Morgunblaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 12. sept. 1935. lÐMflÐUR VERSLUN SIGLIMGnR Utanrikisverslunin. Heimsverslunin rjenaði um meir en tvo þriðju hluta upþ úr krepp- unni, og einkum vegna gjaldeyris- óvissunnar, sem spenti greipar um heiminn, þá er pundið var leyst frá gullinu. Baráttan gegn utanríkisverslun- inni er ennþá í algleymingi, en þó bregður svo undarlega við, að flestar þjóðir leggja í orði kveðnu mikla áherslu á mikilvægi utan- ríkisverslunarinnar fyrir heim- inn í heild og hverja þjóð’ fyrir sig, en í reyndinni er gripið til allra þeijrra ráða, Sem hugujl mannsheili hefir fundið upp, fyr og síðar, til að koma í veg fyrir að verslunin við útlönd megi blómgast. Viðskiftasaga undanfarinna ára er saga hátollanna, haftanna, kvót- anna, og jafnvirðiskaupa, í stuttu máli, saga óskaplegrar viðskifta- vitfirringar. Vjer Islendingar höfum fengið að kenna á hnútasvipu þessara stefnu. Búskapur vor v«r reistur að mestu leyti á útflutning einnar vörutegundar til þriggja þjóða, Spánar, ítalíu og Portúgal, sem borguðu í gjaldeyri, sem síðan var varið til kaupa á nauðsynjum frá öðrum þjóðum en þessum þrem. Kjarninn í þessu viðskiftafyrir- komulagi er liin svonefnda „ó- beina“ verslun, sem gerir t- d. Dönum kleift að nota þau sterlings pn.nd, sem Englendingar borga 1 : 'fyrir smjör, til að greiða •iGverjum, en Þjóðverjar geta : U' notað þau til greiðslu á ull Astralíu, sem síðan sendir þau • ’dargreiðslu til Englands. astu árin hafa umhverft fyrirkomulagi. Viðskiftin : te :da í merki jafnvirðiskaupanna svo að nú verðum við íslendingar að leggja alt kapp á að kaupa nauðsynjar okkar frá þeim lönd- um, sem taka við útflutningsvöru okkar. Danir verða að kaupa jafnmikið af Englendingum og Englendingar af Dönum, Þjóð- verjar af Ástralíubúum, jafn- mikið og Ástralíubúar af Þjóð- verjum, og til þess að Englending- ar geti fengið greiddar skuldir sínar, sem þeir eiga í Ástralíu, þá verða þeir að kaupa meira frá Ástralíu, en þeir selja þangað. Örðugleikar okkar íslendinga eru meiri en flestra annara þjóða, vegna þess 1) að útflutningur okkar byggist á einni vöru- tegund; 2) afkoma alls atvinnu- lífs þjóðarinnar byggist á útflutn- ingi þessarar vörutegundar og 3) að vjer erum háðir markaði fyrir þessa vörutegund á Spáni, Italíu og Portúgal, eins og áður er get- ið. Afleiðingin hefir því orðið sú, að vjer höfum orðið að auka við- skifti vor við þessar þjóðir; en það heitir öðru nafni, að vjer höf- um orðið að beina innkaupuín vor- um frá hinum eðlilega innkaups- markaði vorum í Englandi, Dan- mörku, Þýskalandi og víðar og til Viðskiftahöftin hafa ekki bætt hinn óhagstæða greiðslujöfnuð. 31. ág. nam verslunarhallinn ca. 7. milj. króna. Samkvæmt bráðabirgða- skýrslum hefir vöruinnflutn- ingurinn til landsins — átta fyrstu mánuði þessa árs, eða til ágústloka — numið ca. kr. 30.221.000. En útflutningurinn hefir á sama tíma numið ca. krónur 23.408.000. Með öðrum orðum, við höf- um enn óhagstæðan verslunar- jöfnuð við útlönd, sem nemur um 7. milj. króna og eru þá ekki með taldar hinar svo- nefndu ósýnilegu greiðslur, sem álitið er að nemi um 8 milj. kr. á ári okkur í óhag. Fyrstu 8 mánuði ársins 1934 nam inn- og útflutningurinn, sem hjer segir: Innflutt ca. kr. 31.966.000 og útflutt ca. kr. 24.958.000. Samkvæmt þessu hefir inn- ; flutningurinn fyrstu 8 mánuði íþessa árs orðið um 1.7 milj. kr. minni en á sama tíma í fyrra, 0g útflutningurinn ca. 1.5 milj. kr. minni nú en í fyrra. Árið 1933 nam innflutningur- inn til ágústloka ca. kr. 29.300.- 000. Það er eftirtektarvert, að í ár verður innflutningurinn fyrstu 8 mánuði ársins nálega 1 milj. króna meiri en á sama tíma 1933. Þannig verður út- koman þrátt fyrir hin ströngu innflutningshöft! Árið 1933 voru engin slík höft. Furðulegar tölur. Það kemur sjálfsagt engum á óvart, að útflutningurinn er í ár minni en í fyrra. Það er síldin, sem þar hefir riðið bagga muninn, enda kemur allur mis- munurinn fram á ágúst-útflutn- ingnum einum. Útflutningurinn nam í ágúst í fyrra 5.2 milj. kr., en í ár aðeins 3.5 milj. kr. En menn eru undrandi er þeir sjá, að heildarinnflutning- urinn til landsins minkar ekki meira en skýrslurnar sýna, þrátt fyrir hin ströngu innflutn- ingshöft. Hvar sem spurt er á landinu, hafa kaupmenn allsstaðar sömu Uögu að segja, að innflutningur þeirra hafi verið skorinn stór- kostlega niður, miðað við inn- flutninginn síðustu árin. Kaupmenn út um land hafa síðan snemma í júní verið að sarga í innflutningsnefnd um 1 smávægilegan innf lutning á ' brýnustu vefnaðarvöru fyrir ; haustkauptíðina. En þeir hafa óhentugri markaða á Spáni, ítalíu og Portúg'al. Vjer getum leitt lesendum fyrir sjónir með skýrum tölum þá örð- ugleika og það rask, sem stefnu- breyting þessi í utanríkisverslun hefir haft og hlýtur að hafa í för með sjer fvrir ísl. verslun. í nýútkomnum verslunarskýrsl- um fyrir 1933, (og þess má geta innan sviga að hjer er eltki um prentvillu að ræða, því að skýrsl- urnar eru í raun og veru frá 1933, en ekki 1934, en þær skýrslur koma ekki út fyr en að ári ef fer að vonum); jeg endurtek í nýút- komnum vérslunarskýrslum frá 1933, er á bls. 37 birt yfirlit yfir verð innfluttrar og útfluttrar vöru, árið 1933, eftir löndum og vöruflokkum. Þetta ár hefjast viðskiftaörðug- leíkar okkar við útlönd svo að til vandræða horfir. Undanfarin ár höfðum við gengið frá samning- um við Englendinga og Norðmenn, en þessir samningar snertu ekki fiskútflutning okkar td muna. En nú rís upp Spánn með kröfu um jafnvirðiskaup. Þó var ekki gengið frá samn- ingum við Spán fyr en á næsta ári. Vjer getum því talið að árið 1933, sje síðasta árið sem sýnir nokkurnveginn eðlilegt viðskifta- samband við útlönd. Eðlilegt er það, miðað við viðskiftaþróun ís- lenskra utanríkisverslunar frá því fyrsta. Vjer fluttum inn frá Spáni þetta ár fyrir kr. 2.420.280. Út- flutningur okkar til Spánar nam kr. 14.904.488. Mismunur er rúml. 12 milj. króna. Hin löndin tvö, Italía og Portú- gal, sýna svipaða mynd og jafnvel Iirapallegri hlutföll. Útflutningur vor til ítalíu nam kr. 6.313.897, en * innflutningur þaðan aðeins krón- um 406.120- Frá Portúgal fluttum vjer fyrir kr. 140.785, en seldum þar fyrir krónur 7-461.107. Hin hliðin á peningnum sýnir aftur á móti þveröfug'a mynd. Þáu lönd sem vjer kaupum mest af kaupa til muna minna af okk- ur. Vjer keyptum vörur frá Eng- Iandi fyrir kr. 16-033.810, en seld- um. þangað fyrir aðeins kr. 5.771.166. Frá Danmörku keypt- um vjer fyrir kr. 11.585.807, en seldum sambandsþjóðinni fyrir að- eins kr. 2.920.658. Innflutningur frá Þýslcalandi nam kr. 6.419.675, en útflutningur þangað kr. 4.473.897. Til Noregs seldum vjer fyrir kr. 3.574.578, en keyptum þar fyrir kr. 5.818.399.* Tölur þessar tala sínu máli ef virða á erfiðleikana í viðskiftamál- um okkar íslendinga. Frá því 1933, hefir ástandið þó versnað, einmitt vegna þess að vjer höfum orðið að hverfa inn á braut jafnvirðiskaupa við ein- stök lönd. Um afkomu íslenskra viðskifta- mála veltur mikið á öruggri og framsýnni verslunarmálastjórn. Pr. Eimskip. Gullfoss fór frá Leith kl. 11 í fyrrakvöld á leið til Vest- mannaeyja. Goðafoss kom til Hamborgar í fyrrinótt. Dettifoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 8. Brúarfoss fór frá Vest- mannaeyjum í gærmorgun á leið til Leith- Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar. Selfoss er á leið til útlanda. ; fengið algerða neitun. Ekki einn stranga af vefnaðarvöru, hafa hinir vísu herrar í innflutnings - nefnd sagt við kaupmenn. | En samtímis því, sem þessar neitanir hafa verið að berast til kaupmanna út um land, hafa kaupfjelögin fengið hverja sendinguna af annari af vefn- aðarvöru! Kaupmenn í Reykjavík þekkja sjálfir best, hvernig innflutningshöftunum hefir ver- ið beitt gagnvart þeim. Vefnaðarvörukaupmenn hafa ekki fengið innflutt .nema ör- lítið hrot af innflutningnum síð- astliðin ár. Jafnvel brýnustu nauðsynja- vöru, eins og byggingarefni, hafa Reykvíkingar ekki getað fengið nema af mjög skornum skamti. Reykvíkingar hafa meira að segja orðið að leita til næstu kaupf jelaga, utan bæj- ar, til þess að fá þakplötu á húskofa! ‘ Menn spyrja því: Hvernig stendisr á því, að heiídarinn- flutningurinn til landsins mink- ar sáralítið, þrátt fyrir það þótt kaupmenn fái ekki innflutt nema örlítið brot af því, sem þeir hafa áður flutt inn? Og það er síst að undra þótt menn spyrji þannig. i Hjer getur ekki verið alt með feldu. Og þar sem sterkur grun- ur leikur á því, að innflutnings- nefnd beinlínis misbeiti því valdi, sem henni er fengið í hendur, verður að kref jast þess, að alt hennar starf verði rann- sakað af óvilhöllum mönnum. Þjóðin hefir ekki óskað þess, að hjer yrði sett á stofn inn- flutningsnefnd með rándýru skrifstofubákni, til þess eins að fremja hróplegt misrjetti á þegn um landsins. Atvinnuleysi minkar í Bretlandi. Betri tímar undir for- ustu ihaldsmanna. í júlí síðastliðnum var tala at- vinnuleysingja í Bretlandi í fyrsta sinni síðan 1930, undir 2 miljón- um. Þann 25. ágúst vorú atvinnu- leysingjar taldir 1.947.964, en £ fyrra um sama leyti voru þeir 188.614 fleiri. (Samkv. United Press. FB.). Ekkert sýnir betur en tölur þess ar hina jöfnu þróun í bresku viðskiftalífi. Bretar eru á öruggri uppleið úr öldudal kreppunnar, enda hefír þar í landi ráðið ör- ugg fjármála- og atvinnumála- stjórn, xmdir forustu enska íhalds- flokksins. Þegar ensku sósíalistamir Ijetu af stjórn í ágúst 1931, var við- skiftalífið í rústum, feykna tekju- halli á fjárlögum, -skattar hvíldu þunglega á atvinnulífinu og tala atvinnuleysingja var liærri nokkru sinni. Fjögur ár hafa íhaldsmenn far- ið með vökl í Bretlandi Þeir hafa á þessum. tíma reist upp* af rúst- um sósíalismans nýtt, og blóm- legt atvinnulíf með lækkandi sköttum og vaxandi velmeguu, minkandi atvinnuleysis og tekju- hahalausum fjárlögum. Skólavörur: Skjalatöskur. Skrifbækur. Stílabækur. Glósubækur. Reikningshefti. Litblýantar. Litakassar. Strokleður. Sjálfblekungar. Skrúfblýantar. Pennastokkar. Pennaveski. Pennar. Blýantsyddarar. Teikniblýantar. Teiknipappír. Teikniblokkir. Teiknibækur. Teiknibólur. Teiknibestik. Horn. Reglustikur. Teiknikol. Kolahaldarar. Fixatif. Fixatif-sprautur. Pennasköft. Tusch. SúkhtúiúH Lækjargötu 2. Sími3736. Nýr lax. Nýr Silungur, Nýtt Dilkakjöt, Nýtt Alikálfakjöt, Nýtt Grænmeti. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.