Morgunblaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 12. sept. 1935.. Wtr VUnt'Wrf wM' fl*1 PIMM* Káputau, ljós og dökk. Ullar- tau í kjóla og pils. Kápufóður frá 2.15 mtr. Versl. „Dyngja". Crepe de Chine í kjóla og blússur frá 2.75 mtr. Silkiefni í kjóla og blússur á 2.25 mtr. Tölur og hnappar í góðu úrvali. Versl. „Dyngja“. Bamasokkar frá 1.55 og 1.65 parið. Silkisokkar frá 2.90 par- ið. Ekta silkisokkar á 4.65 parið. Versl. „Dyngja“. Astrakan á kápur, svart, brúnt og grátt. Versl. ,Dyngja‘. Hvít efni í fermingarkjóla, margar teg. Versl „Dyngja“. Hvít og mislit Georgette með flöjelisrósum eru enn þá til. — *Versl. „Dyngja“. Fæði og einstakar máltíðir í Café Svanur við Barónsstíg. Góður matur. Sanngjarnt verð. Z&í&ynninqtic Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. Get bætt við 3 stúlkum í kjólasaumanámskeiðið. Hildur Sivertsen, Aðalstræti 18. Sími 2744 og heima 3085. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Vandlátar húsmæður skifta við Nýju Fiskbúðina, Laufás- veg 37. Sími 4052. Ibúð, 3 herbergi, stór, og eld- hús, til leigu í húsi við Mjó- stræti. Upplýsingar hjá A. S. í. Sögur Kiplings á kvikmynd. — Enski rithöfundurinn Rudyard Kipling hefir hingað til neitað að láta gera kvikmynd eftir sög- am sínum. Hann hefir samt skift 2 samliggjandi herbergi til leigu, fyrir einhleypa, í Brekku- götu 16, Hafnarfirði. Sími 9272. um skoðun nýlega! og ekki verður langt að bíða að kvikmyndagest- ir fá að sjá „Kim“ og „Ljósið sem sloknaði“. Stórt steinhús við miðbæinn, í skiftum fyrir grasbýli í land- areign Reykjavíkur eða ná- grenni. A. S. I. vísar á. Ef þjer eruð ákveðnir að kaupa yður hús fyrir haustið, þá leitið upplýsinga hjá Fast- eignasölunni í Austurstræti 17 (gengið inn frá Kolasundi), sem hefir 170 stór og smá hús til sölu, sum með góðu verði og skilmálum, ef samið er strax. Hús og aðrar fasteignir teknar í umboðssölu. Viðtalstími kl. 11—12 f. h. og kl. 5—7 e. m. Skrifstofusími 4304. Heimasxmi 4577. Jósef M. Thorlacius. Góðar vetrarstúlkur vantar á Hótel Björninn í Hafnarfirði. Unglingstelpa óskast til að gæta tveggja barna, 3ja og 4ra ára. Upplýsingar í síma 9145, Hafnarfirði. Óska eftir að fá að kynda miðstöðvar í vesturbænum. Til- boð, merkt „25“, leggist inri á A. S. í. fyrir 15. þ. m. Orgelkensla. Upplýsingar í síma 2907. Ameríkumaðurinn undraðist. — Amerískur verslunarmaður, sem var á ferðalagi í Kaupmannahöfn í sumar, hefir skýrt frá því, að mest hefði hann orðið undrandi á því að hann liefði ekki sjeð einn einasta lögregluþjón á með- an hann dvaldi í bænum. Fífl að gamni sínu. — Milj- ónamæringurinn Harper Joy, sem er einn af þektustu fjármála- mönnum í New York, tók sjer Þr'ggja vikna sumarleyfi nýlega. Fríið notaði hann til að iðka uppáhaldsdægradvöl sína: að koma fram opinberlega sem fífl í cirkus. Til Keflavlkur og Grindavfkur eru ferðir daglega frá BifrelðastðO Sfeindórs. Sími 1580. Vjelstjóraskólinn verður settur 1. október, kl. 10 f. h. í Stýrimannaskóla- húsinu. — Skólinn starfar í þremur deildum: Vjelgæslu-“ deild, vjelstjóradeild og rafmagnsdeild. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra daglega, kl. 13—15. M. B. Jessen. = ^ Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FAIVGINN FRA TOBOLSK. 38. þreif upp byssu sína og skaut yfir öxlina á Simoni, en kúlan hitti aðeins tré. Hann stökk fram og skaut hvað eftir annað, en árangurslaust, sleðinn hvarf fyrir hornið út é þjóðveginn, í áttina til Tobolsk. Rex þreif byssu dátans en kastaði henni frá sjer aftur, bitur á svip. Það var vonlaust að hitta gegnum öll þessi trje. Þeir litu áhyggjufullir hver á annan. Nú voru þeir gersamlega hjálparvana inni í miðjum skógum Síberíu, auðvelt herfang fyrir eltingarmennina, sem brátt myndu rekja spor þeirra. Fyr eða síðar yrðu þeir teknir fastir — kannske myndu þeir líka farast hjer af kulda og vosbúð, úti í þessari gnjóeyðimörk. * / FJÓRTÁNDI KAPÍTULI. Leyndardómurinn við „hið forboðna Iandflæmi“. Það var Rex, sem rauf þögnina. „Ef við erum ekki brjóstumkennanlegir sakleysingjar, sem eltir eru á röndum“, sagði hann í bitrum rómi, „þá veit jeg ekki hver það er; hvað finst ykkur“, og svo rak hann upp skellihlátur svo hjartanlegan, að hertoginn og Simon gátu ekki annað en tekið ux>d- ir. — „Þetta er ekkert hlátursefni,“ de Richleau hristi höfuðið. „Hvað eigum við nú að taka til bragðs?“ „Ganga af stað“, sagði Simon sem var löngum hagsýnn. Og hvað var eiginlega annað fyrir hönd- um? „Já, þú hefir gott af því“, sagði Rex og tók riffil og bakpoka Simonar á bak sjer með annari hendi, en klappaði á öxl hans með hinni. Enginn sá það á glaðlegu andliti hans, að honum var fylli- lega ljóst, að þeir yrðu að taka tillit til þess af þeim, sem verst þyldi gönguna, eða að hann væri hræddur um að hinn fínlegi Simon þyldi ekki lengi erfiðleika slíks ferðalags. Hann bætti aðeins við. „Nú skulum við halda af stað!“ De Richleau fór í hægðum sínum að setja niður í bakpoka sinn. „Já“, jánkaði hann. „Við verðum að fara — fótgangandi — að minsta kosti þangað til við fáum hesta, keypta eða stolna. En hvaða leið?“ „Til Romanovsk. Sú leið er jafn góð og hin. Og jeg játa, að jeg hefði ekkert á móti því, að gera tilraun til þess, að klófesta gimsteinana, áður en jeg held heimleiðis.“ „Eins og þú viltt,“ sagði hertoginn, og sló ösk- una varlega af vindli sínum. „En við höfum ekki enn þá fengið tíma til þess að segja þjer af okkar æfintýrum. Það er alveg sjerstök ástæða fyrir því, að jeg vildi ógjarna að við yrðum handsamaðir.“ „Láttu mig fá bakpokann þinn. Jeg er við öllu búinn,“ sagði Rex um leið og hann hagræddi bak- poka hertogans við hliðina á Simonar poka. „Heyrðu kunningi, þú átt ekki að bera báða pokana. Þú, sem varst ökumaður í alla nótt.“ „Jeg gæti borið flygil, ef mjer sýndist. Jeg segi áreiðanlega til, ef jeg verð þreyttur. En segðu mjer nú, hvað komið hefir fyrir“. „Njósnari frá OGPU elti okkur frá Sverdlovsk. Ef þeir taka okkur fasta, verður okkur máske svarafátt við yfirheyrsluna, eftir að þeir hafa fundið lík hans.“ Rex blístraði. „Þið hafið rutt honum úr vegi? Ef það er þannig, gera þeir sig ekki ánægða með að setja okkur bak við lás og slá í þetta sinn, þeir hengja okkur alla!“ „Við—eh— földum líkið vel“, sagði Simon. „Ef við erum heppnir, finst það ekki fyr en í vor“. Hlið við hlið gengu þeir út á þjóðveginn og stefndu í norður. „Þegar á alt er litið, er hepnin með okkur í dag,“ sagði Rex. „Ef það hefði snjóað í kvöld, hefðum við ekki komist hænufet, án þess að hafa snjóstígvjel. En nú er ágætt að ganga í hörðum og frosnum snjónum.“ Þeir þrömmuðu áfram þegjandi. Engin umferð var þarna, og þögnin var aðeins rofin er snjórinní'. fjell til jarðar af trjágreinunum og droparnir láku af ísströnglúnum, sem voru farnir að bráðna. fyrir geislum sólarinnar. Klukkan var orðin langt gengin tíu, þegar Rex alt í einu nam staðar og þreif í handlegginn á vin— um sínum. „Heyrið þið — hvað er þetta?“ Lág suða heyrðist uppi yfir þeim í vesturátt.- „Flugvjel“, sagði Simon ákafur. Hann hafði varla slept orðinu, er Rex þreif þá báða og dró þá inn . á milli trjánna við veginn. „Já, það er ái’eiðanlega flugvjel“, samsinti hann. „En það heyrist alt öðru vísi í þessari vjel en jeg hefi nokkurn tíma heyrt, og þó þekki jeg ekki fáar tegundir flugvjela“. í skjóli trjánna gáfu þeir flugvjelinni gætur. Þetta var lítil þjöllumýnduð vjel, flaug hún mjög lágt, en hratt. Rjett fyrir ofan höfuð þeirra beygði. hún til norðurs, og var brátt horfin sjónum. „Eltingarleikurinn er þá byrjaður, drengir,“ mælti hertoginn og hló kuldahlátri. „Þessir elt- ingarmenn eru verri en nokkrir blóðhundar.“ „Ekki hefði mig grunað, að við yrðum eltir í flugvjel," samsinti Rex. „Það er óneitanlega slæmt fyrir okkur.“ „Við verður að halda okkur í skóginum, og fylgja veginum, þar sem trje eru,“ sagði Simon. Þeir gengu áfram og fleiri flugvjelar svifu yfir höfðum þeirra. í hvert skifti og flugvjel flaug fram hjá, reyndi Rex alt hvað hann gat til þess að sjá lögun hennar og gerð, því að flestar voru þær gerólíkar þeim flugvjelum, sem hann hafði sjeð. En hertoginn og Simon voru gramir yfir að þurfa að staldra svo oft, og fara svo mikla króka til þess að fela sig í skjóli trjánna. Simon sagði varla orð. Hann vár ekki vanur mikilli hreyfingu, og hann vissi, að hann yrði að spara kraftana, ef hann átti að standa sig. Þó að de Richleau væri eltur, gekk hann rösklega- Það var eins og þetta nýja æfintýri hefði færti ■49

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.