Morgunblaðið - 28.01.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.01.1940, Blaðsíða 5
Snnnudagur 28. janúar 1940. ---------- JptorgttnMuðfft Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jön Kjartansson og Valtýr Stefánsson (AbyrgrOar«iaOur). Auglýsingar: Árni Óla. ítitstjórn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstrœti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 8,00 á mánutil. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 85 aura meB Lesbök. — Keykjavíkurbrjef — 27 jan. LJÓTUR VERKNAÐUR Þrátt fyrir þá sjerstöðu sem kommúnistar hjer hafa, að vera einir í stjórnarandstöð- sunni, er svo komið, að þeir eru . að verða algerlega einangraðir >og fylgisnauðir í okkar landi. Það eru eigin verk kommún- ásta sjálfra, sem hafa orðið þess •valdandi, að þjóðin hefir snúið •vjð þeim bakinu. Eftir að grím- an fjell af kommúnistum, opn- uðust augu þjóðarinnar fyrir skaðsemdarverkum þessara manna. Hún sá, að hjer eru að verki menn, sem eru þess a,l- búnir að svíkja land sitt og jþjóð. Áþreifanlega sönnun fyrir J>essu fekk þjóðin af framkomu lcommúnista í málefnum Finn lands, eftir að rauði her Rússa í hóf sína svívirðilegu innrás. En þ»egar kommúnistar sjá, að öll stjórnarandstaða þeirra í innanlandsmálum fellur mátt- laus niður, hugsa þeir sjer að fara aðra leið, til þess að ná sjer niðri á ríkisstjórninni. Nú er sú leið valin, að þyrla upp ryki og vísvitandi ósannindum um viðkvæmustu utanríkismál okkar, til þess á þann hátt að >vekja tortryggni. í okkaF garð hjá vinveittri þjóð, Þýskalandi. Fyrir fáum dögum eyddu kommúnistar ná.lega öllu rúmi í blaði sínu ti] þess að fræða landsmenn um samninga, sem íslensk stjórnarvöld hefðu átt að gera við Breta. Þar er skýrt frá því, að íslenska stjórnin hafi lagt alla utanríkisverslun iandsins í hendur bresku stjórn- arinnar og með því ætti að úti. loka öll viðskifti við Þýska- land. Svo fjarri eru þessi skrif kommúnista sannleikanum, að Islenska stjórnin hefir alls enga samninga gert við Bretland. Svo sem kunnugt er, voru á síðastliðnu hausti sendar utan samninganefndir, til þess að eiga viðræður við bresk og þýsk stjórnarvöld, um viðskiftamál ríkjanna. Að sjálfsögðu var 1 þessum viðræðum lagt kapp á það af l’slands hálfu, að við- skifti gætu haldið áfram við bæði ófriðarríkin, eins og verið hefir. Okkur eru viðskiftin við bæði þessi lönd, Bretland og Þýskaland svo dýrmæt, að við hlutum að leggja mikla áherslu á, að þau gætu haldist. Enda þótt ekkert hafi verið birt opinberlega um árangur sendinefndanna, vitum við þó hvað vanst fyrir viðskiftin ár- ið sem leið. Við vitum t. d. um ísfisksölurnar til Þýskalands og sölur á öðrum vörum þangað, okkur til ómetanlegs gagns. En þótt þessi og annar sýni- legur árangur hafi orðið af för ■ okkar sendimanna, fyrir við- skiftin árið sem leið, var vitan- lega annað höfuðverkefni nefnd anna, að reyna að tryggja það, að viðskiftin gætu haldist í sama farvegi áfram. Á þetta var að sjálfsögðu lögð höfuðáhersla af okkar hálfu, vegna þess hve af- ar áríðandi það er fyrir okkur, að geta haldið viðskiftum við báðar þessar þjóðir, sem nú eiga í ófriði innbyrðis. Við vitum vel hvaða hnekki utanríkisverslun okkar myndi bíða, ef viðskiftin við Þýskaland stöðvuðust með öllu. Við hlutum því, í viðræð- um okkar við ófriðaraðilana, að leggja áherslu á, að við- skiftin gætu haldist í sínum eðlilega farvegi við bæði löndin. En þegar þessi stórveldi eiga í ófriði, verður hlutverk okkar Islendinga vitaskuld það eitt, að bera fram óskir okkar og kröf- ur. Og við erum þannig settir, að okkur er gersamlega ómögu- legt að halda viðskiftum við ó- friðaraðilana, án samkomulags við þá. Þessvegna var það, að þegar það kom í ljós, að ekki fengist trygt að viðskiftin gætu haldið áfram í sama og eðli- lega farvegi, varð ekkert úr samningum, og við það situr enn. ★ Má af þessu sjá, að ekki er heil brú í skrifum kommúnista um þessi mál. Enginn viðskifta- samningur hefir verið gerður við Breta og alt sem þeir segja um stjórnskipaða nefnd í því sambandi, er uppspuni. Hitt hef ír verið ráðgert, að þau fjelög og ejnstaklingar, sem hagsmuna hafa hjer að gæta, myndi með sjer fjelagsskap og tilnefni menn af sinni hálfu í viðskifta- nefnd, sem Bretar hafi einnig fulltrúa í, til þess að greiða fyr- ir viðskiftunum v.ið útlönd og gera þau sem öruggust. En þessi fjelagsskapur og viðskifta- nefndin, sem hjer kynni að verða skipuð, er án allrar íhlut- unar eða þátttöku íslensku stjórnarinnar. Stjórnin mun halda áfram að reyna að þoka okkar viðskiftum í sinn eðlilega farveg. Hvort það tekst, mun framtíðin ein skera úr. ★ En hvað vakir fyrir komm. únistum, með skrifum sínum um þessi mál? Eru þeir með þessu að tryggja öryggi íslensku sjó- mannanna, sem hætta lífi sínu í siglingum milli landa? Kommúnistar eru sjer þess meðvitandi, að þeir sjeu með lygum sínum um þessi mál, að fremja ljótan verknað. Þeir segjast mundu hafa þagað yf ir „bresku samningunum“, ef þeim hefði verið trúað fyrir þeim og þeir beðnir að þegja. En fyrst enginn trúði þeim, þá var sjálfsagt að ljúga einhverju og ekkert hirt um afleiðingarn- ar! ísbjörninn í Madrid. Til marks nm kuldann suður í Miðjarðarhöfslöndum flaug sú blaðafregn út um allar jarðir fyrir fáum dögum, að suður í dýra garði í Madrid hefði ísbjörn einn fengið lungnabólgu vegna veðra- brigðanna og drepist af. Vera má, að þetta sje ekki eins einkennilegt eins og í fljótu bragði virðist. Því íshafs-skepnan, sem gat vanist hinu suðræna loftslagi, hafi orðið næmari fyrir veðrabrigð unum en margur annar. En líldegt er, að þessi atburður geymist í minni manna, sem vottur um hinn kalda vetur þar syðra. Hjer hefir það sýnt sig, eins og spáð var um fyrir helgi, að kuld- arnir á meginlandi Evrópu hafa ekki seilst hingað. Illýindi um alt land undanfarna daga. Hjer í Reykjavík er ekki örgrant um, að maður sjái í görðum fjölærar jurt- ir vera farnar að byrja að búa sig undir vorið. Finnlandssty r j öldin. Enn þessa viku hafa Finnar hrundið gífurlegum árásum Rússa, bæði á Kirjálanesi og eins norðan við Ladogavatn. En fregn- ir undanfarna viku frá Finnlandi benda til þess, að hinum rúss- nesku flugvjelum, er yfir landið fljúga, verði öllu meira ágengt í eyðileggingarstarfi sínu en fyrst framanaf. Tilgátur hafa flogið fyrir um það, að aukin skotfimi þessara flugmanna sje af þýskum uppruna. En engar sannanir eru fyrir því, að þetta verði rakið tii þýskrar aðstoðar við flugher Rússa. Menn eru, meira og minna út í loftið, að fleygja því á milli sín, að Þjóðverjum sje áhugamál, að sem fyrst verði bundinn endi á finsku styrjöldina. En meðan ekk- ert er um það vitað, hvaða fyrir- ætlanir þá taka við, er hæpið að leggja trúnað á þetta. Því vart er hægt að ímynda sjer, að Þjóð- verjum sje það kappsmál, að Rúss ar brjótist vestur að Atlantshafi. Kyrstaðan á vígstöðvunum í Finnlandi, og vaxandi ógnir og eyðilegging fiugmanna innanvið víglínurnar, benda til þess, að úr- slit styrjaldarinnar í vestanverðri Evrópu verði ekki á vígvöllunum. Kemur það heim við fyrri spár manna. Þannig er nútímahernaði varið. Það eru árásirnar á allan almenning þjóðanna, þær ægileg- ustu, sem; hugsast geta, er ófrið- arþjóðirnar grípa til, þegar víg- vallaviðureignin dregst á langinn. Hjer heima. Viðbjóður allra hvítra manna á framferði Rússa fer sívax- andi, jafnframt því, sem aðdáunin vex á vörn Finna. Þeir vita sem er, að ósigur þeirra yrði alger tor- tíming, enda er mælt að Rússar hugsi sjer að eyða þjóðinni, upp- ræta hana, er þeir geta höndun^ undir komist. Hvað munar þá um það ? A"ið erum, sem kunnugt er, sein- látir íslendingar, seinir til að átta okkur. Þó er það greinilegt, að ítök og áhrif kommúnista fara hjer þverrandi. Málpípur hins rússneska valds tala þó fullum fetum um þá framtíðardrauma, er kommúnistar tengja við yfirráð Rússa á Norðurlöndum, tortíming norrænna þjóða, norrænnar menn- ingar. Það er ekki hægt að kalla hugs- unarhátt kommúnista, aðdáun þeirra á blóðveldinu, og afneitun þjóðernis, annað en andlegan sjúkdóm, sem hefir gagntekið huga alt of margra manna. Er al- veg ósjeð enn, hver útbreiðsla lians er orðin og hvernig hann verður læknaður. íslendingur, sem þekkir hrylling bolsivismans í Rússlandi, áþján hans, siðspilling og vanmátt til allra umbótaverka, en óskar eftir því, að samskonar hörmungar leiðist yfir hans eigin þjóð, hann hefir svo gersamlega sagt sig úr mannfjelagi þjóðar sinnar, að erf- itt er að hafa nokkur skifti við hann á einn eða neinn hátt. Dagsbrúnarkosningin. Pað fór svo, sem búist var við, að kommúnistar töpuðu Dags brúnarkosningunni. Hlutverk Hjeð ins Valdimarssonar í kosningu þessari var ákaflega einkennilegt. Nokkru fyrir áramótin segir hann sig úr liinum svonefnda Sósíalista- flokki, en undir því nafni hafa kommúnistar starfað hjer síðustu missirin. Þóttist Iljeðinn hafa komist að fullkominni þjónkun flokksmanna sinna við Rússa, og ætti hann af þeim ástæðum enga samleið með þessum úrhrökum þjóðfjelagsins. Það sannfrjettist, að átökin í sambandi við brottför Hjeðins úr flokknum urðu með handafli eina tiltekna nótt. Svo mögnuð var sundrungin þá stund- ina. Það varð ekki nema í nokkra daga, sem Hjeðinn sveif í loftinu á vindum stjórnmálanna eins og óskrifað blað. Því áður en varði var hann kominn í faðm komm- únistanna að nýju, sem frambjóð- andi þeirra við formannskosningu Dagsbrúnar. Andstygð hans á kommúnismanum, Rússaþjónkun- inni og föðurlandssvikunum reynd ist ekki haldmeiri en þetta. En hann fjell, og Dagsbrún úr hendi hans. Síðan hafa kommún- istar sýnt Iljeðni mestu fyrirlitn- ingu, sparkað honum frá sjer í nýstofnuðu málfundafjelagi, lagt hann til hliðar, eins og harmoniku með rifnum belg, sem þeir treysta sje rekki að spila á lengur. Síðasta afrekið. Síðan hafa kommúnistar líka stigið spor, sem hlýtur að marka tímamót í sögu þeirra hjer á landi. í málgagni þeirra var löng grein nýlega um viðskifti okkar íslendinga við Breta. Þar voru bornap fram rakalausar lygar um þau mál. Þar er reynt að gera bæði ríkisstjórnina og sendimenn þá, sem fóru til London, að land- ráðamönnum. En jafnframt er því á mjög lævíslegan hátt dróttað að okkur íslendingum, að við höfum brotið hlutleysi vort. Ef mark væri teldð á skrifum blaðsins, myndi grein þessi stuðla að því, að auka lífshættu þeirra manna, sem sigla Lmeð afurðir og afla okkar Islend- inga á erlenda markaði. Freklegri níðingshátt en þenna gagnvart þjóð og •instaklingum hafa íslenskir kommúnistar ekki framið enn sem komið er, svo op- inbert sje. Undanfarnar vikur hefir Rússa- dekur þeirra kommúnista, þjón- usta þeirra við Moskvavaldið, ó- lund þeirra og hatur gegn Finn- um fælt marga frá þeim, er áður fylgdu þeim. Hjer hafa þeir stig- ið úrslitaspor í viðskiftum þeirra við hið íslenska þjóðfjelag, sem markar afstöðu þeirra svo skýrt, að upp frá þessu verður að telja forystumenn þeirra sem fullkomna fjandmenn þjóðarinnar. Þ j óðkirk j ugarður. Einar Benediktsson skáld var aldrei heiðraður af þjóð sinni í lifanda lífi. Sambúð hans við samtíðarmennina var merki- leg saga úr þjóðlífi okkar fyrsta aldarfjórðung þessarar aldar. Það mátti ekki seinna vera að þjóðin hylti hann á líkbörunum, með því að annast virðulega út- för hans. Og jarðsetning hans á Þingvöllum mælist vel fyrir — ef menn gætu treyst því, að aldrei yrði í þeim reit óverðugri maður grafinn. Ágreiningsmál getur það orðið, hvort viðkunnanlegt sje, að efna til einskonar heimilisrgafreitar fyrir bestu menn þjóðarinnar á Þingvöllum. Með sínu samsafni af minnisvörðum er hætt við að sá reitur stingi í stúf við óbygð staðarins. Þingvellir hafa altaf seni liöfuðstaður verið óbygð, en prestsetrið þar verið hálft í hvoru utanvið. Vel gæti komið til mála, ef framhald verður á því að jarða merkismenn á Þingvöllum, að þá yrði tekin upp sú regla að jarða aldrei nema einn mann í stað. í þjóðgarðinum er mikil víðátta. Þar mætti finna marga legstaði fyrir frægustu og mestu menn framtíðarinnar. Legstaðir þeirra, sem lifa með þjóðinni, fengju veg- lega umgerð og umhirðu. En leg- staður hinna, sem kynnu að hafa komist þangað fyrir minni verð- leika, hyrfu í víðáttuna, eins og minningin um þá. Slík aðferð myndi best hæfa íslensku lundar- fari og sögu og hinum fagra 6- bygða höfuðstað þjóðar vorrar. Útvarpið. Aætlun hefir verið gerð yfir rekstur ritvarpsins næsta ár. Þar eru aðaltölur þessar: Tekju- megin eru afnotagjöldin 500 þús- und krónur, tekjur af viðtækja- sölu kr. 35.200 og aðrar tekjur 80 þúsund. En gjaldamegin er þetta: St arf sm annal aun Útvarpsefni Húsal., ljós, hiti Til útvarpsstöðva Til að greiða fyrir útavrpsnotum kr. 143.100.00 80.000.00 35.000.00 160.000.00 Óviss útgjöld Vextir Fvrning 20.000.00 15.000.00 37.500.00 50.000.00 Samtals kr. 600.600.00 í upphæðinni kr. 80.000, sem ætlað er í útvarpsefni, munu ekki vera talin útgjöld til frjettaöfl- unar. Þegar þess er gætt, hve útgjöld- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐXJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.