Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ Summdagur 19. júní 1938L Bjóðið gestum yðar og drekkið sjálf: APPELSÍN 0| GRAPE-FRUIT frá oss, sem búið er til úr nýum ávaxtasafa. Bragðgott, hressandl H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Sími 1390. Auglýsing um takmörkun umferðar Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar á fundi * hinn 19. fyrra mánaðar og með tilvísun til 41. gr. lögreglusamþyktar Reykjavíkur, er akst- ur bifreiða bannaður um Hafnarstræti í vest- urátt. Lögreglustjórinn í Reykjavík 18. júní 1938. Jónatan HaUvarðsson settur. Atvinna. Reglusamur piltur eða stúlka getur fengið atvinnu við frjettastörf og kvöldgæslu í Ríkisútvarpinu. Æskileg kunnátta: tungumál, sjerstaklega góð þekking á íslenskri tungu og vjelritun. Umsóknir, þar sem tilgreindur sje aldur, mentun, fyrri atvinna ef nokkur hefir verið, og meðmæli ef ein- hver eru, sendist skrifstofu Ríkisútvarpsins fyrir 23. þ. m. Skrifstofa Ríkisútvarpsins, 18. júní 1938. Jónas Þorhergsson, útvarpsstjóri. Agæt afkoma hjá Eim r skipaf jelagi Islands Tekjuafgangur 405 þús. kr„ afskriftir 591 þús. kr. ÍJr skýrslu fjelagsstjórnar Næsfa hraðferð Akranes fil Akureyr- ar er á mánudag. Bifreiðastöð Steindórs. Hraðferðir til Akureyrar alla daga nema mánudaga. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bifreiðasfðð Akureyrar. Rúðugler, höfum við fyrirliggjandi, útvegum það einnig frá Belgíu eða Þýskatendi. Eggert Krislfánsson & Co. Sími 1400. /\fkoma og hagur Eim- ** skipafjelags íslands batnaði stórum árið sem leið og er það áreiðanlega gleðiefni allra landsmanna. Það er ánægjulegt til þess að vita, að þjóðin er altaf að þjappa sjer fastar saman utan um Eimskipafjelagið, enda á markmiðið að vera: Allir flutningar til og frá landinu með íslenskum skip- um! A aðalfundi Eimskipafjelagsins í gær var íitbýtt ýtarlegri, prent- aðri skýrslu unx hag fjelagsins og framkvæmdir árið sem leið og birtast hjer á eftir kaflar úr þeirri skýrslu. Rekstursafkoman. Afkoma fjelagsins síðastl. ár hefir orðið talsvert betri en undanfarin ár. Eftir að búið er að færa til útgjalda á reksturs- reikningi fjelagsins krónur 591.729,20 til frádráttar í bók- uðu eignarverði á fasteignum og skipum fjelagsins, hefir tekjuafgangur orðið krónur 405.430.57. Árið 1936 var tekju afgangur áður en afskriftir voru færðar til útgjalda, kr. 561.699.92, þannig að afkoma fjelagsins fyrir árið 1937 hefir orðið betri sem nemur krónum 435.459.85. Tekjur fjelagsins h.afa hækk- að um rúmar 760 þús. kr. á ár inu, en þaraf eru samanlagðar tekjur skipanna tæpar 739 þús. krónur. Þessi mikla tekjuaukning stafar að sjálfsögðu aðallega af mikið auknum vöruflutningum með skipum fjelagsins, en vöru- magn það, sem þau hafa flutt undanfarin tvö ár, er sem hjer segir: Árið 1937 . . 102.711 smálestir Árið 1936 . . 91.402 smálestir Aukning . . 11.309 smálestir Hinsvegar er vert að geta þess, að farmgj,aldataxtar fje- lagsins hafa haldist að mestu leyti óbreyttir, þrátt fyrir mikla hækkun á þessu sviði víðast hvar um heim, og fargjöid hafa haldist .alveg óbreytt Farþegaflutningar voru einn- ig með mesta móti á síðastliðnu ári. Voru alls fluttir 3078 far- þegar milli landa á árinu, en árið 1936 voru fluttir 2699 far- þegar milli landa. Hafa skipin þannig flutt 379 farþegum fleira milli landa árið 1937 en árið áður. Samanlögð útgjöld fjelagsins — að frátöldum fyrningarupp- hæðum — hafa hækkað um rúmar 325 þúsund krónur. — Vegur hjer mest að útgjöld skipanna hafa hækkað um rúm- ar 350 þús. kr. á árinu, og stendur þessi útgjaldahækkun að sjálfsögðu að miklu leyti í sambandi við hina mikið auknu flutninga á árinu. Ennfremur má geta þess, að verð á ýmsum nauðsynjum til skipa hefir hækkað talsvert, og má þar sjerstaklega nefna kol. Siglingar skipanna. Ferðafjöldinn. er mjög svipaður ár frá ári, þó hefir millilandaferð- um fjölgað um tvær á síðastliðnu ári. — Það er talsverður hagnað- ur fyrir fjelagið að skipin geti farið sem flestar millilandaferðir, þar eð beinn reksturskostnað’ar er mjög svipaður hvort sem er, en hagnaðarvon meiri þegar hægt er að fara fleiri ferðir. Millilandasiglingar hafa aukist um 8.145 sjómílur, og stafar það aðallega af því að skipin hafa farið tveimur ferðum fleira á ár- inu heldur en árið 1936. Innanlandssiglingar hafa aukist um 440 sjómítur. Viðkomum á innlendum höfnum hefir fækkað nokkuð, eða alls um 16. Mismunur á viðkomum á livern landsfjórðung, borið saman við árið 1936, er sem hjer segir: Á Vesturlandi hefir viðkomum fækkað um 15, á Norðurlandi um 3 og á Austurlandi um 12. Hins- vegar hefir viðkomum á Suður- landi fjölgað um 14. Samkvæmt áætl'un fjelagsins fyrir árið 1937 var gert ráð fyrir alls 666 viðkomum innanlands, en þær hafa raunverulega orðið 977. Hafa skipin þannig komið við á 311 fleiri liöfnum innanlands á ár- inu, en gert var ráð fyrir á áætl- uninni. Eigendaskifti hlutabrjefa. Eigendaskifti hlutabrjefa frá aðalfundi 1937 til þessa dags hafa orðið sem hjer segir: Tala hluta- brjefa, sem eigendaskifti hafa orð- ið að: 160 fyrir kr 21.675. Fram- seljend'ur hafa verið alls 72, en viðtakendur 48. Hvort hjer er um að ræða sölu á hlutabrjefum eða arftöku, er ekki hægt að segja með neinni vissu, en þó mun aðallega vera um sölu að ræða. laun og biðiauii til nokkurra af starfsmönnum fjelagsins. Efnahagur fjelagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi fjelagsins námu eingir þess um síðustu áramót kr. 3.795.834.71, með því eignaverði, sem þá var bókfært, en skuldir að meðtöldu hlutafje kr. 2.926.952.05. Nem'ur það því kr. 868.882.67, sem talið er að fjelagið eigi eignir umfram skuldir. Árið 1936 voru eignir um* fram skuldir kr. 582.325.34, þann- ig að eignaaukning á ármu 1937 hefir numið kr. 286.557.33. Þetta t kemur þannig fram: Eignir hafa hækkað hm ................kr. 153.492.30 Skuldir hafa lækk- að um..............— 133.065.03 Eftirlaunasjóður. Hann nam um síðustu áramót kr. 640.263.13, og hefir þannig aukist á árinu sem nemur kr. 56.803.72. Vaxtatekjur sjóðsins námu kr. 37.855.72, en kr. 30.000.00 voru lagðar í hann af tekjuaf- gangi ársins 1936. — Verði tillög- ur stjórnarinnar þar að lútandi samþyktar á þessum aðalfundi, bætast 60 þús. krónur í sjóðinn á þessu ári auk vaxta. — Útborg- anir úr sjóðnum hafa verið kr. 11.052.00 á árinu, og eru það eftir- Eignaaukning kr. 286.557.33 Af ofangreindu má sjá, að eigna aukning hefir orðið allveruleg, þrátt fyrir það að afskrifað hafi verið af skipum og fasteignum fjelagsins, sem nema tæpum 592 þús. kr. síðastliðið ár. Hollenska lánið. Á efnabagsreikningi fjelagsins fyrir síðastliðið ár eru færðar skuldamegin eftirstöðvar af láni við Nederlandsche Sheeps-Hypo- theekbank,Eotterdam, 15.000 gyll- ini. Þessar eftirstöðvar af láninu voru greiddar þann 1. apríl s.l., og er því hollenska lánið þar með úr sögunni. Lán þetta var tekið árið 1927 og var 300.000 gyllini að upphæð. Fyrirhugað mótorskip. í skýrsln fjelagsstjórnarinnar á síðasta aðalfundi var skýrt frá undirhúningsstarfi viðvíkjandi smíði á farþega- og flutningaskipi handa fjelaginu, sem væri stærra og hraðskreiðara en þau, sem fje- lagið á nú, en undirbúningsstarf þetta hafði verið framkvæmt sam- kv. ályktun aðalfundar í hitteð- fyrra. Var nánar skýrt frá því, að fjelagsstjórnin hefði ákveðið, að láta smíða mótorskip, en ekki gnfu skip. Ennfremur var þess getið, að fjelagsstjórnin hefði talið að hjer væri um tvær leiðir að ræða, aðra þá, að láta smíða skip sem væri hliðstætt hinum bestu skip- uin, sem nú væru í áætlunarferð- um milli fslands og útlanda, en hin leiðin væri sú, að nota þetta tækifæri til þess að stíga verulegt framfaraspor að því er snertir samgöngur milli íslands og út- landa, með því að útvega miklu FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.