Morgunblaðið - 28.01.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1940, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. janúar 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 Útför Einars Benediktssonar I Fulltrúi Islands I í London að Þingvöllum Við gröf Einars Benediktssonar í Þingvallatúni. Síra Hálfdan Helgason kastar rekunum. Til vinstri við síra Hálfdan sjest Gústav Jónasson skrifstofustjóri, þá Sigvrg-eir biskup (í svartri yfirhöfn), þá Már Benediktsson, þá Sigvrður Kristjánsson alþm., þá Eggert Claessen, þá frú Hlín Johnson. Lengst til hægri Alexander Jóhannes- son háskólarektor. ÞINGVELLIR tjölduðu ekki sínu tignarlegasta skrauti í gær, er Einar Benediktsson var bor- inn þar til moldar. Fjallahringurinn fagri var hulinn grárri þoku. Öxará, sem í augum ferðamanna á sumrin er hið blátæra hreina bergvatn, fór nú hamförum og veltist áfram straumþung, kolmórauð með jakaburði, svo allir hólmar voru á kafi. Þing- vallavatn var úfið og lækir, sem á sumrum renna ljettilega stall af stalli, beljuðu nú fram í farvegum sínum. Þannig var umhverfið á Þing- völlum er Einar Benediktsson skáld var þar jarðsettur. Aðeins 30 manns stóðu yfir moldum hans og hneigðu þar höfuð sín í lotningu fyrir hinum látna skáldjöfur. TIL ÞINGVALLA Klukkan rúmlega 8 í gær- morgun hljómuðu dómkirkju- klukkurnar hjer í Reykjavík, er lík Einars var borið úr kirkju. Kista hans var flutt á vörubíl til Þingvalla og í bílnum voru 8 grafarmenn. Vegna þess hve vegurinn austur var slæmur eft- ir rigningarnar undanfarin dæg ur, þótti ekki tiltækilegt að flytja kistuna í líkbílnum. Á eftir þessum bíl fór stór bíll og voru í honum nánustu ættingj- ar hins látna og fulltrúar ríkis. stjórnarinnar. Auk þess fóru austur tveir aðrir minni bílar. Lagt var af stað úr bænum klukkan 9 árdegis. En færðin j var svo slæm að víða lágu bíl-; arnir í, og til Þingvalla var ekki komið fyr en klukkan tæplega 12. SLÆMUR VEGUR Jónas bóndi í Stardal hafði deginum áður farið eftir Þing- vallaveginum og borið ofan í verstu torfærurnar, en svo mik- ið hafði rignt um nóttina og morguninn, að vegurinn mátti heita 6fær bílum, þó hann væri farinn. Nýi vegurinn upp Mos. fellsdalinn var sæmilegur og frekar greiðfær, en er kom austur fyrir vegamót, þar sem gamli og nýi vegurinn mætast, mátti segja, að vegurinn væri ekki annað en forað og leðja. Þegar bíllinn með kistu Ein^ ars Benediktssonar fór yfir brúna á öxará, var byrjað að hringja klukkum í Þingvalla- kirkju. Búið var að taka gröf í hinum afgirta hringmyndaða grafreit, sem er á hólnum spölkorn fyrir austan Þingvallakirkju. Gröfin var skreytt að innan með furu- greinum úr skógarreitnum á Þingvöllum. Auk kransa sem bárust við minningarathöfnina, barst við útförina krans frá Eggert Claessen hrm. GREFTRUNIN Bílarnir staðnæmdust á hlað- inu hjá Þingvallabænum og þar var kistan tekin af vagninum. Kistan var nú sveipuð hinum bláa og hvíta silkifána. Átta grafarmenn báru hana að gröf- inni, en fimm manna söng- flokkur söng sálminn „Hjer sein ast lýðir safnast" á meðan verið var að bera kistuna að gröfinni I líkfylgdinni voru: Stefán Már Benediktsson, sonur skálds. ins, ólafur Haukur Ólafsson, bróðursonur skáldsins, frú Hlíf Johnson og sonur hennar, dóttir og tengdasonur, Eggert Claesen hrm., biskupinn herra Sigurgeir Sigurðsson, fulltrúi ríkisstjórn- arinnar, Gústav A. Jónasson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu, dr. Alexander Jóhann- esson, rektor Háskóla íslands, fulltrúi Þingvallanefndar, Sig- urður Kristjánsson alþm., síra Ólafur Magnússon í Arnarbæli, síra Gísli Skúlason, prófastur, síra Halfdan Helgason, Mosfelli og nokkrir aðrir, alls um 30 manns. VÍGSLA GRAF- REITSINS. Síra Gísli Skúlason, prófast- ur á Eyrarbakka vígðj grafreit- Frá ferðalagi „Bahia Blanca“ frá Brasiiíu Frásögn dr. Erwin Krzywicki MEÐAL skipbrotsmanna af „Bahia Blanca“ er þýskur vísindamaður, dr. Erwin Krzywicki, er verið hefir nokkur ár í Brasilíu. Hann er dr. í kemi og námufræði og var erindi hans þangað suður að rannsaka járnnámur fyrir þýskt iðnaðarfjelag. Morgunblaðið hefir haft tal af hr. Krzywicki, og spurt hann uni eitt og annað viðvíkjandi Brasilíu. — Þar er fjölbreytni mikil, segir hann, bæði að því er snertir náttúru landsins, menning og þjóðhagi. Höfuðborgin Rio de Janeiro er nýtískuborg í alla staði, þar sem tækni Evrópu- og Ameríkumanna hefir rutt sjer til rúms. FRAMH. Á SJÖTTU SÍBU. Hafnarljöröur: Stjórnarkosning i „Hlif“ i dag Aðalfundur verkamannafjelags- ins Hlífar í Hafnarfirði yerð- ur haldinn í dag; hefst hann kl. 2 í Góðtemplarahúsinu. Merkasta málið á fundinum er stjórnarkosningin. Þar verður ekki viðhöfð listakosning, heldur verð- ur kosið um hvert sæti fyrir sig í stjórn fjelagsins. Verkamenn, sem fylgja að mál- um þrem stjórnmálaflokkum, hafa menn í kjöri við stjórnarkosning- una. Af hálfu Sjálfstæðisverka- manna verða þessir í kjöri: Hermann Guðmundsson formað- ur, Isleifur Guðmundsson varafor- maður, Ingvar Jónsson gjaldkeri, Sigurður T. Sigurðsson ritari Sumarliði Andrjesson fjármálarit- ari. í varastjórn verða þessir í kjöri: Arnlaugur Þ. Sigurjónsson, Sig- urbjörn Guðmundsson og Hall- mundur Eyjólfsson. Allir standa þessir menn fram- arlega í fylkingu í baráttumálum hafnfirskra verkamanna og mundu málefnum Hlífar vel borgið í þeirra höndum. Föðurlandssvikari, einn og yíirgefinn Frá frjettaritara, vorum. Khöfn t gser. C* inska útvarpið skýrir frá því í dag, að forsætisráð- herra rússnesku leppstjómar- innar í Terijoki, Kuusinen, hafi alla fjölskyldu sína á móti sjer. Kona hans og dóttir starfa með finsku Lottunum og tveir synir hans berjast með finsku hersveitunum gegn Rússum. En í afskektustu hjeruðum hins víðáttumikla lands lifa menn fjarri áhrifum Evrópumenningar. Sumstaðar sjest þar vart nokkur hvítur maður. Alt er þar með svipuðu sniði og fyrir öldum síð- an. En innan takmarka Brasilíu fyrirhittast öll menningarstig milli þessara tveggja andstæðna, hins elsta og hins yngsta. í Brasilíu ægir saman margs- konar þjóðum. Ber menning og atvinnulíf landsins þess merki. Til skamms tíma var mestur hluti af öllum meiriháttar fyrirtækjum þar í landi í höndum útlendinga. T. d. í höfuðborgihni. Þar var það svo til skamms tíma, að iitlend- ingar áttu rafstöðvarnar, sem framleiddu rafmagn borgarbúa, strætisvagnarnir og annað, er þeir þurftu til daglegra nota, var í er- lendum höndum. Og eins var með ýmsar námur. I hjeraðinu Minas Gerais og víð- ar í Brasilíu eru auðugar járnnám- ur. Voru þær mikið starfræktar á öfriðarárunum 1914—18. Hið svo- lenda Minas-hálendi er 7—900 metra yfil* sjávarmál. En upp af hásljettu þessari rísa allmiklir fjallgarðar. Þarna er ákaflega mikið af járni, mestmegnis innan um kvarts-lög. Er járnblendingur á yfirborði jarðar á stórum flák- um og er jörðin rauð af rauða. Eru þarna miljarðar tonna af járnmálmi, sem inniheldur 66— 68% af hreinu járni. En járn- vinsla er þarna ekki sjerlega arð- vænleg vegna þess hve hjerað þetta er afskekt. Það eru um 500 km. þaðan til strandar. Innan um eru smámolar í yfirborðinu af hreinu járni, sem menn safna sam- an í bílum og flytja til járnbraut- arstöðvanna og hafa ofan af fyrir sjer á þann hátt. Gullnám er mikið í Brasilíu, bæði úr bergnámum og eins er þar gullþvottur víða við árnar. Reka Englendingar þar mikla gull- námu, þar sem þeir hafa um 10.000 verkamenn. En verkafólk er þarna óstöðugt í rásinni og erfitt Pjetur Benediktsson. Ríkisstjórnin mun hafa í hyggju, að því er blaðið hefir frjett, að ráða Pjetur Bene- diktsson sem fulltrúa íslands í London. Hann hefir í 10 ár verið í þjónustu utanríkisráðuneytisiiMi danska. Hann hefir áunnið sjer mikið traust og álit í starfinu. Sem starfsmaður íslensku stjórn arinnar verður hann framvegis í fulltrúastöðu við sendisveit Dana í London. Verður staða hans hlið- stæð við stöðu Vilhjálms Pinsenus í Osló. Hlákan eyk- ur hitaveitu- vinnuna Byrjað verður í Vesturbænum FRAJDL Á SJÖTTU SfiDU Lundgaard verkfræðingur við Hitaveituna skýrði blaðinu svo frá í gær: Meðan frostin voru urðum við að draga úr vinnunni við skurð- gröftinn í götunum. Við höfðum ekki nema 70—100 manns í vinnu um tíma. En nú breytist þetta. Því nú er ldakinn að mestu leyti úr götunum aftur, svo við getum haldið vinnunni áfram með svip- uðum mannafla og áður var. Jeg hefi heyrt því fleygt, að menn hafi álitið að verkamönnum hafi verið fækkað um daginh vegna þess að komin væri einhver stöðv- un eða erfiðleikar á að fá píp- urnar. En ekkert slíkt hefir komið til sögunnar ennþá. Nú, þegar verkamönnum verður fjölgað við skurðgröftinn, verðnr byrjað á að grafa í götur Vest- urbæjarins. Eru annars nokkrar nýjungar viðvíkjandi verkinu? Það var víst ekki komið til er jeg talaði við blaðið síðast, að við höfum fest kaup á tveim járn- geymum í Luxemburg til að hafa á Öskjuhlíðinni. Sá þriðji verð- ur gerður úr steinsteypu. .Hver geymir á að taka 1000 tenmetra af hitavatninu. Útvarpsvísu þessa sendi „hlus*- andi“ blaðinu í gærkvöldi: Lítið var um andans auð 1 úi- varpinu. Engan Shakespeare jeg þar fan eða nokkurn listamann. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.