Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 8
MORGHNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. júní 1938L Kenslukonur hafa ekki alment orð á sjer fyrir að vera fagrar eða aðlaðandi. En undantekningar eru frá þeirri reglu, ef sagan er sönn um erkihertoga Albreeht af Habsburg. Hann hefir nýlega til- kynt, að hann ætlaði innan skams að ganga að eiga 24 ára gamla kenslukonu, er hann hitti uppi í sveit. Skugga bar síðan á það tilhuga- líf. Einkaritari hertogans rjeði sjer bana. í brjefi, sem hann ljet eftir sig, sagði hann að hann hefði sjálfur ætlað sjer að biðja kenslukonunnar. En úr því svona fór gat hann ekki hugsað sjer að lifa lengur. ★ Maurice Chevalier hefir sjer- kennilega safnara-ástríðu. Hann safnar yfirhöfnum. Hann á mikið safn. ★ Nútímatæknin ljettir mörgum leiðinleg störf. Nú eru þeir í Ame- ríku búnir að finna aðferð til þess að stoppa göt á sokkum á1 fáum sekúndum. En það verða að vera silkisokkar. Áhaldið er líkt og greiða. En tennur greiðunnar eru holar að ínnan. Og innan í greið'unni er fljótandi gerfisilki. Sokkagöt eru stoppuð á þann hátt, að þrýst er á greiðuna, svo silkivökvinn renni út um tennurn- ar. Er síðan farið með greiðuna yfir götin og storknar þráðurinn um leið og hann smýgur út úr tönnunum og gatið er stoppað á svipstundu. ★ I apóteki einu í Suður-Ameríku kom það óhapp fyrir að lyf var blandað rangt og sjúklingurinn, sem tók inn lyfíð, dó vegna þess. — Heyrið þjer mig, sagði apó- tekarinn við lyfjasveininn. Þetta var ansi leiðinlegt — og svo bætti hann við í byrstari tón: Hvernig getið þjer búist við að viðskifta- mennirnir komi aftur þegar þann- ig er farið með þá. ★ Iðnaðarmaður einn í Deichsau í Þýskalandi myrti á dögunum konu sína og son sofandi með því að berja þau með hamri í höfuðið. Síðan sagaði hann af sjálfum sjer vinstri hendina og hengdi sig að því loknu. ★ Fyrir dómstólum í London er mál sem vakið hefir mikla eftir- tekt. Ung frú hefir gert „kossa- verkfall“ og neitað að kyssa mann sinn nema á sunnudögum. Þessu reiddist maðurinn svo mjög að hann heimtar nú skilnað frá konu sitlni. ★ MÁLSHÁTTUR: Ánægjan er auðlegð betri. Otto B. Arnar, löggiltur út varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og viS- gerðir á útvarpstækjum og loft- n"«tum. aTCoUflS&ajlW? Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj- andi, einnig saumuð tjöld eft- ir pöntun. — Ársæll Jónasson — Reiða- og Seglagerðaverk- stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími 2731. Geri vi8 saumavjfilar,. skrár og allskonar, heimílisyjelar. H. Bandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. Lítið hús með góðri lóð utan við bæinn, óskast til kaups eða leigu. Tilboð merkt „12“ komi á afgr. Morgunblaðsins fyrir 25. þ. m. Sokkaviðgerðin, Hafnarstrætl 19. gerir við kvensokka, st’opp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum. Húsmæður. Athugið, Fisk- búðin, Barónsstíg 59, hefir á- valt nýjasta og besta fiskinn. Sími 2307. Kaupi famlan kopar. Vald. Poulaen, Klapparstíg 29. DRENGJAFÖTIN úr Fata- búðinni. V'jeíereimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Hefi ávalt fyrirliggj andi dökka frakka. Guðm. Guð- mundsson dömuklæðskeri, Aust- urstræti 12. ÞAÐ BESTA SEM ÞEKKIST eru ódýru brauðin frá okkur. Hver hefir efni á að versla annarstaðar? Rúgbrauð kosta aðeins 50 au. Normalbrauð — — 50 au. Franskbrauð — — 40 au. do. !/2 — — 20 au. Súrbrauð 1/1 — — 30 au. do. % — — 15 au. Vínarbrauð allar teg. — 10 au. Smjörkökur, st. góðar— 45 au. Kringlur kg. 1.00 Tvíbökur kg. 2.00 Smátt skonrok kg. 1.00 Bakaríkið, Klapparstíg 17. — Sími 3292. Útsölustaðir: Berg, Bergstaðastræti 49, Sími 2091. Venus, Nönnugötu 5, sími 4714. Bára, Garðastræti 14, sími 4329 Hermes, Baldursgötu 39, sími 1036. Mjólkur og brauðabúðin Tjarnargötu 5, sími 3200. Sparið peninga. Kaupið harða- brauð í nestið. Gabbro í legsteina. nýkomið í talsverðu úrvaii. Gabbro er besta íslenska efn- ið í legsteina og jafnast fullkomlega á við útlendan gran- it. — Þeir, sem hafa beðið eftir að þetta efni kæmi til okkar, gjöri svo vel að tala við okkur sem fyrst. Magnús G. Guðnason Steinsmíðaverkstæði, Grettisgötu 29. Sími 4254. 'ZHC&ynnbtufav Er flutt á Grettisgötu 57 A. Sími 4092. Þórarna Thorlacius. Friggbónið fína, er bæjarina bfesta bón. Kaupmenn og kaupfjelög. Jeg undirritaður útvega og sel ódýrt bestu tegund Svartahafs-hveitis, Hafragrjón, Þurkuð Bláber, Lauk, tjekkneskan kristallssykur (melis og strausykur), rauð- an og svartan Kandis 0. m. fl. Talið við mig og athugið, hvað jeg hefi að bjóða, áð- ur en þjer festið kaup annarsstaðar. Jón Heiðberg Laufásveg 2A. Sími 3585. Kaapmenn. Kanpfjelög & a Slysavamafjelagið, skrifstofa Hafnarhúainu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögun- Corona-Haframjölið i pökkum er komið aftur. H. Benediktsson & Co. 3 herbergi og eldhús, ásamt stúlknaherbergi í nýtísku húsi óskast 1. okt. Skilvís greiðsla. Tilboð, merkt: „NAVS“ send- ist Morgunblaðinu fyrir 27. júlí. Kaktuspottar, 30 togundir. Barnaleikföng, mörg hundruð tegundir. Nælur. Armbönd. Hálsbönd Töskur, og ýmiskonar smávörur í miklu úrvalL K. Einarsson & Björnsson Lögfræðingsstðrfum ýmsum sinnir G. Sveinbjörnsson. — Er að jafnaði til við- tals daglega kl. 1—3. Á öðrum tímum eftir umtali. Ásvalla- götu 1, miðhæð.-Sími 3010. FAITH BALDWIN; EINKARITARINN. 66. hyggja á, ekkert, sem ekki er fullkomlega eðlilegt og saklaust. En þegar þetta alt er fljettað saman — getið þjer ekki sjeð það? Jim benti mjer á þetta og jeg hefi verið að velta því fyrir mjer. Ef þeir kæmust að því, að við hefðum bæði verið fjarverandi frá skrif- stofunni um tíma — þjer voruð í 'Washington, jeg í Chieago — gæti það orðið laglegt-“ „Þetta er fjarstæða“, sagði Fellowes ákafur. „Ekkert væri auðveldara en sanna, hvar við vorum. Jeg hefi ótal vitni og reikning frá gistihúsinu, þar sem jeg dvaldi, og þjer hafið Lawson!“ „Sannanir! Þær hafa enga þýðingu“, sagði Anna þreytulega. „Jeg hefi lítilsháttar kynni af dagblöð- unum. Þeir setja fram ágiskun, gefa í skyn sitt af hverju, en gæta sín að halda sjer innan takmarka laganna. Við gætum komið með sannanir í það óend- anlega. Þeir myndu taka við leiðrjettingu frá okkur og koma með afsakanir, en það yrði ávalt til fólk, sem er reiðubúið til þess að halda, að blöðin hafi verið neydd til þess. Það er ávalt til fólk, sem vill trúa því versta. Fyrir slíkt fólk hafa sannanir enga þýðingu. Og ef þetta kemnr nokkurntíma fram opinberlega, munu níu tíundu af því fólki, sem þjer þekkið, og þekkið ekki, halda, að Mrs. Fellowes skilji við yður mín vegna“, sagði Anna að lokum í lágum róm. „En þetta er bannsett rugl“, hrópaði Fellowes svo hátt, að Anna leit talandi augum til dyranna. „Bann- sett rugl“, sagði hann aftur lægra. „Konan mín vill skilja vegna þess að okkur fellur ekki“. „Það hjelt jeg líka. En hvaða ástæðu, sem hún kann fram að færa fyrir skilnaði, þá mun ávalt ein- hver vera fús til þess að halda, að annar kvenmaður hafi valdið því, og að hún taki því svona vel“. Fílabeinspappírshnífurinn, sem Fellowes var að handleika, brotnaði alt í einu í tvent. Hann ljet brotin á borðið, setti þau nákvæmlega saman og fleygði þeim síðan í hrjefakörfuna. „Heyrið þjer“, sagði hann rólega. „Yið höfum verið mestu mátar, og enginn, ekki einu sinni konan mín, fyrverandi kona mín, þekkir mig eins vel og þjer. Þjer þekkið mig frá hliðum, sem eru eins og lokuð bók fyrir nánustu vinum mínum. Jeg hefi ekki farið í neina la'unkofa fyrir yðnr. Jeg hefi tekið það fyrir sjálf- sagðan hlut, að þjer vissuð alt um mig, alveg eins og jeg tók starf yðar, dugnað og hollustu eins og sjálf- sagðan hlut. Nú minnist jeg als þessa og tek það ekki lengur eins og sjálfsagðan hlut. Jeg vildi óska, að jeg hefði sagt yður að Linda væri farin. En um eitt leyti 1 jet jeg stolt mitt ráða. Jeg liafði staðið mig hneyksl- anlega illa sem eiginmaður og var særður yfir. Linda var óhamingjusöm í sambúðinni við mig. Jeg var ekki það fyrir hana, sem hún þarfnaðist —- góður fjelagi og — ástvinur. Við höfðum fjarlægst Jivort annað, og það var of seint að snúa við — þó að jeg hefði verið fús til þess að byrja upp á nýjan leik; en það var jeg ekki. Linda var hreinskilin við mig. Hún bað mig um skilnað, hún vissi, að við gátum bæði hvort án annars verið“. „Jeg vildi óska“, sagði hann aftur, „að jeg hefði sagt yður þetta. Ef til vill hefðum við átt að geta sjeð þetta fyrir. Og þó — hvernig átti það að vera? Eitt langar mig td þess að segja yð'ur ; og það er, að jeg er fús til þess að umbera hvað sem vera skal vegna þessa, nema eitt. Jeg umber ekki að missa yður, Anna. Þjer eruð orðin ómissandi fyrir mig“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.