Morgunblaðið - 29.01.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1946, Blaðsíða 1
MEIRIHLUTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVlK ÓHAGGAÐUR ! Ursllt bæjarstjórn- arkosningnnno í Reykjavík KJÖRFUNDUR HÓFST hjer í bænum um 10 leytið á sunnudag og var kosningu lokið um 2 leytið um nóttina. Alls voru yfir 28.000 á kjörskrá og þar af kusu um 24.450 eða nær 87%. Talniugu atkvæða var lokið klukk- an á sjötta tímanum á mánudagsmorgun og voru úrslit þessi: »■> D-Iistinn hlaut 11.833 atkvæði og eftirtalda 8 menn kjörna: - Bjarna Benediktsson borgarstjóra, Guðmund Ás- björnsson, forseti bæjarstjórnar, frú Auði Auðuns, Sig- urð Sigurðsson, yfirberklalækni, Gunnar Thoroddsen, alþm., Hallgrím Benediktsson, stórkaupm., Friðrik V. Ólafsson, skólastjóra og Jóhann Hafstein, cand jur. A-listi hlaut 3.952 atkvæði og tvo mcnn kjörna, þá Jón Axel Pjetursson og Jón Blöndal. B-Iistinn hlaut 1615 atkvæði og einn mann kjörinn, Pálma Hannesson. C-listinn hlaut 6.946 atkvæði og fjóra menn kjörna, Sigfús Sigurhjartarson, Katrínu Pálsdóttur, Björn Bjarnason og Steinþór Guðmundsson. Rjettarhöldin í Numberg Börn voru brend lif- andi í Auschwitz Niirnberg í gær. — Einkaskéyti til Mbl. frá Reuter. — FYRSTA KVENVITNIÐ í rjettarhöldunum í Núrnberg var yfirheyrt í dag. Er það frönsk kona, sem er fulltrúi kommún- ista á franska þinginu. Dvaldist hún í tveim pyntingafanga- búðum Þjóðverja, mesfmegnis í fangabúðunum í Auschwitz. •— Hafði hún margar ófagrar sögur að segja þaðan, svo að slíkt mun vart hafa heyrst í rjettinum, og er þá mikið sagt. í fanga búðunum var fjöldi kvenna, og sættu þær hinni svívirðileg- ustu meðferð. Flestar þeirra ljetust, en örfáar komust lífs af. Börn brennd lifandi. Vitnið skýrði m. a. frá því, að eitt sinn, er gasklefarnir voru í ólagi, hafi fjö'lda barna verið varpað í líkbrennsluofna. Yfirleitt hefðu börnin sætt ó- trúlega villimannslegri meðferð Til dæmis hefðu rússneskar konur oftar en einu sinni verið látnar standa úti allsnaktar í g'rimmdargaddi með börn sín fákyædd og hefðu mörg þeirra frosið í hel. Útvarpið bjargflði henni. Vitnið sagði, að flestar kon- urnar hefðu verið drepnar í gas Framh. á bls. 8. Viðræður í Kína Chungking í gærkveldi: VIÐRÆÐUR fara nú fram í Chungking milli Chang Kai- shek, George Marshalls, sendi herra Bandaríkjanna í Kína, og Averill Harriman, sendi- herra Bandaríkjanna í Moskva. Harriman kom við í Chungking á leið frá Moskva til Washing ton. — Viðræðurnar munu að- allega fjalla um framtíðarstjórn skipulag Kína og bráðabirgða ráðstafanir, sem gera verður nú, er friður hefir komist á í landinu. — Reuter. Kommúnistar urðu vojnsvikn- asti flokkur þjóðarinnar BÆJARSTJÓRNARKOSNINGUNUM er lokið. Þær vöktu mcsta athygli hjer í Keykjavík. Hjer er íólksfjöldinn margfalt fleiri en í hinum kaupstöðunum saman- lagt. Hjer var harðast barist Hjer ætluðu kommúnistar að ná völdunum. — Þeir treystu því að þeim myndi takast það. Þeir trúðu því að þetta hefði tekist þangað til atkvæðatalningunni var lokið, og þeir sáu tölurnar fyrir framan sig. Vikum saman hafa þeir tilkynnt það daglega í blaði sínu, að þótt þeir fengju hjer 7000 atkvæði, þá væri það sama sem kyrrstaða frá síðustu kosningum, vegna fólksfjölgunarinnar, sem orðið hefir í bænum. Kommúnistar fengu hjer, sem kunnugt er. 6946 atkvæði, eða. samkvæmt uriasögn sjálfra þeirra, hefir fylgi þeirra hnignað frá síðustu kosningum haustið 1942. MIÐAÐ við síðustu kosningar haustið 1942, en við þær kosn ingar hafa kommúnistar yfirleitt miðað samanburð sinn, hef- ir fylgi Sjálfstæðisflokksins aukist hjer í bæ, á rúmlega þrem árum, um 3.541 atkvæði. Svo ekki verður um villst, hvert straumurinn liggur. Þetta hefir gerst á sama tíma, sem kommúnistar hafa tal- ið og fullyrt og básúnað út í ræðu og riti, að fylgið hafi hrun ið aif Sjálfstæðisflokknum. Meira kjaftshögg, greinilegri á- minningu um fljótræði og kjánahátt hefir enginn stjórnmála flokkur fengið fyrr hjel’ á landi. Engum getum þarf að því að leiða, hvaða orsakir liggja til þessa. Hjer í höfuðstaðnum hafa kommúnistar á undanförnum ár- um rjett hátt til höggs. Hjer átti að þjarma svo að Sjálfstæð- isflokknum, að andstaða hans gegn hinum erlfendu valdhöfum kommúnista væri úr sögunni. Sú alda kommúnismans er stöðvuð, og rís ekki aftur. Svipur hinna nýafstöðnu bæjarstjórnarkosninga er að öðru leyti þessi: Frá síðustu kosningum er fram fóru hjer í okt. 1942, hefir fylgi Sjálfstæðisflokksins í kaupstöðum utan Reykja víkur staðið í stað, en í Reykjavík aukist, sem fyrr segir um 3.541 atkvæði. Fylgi kommúnista hefir í kaupstöðum utan Reykjavíknr að heita má staðið í stað, og í Reykjavík að kalla má eins, samkvæmt umsögn kommúnista sjálfra. Alþýðuflokkurinn hefir í nokkrum stöðum utan Reykjavík- ur unnið upp nokkuð af því tapi sem hann beið hjer í bænum. Úrslitin í kosningunum utan Reykjavíkur urðu þessi: Forseii Sam. þj. PAUL HENRI SPAAK, utan- ríkisráðherra Belgíu,' sem kjör- inn var fyrsti forseti þings sam einuðu þjóðanna, sem nú situr í London. Grikkir aisaka Breia London í gærkveldi: SENDINEFND Grikkja á þingi Sameinuðu þjóðanna hef- ir árjettað ummæli Sophoulis, forsætisráðherra Grikklands, um vammleysi Breta, að því er dvöl hersveita þeirra í Grikk landi snertir. — Segir í yfir- lýsingu sendinefndarinnar, að það hefir verið með fullu sam þykki grísku stjórnarinnar, að breskt herlið kom til Grikk- lands, er hernámi Þjóðverja lauk. Liðið hafði dvalist þar síðan í þökk Grikkja og unnið mikið og gott starf við að halda uppi lögum og lofum í landinu. — Reuter. Rekinn frá Spáni LONDON: Breski blaðamað- urinn A. F. Desa, frjettaritari breska blaðsins The News Chronicle í Madrid, hefir verið rekinn úr landi fyrir að skrifa í blað sitt greinar, sem spánska stjórnin taldi móðgandi fyrir sig. Verfcföllum breskra flugmanna lokið London í gærkveldi: BRESKU' flugmennirnir í Austur-Asíu, sem nýlega gerðu verkfall í mótmælaskyni við seinagang afvopnunar og heim flutning breskra hermanna, hafa nú yfirleitt byrjað vinnu á ný, að einum stað þó undan- skildum. — Flugmenn á Manip- ur hafa sent bresku stjórmnni orðsendingu, þar sem þeir segj- ast vilja fara heim til Bret- lands, ekki þó af eigingjörnum hvötum, heldur af því, að þeir viti, að þeir geti þar unnið landi sínu meira gagn en á Ind- landi. — Attlee forsætisráð- herra mun gefa skýrslu um þessi mál í neðri málstofu breska þingsins á morgun, en um þau mun einnig hafa verið rætt á fundi bresku stjórnar- innar í morgun. Glæsilegur sigur Sjálfstæðis- flokksins á Isafirði. Á ísafirði unnu Sjálfstæðis- menn glæsilegan sigur, fengu 4 fulltrúa í stað tveggja, er þeir höfðu áður. Tapaði Alþýðuflokk urinn þar með meirihluta í bæj arstjórn ísafjarðar, er hann hef ir haft í nær 24 ár. Kommúnist ar fengu nú einn fulltrúa kos- inn, en höfðu tvo áður. — Á kjörskrá voru 1628 kjósendur, en 1477 greiddu atkvæði, eða 90.5%. Er það hin mesta kjör- sókn, sem þekkst hefir við bæj arstjórnarko§ningar á ísafirði. Atkvæðin skiptust þannig: A-listi (Alþfl.) 666 atkv., —• B-listi (kommúnistar) 251 at- kvæði og C-listi (Sjálfstæðis- menn) 535 atkv. I bæjarstjórnarkosningunum 1942 fjellu atkvæði þannig, að A-listi (Ajþfl.) fjekk 714 atkv. og 5 menn kjörna, B-listi (Sjálf stæðismenn) 378 atkv. og 2 full trúa og C-listi (Allsherjarflokk Framh. á 2. siöu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.