Morgunblaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 3
Fimtudaginn 12. sept. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 3 Ræða Sir Samuel Hoare. Framhald af bls. 2. Stóra Bretland hefir ávalt verið óbrigðult í trúnaði sínum við Þjóðabandalagið og þær hug- sjónir, sem það berst fyrir. Það er orðinn siður hjá sumum flokkum, að hæðast að slíkum hugsjónum, en vjer trúum því, að unt sje að koma þeim í fram- kvæmd og að það verði gert“. Hjer fara á eftir tvö megin- atriði úr ræðu hans. „I samræmi við nákvæm- lega tilteknar skuldbinding- ar stendur Þjóðabandalagið og þjóð mín fast á þeim grundvelli, að varðveita bandalagssáttmálann í smáu og stóru, og þessir aðilar standa sameinaðir gegn hverri tilraun til ósæmilegs yfirgangs og ófriðar“. ÞJÓÐABANDALAGIÐ ER EINS OG MEÐLIM- IR ÞESS GERA ÞAÐ. Þá tók Sir Samuel að ræða um Þjóðabandalagið sjálft ög komst þá meðal annars sVo að orði: „Þjóðabandalagið er eins og meðlimir þess gera það. Ef því hepnast viðleitni sín er það vegna þess að meðlimir' þéss hafa bæði mátt og vilja, til þess að fullnægja bandalags- sáttmálanum. En ef þá skortir bæði vilj- ann og máttinn, til þess að fullnægja skyldum ssiium samkvæmt þessum sáttmála, þá hlýtur Þjóðabandalaginu að mistakast, og það er ekki að Standa á grundvelli sáttmálans, þó heitt sje hinum svonefndu refsi- ákvæðum gegn ófriðarþjóð, heldur er það í því fólgið, að halda samviskusamlega bvert atriði sáttmálans og breyta' í: anda hans“. ; ^ Sir Samuel sagði þvínæst, að þrátt fyrir sáttmálann og anda hans hefði ófriður skotið upp höfðinu oftar en einu sinni og alstaðar væri verið að auka vig- búnaðinn, en hversu illa sem út liti í augnablikinu þá væri Bretland einhuga í því, að standa engum að baki um það, að fullnægja skyldum sínum og framfylgja Þjóðabandalagssátt- málanum. ■: t*» Kttecf n3 SMÁÞJÓÐIRNAR EIGA RJETT Á VERND ÞJÓÐABANDALAGSINS Þá talaði Sir Samuel um af- stöðu smáþjóðanna í bandalag- inu. „Vjer lítum svo á“, sagði hann, „að smáþjóðir eigi rjett á því, að lifa sínu eigin sjálf- stæða lífi og eigi kröfu til þeirr- ar aðstoðar og verndar, sem aðrir meðlimir Þjóðabandalags- ins geta veitt þeim. Vjer lítum svo á, að þjóð sem er á eftir tímanum eigi rjett til þess, að vænta slíkrar aðstoðar af þjóðum sem lengra eru komn ar í menningu. Þá sagði hann að eitthvað yrði að gera, til þess að tryggja slíka þróun. En hann kvaðst leggja áherslu á, að alt slíkt Sir Samuel Hoare. yrði að gerast af frjálsum vilja, en ekki samkvæmt einræðis- ■§kipun, með samkomulagi, en ekki með ofbeldi, með friðsam- Iégum ráðum, en ekki með ó- friði eða ófriðarhótunum. ÓFRIÐARHÆTTAN LIGGUR I KEPPNINNI UM HRÁEFNIN. Það er nóg af hráefnum til á jörðunni, til þess að gefa þeim þjóðum sem þau eiga forystu- áðstöðu fram yfir aðrar þjóðir og það er að vísu ekki nema eðlilegt, að öðrum þjóðum finn- ist það þröskuldur á vegi sín- lim þegar þær skortir umráð yfir slíkum hráefnum. I þessu liggur fyrst og fremst ófriðar- hættan. LAUSNIN LIGGUR Á HAGFRÆÐILEGUM GRUNDVELLI. Og frá sjónarmiði Bretlands é^ þetta mál fyrst og fremst viðskiftalegs eðlis, öllu fremur en stjórnmálalegs. Þess vegna v$rður að finna lausnina á hag- fræðilegum grundvelli. Jeg veit, að mjer er óhætt að lýsa yfir því, að stjórn mín er viðbúin að eiga sinn þátt í því, að aðganginum að hráefmfm verði skift milli þjóðanna, en sú rannsókn, sem þar til heyrir, verður að gerast af ró og gætni, en slíkt er útilokað þar sem að ríkir ófriðarandrúmsloft og ófriðarhótanir". Síðan bætti hann við: „Það er augljós staðreynd, að Þjóðabandalagssáttmálinn er ekki runninn af > sundurleit- um greinum, heldur hefir inni að halda grundvallarreglur um breytni þjóðanna. Afstaða Bretlands til Þjóða bandalagsins er sú, að breyta samkvæmt þessum reglum og jeg get ekki ímyndað mjer að hún muni breytast svo lengi sem Þjóðabandalagið er við líði, sem óklofin heild“. BRETAR HAFA TEKIÐ FORYSTUNA. Þessi ræða Sir Samuel er al- ment álitin einhver hin merki- legasta, sem breskur stjórn- málamaður hefir haldið í Þjóða- bandalaginu. Fulltrúi Tjekkoslovakíu sagði um ræðuna að hún myndi hafa feykileg áhrif um allan heim. Mænusóttin. Eitt nýtft tilfelli h}er í bænum í gær. — Annað í Keflavík og þriðja á Suðureyri. Eitt nýtt mænusóttartilfelli fanst hjer í bænum í gær, að því er hjeraðslæknir tjáði blað- inu. Þá upplýsti landlæknir, að íundist hefði eitt tilfelli í Kefla- vík og annað á Suðureyri. Á báðum þessum stöðum hafði veikin gert vart við -sig áður. Á Suðureyri dó barn á dög- unum úr mænusótt. Það er einn- ig barn, sem fundist hefir nú þar með veikina. Það hefir þó aldrei kent sjer neins meins, en lömun komið fram í handlegg. Bretland hefði nú tekið foryst- una og mundi verða fylgt af öllum þjóðum, sem í sannleika vildu frið. „Hingað til hefir Þjóðabandalagið aðeins verið eins og umgerð, en með ræðu sinni hefir Sir Samuel fylt það innihaldi og Iífi“. Laval sagði um ræðyna: „Það er ekkert í ræðu Sir Samuel Hoare, sem Frakk- land getur ekki af heilum huga faliist á“. Þegar eftir að Sir Samuel var sestur, eftir að hafa lokið máli sínu, var hann umkringdur af fjölda fulltrúa, sem óskuðu honum til hamingju og þökk- uðu honum fyrir frammistöð- una. ÍTALIR HLÝÐA Á MÁL FULLTRÚA ABYSSINÍU. Fulltrúi Abyssiníu tók til máls síðar á fundinum í dag. Fulltrúar Ítalíu sátu kyrrir í sætum sínum meðan hann hjelt ræðu sína, en gengi ekki út eins og búist hafði verið við. Dr. Hawariate komst meðal annars svo að orði: „Abyssinía er þakklát fyrir allar ráðstafanir, sem miða að því að efla efnalegar framfarir hennar og að því tilskildu að þær sjeu framkvæmdar innan þeirra vjebanda sem reglur Þjóðabandalagsins setja. Vjer erum þakklátir fyrir alla slíka viðleitni, ef hún er framkvæmd í bróðurlegum anda, en ekki með það fyrir augum að veita einhverri einni þjóð mikilsverð forrjettindi á kostnað vorn“. Þá sagði hann að Abyssinía hefði fært sönnur á það, að henni væri hvort tveggja kapps- mál að halda friðinn við aðra og fullnægja skyldum sínum sem meðlimur Þjóðabandalags- ins. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Vjer höfum sýnt hina mestu þolinmæði og auðmýkt og það jafnvel undir hinum erfiðustu kringumstæðum, vjer berum virðingu fyrir öllum þjóðum Þjóðabandalagsins, jáfnvel þeim sem eru andstæðingar vorir, en viljum ekki láta þær á oss ganga“. Mislingar komnir til landsins. EiK tilfelli ftijer I Reybjavík» annað á Siglufirði. Vcikin borist mcð skipi frá Færeyjum. Þau slæmu tíðindi bárust í gær, að mislingar væru hingað komnir. Flutningaskipið Columbus kom til Keflavíkur á dögunum; skipið kom frá Færeyjum. Einn maður var skráður af skipinu í Keflavík á föstudag- inn var; það var kyndari, bú- settur hjer í Reykjavík. Hann var lítilsháttar kvefaður og er nú komið í Ijós, að hann var meö mislinga. Kyndari þessi hefir síðan hann kom í land legið í sumar- bústað sínum suður í Kópavogi. Strax og fullvíst var, að hann var með mislinga, var heimili hans einangrað. Til bústaðar kyndarans hafa engir utan heimilis menn komið, síðan hann kom heim. Þetta gefur von um, að takast megi að stöðva útbreiðslu veikinnar. Þó er engan veginn víst að þetta takist, því að kyndarinn hafði mök við menn í Keflavík og ók hingað í bíl með fleiri farþegum. Annar mislinga- sjúklingur í skip- inu á Siglufirði., Þegar Columbus hafði fengið afgreiðslu í Keflavík, fór skiþ- ið til ísafjarðar og var afgreitt þar; þaðan fór skipið til Siglu- f jarðar. Og samkvæmt upplýsingugi er blaðið fekk hjá landlækni í gærkvöldi, hefir einn skipverjinn nú fengið mislinga og liggur nú í skipinu á Siglu- fjarðarhöfn. Einnig upplýsti landlæknir, að 6 skipverjanna hafi ekki fengið mislinga. Columbus hefir nú verið sett- ur í sóttkví á Siglufirði. Miltisbrandur í Skáney Manni, sem dattí í Reykhoitsdal. höínina bjargað með- vitundarlausum á land. Tvær kýr dauðar, aðrar vcihar og cinn niaður vcikur Frá Skáney í Reykholtsdal berast þau tíðindi, að þar hafi gosið upp miltisbrandur og sjeu 2 kýr þegar dauðar. Morgunblaðið átti tal við landlæknir um þetta og stað- festi hann fregnina. Hann sagði ennfremur, að auk þeirra tveggja kúa sem drepist hefðu, væru aðrar kýr þar á bænum veikar. Einnig hefði maður þar á heimilinu tekið veikina. Menn geta veikst af miltis- brandi, segir landlæknir og kemur veikin fram með ýmsum hætti, aðallega útvortis, með kýlum eða því um líku. Þannig er veikinni lýst í manninum á Skáney. Ekki vita menn neitt um upp- tök veikinnar, segir landlæknir. En það er einkennilegt tilfelli, að fyrir mörgum árum (40 eða svo) hafði miltisbrandur gert vart við sig á þessu svæði. Skáney hefir verið, sett í sóttkví og reynt verður að finna upptök veikinnar. Karfaveiðaniar ganga vel. í gærmorgun kl. um 11 vildi til slys við Ægisgarð hjer í höfninni. Verkamaðnr sem var að vinna við útskipun veiðarfæra í togarann Ólaf, fell af vörubíl i sjöinn, en lenti fyrst á borðstokk skipsins og slóst í bryggjustaurana. Máð- urinn lieitir Sigurður Sigurðsson. Maðurinn var meðvituhdarlaus er hann kom í sjóinn, en fyrír snarræði Erlings Klementssonar, háseta á Kára, tókst að hjarga manninum á land. Því þégar Er- lingur sá manninn falla í sjóinn, kastaði hann sjer á éftir honúín og bjargaðí honum upþ úr. Sigurður var þegar fluttur á Landspítalann. Hafði hanh skor- ist á liöfði og marist mikið á baki. Slysið vildi til á þann hátt, að Sigurður var að vinna á vöru- bílnum við að koma um horð vörpu, en mun hafa flækst í henni og dottið aftur yfir sig. Lágt var í sjó og fallið því tals- vert hátt. Morgunblaðið spurðist fyrir á Landspítalanum í gærkvöldi nm líðan Sigurðar, og leið honum þá ; sæmilega, en ekki var kunnugt um hve meiðslin ern alva,rleg. Togararnir Sindri og - Snorri goði komu í fyrrinótt til Siglu- fjarðar með karfa, Sindri með 100 tonn og Snorri goði með 130 tonn. Var uppskipun ekki lokið í gær- kvöldi. Gnlltoppur er nýkominn til Flateyrar með 200 tonn af karfa. Skallagrímur á enn að svipast eftir karfamiðum fyrir Norður- landi. En ef hann nær ekki góðum afla þar hráðlega, fer hann vest- ur á Halamið. Síldveiðin. Reknetahátarnir fyrir norðan fá nú helst síld 50—60 sjómílur norður af Strókum eða djúpt norfiaustur af Grímsey. En veiði hefir verið mjög treg þar undanfarna daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.