Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIí-' Sunnudagur 19. júní 1938. - .... jPUrfgtœMafóð ---------------------------- Útgref.: H.f. Arvakur. Keykjavlk. Rltstjörar: Jön Kjartanaaon oe ValtjT StafAnaaon (AbyrsOaraaatlnr). Auglýslngrar: Árnl Öla. Rltstjörn, auKlÝalnBar o( afsralbala: ▲uataratraatl I. >— Slaal 1100. ÁakrlftarsJald: kr. 1,00 4 nannbl. X lausasOXu: X6 aura wiutaklO — If anra aaaO Laabðk. SIUDENIARNIR Rigningin í Reykjavík er oft þrálát. Svo langvinn ,-getur hún verið, að menn vildu hjartansfegnir geta hætt að taka eftir henni. Frá morgni til . kvölds. Rigning. Á fimtudaginn var heyrðist ; glaðvær söngur inn í husin í miðbænum utan af götunni. Menn þyrptust út að gluggun- ■ um til að heyra hvaðan þetta kæmi, hverjir það væru, sem gætu svona boðið rigningunni og drunganum byrginn. Eftir .götunni gengu ungir piltar og skólasystur þeirra með hvítar húfur, og sungu. Það voru hin- ir nýútskrifuðu stúdentar. Þessi fríði hópur gekk eftir . götunni rjett eins og engin rign- ing væri til, engin súld, eng- inn drungi; eins og gatan, bær- inn, lífið alt væri sólskin og ekki annað. Mikið væri það gott, ef þetta unga fólk hjeldi uppteknum hætti, að yfirvinna súldina, 'foreyta andstreymi í sólskin, mæta erfiðleikunum með ljettri lund, eins og sjálfsögðum hlut ---eins og rigningunni í IReykjavík skólauppsagnardag- inn. ★ Áður en hinir 42 stúdentar yfirgáfu Mentaskólann, ávarp- aði Pálmi Hannesson rektor þá með nokkrum kveðjuorðum. Hann spáði þeim því, að aldrei, á síðari tímamótum æfinnar :myndi gleði þeirra skína skær- . ar en eftir unninn sigur við stúdentsprófið. Það kann að vera, að þessi hafi verið reynsla margra manna. Að sigrar þeir, sem þeir síðar unnu í lífinu, hafi eigi veitt þeim eins mikla gleði. Ellegar þeir hafa engir orðið. En þegar litið er á, hve mörg verk eru óunnin með þjóð vorri, hve auðfundin eru mikil og göf- ug hlutverk fyrir unga atorku- menn, þá er það tal í ætt við bölsýni, að hinir upprennandi 'mentamenn vorir geti ekki vænst innilegri, varanlegri gleði í lífinu yfir unnum sigrum, en stúdentagleðin er. Rektorinn jjet hugann hvarfla til sögu þjóðarinnar og benti hinum ungu mönnum á, hve þjóð vor hefði verið þrosk- aðri að þegnskap og mannviti, árið 1000 er skift var hjer um trú, heldur en um siðabótina, er íslendingar bárust á bana- spjótum að nokkru leyti fyrir : áhrif og tilstilli erlendra manna. Hann vitnaði í hið fornkveðna, „Skömm eru of ölP'. Skyldi það ekki hæfa bjartsýnum menta- mönnum að vinna að því, að lægja öfgar og ofsa með þjóð vorri. Baráttan gegn öfgunum, er baráttan fyrir frelsi og • menningu þjóðar vorrar. ★ Á föstudaginn var, var hin- um ungu stúdentum frá menta- skóla Reykjavíkur fagnað á Þingvöllum í hópi hinna eldri og reyndari mentamanna. Þar flutti Ólafur Lárusson prófessor hið fróðlega erindi, sem skýrt var frá hjer í blað- inu í gær, um hina miklu stúd- enta-,,viðkomu“, sem margir telja ískyggilega, háskalega. Þar fjekk þetta unga fólk glögga bendingu um, hve mjög er setinn bekkur lækna og lög-i fræðinga með þjóð vorri. Svo ekki er árennilegt að leggja út á þær lærdómsbrautir, eða und- irbúa sig til annara starfa, þar sem tiltölulega margir eru fyr- ir. ★ En í ávarpi sínu hinu djarf- lega og glæsilega, er Sigurður Nordal flutti af svölum Alþing- ishússins í gær, hvatti hann stúdentana til þess að láta hvergi hugfallast. Stúdentsment un er, sagði hann, eftirsótt og eftirsóknarverð. Færri fá hana en vilja. Enda er hún hinn besti undirbúningur undir hverskon- ’.r störf í lífinu, sem rækt eru með alúð. Sigurður Nordal kom víða við í ræðu sinni, og verður hún ekki rakin hjer. Eitt var það, sem hann mintist á, hið ófýsilega stjórnmálalíf vort, sem stund- um tekur á sig svo ömurlega mynd, sagði hann, að það minn- ir mann á orð Matthíasar Joc- humssonar í hafískvæði hans: ,,Björn og refur snudda tveir á hjarni, gnaga soltnir sömu beina- grind“. ★ Hjer er margt öðruvísi en vera ber, sagði hann, sakir „þekkingarleysis, mentunarleys- is og vitleysis“. Það er hlut- verk ungra, víðsýnna menta- manna að bæta hjer um. Fögnum því bjartsýnum djarf- huga þjóðræknum ungum stúd-> entum. Þeirra hlutverk eru mörg og mikil með þjóð vorri. Umræðuefnið í dag, Eimskipafjelagið. Sumarskemtistaður Sjálfstæðis- manna að Eiði. Fyrsta skemtun sumarsins verður að öllum lík- indum haldin n.k. sunnudag. En þeir, sem vilja njóta náttúrufeg- urðarinnar á Eiði, geta nú þegar fengið veitingar þar í skálanum daglega. Sjálfstæðismenn ættu að muna eftir happdrættinu til ágóða fyrir skemtistaðinn. Netagerðar-verkfallið. Að gefnu tilefni skal þess getið í sambandi við frásögn blaðsins í gær, að nú- verandi starfsfólk á að halda því kaupi, sem það nú hefir, þó ein- hver kynni að eiga að lækka vegna umsaminna Jlægri launa fyrir þá, sem starfað hafa skem- ur en 2 ár. 5 — Key kjavíkur brjef — Berst við sjálft sig. Sennilegasta skýringin á því, hve Alþýðublaðið er orðið gersamlega áhrifalaust upp á síð- kastið, er sú, að blaðið er altaf að berjast við sjálft sig. Það kem- ur þráfaldlega fyrir að það sem blásið er upp með mikilli hareysti á fyrstu síðunni, er lýst tóm mark- leysa þegar á þriðju síðu kemur. Hitt er auðvitað daglegt brauð, að blaðið hefir alt aðra stefnu á þriðjudag en það hafði á mánudag. Kom þetta glegst í ljós meðan stóð á samfylkingarmakkinu við kommúnista. Þá var því haldið fram annan daginn, að kommún- istar væri ofbeldismenn, sem ekkert væri við eigandi. Hinn daginn að kommúnistar væri allra viðfeldn- ustu piltar og svo einstaklega „lýð- ræðissinnaðir“! Þessi barátta við sjálft sig virð- ist vera Alþýðublaðinu ásköpuð og kemur fram jafnt í smáu sem stóru. Núna í vikunni þurfti blað- ið t. d. endilega að fjandskapast út af bræðslusíldarverðinu og var með mesta skæting við Olaf Thors. Honum þætti 4.50 fullgott handa sjómönnum o. s. frv. En á öðrum stað segir svo í Alþbl. þennan sama dag um bræðslusíldarverðið: „Stafar verðlækkun þessi af verðfalli síldarlýsisins, sem í fyrra var 21—22 sterlingspund fvrir tonnið, en er nú 11—12, og ekki miklar líkur á hækkun þess“. — (Alþbl. mánudag 3. júní 1938, 3. síða). Kratar reiðubúnir. Alþýðuflokkurinn telur sig nú snögtum útgengilegri, eftir að Hjeðinn varð undir í Dagsbrún. Telja þeir ósigur kommúnismans sigur sinn, þótt öllum sje vitan- legt að Sjálfstæðiskjósendur í Dagsbrún eru fullur helmingur þeirra sem greiddu atkvæði gegn kommúnistum. Er sýnilegt að Al- þýðuflokkurinn getur ekki eignað sjer nema í hæsta lagi fjórða part- inn af atkvæððamagninu í stærsta verkalýðsfjelagi landsins og telja margir að þetta sje nokkurn veg- inn rjett mynd af fylgi ,Kratanna‘ innan verklýðssamtakanna alment. En það er alveg eins og „Kratarn- ir“ hafi búist við að eiga ennþá minna, að minsta kosti eru þeir býsna hnakkakertir eftir „sigur- inn“. Þeir eru auðvitað prýðilega settir á Alþingi, því þar eiga þeir 7 fulltrúa og það er ekki ótrúlegt að nú eigi að nota tækifærið fit í æsar meðan dýrðin varir. Hvað ætli þeir yrðu margir, ef þing- kosningar færu fram í dag? Eftir Dagsbrúnarkosningarnar hefir sem sagt vaknað ný von í kratabrjóstunum. Það er einhverj-1 um stórum embættum óráðstafað, og þótt Alþýðuflokkurinn eigi nú tæplega meira en 10% af kjós- endum landsins, þá er græðgi broddanna til auðs og metorða í dálítið ríkara hlutfalli. Útvegs- bankanum er ekki ráðstafað. Þar standa, 4—5 kratar og stikla við dyrnar. Svo kvað vera einhver von um útvarpsstjórastöðuna og svona má lengi telja. Auk þess þyrfti Finnur að fá 18. júní sem fyrst þessar 90 þúsundir. Þess vegna vilja kratarnir fara að „draga Skúla út“ og koma St. Jóhanni sem fyrst í staðinn. Mæðiveikin. uðmundur Gíslason læknir, hefir unnið með Níels Dungal prófessor, sem lcunnugt er, að rannsóknum á mæðiveikinni. Hann hefir nxi skrifað ritgerð um rannsóknir þessara. Hann lýsir þar í stuttu máli þeim niðurstöð- um rannsóknanna sem fengnar eru, og dregur af þeim þær álykt- anir, sem eðlilegastar eru. Ritgerð þessi kemur út í Búnaðarritinu, og nær hún því til allra bænda lands- ins. Guðmundur er á þeirri skoðun, enda hefir liann stoð í áreiðanleg- um skýrslum um það efni, að fjeð sje mjög mismunandi næmt fyrir pest þessari. Að hægt sje að gera sjer vonir um, að þegar pestin hefir geysað í fáein ár, þá sje fjárstofninn sem eftir er svo ó- næmur fyrir veikinni, að Um stór- tjón af völdum hennar verði ekki lengur að ræða. Þessa skoðun sína styður hann meðal annars við þá staðreyixd, að í löndum þar sem veikin hafi lengi verið landlæg þar geri hún sára- lítið tjón. Niðurskurður og fjárflutningur. uðmundur Gíslason er því mótfallinn þeim stórtæku og kostnaðarsömu útrýmingarráð- stöfnnum, að skera niður fjeð á hinum sýktu svæðum og fá í stað- inn f je af ósýktum sem kölluð eru. Auk hins mikla kostnaðar sem af þessu leiddi, bendir hann á þann agnúa, að sauðfjárkvillar sjeu nú í hjeruðunum utan mæðiveikis- svæðisins, sem ekki eru á mæði- veikissvæðinu. Og því muni þessir kvillar breiðast út með fjárflutn- ingunum. Tekur hann sem dæmi fjársjúk- dóma er Ásgeir Einarsson dýra- læknir hefir orðið var við í Þing- eyjar- og Múlasýslum og ekki eru annarsstaðar á landinu. Eins hefir nýlega orðið vart við sjúkdóm í fje austur í Breiðdal, sem ekki þekkist annarsstaðar. Þá segir Guðmundur í ritgerð sinni: „Ef tækilegt reyndist að láta mæðiveikina hreinsa úr fjenu mót- stöðu minsta hluta þess, væri frek- ar ástæða til þess að álíta, að sá stofn sem yxi upp af því yrði mótstöðumeiri gegn lungnakvillum yfirleitt". Fregnir úr ýmsum mæðiveikis- sveitum í vor benda í sömu átt og Guðmundur fer í ritgerð sinni. Að mesti fjárdauðinn af völdum þess- arar pestar sje um garð genginn, og tvonir bænda fari vaxandi um það, að þeir hafi bráðlega fjár- stofn sem er sæmilega ónæmur fyrir mæðiveikinni. Að Laugarvatni. uðbrandur Magnússon for- stjóri Áfengisverslunarinn- ar skýrir frá því í Tímanum, að hann liafi um síðustu helgi farið að Laugarvatni á „gleðimót“ ungra Framsóknarmanna. Birtir hann hugleiðingar sínar út af þeim fundi. Þær eru eftirtektaverðar fyrir það eitt, að menn geta tekið þær sem prófstein á hugrenningar Framsóknarmanna, þenna upp- þembings-einfeldningshátt, sem rík ir í þeim herbúðum. Hann öfundar unga fólkið í Framsóknarflokknum af því, hve yndislegt það sje að taka við eftir það sem jafnaldrar hans hafa af- kastað fyrir flokkinn og sveit- irnar. Lærifaðir og flokksforiiigi Guð- brandar Magnússonar, Jónas Jóns- son, hefir ekki alls fyrir löngu lýst því yfir í bæjarstjórn Reykja- víkur, að fjöldi sveitabænda kysu heldur fátækraframfæri í höfuð- staðnum en sjálfstæðan búrekstur í sveit. Guðbrandur hrósar þeim sigri Framsóknarflokksins, sem þannig lýsir sjer. Hin „spennandi“ frelsisbarátta. orstjórinn kemst m. a. þannig að orði er hann ber nútíð og fortíð saman: „Hin fjárhagslega frelsisbarátta er álíka spennandi og hin stjórn- arfarslega áður“. Þarna ratast manninum satt á munn. En er þetta gleðiefnif Hverjir skyldu gleðjast yfir þessu, nema hann, og svo föðurlandssvik- ararnir sem Stalin kostar hjer. Áður áttum við Jslendingar undir erlenda þjóð að sækja um stjórnfrelsi vort. Sú barátta var „spennandi“, vegna þess að valdið var þeirra megin. Nú finst forstjóranum fjármál landsins vera svo illa komin, að sambærilegt sje, erlendir merai hafi ráð okkar í liendi sjer. Hjer skal ekki að því fundið þó for- kólfar Framsóknarflokksins beygi sig þannig fyrir staðreyndum og segi sem er, að við sjeum að glata nýfengnu sjálfstæði voru fyrir fjármálaóstjórn undanfarinna 16 ára. En það eru undarlega gerðir menn, sem reka upp gleðióp, um leið og þeir viðurkenna þessar staðreyndir. Háskalegur áróður. á talar forstjórinn í gleðilát- um sínum um hinn háska- lega áróður erlendra einræðiskenn- inga, en á þar við kommúnistana, sem starfa hjer undir yfirstjórn frá Moskva. Ef Guð hefði gefið Guðbrandi Magnússyni og öðrum Tímamönn- •um, sem eru ámóta og hann, sæmi- lega vitglóru, þá myndu þeir aldrei nefna kommúnista á nafn, háska- kenningar þeirra nje landráða- starfsemi. z Því öll þjóðin veit hvaða leið Moskvamenn hafa valið til þess að koma þjóðinni á kaldan klaka, svo hún geti orðið máttlaus gegn hinum blóðuga austræna bylting- arvoða. Hjá miðstjórn kommúnista í Moskva, sem hefir yfirstjórn hins kommúnstiska áróðurs um allan heim, er íslenskur kommúnisti starfandi, til þess að gefa hinum reyndu byltingasinnuðu áróðurs- mönnum einræðisstjórnarinnar FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.