Morgunblaðið - 29.01.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1946, Blaðsíða 6
6 MOROUNBLAÐIÐ Þi’iðjudagur 29. jan. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjór.i: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjáld: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. „Bylgjan brotnar hjer" OFT HAFA andstæðingar Sjálfstæðismanna sagt fyrir feigð bæjarstjórnar-meirihlutans í Reykjavík. Aldrei hafa þeir þó verið staðfastari í þessum hrak-spám en undan- farnar vikur. Á sama stendur, hvert andstöðublaðið 'er, öll hafa þau nú árum jaman fullyrt, að aldrei framar mundi Sjálf- stæðisflokkurinn vinna sigur í Reykjavík. Síðast nú fyrir fáum dögum sagði Haraldur Guðmunds- son í útvarpið, að meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn væri tapaður og talaði um það sem nokkurn veg- inn öruggan hlut, að hann yrði sjálfur kosinn í bæjar- stjórn. Tíminn hefir árum saman stagast á hrakförum Sjálf- stæðismanna í Reykjavík og nú síðustu vikúrnar látið sem eina vafamálið væri, hvor fengi oddaaðstöðu í bæjar- stjórn, Framsókn eða' kommúnistar. Engir hafa þó látið meira yfir sjer- en kommúnistar. Þjóðviljinn sagði, að áttundi maður C-listans væri í baráttusæti. Og síðari hluta sunnudags var Einar sendur sem væntanlegur sigurvegari í bíl um bæinn, til að ávarpa fjöldann og láta hann hylla sig. Alt fór þetta öðru vísi en þessir háu herrar ætluðu. — Sjálfstæðisflokkurinn vann hjer í bænum einn hinn glæsilegasta kosningasiguf, sem nokkur flokkur hefir unnið hjer á landi. Við síðustu kosningar hjer í Reykjavík fjekk flokk- urinn ekki nema 8.292 atkvæði en nú 11.833. Atkvæða- aukning hans er því rúmlega 3.500 á þeim liðlega þremur árum, sem liðið hafa milli þessara kosninga. Hefir eng- inn flokkur áður bætt svo miklu atkvæðamagni við sig við einar kosningar eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir nú. Enda nemur atkvæða-aukning Sjálfstæðism. einna nærri jafn miklu og alt fylgi Alþýðuflokksins er hjer í bæ. Alþýðuflokkurinn tapar einum fulltrúa úr bæjarstjórn, en hefir þó staðið sig betur en ýmsir bjuggust við. Framsókn kom raunar að manni og kom það flestum á óvart. Ástæðan til fylgisaukningar Framsóknar er hið mikla aðstreymi utanbæjarmanna til Reykjavíkur. Vegna ókunnugleika á bæjarmálefnum Reykjavíkur og þar sem þeir telja sig enn eigi orðna Reykvíkinga, hafa þeir að þessu sinni kosið með Framsókn. En ekki oftar. Verst þykir þó forustumönnum Framsóknar, að maður þeirra fær engu ráðið í bæjarstjórninni. Hann öðlast þar ekki þá odda-aðstöðu, sem eftir var sótt og verður þar þýðingarlaus með öllu. Velferð Reykjavíkur verður því ekki lögð undir í valda-tafli Hermanns Jón- assonar. Engir hafa þó orðið fyrir meiri vonbrigðum í þessum kosningum en kommúnistar. Segja má að vísu, að full- yrðingar þeirra um átta menn kosna hafi verið kosninga- slagorð. Hitt vita allir, að þeir töldu sjer sex menn vísa og sjálfir höfðu þeir daglega lýst yfir því í margar vikur, að fylgi þeirra yrði langt yfir sjö þúsundum. Þeirri tölu náði atkvæðamagn þeirra ekki og aðeins fjórir voru kosn- ir. Minnast menn þess ekki, að svo lítið hafi orðið úr því höggi, sem jafnhátt var reitt. Sjálfstæðismenn eru að vonum glaðir yfir sigri sín- um. Ekki síst vegna þess, að hann hvílir á öruggum grund- velli. Almenningur hefir sýnt fylgi sitt við forustu og framfarastefnu. Sjálfstæðismanna jafnt í bæjarmálum sem landsmálum. Öllu öðru fremur gefur hið stóraukna fylgi meðal æskulýðsins góðar vonir um bjarta framtíð fyrir flokkinn og þar með bæjarfjelagið. Reykvísk æska og almenningur í heild, hefir með þess- ari kosningu sýnt, að Einar skáld Benediktsson sá rjett, þegar hann fyrir nærri hálfri öid svaraði ásökuninni um „—, að hjer sje hættan mest og hjerna þróist frónskan verst“, á þann veg, að það: „skal sjást að bylgjan brotnar hjer“. werjl ólripar : ÚR DAGLEGA LlFINU Kosnir.gadag- urinn. ÞAEL VAR mikið um að vera hjer í bænum á sunnudaginn, eins og búist hafði verið við. Alt snerist um kosningarnar. „Ertu búinn að kjósa?“ var fyrsta spurningin á vörum manna, er þeir hittust. Bílarn- ir þutu um bæinn og eiga bif- reiðastjórarnir hrós fyrir, hve vel þeim tókst að stjórna far- artækjum sínum án þess að slys hlytist af. Oft munaði þó mjóu, að alvarlegir árekstrar yrðu og oft var það frekar hepni en ör- yggi bifreiðastjóranna, sem forð aði slysum. Áróðurinn var geisilega harð ur. Útvarpsbílar fóru um göt- ur bæjarins og eggjunarorðin heyrðust inn í hús manna. Flokkarnir ljetu ekkert tæki- færi ónotað til að fá kjósendur til að koma á kjörstað. Og alt er þetta gott «g blessað og vafa laust eins og það á að vera. Veðrið var yndislegt og veð- urfræðingarnir „lágu í því“, eins og stundum er sagt. Hrak- spár þeirra um veðrið reynd- ust rangar, sem betur fór. • Skella skuldinni á veðrið. EN ÞAÐ voru ekki allir á- nægðir með veðurblíðuna. Fylgjendur minni flokkanna höfðu óskað sjer að veðrið yrði slæmt. Þeir töldu sig örugga um að koma sínu fólki á kjör- stað þó veðrið væri slæmt, en vonuðust hinsvegar til, að slæmt veður myndi draga úr kjörfylgi stærsta flokksins. „Því getur nú ekki verið ær- leg rigning í dag“, sagði piltur sem merktur var B-lista. I gærmorgun mátti heyra að þeir, sem töldu sig hafa tapað í kosningunum skeltu skuld- inni á veðrið. Það er alt veðr- inu að kenna, sögðu þeir. Annars hjeldu menn ró sinni yfirleitt á kjördag að því er virtist. Það var ekki annað að gera en að vinna eins vel og hægt var og bíða svo úrslit- anna. • Vökunótt. ÞAÐ VORU mismunandi svip brigði á bæjarbúum í gærmorg un, er þeir fóru til vinnu sinn ar, en eitt var sameiginlegt með flestum — allir voru svefn- litlir. í flestum húsum sátu menn og biðu eftir atkvæða- tölunum fram til klukkan 6. Það mátti sjá margt glað- legt andlitið á götunum í gær. Menn óskuðu hver öðrum til hamingju með kosningasigur- inn og alt að því föðmuðust af ánægju. En nokkrir voru lág- kúrulegir. Það var ekki hátt á þeim ris- ið, sem hæst höfðu látið og tal ið sjer sigurinn vísan fyrir kosn ingar, en sem^vo fengu hinn harðasta dóm hjá kjósendunum. Á vinnustöðunum minti hver annan á fullyrðingar fyr ir kosningar, og hent var gaman að þeim sem mest höfðu montað. Getraunir. HJER í blaðinu var efnt til getraunar um hve mörg atkv. Sjálfstæðisflokkurinn fengi í kosningunum. Þátttaka í þessari getraun var gríðarlega mikil, sennilega meiri en dæmi eru til áður um slíkar getraunir. Þeg- þetta er ritað, er ekki vitað, hverjir hlutu verðlaunin, en til mikils var að vinna, því verð- launin námu samanl. 3.500 kr. Kommúnistablaðið hafði einnig slíka getraun, en sá böggull fylgdi skammrifi, að þeir, sem vildu taka þátt í þeirri getraun urðu að greiða 10 krónur í pen ingum, og verðlaunin voru ekki nema 500 krónur. En nú er full- yrt, að þessi fjáröflunaraðferð sje brot á landslögum. Knattspyrnumaður kom til mín í gær og fullyrti, að knatt- spyrnufjelögunum hefði verið bannað að efna til getrauna um úrslita leikja, ef það var kraf- ist fjár af þátttakendum. Vafa- laust verður þetta tekið til at- hugunar af viðkomandi yfirvöld um. Hvíld. ALMENNINGUR er vafalaust búinn að fá nóg af kosninga- rifrildi um stund. Nú ætti að verða friður um tíma, eða þar til farið verður að undirbúa Alþingiskosningarnar á sumri komanda. Þeir, sem töpuðu, ættu að reyna að taka ósigrin- um karlmannlega og minsta kosti reyna að bera sig vel. Reykvíkingar hafa valið sjer stjórn bæjarmálanna næstu fjögur ár. Þeir fela sama flokki að fara með stjórnina, sem ver ið hefir í meiri hluta tugi ára. Allir sannir Reykvíkingar óska flokknum til hamingju með sig urinn og óska hinum nýkjörnu bæjarfulltrúum gæfu og gengis. (vumamaMMirr |nwvmnm>aijmi.fHmifBmiaairm»m«mianifaaaaiaiaaaiim«mtn]n(|]OIIDinna MYNDIR ÚR BÆJARLÍFINU ■ ■■■■■■■■■■■■■■■ ■!■!■■ ■■■■■■■■■!■■■ ■■nariwiiniiriwnnnM JEG ÞYKIST vita, að margir hafi sína sögu að segja frá þess um eftirminnilega kosninga- degi. Svipur atburðanna þenna dag kom mjer m. a. þannig fyr- ir sjónir: Kommúnistar byrjuðu dags- verkið snemma á þessum sín- um fyrirhugaða hátíðisdegi. Þeir dreifðu blaði sínu, Þjóð- viljanum, um bæinn í óvenju- lega ríkum mæli og voru snemma á ferðinni með hann. Enda var efni blaðsins lítið sem ekkert annað en upptugga af því, sem þar hafði staðið und- anfarna daga. Jafnvel ljeleg- ustu myndirnar sem blaðið hafði flutt, voru þar endur- prentaðar. Um fótaferðartíma sást til allmargra sendla þeirra, er unnið höfðu að því mikinn hluta nætur, að dreifa út prent uðum kosningaloforðum komm únista. Var auðsjeð á þessu bar áttuliði Moskvamanna, að þeir ætluðu sjer að gera þenna dag hjer.í Reykjavík eftirminnileg an í sögu kommúnismans á Is- landi. Hann varð það líka. Með alt: öðrum hætti þó en þeir höfðu hugsað sjer. Hinir vígreifu, morgunglöðu kommúnistar settu snemma á- róðurs kallbíla sína í gang, svo margir bæjarbúar heyrðu það fyrst er þeir vöknuðu um morg uninn, er kallarar kommúnista tilkyntu, að þeir hefðu valið þenna dag til þess að fella meiri hluta Sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn Reykjavíkur. Voru til- D-dagur Reykvíkmga kynningar þessar orðaðar með sama yfirlæti og einkent hefir greinar Þjóðviljans undanfarn ar vikur. Þegar kosning hófst kl. 10 f. h. voru margir kjósendur mættir. Það var yfirleitt fólk, sem var mjög frábrugðið hinu gustmikla áróðursliði kommún- ista, fólk, sem hefir óbeit á öllu yfirlæti. Jafnskjótt og kosning hófst, bar mikið á kosningabílum á götum -bæjarins. Bílar Sjálf- stæðisflokksins voru með smá- fánum, bláum, hinu nýja flokksmerki. Kommúnistar höfðu mun stærri gráhvítar veifur á farartækjum sínum, er voru með listamerki þeirra, C, og krossi við. Og eins á bíla- rúðunum. Það vakti sjerstaka eftirtekt vegfarenda, að á mörg um s bílum kommúnistanna hafði C-ið verið sett á haus, og sneri öfugt, rjett eins og þeir sem merkið höfðu sett upp, þektu ekki meira en svo stafa- gerðina. Ellegar þarna var kom inn forboði þess, sem koma skyldi, að kommúnistar færu þenna dag á hausinn með mikl- ar fyrirætlanir sínar. Kjörsókn var jöfn og þjett að heita mátti allan daginn og meiri en húsakynni kjörfund- ar rúmuðu vel. Því í göngum Miðbæjarskólans var oft svo mikill troðningur, að mjög var erfitt að komast leiðar sinn ar. Tafði þetta ferðir manna. Eins var bílaþvagan í næstu götum umhverfis skólann oft svo mikil, að umferð torveldað ist. Áróðurslið kommúnista, sem tekið hafði daginn snemma, átti auðsjáanlega að fylgja settri dagskrá. Er fram á dag- inn kom átti það að efna til hópgangna um göturnar. Höfðu verið gerðir áletursborðar í því skyni, er menn skyldu bera hátt á stöngum, tveir og tveir. En svo undarlega brá við, að þessum „merkisberum“ „línu- dansaranna“ varð ekki gott til liðsafnaðar. Enginn fylgdi þeim. Þegar sjeð varð, að þeir yrðu að ganga einir síns liðs eins og einskonar pólitísk spyrðubönd, ljetu þeir merkis- stengur sínar falla' og hurfu að húsabaki. Það kom fyrir framan af degi, að einn og einn C-merkt- ur unglingur varpaði keskni- yrðum að fólki, sem þeir þótt- ust sjá að væri í öðrum stjórn- málaflokkum. En þegar leið á daginn bar minna á þessu, og varð öll kommúnistasvéitin hógværari í framgöngu, eftir því sem á daginn leið. Var þess getið til, að ómjúkar viðtökur, sem sendilið og áróðursmenn kommúnista hefir fengið hjá mörgu alþýðufólki, hafi dreg- ið vígamóðinn úr liði komm- anna. Nokkuð var það, að það bar alt annan svip, er dagur leið að kvöldi. Þó munu C-listamenn ekki hafa gert sjer grein fyrir, hvaða hrakfarir þeir fóru þenna eft- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.