Morgunblaðið - 29.01.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1946, Blaðsíða 10
30 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagjur 29. jan. 1946 ilý framhaldssaga — Spennandi — Skemtileg ......................................................... ÁST | Cfr,, C- kiiiiiuiuiiuuiuumiiiuuiiuuuiiuuiiiumiiiiiiiuiiiiuuiimiuiirituuiiiiiiiiuuimiiiiiiiiiuiiiiuiiuuuiuiiuiiiuuimiMuiuiimiiiiuiiiniuuiliuimuuuiuuiiiMiuiiiiuuir í MEIIMUIU JJaulor CJatdu/e// 3. dagur Fylgist með frá byrjun Stöðvarstjórinn hristi höf- uðið. „Vagninn myndi aldrei komast hingað 'í þessu veðri. Það er langbest fyrir ykkur, að fara með Watson.“ Hann gekk að hitamælinum. „Frostið er alt af að áukast. Nú er hann kom- inn niður í fimmtán gráður“. „Hm — það lítur ekki út fyr- ir, að við eigum annars úr- kosta, en fara með þessum Watson“, sagði Jerome, þungur á brúnina, og dustaði um leið með mikilli varfærni kusk af erminni sinni. Stöðvarstjórinn horfði for- vitnislega á hann. — Þetta hlaut að vera sonurinn, sem undanfarin ár hafði verið á sí- feldum flækingi um Evrópu og Ameríku, og hafði orð á sjer fyrir að vera gjálífur og eyðslu samur. Hann var víst listamað ur. Hann lítur út fyrir að vera geðillur, hugsaði stöðvarstjór- inn með sjer. Hann er fínn með sig, og glæsilega búinn —*■ ekki vantar það, klæddur í loðkápu eins og kvehmaður, í gljáfægð- um stígvjelum, með gullbúinn göngustaf. Jamm — það er stór borgarbragur á honum, en jeg er viss um, að hann er skap- vondur. Hann er dökkur í and liti, eins og hann hafi unnið erfiðisvinnu undir berum himni — og svona líka þveng- mjór. Hann heldur sjálfsagt, að það sje karlmannlegt, að hafa svona hvítar hendur, prýddar gullhringum. Jeg kannast við hörundslit hans. Jeg hefi áður augum litið drykkjumenn. Jerome starði hugsandi í eld irin. Hann sneri sjer ekki við, en sagði rólega: „Jeg vona, að yður geðjist vel að því, sem þjer sjáið, maðijr minn“. Stöðvarstjórinn kafroðnaði. Jim glotti illkvitnislega. „Þjer verðið að afsaka, herra minn“, stamaði stöðvarstjór- inn vandræðalega. „Jeg var bara dálítið forvitinn. .. . “. „Reynið þá í guðs bænum, að svala forvitni yðar!“ Jerome reis á fætur, og gekk út að glugganum. Stöðvarstjór inn tók eftir því, að hann var örlítið haltur á hægra fæti. •— Hann hafði víst verið liðsfor- ingi í stríðinu og særst. — Hann gekk eins og hermaður — hann var axlabreiður eins og hermað ur. En hann hafði áreiðanlega verið óvæginn við undirmenn sína. Jerome starði út um glugg- ann. Svo fór hann að flauta, og settist aftur á bekkinn. — Hann krosslagði fæturna, óg brosti vingjarnlega framan í stöðvar- stjórann. . „Eigið þjer heima í Rivers- end?“ spurði hann. „Já, herra“. Jerome hristi höfuðið. „Jeg hefi að vísu verið lengi að heim an — en það er dálítið skrítið, að jeg skuli ekki muna eftir yður“. „Jeg átti heima í Thornton- ville, þangað til frændi minn dó“. Jerome fannst hann kannast við nafnið. „Thorntonville". -— Hann þagnaði. „Þá hljótið þjer að kannast við ungfrú Maxvell — unnustu frænda míns, Al- freðs Lindsey?" Stöðvarstjórinn færði sig nær. „Já — hvort jeg kannast við hana. Það er mjög glæsileg og falleg stúlka — sem margir dást að“. Það var einhver hreimur í rödd hans, sem Jerome geðjaðist ekki að. — Hann gretti sig, sneri sjer und an, og tók aftur til við að blístra • Nú heyrðust dunur miklar og dynkir fyrir utan dyrnar cf andartaki síðar var þeim hrunc. ið upp. Inn kom stór og hrika- legur náungi, fannbarinn, og bölvaði ógurlega. Kalli stökk á fætur og gelti í ákafa. Stöðvarstjórinn sneri sier að komumanni. „Þú ert þá kominn, Bill. Ferðu aftur heim í kvöld?“ Bill Watson góndi á ókunnu mennina tvo, með opinskárri for vitni. „Já. Jeg er tilneyddur. Gamla konan er að sálast úr gigt, og getur ekki mjólkað kýrnar í fyrramálið“. „Þessir herramenn hjerna þurfa að komast til Uppsala. — Það átti að sækja þá hingað, en enginn kom. Geturðu tekið þá með þjer í vagninum?" Bill hristi höfuðið. „Það er ekki hægt. Þeir myndu frjósa í hel á leiðinni. Best fyrir þá að bíða til morguns. Þá er hægt að senda sleða eftir þeim“. Jerome reis á fætur. „Við ætlum að koma með þjer, Bill, ef þú hefir ekkert á móti því“. Vagninn barðist á móti hríð- inni. Farþegarnir tveir sátu þjett saman. Það heyrðist ekki mannsins mál fyrir dyninum í veðrinu. Jerome bölvaði með sjálfum sjer. Það hafði verið óðs manns æði að leggja út í þetta ferðalag. Hann myndi á- reiðanlega liggja í lungna- bólgu á morgun — ef hann kæmist þá lifandi á leiðarenda. Hestarnir voru að örmagnast af þreytu. Bill Watson veifaði svipunni og kallaði til þeirra hvatningarorð. Hann þjáðist með þeim. Hann sagði Jerome það, áður en þeir lögðu af stað, að hann treysti sjer ekki til þess að aka upp hæðina. Þykt íslag væri undir snjónum. Vagn inn kæmist aldrei upp brekk- una. Þeir yrðu að fara fótgang- andi. Jerome hafði ekki komið til Riversend í fimm ár. Þá hafði hann dvalið heima, meðan hann var að ná sjer eftir sárið, sem hann hlaut í stríðinu. Þegar hann ræddi við kunningja sína um Riversend, var hann vanur að segja, að það væri ömurleg- asti staðurinn á öllum hnettin- um. Á meira en þrjátíu árum hafði íbúatalan þar tæplega tvöfaldast, þó að borgir hefðu sprottið upp eins og gorkúlur alt í kring. Hvað var bogið við Rivers- end? Jerome vissi það ekki. Ef til vill var ástæðan sú, að mið- stjettin þar var heimsk og þröngsýn, þoldi engar breyt- ingar. Á meðan styrjöldin stóð, hafði til dæmis fjelag eitt ,,út- lent“ komið fram með óskir um að reisa verksmiðju þar, til þess að framleiða ábreiður fyr- ir herinn. Eftir miklar umræð- ur afrjeðu landeigendurnir að neita um leyfi til byggingarinn- ar. Fjölskylda Jerome, sem átti bankann, hafði átt drjúgan þátt í því. Jerome hugði ástæðuna þá. að ráðamennirnir á staðnum hefðu verið hræddir um, að verkamennirnir á bæjunum og í þorpinu kynnu að hafa orðið „dutlungafullir“, vegna hinna- góðu launa, sem verksmiðjan hefði greitt, og þannig orðið vinnuveitendum til óþéeginda. Það var eigendum stórjarð- anna til mikils yndis, hve á- standið í þorpinu og á bæjun- um minti á hið forna Ijensskipu lag. Það virtist ekki eiga fyrir Riversend að liggja að taka nokkrum breytingum á ókomn- um árum. Þar höfðu menn að- eins eitt áhyggjuefni: unga fólkið sýndi óhugnanlegan á- huga á því að fara til fjarlægra borga og bæja. Það var vitan- lega nýja járnbrautin, sem átti sök á því. Eigendur Riversend höfðu barist hetjulega gegn henni, og horfði vænlega um sigur fyrir þá, þangað til gamli maðurinn, William Lindsey, reis alt í einu upp, öllum að ó- vörum, og krafðist þess, að járn brautin yrði lögð í gegnum þorpið. Þetta vakti mikla furðu meðal vina hans. Árum saman hafði hann látið kjörson sinn, Alfreð, ráða öllu. Það var að- eins í þetta eina sinn, að brost- in rödd hans heyrðist. Hann neitaði að gefa nokkra skýringu nje ræða málið. Og hann hafði ekki framar skift sjer af mál- efnum bankans. Jerome hafði veríð heima meðan á deilu þessari stóð, og haf?fi skemt sjer konunglega. Hann hafði unun af því að sjá fósturbróður sinn bugaðan, þó að Alfreð væri ekki þannig gerð ur, að hann ljeti vonbrigði sín í Ijós. En hann var ekki alveg skyni skroppinn, og hann hafði sterkan grun um, að Jerome hefði átt sinn þátt í því, að járnbrautin var lögð í gegnum Riversend. Gámli maðurinn unni syni sínum, og þótt Alfreð harmaði það ekki, fjell honum miður, að frændi hans skyldi hafa svo mikið vald yfir föður sínum. Hann var sannfærður um, að þau áhrif gætu ekki verið til góðs. Hvernig mátti það vera? Jerome var eigin- gjarn, eyðslusamur, lastafullur, blygðunarlaus. Alfreð var sann færður um, að Jerome væri hjartanlega sama um, hvernig fólkinu í þorpinu vegnaði. Hann hefði aðeins "gert þetta vegna einhverra dutlunga. — Ef til vill hafði hann rjett fyrir sjer í því. — Stríðsherrann á Mars renyjaiaya Eftir Edgar Rice Burrough*. 124. Þeir rjeðust á mig allir þrír í einu, og jeg hefði sjálfsagt fallið fljótlega, nema vegna hepni minnar. Sá fremsti af vörðunum reyndi að krækja sverði sínu í hægri hlið mjer, eftir að þeir allir þrír höfðu hrakið mig upp að veggnum, en um leið og jeg skaust til hliðar, flæktist krókurinn á sverði hans í spjótsköptum sem hjengu á veggnum. Áður en hann gat losað sverð sitt, hafði jeg rekið hann í gegn, og svo beitti jeg þeirri aðferðinni, sem hefir bjarg- að mjer oft og mörgum sinnum, þegar illa hefir litið út, — jeg hóf geysta sókn gegn þeim tveim, sem eftir stóðu, neyddi þá til þess að hopa, með því að láta höggum og lögum rigna yfir þá, uns þeir voru í vandræðum og orðnir dauðskelkaðir. Þá fór annar þeirra að hrópa á hjálp, en það var of seint til þess að geta bjargað þeim. Jeg hafði nú örlög þeirra í hendi mjer, og hrakti þá um herbergið, uns þeir voru komnir þangað, sem jeg vildi hafa þá, — þar sem hinir hlekkjuðu náðu til þeirra með vopnum sínum. Og fyrir þeim fjellu þeir báðir. En hróp þeirra höfðu ekki verið árangurslaus, því nú heyrði jeg þeim svarað fyrir utan, jeg heyrði menn ko*ma hlaupandi og glamra í vopnum þeirra, einnig fyrirskipanir foringja. „Dyrnar, John Carter“, hrópaði Tardos Mors. „Fljótur að loka dyrunum, Carter!“ Jeg gat þegar. sjeð varðmennina út um dyrnar, og eftir skamma stund yrðu þeir komnir að þeim. Jeg stökk að dyrunum og skelti hinni þungu hurð aftur með braki. „Slagbrandinn fyrir“, hrópaði Tardos Mors. Jeg reyndi að setja hann fyrir, en hann vildi ekki bifast. „Lyftu honum svo lítið fyrst“, hrópaði einn hinna rauðu manna. Jeg heyrði nú að gulu hermennirnir hlupu upp stigann og að dyrunum. Og jeg lyfti slagbrandinum og skaut hon- um fyrir hurðina, einmitt í því að hinn fremsti af vörð- unum henti sjer á hana. MARGAR sögur fara af Win- ston Churchill á stríðsárunum og meðal annara ein um heim- sókn hans til Roosevelts for- seta. Churchill var boðið til dvalar í Hvíta húsinu og þáði hann það fegins hendi. Honum voru fengin vistleg herbergi til um- ráða og þótti þeim tvíbýlið þægilegt, Roosevelt og Churc- hill, enda var margt, sem um þurfti að ræða, og þá á öllum tímum dags. Churchill er vanur því að fá sjer heitt bað, til þess að ná úr sjer þreytunni, og ekki breytti hann þeirri venju meðan hann var gestkomandi í Hvíta hús- inu. Dag nokkurn var hann ný- kominn úr baði og gekk um gólf í herbergi sínu alsnakinn og blaðaði í einhverjum skýrsl- um, sem honum höfðu borist, þegar Roosevelt kom alt í einu inn itil hans í hjólastól sínum. Flestir skyldu halda, að Churchill hefði orðið feiminn að vera svona berstrípaður í viðurvist æðsta manns Banda- ríkjanna. Svo var þó ekki. Hann sneri sjer að forsetanum bros- andi og sagði: „Herra forseti, eins og þjer sjáið, hefi jeg als engu að leyna fyrir yður“. Meðan Churchill var forsæt- isráðherra þótti það sýnt, að þéir mundu margir, sem sjá vildu hann dauðann. Hafði hann því um sig sjerstakan hervörð og var í því liði ein sveit loftvarnamanna með loft- varnabyssu og öllum tilheyr- andi útbúnaði. Ferðaðist sveit þessi með honum, hvert sem hann fór, og var gamli maður- inn hreykinn af liðsafla sínum og vildi láta bera mikið á byss- unni. Loftvarnasveitin bar þó ekki tilætlaðan árangur. Hafði ver- ið gengið út frá því sem vísu, að Churchill mundi fara í loft- varnabyrgi sitt, þegar hættu- merki voru gefin, en mönnum til mikils hugarangurs var langt frá því,, áð þær vonir rættust. Strax og loftvarnamerki voru gefin, þaut forsætisráðherrann að vísu upp frá skrifborði sínú — en i stað þess að fara niður í kjallara, hljóp hann sem fæt- ur tóguðu upp á þak og stóð þar og fylgdist með orustunni, hvað sem á dundi. Var það aS lokum tekið til bragðs, að gefa engin loftvarnamerki í þeirri byggingu, sem Churchill var í, enda þótti af tvennu illu betra að hafa hann við skrifborð sitt en uppi á þaki, þegar á loft- árásum stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.