsótt fannst ingi flokksins. Vitanlega vantaði enn mikið á, að bolsjevíkarnir hefðu úrslita- áhrif á opinber mál; þeir voru meira að segja bornir atkvæð- um af hinum sósíalistaflokkunum og skammaðir sem ótryggir og Þjóðverjavinir, í öllum hinum hófsamari blöðum. En hvorki blöðin né samsteypustjórnin átti gott með að vita mikið um hina flóknu starfsemi áróðursmanna töframeðal handa öllum heimin- i bolsjevíkanna. Þeir grófu sig, um. Og það, að enginn hafði enn hrundið marxismanum í fram- kvæmd, gerði þetta ennþá girni legra í augum þeirra, sem höfðu fyrir löngu sleppt sér út í of-. beldisverk. Lenin virðist hafa verið hvað allra magnaðastur þessa dagana. Hann kúgaði andstöðuna innan flokks síns, meC réttlætissvip skólmeistarans, útskýrði hvert atriði aftur og aftur, þangað til jafnvel Zinoviev og Kamenev, sterkustu andstæðingar hans, gátu ekkert sagt. Þeim virðist hafa þótt það vonlaust verk að reyna að hafa við honum í rök- ræðum. Gorky segir: „Lenin var maður, sem gat hindrað menn í að lifa sínu eigin lífi, betur en nokkrum manni hafði áður tek- izt“. Um miðjan maímánuð gat hann með réttu haldið því fram, að hann væri hinn óvefengdi for eins og iðin skordýr, inn í hvern krók þar sem óánægja ríkti, svo sem í verksmiðjum, hernum og námunum, alla leið frá Svarta- hafi til Eystrasalts, og tvöfalt markmið þeirra var að ljúka ó- friðnum við Þýzkaland og ýta undir stéttarbaráttuna. Þeir hvöttu verkamennina til að rísa upp gegn sínum eigin for- ingjum í sovétunum. í miðjum maímánuði var Mar- tov loks talinn á að þiggja boð Þjóðverja um aðra lest, og hann kom til Finnlandsstöðvarinnar, ásamt stórum hópi útlaga, sem höfðu orðið eftir ásamt honum í Sviss. Flestir þeirra voru ekki bolsjevíkar, én það leið ekki á löngu áður en meirihluti þeirra hasaðist upp á hringsnúningi hægrisósíalistanna og þessir menn runnu inn í herbúðir Len- ins, og urðu margir enn meiri bol KALLI KUREKI -*■ Teiknari; FRED HARMAN I JUST CAN'T BÉLIEVE THATOL’ FOURFLUSHEZ IS EXPEBT WITH A RIPLE f — Ég trúi því ekki að svikahrapp- urinn sé eins góð skytta og þú vilt vera láta. — Ég skal svei mér sýna þér það. Hann missir aldrei marks! — Héma set ég upp skotmörkin handa prófessomum að æfa sig á. THISWHEP.6MESET-UM) , * TfiRGBTS 50 P£ftF£SSEf£^Z» / AW-RlffHT, I'LL G-ITJh &TPZOFESSOZBOSGS' M 1 BQARD/NGHOUSE W/MPOW THEPETHFYAPE, | jgjjl WEVESAREMTlf L ggAVEPSSOTJ^ TOO &OOD---WHAT I A BOTTIE >9 Allt í lagi. Ég skal fela mig með an þú finnur flösku eða dós fyrir skotmark. Við gluggann á herbergi prófess- ors Boggs í gistihúsinu. — Ég er ekki of sjónskarpur, — hvað emð þér að horfa á þama út- frá? — (Kalli hugsar) — þama em þeir, alveg á réttum tírna. Og Litli- Bjór er búinn að koma flöskunni fyrir. sjevíkar en hinir gömlu með þvi nafni. Hinn 17. maí kom Ttrotsky. Fyrr á árinu hafði hann farið til Ameríku og setzt að í New York, í 162. stræti. Þar hafði hann í mánaðar tíma haft rétt ofan í sig að éta með því að skrifa í ýmis leg málgögn, svo sem hið bylting aísinnaða Novy Mir — Nýja heim inn — sem var útbreitt meðal rússneskra útlaga og velunnara þeirra í Bandaríkjunum. Þegar byltingin hófst hafði verið safn- að fé handa honum, til að komast til Rússlands, á pólitískum fundi í New York, og hann lagði af stað að vestan 27. maí. þegar skipið kom til Halifax, var hann tekinn af Bretum og fluttur í land. Þar hafði hann svo verið í haldi í mánaðartíma, þar til Bretar slepptu honum lausum, að beiðni bráðabirgðastjórnarinnar. Trotsky var enn ekki opnber- lega bolsjevíki, og var lítt þokk aður innan sósíalistahreyfingar- innar. Lunacharsky segir um hann „ . . . hræðileg valds- mennska og getuleysi eða vilja- leysi til að vera yfirleitt vin- gjarnlegur eða nærgætinn við nokkurn mann, og algjör skortur á þessum töfrum, sem alltaf fylgdu Lenin; allt þetta dæmdi Trotsky til einhvers einmana- leika . . . “. En Trotsky var samt eins og Lenin, „stórt nafn“ f hreyfingunni (og að sumra áliti meiri maður), og hann var nú gerður að „Ráðunaut hjá Ex- Com“. Frá þessum hernaðarlega mikilvæga stað — og hann tók fljótt að gerast forustumað.ur f starfi Ex-Com — færðist hann stöðugt lengra til vinstri i áttina til Lenins, allan júnímánuð, og f júlí var hann kominn alla leið. Trotsky var án alls vafa mikil- vægasti afturhvarfsmaðurinn, sem Lenin hafði enn eignazt — hann var eins og kjörinn til að koma einhverju lífi í hinar fræði legu kennisetningar Lenins — og brátt voru þessir tveir orðr.ir nánari samverkamenn en þeir höfðu nokkurntíma verið í byrj un aldarinnar. Þetta var sam- vizkulausasta og ægilegasta bandalag, sem hægt var að hugsa sér, og það er næstum töfrndi að fylgjast með eflingu þess, dag frá degL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.