Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 3
Sumtudagur 19. júní 1938. MORGUNBLAHIÐ S Elsti stúdentinn - og ein a! þeim yngri Elsti stúdentinn á landsmótinu, Indriði Einarsson (87 ára) og ein af þeim yngstu, sonardóttir hans, Drífa Viðar (18 ára). Yngsti stú- dentinn á mótinu var Rósa Gests- dóttir (17 ára). Síðari dagur stúdenta- mótsins Yfir 200 stúdentar tóku þátt í hópgöngunni frá Garði í gær, þrátt fyrir óhagstætt veður. Stúdentahópurinn var fríð fylking á að líta. Fremstir gengu nýju stúdentarnir, um 40 talsins, þá ýmsir heiðursgestir mótsins, svo sem aldursforsetirn Indriði Einarsson, fræðslumála- stjóri, sendiherra Dana og síð- an hinir ýmsu ,,árgangar“ stúd- enta, eldri og yngri. Lúðra- sveit gekk á undan og ljek hinn fjöruga stúdentasöng „Sjung om studentens“ og tók fylking- in undir. Gengið var um Bjarkargötu, Tjarnargötu, Aðalstræti, Aust- urstræti og Pósthússtræti og staðnæmst við Alþingishúsið. Prófessor Sigurður Nordal flutti af svölum Alþingishússins ávarp til stúdenta. — Að loknu ávarpinu ljek lúðrasveitin þjóð- sönginn. Þessum þætti stúdenta- mótsins var útvarpað. Gengu nú stúdentar fylktu liði niður í Nýja Bíó og hófst þar almennur stúdentafundur. Kl. 7 í gærkvöldi hófst skilnað- arhóf stúdenta með sameiginlegu borðhaldi að Hótel Borg. Var þar fjölmenni mikið. Ræður fluttu undir borðum: dr. Alexander Jóhannesson, Hermann Jónasson forsætisráðherra, de Fontenay sendiherra, Ifinrik Ottó- son, Sig. Eggerz, Thor Thors og Ingólfur Gíslason læknir. Sungnir voru stúdentasöngvar undir borðum, ennfr. nýortar stú- dentavísur, eftir Ragnar Jóhann- esson stud. jurt.: „Heilir allir liófi að“ og aðrar eftir Tómas Guðmundsson: „Velkominn bróð- ir á bræðranna fund“. Fór hófið hið besta fram. Að loknu borðhaldi var dans stig- inn fram á morgun. Hluthafar fá 4“ o arð Frá aðalfundi E. I. í gær Landsmót stúdenta sett á Þingvöllum í fyrradag. Aðalfundur Eimskipafjelags íslands var haldinn í gær í Kaupþingssalnum. Afkoma f jelagsins síðastliðið ár var mjög góð, eða yfir 435 þús. krónum betri en árið áður. Tekjuafgangur nam 405 þús. kr. og var þá búið að afskrifa fasteignir og skip um nál. 592 þús. kr. EIMSKIPAFJELAGIB UNDIRBÝR ENDURNÝJ- UN SKIPASTÚLSINS Nœsta stúdentalands- Formaður fjelagsstjórnarinnar, Eggert Claessen hrm., settí fundinn og mintist Ólafs G. Eyjólfssonar, sem ljest s.l. vetur, en mót 1940 hann hafði verið endurskoðandi fjelagsins frá stofnun þess. Fundarmenn mintust hans með því að rísa úr sætum. Alandsmóti stúdenta komu í gær fram tvær til- lögur um veitingu kennaraembætta við Há- skólann. í annari tillögunni var reynt að ganga á snið við sjálfsagðan sjálfsákvörðunarrjett Háskólans. Flutningsmaður þessarar tillögu var Ragnar Jóhannesson stud. jur. Enginn maður fekst til þess að hafa orð fyrir þessari tillögu, og flutningsmaðurinn sjálfur var ekki viðstaddur. í einu hljóði var samþykt önnur tillaga, sem fór í þá átt, að skora á þing og stjórn „að setja nánari á- kvœði um veitingu kenn- araembætta við háskólann, þannig að sjálfsákvörðun- arrjetti hans sje borgið“. Þessa tillögu bar fram meirihluti nefndar, sem skipuð hafði verið daginn áður, en í henni voru: Alexander Jóhann- esson, próf., dr. Björn Þórðar- son (frams.m.), síra Jón Finns- son, Ágúst H. Bjarnason, próf. og Ragnar Jóhannesson stud. jur. (sem lagði fram minni- hlutaálit). Tillagan sem var samþykt, hljóðar svo: Fyrsta landsmót íslenskra stúdenta skorar á þing og stjórn: 1) að setja nánari ákvæði um veitingu kennaraembætta við háskólann, þannig að sjálfsá- kvörðunarrjetti hans sje borgið. 2) að sinna ítrekuðum kröf- um háskólaráðs um sæmileg launakjör og vinnuskilyrði há- skólakennara. (1 tillögu R. J. var skorað á þing og stjórn að setja nánari ákvæði um veitingu kennara- embætta við háskólann „og um rjett hans til þess að velja kennara sína“). Þetta var annað málið, sem tekið var fyrir á almennum stúdentafundi í sambandi við landsmótið í Nýja Bíó í gær. Fundurinn stóð frá kl. 2—5. Á þessum fundi skiluðu nefndirnar sem skipaðar höfðu verið dag- inn áður áliti. Á fundinum voru til að byrja með um 100 manns. Fyrst var tekið fyrir málið „hagsmunamál stúdenta“. Fram sögumaður var Ólafur Lárus- son prófessor, (en hann hcfði flutt ítarlegt erindi um þetta mál á Þingvöllum) og lagði hann fram eftirfarandi tillögu: „Fyrsta landsmót íslenskra stúdenta telur að gagnfræða- og stúdentamentun eigi að vera almenn og standa öllum opin, en að nauðsyn geti borið til að takmarka tölu sjermentaðra manna í einstöku greinum við þarfir þjóðfjelagsins. Landsmótið telur það óhjá- kvæmilegt, að fjölga möguleik- um stúdenta til framhaldsnáms með því að stofna kennaradeild og atvinnu- og viðskiftadeild við Háskóla íslands. Landsmót stúdenta skorar á þing og stjórn að hækka stúdentastyrki til móts við það, sem var á fyrstu árum Háskóla íslands og á bankana að setja fastar reglur, sem fylgt verði um afgreiðslu á gjaldeyri til íslenskra stúdenta erlendis“. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu. Ludvig Guðmunds son vildi fella burtu að stofnuð yrði kennaradeild við háskól- ann. Breytingartillaga hans var feld. Sig. Eggerz og Einar Arnórs- son vildu fella burtu „að tak- mörkuð yrði tala sjerfróðra nanna í einstökum greinum“. Urðu um þetta allsnarpar um- ræður, en brt. S. E. og E. A. var að lokum feld með 33 atkv. gegn 31. Fjelagsmál stúdenta. Þriðja málið, sem rætt var um, var um „fjelagsmál stúd- enta“. Framsögumaður var Lud FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Fundarstjóri var kjörinn Jó- hannes Jóhannesson fyrv. bæj- árfógeti, ritari Tómas Jónsson borgarritari. Atkvæðum hafði verið útbýtt fyrir fundinn þannig: Ríkis- sjóður fyrir 100 þús. kr. hluta- fje, aðrir hluthafar kr. 519.575 hlutafje. En alt hlutafje fje- lagsins er kr. 1.680.750. Voru því á fundinum atkvæði fyrir 36.9% hlutafjárins. Hluthafar eru yfir 14 þús. talsins. Formaður skýrði fi*á því, að Torfi Jóhannsson fulltrúi færi með atkvæði ríkissjóðs og Ásm. P. Jóhannsson atkvæði Vestur- Islendinga. Formaður bauð þá Emil Nielsen framkvæmdastj. og Ásmund P. Jóhannsson vel- komna á fundinn. Þessu næst gaf formaður yf- irlit um hag fjelagsins og framkvæmdir á liðnu starfsári. Studdist hann þar við prentaða skýrslu, sem útbýtt var á fund- inum. Útdráttur úr skýrslunni birtist á öðrum stað í blaðinu. Gjaldkeri fjelagsins, Halldór Kr. Þorsteinsson skýrði reikn- ingana. Sigurjón Jónsson fyrv. bankastjóri mintist á nokkur at- riði í sambandi við reikningana, en þeir voru síðan samþyktir í einu hljóði. Mintist Sigurjón m. a. á nauðsyn þess, að fjelag- ið kæmi sjer upp fleiri sjóðum; nefndi í því sambandi á end- urnýjunarsjóð og arðjöfnunar- sjóð. Fekk þetta góðar undir- tektir. 4% arður. Fjelagsstjórnin lagði til, að hluthöfum verði greiddur 4% arður af hlutafjenu og var það samþ. í einu hljóði. Emil Nielsen framkv.stj. á- varpaði fundinn nokkrum orð- um, þar sem hann fagnaði vel- gengni fjelagsins. Flutti hann fundinum kveðju frá Sveini Björnssyni sendiherra. Loks árnaði hann fjelaginu og þjóð- inni héilla og blessunar í fram- tíðinni. Stjórnarkosning í stjórn voru kosnir Eggert Claessen með 11000 atkv., Ric- hard Thors með 10606 atkv. og Guðm. Ásbjörnsson með 10970 atkv., allir endurkosnir. Ásm. P. Jóhannsson var og endurkosinn í stjórnina af hálfu Vestur-íslendinga með 13330 atkv. Endurskoðandi var kjörinn Guðm. Böðvarsson. Til vara: Sigurjón Jónsson. Stjórn fjelagsins flutti svo- hljóðandi tillögu: „íJafnframt því, sem fundur- inn endurnýjar heimild þá, sém fjelagsstjórninni var veitt á að- alfundi 1936 til þess að láta smíða skip, sem sje stærra óg hraðskreiðara en skip þau, sém fjelagið á nú, og veitir fjelájgs- stjórninni heimild til þess að kaupa slíkt skip, þá heimilast fjelagsstjórninni einnig að kaupa eða láta smíða eitt eða tvö flutningaskip, og selja eitt eða tvö af skipum fjelagsins“. Nokkrar umræður urðu um tillöguna, en hún var síðan sam- þykt með samhljóða atkvæð- um. Þá flutti stjórn fjelagsins tvær tillögur aðrar. Önnuf var um að leita viðurkenninga Tryggingarstofnunar ríkisins á starfsemi eftirlaunasjóðs fje- lagsins. Hin var viðvíkjandi verkfalli stýrimanna og eftir- launarjetti þeirra; var farið fram á að fundurinn samþykti, að allar sakir á hendur stýri- mönnum mættu niður falla. Báðar tillögurnar voru sam- þyktar. Ásmundur P. Jóhannsson flutti fundinum kveðju hltit- hafa í Vesturheimi og sjerstaka kveðju frá Árna Eggertssyni. Engeyjarsundið í dag. Engeyjársundið, sem fórst fyr- ir vegna veðurs 17. júní, fer fram í dag og taka sömu menn þátt í því, en það eru Pjetur Ei- ríksson, 'Haukur Hinarsson og Guðjón Guðlaugsson. Þeir fjelagar munu leggja af stað hjeðan út í eyju kl. 6 e. h. og verða væntanlega komnir upp að Steinbryggju um kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.