Morgunblaðið - 28.01.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. janúar 1940. 3 rússneskar herdeildir króaðar inni 200 þús. manns rússneskur her norðan Ladoga P Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. RÁTT RYRIR að Rússar hafi 200 þús. manna [/ her fyrir norðan Ladoga, hafa þeir í sex ;kc daga látlausri sókn hvergi getað sótt fram svo mikið sem 100 metra. Finnar nota sömu aðferð og þeir hafa notað með góðum árangri í Norður-Finnlandi, að tefla fram fámennum flokkum skíðamanna. HÆTTAN LIÐIN HJÁ Hættan, sem vinstri væng Mannerheimlínunnar staf- aði af sókn Rússa, virðist nú vera liðin hjá. Rússar virð- ast þegar hafa notað alt varalið sitt. Flutningaörðugleikar gera ómögulegt fyrir Rússa að draga að sjer nægilega mikinn viðbótarliðstyrk og hergögn til þess að halda áfram sókn í stórum stíl. Hjá borginni Kitelá, nyrst við Ladogavatn, hefir Finnum tekist að króa inni 3 rússneskar herdeildir (divisionir). Hafa þeir rofið allar samgöngur milli herdeildanna og og aðalvígstöðvanna að baki. Hershöfðíngi rússnesku herdeildanna hefir gert hverja til- raunijia af annari til þess að rjúfa hring Finna umhverfis KiteraT* En þetta hefir ekki tekist nema að litlu leyti. MARKMIÐ RIJSSA Márkniið Rússa með sókninni undanfarna daga, virðist hafa#y§rið m. a. að koma þessum herdeildum til hjálpar. En höfuðmarkmiðið var að reyna að brjótast í gegn, vestur og suður með Ladogavatni og koma aftan að vígstöðvum Finna á 1 Kirkjálaeiði. 'Sókn Rússa virðist hafa verið betur undirbúin og meirí og betri hergögnum teflt fram, en nokkru sinni áður. Til þess að neyða Finna til að dreifa herliði sínu, hafa þeir gert skyndiáhlaup á hægri væng Mannerheimlínunnar, á Kirjálaeiði. En þessum áhlaupum hefir verið hrundið eins og áhlaupunum fyrir norðan Ladogavatn. 5 ÞÚS. MANNS FALLIÐ Mannfall í liði Rússa hefir verið gífurlegt. Samkvæmt frjettum sem borist hafa frá Finnlandi í kvöld, er álitið að þeir hafi mist alt að 5 þús. mönnum. Finnar hafa tekið gífurlegt herfang. Þeir segjast hafa tekið eða eyðilagt 500 rússneska skriðdreka, af 1000 sem Rússar höfðu í notkun á finsku vígstöðvunum, þegar stríðið hófst. FYRIRÆTLANIR UM SÖKN BRETA OG FRAKKA rá því er skýrt í dag, að búast megi við '• sókn af hálfu Bandamanna á vesturvíg. stöðvunum. Hernaðarsjerfræðingur breska blaðsins „Yorkshire Post“ skýrir frá því, að Gamelin, yfirhershöfðingi hafi ekki aðeins gert áform um, á hvern hátt Bretar og Frakkar fái best varist, heldur líka um það, hvernig þeir geti hagað sókn, af sinni hálfu GAMELIN MUN HEFJA SÓKN UNDIR EINS OG HINN RJETTI TÍMI TIL ÞESS ER KOMINN. Vegna kyrðar þeirrar, sem ríkt hefir á vest- urvígstöðvunum fram til þessa, segir hernaðar sjerfræðingurinn, hefir Gamelin haft tíma til þess að draga saman allan herstyrk Breta og Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Frakka. Þróunin hefir þessvegna orðið sú, að ekki er lengur úr neinum vanda að ráða um um það hvort rjettara sje að verjast eða hefja sókn. Spumingin er nú ekki önnur en sú, hvenær hinn rjetti tími kemur til þess að hef ja sókn. ★ I ræðu, sem Mr. Churchill flutti í dag, sagði hann að Hitler hefði glatað sínu stærsta tæki- færi, með því að hefja ekki sókn strax. Hann sagði, að lýðræðisríkin þyrftu lengri tíma til þess að búa sig undir hemað, heldur en ein- ræðisríkin, sem væm undir jámaga. Frestinn, sem við höfum fengið, sagði Chur- chill, höfum við notað til þess að bjóða út öll— um herstyrk okkar og auðæfum. Gáfnapróf — meðal rússnesku hermannanna Vorosjíloff ætlar að gera það einn! En ekki sjer þó högg á vatni, ef upplýsingar rússnesks liðsfor. iíigja, áém ítalskur blaðamað- ur hefir átt tal við í fangabúð- um í Finnlandi eru rjettar. Hann ségir, að Rússar geti fram leitt 1000 skriðdreka mánaðar- lega. 10 MILJÓNIR! Liðsforinginn sagði, að Rúss- ar hefðu 600 þús. manna her á 1 ’ VígStÖðVunum í Finnlandi. En þeir hafa undir vopnum 2l/2 miljón manna. Tæpar tvær , jniljónir manna hafa þeir því sem varalið. En þegar þeir gerðu innrásina ' í PóHátttf fjfáúsé, höfðtx þeir 3 miljónir 'manna undir vopnum. rSllLfðsföftnj^Jú sá^ði, að RuSsar na ^Ui&útlO mijjón manha ner' ^ OTasqasaaif? ? aaBtnttteíí tnuáíoa En þeir hafa ekki samgöngu-, tæki til að annast flutninga til stærri hers en þriggja miljón manna. Liðsforinginn Ijet lítið af kunnáttu æðstu hershöfðingja Rússa. Hann sagði, að þeir væru pólitískir uppskafningar. VARALIÐ FINNA. ■' 05 0 1 Lundúnaútvarpið skýrir frá því, að finska herstjúrnin kalli nú inn nýtt varalið alt upp í 48 ára ald- ur. Eiga þessar nýju hersveitir að mæta á stöðvum sínum næst- komandi föstudag. Finska herstjórnin tekur það fram í opinberri tilkynningu um þetta, að þetta þýði ekki að Finn- land sje í þann veginn að not,a upp þann mannafla sém það á yfir að ráða, heldur vilji herJ stjórnin taka ráðirf 'f Hma og haf® skipulagt, seft' é^Aiádírhuið alt það lið sem auðið er að kveðjjM' tií voþná í l4ndln^'«^h að til þess megi grípa hvenær sem þörf krefur. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Frá Finnlandi er símað: C' purningar, sem lagðar hafa verið fyrir stríðsfangana í herbúðum Finna, hafa leitt í ljós að undravert þekkingarleysi ríkir meðal rússneskra hermanna. Enginn þeirra hafði t. d. hug- mynd um, að Kalinin er forseti Sov j et-rík j anna. En flestir þeirra könnuðust þó eitthvað við von Ribbentrop. ★ Tekið eftir útvarpinu í Moskva: Nokkrir skriðdrekaforingjar hafa verið sæmdir heiðurs- merkjum fyrir hugdirfsku og dugnað, sem þeir hafa sýnt á víg- stöðvunum í Finnlandi. Þeir hafa sent Stalin skeyti, sem er á þessa Ieíð: „Við þökkum: hinum elskaða fjelaga, mesta foringja mannkyns- ins, fyrir þann sóma, sem okkur hefir verið sýndur. Við heitstrengj um að fórna blóði og lífi fyrir málefni Stalin og berjast þar til Mannerheim-óþjóðalýðurinn hefir verið upprættur“. Utvarpið í Moskva skýrði frá því í gær, að Helsingfors muni bráðlega falla. Sænsk blöð skýra frá því, að yfirhershöfðingi Rússa, Voroshi- lof, sje kominn til herstöðvanna á Kirjálaeiði, til þess að gera ráðstafanir til stórkostlegrar árás- ar, sem knýja eigi Finna til frið- arsamninga. (FÚ.j. Rússar missa kafbát Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. hernaðartilkynningu Finna í kvöld segir, að rússneskur kafbátur hafi farist á tundurdufla- svæði við Finnland fyrir tveimur dögum. Bretar 09 Frakk- ar eru sterkari — segir Churchill Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. T ræðu, sem Churchill, flotamála- ráðherra Breta, flutti í dag, sagði hann að Þýskaland Vilhjálms keisara II. hefði verið sterkara, en Þýskaland Hitlers. Vilhjálmur hefði getað afborið hvert skakka- fallið af öðru í heimsstyrjöldinni. En ef Hitler biði einu sinni ósig- ur, þá Væri végur hans og Vald <?»hætfeEr.<r á mmk&l «Mpi§t>-r ékki Vérá I í I - FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Úthlutun skömtunarseðla \ih) : hefst á morgun Uthlutun matvælaseðla í Rvík fyrir febrúar fer fram dag- ana 29.—31. þ. m., Tryggvagötu 28. Afgreiðslutíminn er frá kl. 10 f. h. til kl. 6 e .h., lokað á milli kl. 12 0g 1. Til leiðbeiningar vill skrifstofan taka eftírfarandi fram: Uíjli': no: f s; ■ Framvegis, meðan öðru vísi verðui- ekki ákveðið, mun úthlut-' un matvælaseðla fara fram þrjá til fjóra síðustu rúmhelga daga hvers mánaðar, eftir því sem á stendur um helgar. Verða þá hverju sinni afhentir matvælhseðl- ar fyrir næsta mánuð. Afhending- unni :þarf að. vera lokið á þeim dögum. Er fólk því ámiþlt um, að draga ekki að sækja seðlana. (' Þeii'.’.snín þuitfa Mðvfá&láft rúg-’ FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU. Smuts sigraði I einvfgi Búa- hOfðingjanna Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Búahöfðinginn Smuts, for- sætisráðherra Suðúr- Afríku-sambandsríkisins, bar sigur af hólmi í einvíginu við Búahöfðingjann Herzog, sem^ vildi að Suður-Afríka lýsti yfir, að hún drægi sig út úr stríðinu við Þýskaland. Suður-Afríka berst áfram við hlið Breta. Atkvæðagreiðslan um þings- ályktunartillögu Herzogs í sam- bandsþinginu í Höfðaborg fór þannig, eftir 5 daga umræður, að hún var feld með 81 atkvæði gegn 59. Smuts hershöfðingi hefir því við 22. atkvæða þing- meirihluta að styðjast, er hann byrjar nú að gera auknar ráð stafanir til þess, að tryggja Bandamönnum sigur. Þegar Suður-Afríka fór út í stríðið, hafði Smuts aðeins 13 atkvæða meirihluta. HITLER SÆKIST EKKI EFTIR HEIMSYFIRRÁÐUM. I svarræðu sem Hertzog flutti við lok umræðnanna í þinginu, sagði hann að hann hefði ávalt verið þeirrar skoðunar, að Suð- ur-Afríka þyrfti ekki að fara í stríð með Bretum, nema þegar Bretlandseyjum væri sjálfum ógnað. En hann kvaðst ekki hafa getað sannfærst um að Þjóðverjar sæktust eftir heims- yfirráðum. Þjóðverjar ættu ekki sök á þessu stríði, heldur væri það af- leiðing Versalasamning^nna. Þeirri röksemd, að Hitler hefði gengið á orð sín, er hann lagði undir sig Tjekkóslóvajdu, svaraði Hertzog aðeins með því að segja: „Látum hina dauðu grafa hina dauðu‘‘, I Hqfðáborg er litið sýþ, á, 'eftir atkúæðagreiðsluna • í :þing- Miu, að engim 'líMbdinsjíu tiLað ‘"ðlri Ailnuuiir., ve#»ði geT.ðáf.jtil þess að fá Suður-Afríku til að draga sig út úr stríðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.