Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 2
2 MOJKGUNBLAÐIÐ Sunmidagur 19. júní 1938. Hitler og Mussolini sýnt flotaveidi Roosevelts Osló í gær. „New York Times„ skýrir frá því, að Roosevelt ætli að láta fara fram í sumar stór- feldar flotaæfingar í Atlants- hafi, til þess að sýna einræð- isríkjunum í Evrópu flota- veidi Bandaríkjanna. Eftir því sem frjest hefir, fara flotaæfingarnar fram á svæðinu frá miðbaug jarðar, norður til Newfoundlands og austur undir Evrópu. Herskip þau, sem eiga að taka þátt í þeim, eru 135 talsins, en áhöfn þeirra 58 þús. menn, þar af 3.600 yfir- foringjar. Fijmm hundruð flugvjelar taka Og þátt í æfingunum. NRP—FB. Reumerfs- hjóuin fara heimleiðis 50 miíjónir manna Bændaförin 5. lands- fundur kvenna 5 1andsfundur kvenna verð- • ur settur á morgun í Al- þingishúsinu, að lokinni messu í dómkirkjunni. Mun fundurinn standa yfir eina viku til 10 daga, og verða þessi mál rædd: Skýrslur frá kvenfjelögum, samvinnumál kvenna, mæðra- laun, atvinnumál og atvinnu- nám kvenna, rjettarbætur kvenna, húsbyggingar í sveitum og Ijettir heimilisstarfa, hvíld- arvika húsmæðra og heilbrigð- ismál, húsmæðrafræðsla, heim- ilishjálp í sveitum og kaupj stöðum. Þá verða og á fundinum flutt ir ýmsir fræðandi fyrirlestrar. 1 gærkvöldi var einskonar kynningarkvöld, og sátu þær konur, sem landsfundinn sækja sameiginlega kaffidrykkju 1 leikfimissal Miðbæjarbarna- skólans. 19. JÚNÍ KVEN RJETTINDADAGURINN. í dag verður fundur haldinn í tilefni af 19. júní, og hefst hann kl. 2 e. h. í Alþingishús- inu. Þar talar Þórður Eyjólfs- son, hæstarjettardómari um rjettarstöðu íslensku konunnar, og síðan fara fram umræður um málið. í kvöld kl. 8 verður samsæti í Oddfellowhúsinu og flytja þar ræður þær frk. Laufey Valdimarsdóttir, frk. Inga Lára Lárusdóttir og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir og síðan skemtir Ingibjörg Benediktsdóttir með upplestri. öllum ræðunum verður út- varpað. 50 ára afmæli eiga n.k. þriðju- dag þeir bræðurnir Sigurður Guðnason, Hririgbraut 188 og Bjarni Guðnason trjesmiður, Hall- veigarstíg 9. Poul Reumert og Anna Borg að leikslokum við síðusíu sýningu á Tovaritch í Iðnó. Poul Reumert og Anna Borg f'ara hjeðan heimleiðis með Drotn- ingunni á morgun. Reykvíkingar þakka þeim innilega fyrir komu þeirra hingað, fyrir starf þeirra hjer í þágu íslenskrar leiklistar, fyrir þá innihaldsríku ánægju, sem bæjarbuar hafa haft af list þeirra. Það er eftirminnilegur viðburður fyrir Reykvíkinga, að fá tæki- færi til að kynnast svo . stórfenglegum hæfileikum, sem Poul Reu- mert hefir sem leikari og upplesari. Að geta hvað eft.ir annað feng- ið að sjá mann á leiksviði eins og hann, sem stendur jafnfætis því besta, sem heimurinn á á sviði leiklistar, og er virtur og dáður í stærstu leikhúsum meðal mestu menningarþjóða. List Önnu Borg á ekki síður erindi til landa hennar. Þó ekki væri nema vegna þess, hve vel hún kennir þeim, að íslensk list get- ur átt óendanlega fjársjóði af þeirri birtu og hlýleik, sem er svo mikilsvirði hjer í landi klakans, þar sem svo margt gott og göfugt „verður úti“. Stórstúkuiiing Islands Þing Stórstúku íslands, hið 38. í röðinni, hófst hjer í bænum í gær. Eftir hádegið söfnuðust þing- fulltrúar og aðrir Templarar saman í G.T.-húsinu og var svo gengið þaðan suður í Fríkirkju og hlýtt messu. Síra Sveinn Ög- mundsson í Kálfholti steig í stólinn, en síra Árni Sigurðsson var fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni var Stórstúkuþingið sett í G.T.- húsinu, og síðan var skipað í nefndir. Því næst fór fram stigveiting og tóku 27 stigið, þar af 17 þingfulltrúar. Alls voru þá komnir til þings 72 fulltrúar, en marga vanlaði. Voru t. d. engir fulltrúar frá 24 undirstúkum. Meðal gesta á fundinum voru 2 útlendingar, frk. Gerda Mohr frá Bergen, meðlimur í Stórstúku Noregs, og Hr. Jen- sen frá Svendborg, meðlimur Stórstúku Danmerkur. I gærkvöldi voru ræddar skýrslur embættismanna Stór- stúkunnar. Gert er ráð fyrir að þingið standi til þriðjudagskvölds. I dag verður Unglingareglu- þingið sett og stendur það til kl. 3. En kl. 4 hefst fundur á þingi Stórstúkunnar og verða þá teknar fyrir skýrslur nefnda. Kl. 8í kvöld verður út- breiðslufundur haldinn í Iðnó og má vænta þess, að bæjarbú- ar íjölmenni þar. Hitler „verndar“ Gvðinga Frá frjettaritara vorum. Skýringin, sem gefin hefir verið af hálfu hins opin- bera á handtökum Gyðinga í Berlín, er á þá leið, að margir Gyðingar hafi undanfarið kom- ið til borgarinnar frá Vín og látið all-dólgslega. Með þessu hafi gremja almennings í Ber- lín verið vakin. Lögreglan hafi þesSvegna ekki átt annars kost, en að setja Gyðingana í fangelsi, til þess að vernda þá. „News Chronicle" telur, að sex þúsund manns hafi verið teknir fastir. Skipulögð skemd- arferð. London 18. júní F.Ú. í gærkveldi var farið um eina götu Berlínarborgar og allar verslanir Gyðinga við götuna stórskemdar. Frjettaritari Reuters í Berlín hefir farið um þessa götu. : Frj ettaritarinn segir, að ó- mögulegt hefði verið að valda jafn miklu tjóni og raun varð á, á jafn skömmum tíma og gért 'var, nema að lögreglan tiáfi verið í vitorði með spéllvirkjiin um. Erlendir blaðamenn segja, að þótt áhorfendur skiftu sjer ekk- ert af því sem var að gerast, [hafi mátt sjá, að spellvirkjarn- ir nutu ekki samúðar þeirra. Sauðárkróki, laugardag. Pegar sunnlensku bænd- urnir komu á fætur í gærmorgun, 17. júní, á Blönduósi, eftir þriggja tíma svefn, var það Kaup- fjelag Húnvetnin^a, sem veitti þeim morgunkaffið. Margar ræður voru haldn- ar, og- var stundin hin á- nægjulegasta. Var síðan haldið áleiðis til Skagafjarðar frameftir Langadal. Veður var yndisgott. Margir liún- vetnskir bændur slógust með í förina og fánar voru dregnir við hún á bæjunum og þrílita fjól- an er farin að blómgast meðfram veginum og litar bún þar margar brekkur bláar. Húnvetningar fylgdu alla leið yfir Vatnsskarð í Skagafjörðinn, en þar voru skagfirskir bændur mættir hjá Arnarstapa. Jón Kon- ráðsson í Bæ bauð ferðamennina velkomna. Jón á Akri þakkaði þeim fyrir komuna í Húnavatns- sýslu, en búnaðarmálastjóri þakk- aði hinar ágætu viðtökur hjá Hún- vetningum, sém bókstaflega höfðu leitt Sunnlendingana um alla sýsluna. Jón á Reynistað lýsti hjeraðinu fyrir komumönn- um með stuttri ræðn. Þó ekki væri sólskin sást vel um allan Skagafjörð, bæði land og sjó. Einkum varð mönnum starsýnt á hina þverhníptu ey útlagans. Til Sauðárkróks. Var síðan sest í bílana og voru tveir skagfirskir leiðsögumenn í hverjum bíl til að leysa úr spurn- inguin hinna forvitnu ferða- manna. Svo var haldið að Varma- hlíð. Þar bauð Búnaðarsamband Skagfirðinga upp á mat og kaffi. Var gestum skemt með söng und- ir borðum. Var það ungmenna- kór undir stjórn Jóns Björnsson- ar frá Seilu. Varmahlíð er staðurinn, þar sem Skagfirðingar hafa í hyggju að reisa hjeraðsskóla sinn, því jarðhiti er þar ekki lítill. Eru þegar komnar þar nokkrar bygg- ingar og fyrir utan er verið að prýða eftir föngum. 10 ungmenni voru að gróðursetja skógarfuru uppi í hlíðinni. Þegar enginn gat meiru í sig komið, var ekið útá Sauðárkrók, skoðuð mjólkurvinslustöðin og hafnargerðin. Kaupfjelagið veitti skyr og rjóma, en Karlakór Sauð- árkróks söng nokkur lög á með- an. Var síðan lagt af stað heim til Hóla í Hjaltadal, en bændurn- ir skagfirsku og söngvararnir fylgdu okkur alla leið. Ferðin gengur að óskum og ekkert óhapp hefir viljað til, hvorki með fólk nje bíia. verða heim- i ilislausir ef vatnavext- irnir halda áfram í Kína Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Baker, formaður ai- b j óðah jálparsveitar- innar í Kína, óttast að 50 miljónir manna verði heimilislausir innan mán aðar, ef flóðið heldur á- fram að aukast í Gula- fljótinu. Skeyti frá Shanghai hermir, að vatnsborð fljótsins hafi stigið enn um 4 fet. Stórrigningar halda áfram. Japanar ásaka Kínverja. London í gær F.Ú. I yfirlýsingu sem Japanar hafa gefið út í Peiping er skuld inni skelt á Kínverja og sagt að þeir eigi sök á flóðunum og hafi ekki annan tilgang en að eyðileggja hið kínverska ríki og auka fátækt fólksins. í einni frjett frá Kína segir, að bændur á svæðinu í grend við Shanghai hafi nú gengið í lið með hinum óregiulegu kín- versku hersveitum, og geri þeir aðstöðu Japana á þessu svæði mjög erfiða. Óttast er að vatnið úr Gula- fljóti flæði yfir Yangtse og myndi af því hljótast stór tjón. 17. júní hátíðahöld á Akureyri ■f f“T júní var hátíðlegur hald- * « • inn á Akureyri í besta veðri á knattspyrnuvelli K. R. Karlakórinn „Geysir“ söng nokk- ur lög og K. A. og Valsmenn þreyttu boðhlaup. Valsmenn töpuðu fyrir K. A. í reipdrætti. Stúlkur skemtu með handknatt,- leik. Brynleifur Tobíasson hjelt á- gæta ræðu fyrir minni Jóns Sig- urðssonar og Bernharð Stefáns- son alþingismað'ur talaði fyrir minni íslands. Um kvöldið keptu Vaísmenn og K. A. knattspyrnukappleik og sigraði Valur með 4 mörkum gegn 2. Leikurinn var barður á köflum og eru nokkrir Valsmenn tneiddir. Nanna Egilsdóttir söngkona syngur í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði kl. 5 e. h. í dag. Eimskip. Gullfoss er á leið til Khafnar frá Leith. Goðafoss fór frá Hamborg í gær, áleiðis til Hull. Brúarfoss fór vestur og norð ur í gærkvöldi kl. 8. Dettifoss er í Rvík. Lagarfoss er á leið til Aust- fjarða frá Vestrn, Selfoss er í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.