Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 12
 ^ A ,l?y j íbpr ITTIR Hllllfl 1 ffcjP CITTÍR lí 1 HÍilij 'Í-Í'i'Í I Slil | í t i i rv jg5:::§!g!ííí ImmI 1 1 1 I >. !5á-A5-?!5:S:SUS:ýSS^SiS.í!!:!:!:.5;S l'iíi.. . . RITSTJORI HALLUR SIMÖNARSON AKUREYRINGAR HALD í STUNDARFJÚRÐUNG íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild, liófst á laugardaginn og fóru þá fram þrír leikir, einn í Reykjavík, annar á Akranesi og hinn þriðji á ísa- firði og vc*ru því öll fyrstu deildar liðin í eldlínunni þenn- an fyrsta dag mótsins. Eins og kunnugt er, þá er leikin tvö- föld umferð, heima ofli að heim an og leikur því hvert lið 10 leiki. Efsta liðið í deildinni hlýtur íslandsmeistaratitilinn, en hið neðsta færist niður í 2. deild. Fyrsti leikur mótsins hófst á Laugardalsvellinum klukkan fj ög- Fyrstu leikirnir á íslandsmót- inu 1. deild fóru þannig: Fram — Akureyri Akranes — Valur ísafjörður — KR Staðan er þá þannig: Fram KR. Akranes Valur Akureyri ísafjörður og Fram sigraði þá örugglega í fyrsta leik íslandsmótsins á Laugardalsveiiinum 2—0 2—0 1—1 0—2 1 1 0 0 2—0 1 1 0 0 2—0 10 10 1—1 1 0 1 0 1—1 10 0 1 0—2 10 0 1 0—2 Næstu leikir í íslandsmótinu >rða á fimmtudag. Þá leika Ak- reyri og Akranes á Akureyri, ; Valur og KR á Laugardals- íllinum. Á laugardag 2- júní ika ísafjörður og Fram á Isa- rði. og daginn eftir Akureyri og alur fyrir norðan. ur og mættust þar Fram og Akur- eyri. Mikið rigndi þegar leikurinn fór fram og var völlurinn því blaut ur og þungur fyrir leikmenn. — Áhorfendur voru frekar fáir, enda ekki eftirsóknarvert að híma skílis laus á vellinum í rigningunni. Hinar erfiðu aðstæður bitnuðu miklu verr á Akureyringum, þar sem þetta var fyrsti leikur liðsins á keppnistímabilinu, og leikmenn því ekki öðlast keppnisreynslu, og í annan stað hefur verið erfitt að stunda æfingar á Akureyri í vor og leikmenn þvi ekki komnir í fulla þjálfun. Þetta kom líka ber- Iega fram 1 leiknum .Akureyringar léku vel framan af en síðan sagði úthaldsleysið til sín, og Fram náði öruggum tökum á leiknum og sigr aði með tveimur mörkum gegn engu. Var það i minnsta lagi mið- að við öll þau góðu tækifæri, sem framherjar Fram fengu í leiknum. Þrátt fyrir tapið þurfa Akureyr- ingar ekki að örvænta. Þeir eiga góðu liði á að skipa, sem með betri þjálfun á eftir að ná betri árangri. Þá má geta þess, að þá bræður Jakob og Hauk Jakobssyni vantaði að þessu sinni, en þeir munu væntanlegir í liðið innan skamms og ætti það að verða lið- inu mikill styrkur — en Jakob lék sem kunnugt er í landsliðinu í fyrra. Leikurinn Éihs og áður segir léku Akureyr ingar vel framan af. Þeir léku þó gegn vindi í fyrri hálfleik og höfðu yfirhöndina fyrsta stundarfjórðung inn. Framlínan, sem skipuð er mjög skemmtilegum og leiknum leikmönnum, náði þá góðum upp- hlaupum, en tókst ekki beint að skapa opin tækifæri, en nokkrum sinnum skall þó hurð nærri hæl- um fyrir Fram. Akureyringar léku með tveim- ur miðherjum, Steingrími Björns syni og Kára Árnasyni — sem var stillt upp sem innherja — en hinn innherjinn, Skúli Ágústsson, lék aftarlega. Þetta skapaði talsverða hættu fyrir Fram, og það merki- lega skeði allan leikinn, að Fram tók ekki tillit til þess hvað varnar leikinn snerti, og hagaði honum ekki eftir því. Var Kári því nær alltaf óvaldaður — en sem sagt, mörk gaf leikaðferð Akureyringa ekki að þessu sinni, en vonandi láta þeir ekki hugfallast við það. Um miðjan hálfleikinn fór að kveða meir að Fram og sónarleik ur liðsins fór að skapa hættur fyr ir vöm Akureyringa, sem ekki. virtist of sterk, þó Jón Stefánsson væri sem klettur í vörninni. Á 20. mín. léku Hallgrímur Soheving og Grétar skemmtilega upp, og Grét ar gaf fyrir. Guðmundur Óskars- son skallaði mjög skemmtilega í mark — en flagg línuvarðarins var á lofti og Guðmundur rangstæður. Aðeins síðar skallaði Guðmundur aftur á markið, en Einar Helga- son varði, en missti knöttinn og skapaðist nokkur hætta við það, sem þó var afstýrt. Þá átti Grét- ar ágætt skot. sem Einar varði meistaralega í ' orn. En það gat ekki gengið svona lengi, markið hlaut að koma og á 34. mín. skoraði Fram loks. Fram fékk þá hornspyrnu, sem Baldur tók vel. Varnarleikmaður hugðist skalla frá, en knötturinn fór til Guðmundur sem lék nær markinu Framhala a 15 siðu Jón Stefánsson, fyrirliði Akureyringa og þeirra bezti maður, meiddist illa í öxl í leiknum, og stumrar hér einn félagi hans yfir honum. Einar Helgason, hinn kattliðugi markvörður Akureyringa, slaer knöttinn yfir markslána, eftir hee'ttulegt skot Ragnars Jóhannssonar. Ljósmynd R.E. Atkvæði KR-inga komust til skila KR-ingar sigruðu ísfirðinga með 2—0 Strax viS fyrsta leikinn í ís- landsmótinu á ísafirði komu í Ijós þeir erfiðleikar, sem við Ríkharður var hægri framvörður hjá Akurnesingum á iaugardaginn „Þetta eru erfiðustu aðstæS ur, sem ég hef leikið knatt- spyrnu við" sagði Ormar Skeggjason, fyrirliði Vals, eft- ir leikinn á Akranesi á laugar- daginn. „Það rigndi eins og hellt væri úr fötu allan leik- inn og það var ekki þurr þráð- ur á nokkrum leikmanni eftir fimm mínútna leik — og það breytti engu þó skipt væri um í hálfleik, það fór strax allt í sama farið aftur. Og auk þess var mjög kalt og næstum ekki hægt að halda á sér hita. Hins vegar var völlurinn oóður og hefur komið mpöo vel undan vetrinum" bætti Ormar við. Þessar erfiðu aðstæður mótuðu alveg leik Akraness og Vals á laug ardaginn og því ekki hægt að tala um neina glæsiknattspyrnu í sam- bandi viS hann. Leikurinn hófst klukkan 5,30 og þeir áhorfendur, sem sáu leikinn, sátu allir inni í bílum við völlinn — því enginn þeirra hætti sér út í rigninguna. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Akurnesingar skoruðu á undan, þegar um stundarfjórðungur var af fyrri hálfleik. Þeir fengu þá hornspyrnu, og tólcst Ingvari Elís- syni að skalla beint í mark úr henni — og fór knötturinn undir Björgvin Hermannsson í markinu. Tíu mínútum síðar tókst Val að jafna. Þorsteinn Sívertsson, mið- herji Vals, var þá kominn innfyrir, en var hrint illa. og dæmdi dómar- inn Hannes Sigurðsson, sem dæmdi mjög vel, þegar vítaspyrnu. Bergsteinn Magnússon tók haha. Helgi Daníelsson hálfvarði. en hinn þungi knöttur rann áfram inn i markið. * í síðari hálfleiknum hafði Valur nokkra yfirburði og sótti miklu meira, en hlaut ekki uppskeru fyr- ir erfiðið. Varnarleikmönnum Akranéss tókst þá að bjarga nokkr um sinnum á síðustu stundu, auk þess, sem Helgi átti góðan leik í marki. Valsliðið var hið sama og í leikn um gegn Fram á Reykjavíkurmót- inu, að því undanskildu, að Ormar lék nú að nýju. Liðið féll nokkuð vel saman — en góðan skotmann vantaði eins og svo oft áður. Ríkharður Jónsson var hægri framv<>rður í Akranesliðinu, og lék prýðilega í fyrri hálfleiknum. Átti hann þá meðal annars tvö góð skot á markið. Annars er liðið nokk uð sundurlaust enn þá — en það má búast við að það lagist mikið í náinni .framtíð Bogi Sigurðsson var miðvörður og skilaði því hlut verki vel, en Jón Leósson var einn ig í framvarðarlínunni t framlin- unni bar mest á Ingvari og Þórði Jónssyni, en Skúli Hákonarson átti einnig sæmilegan leik. verður að stríða í sambandi við þátttöku ísfirðinga í 1. deild. KR-ingar léku þar á laugardaginn og fóru um morguninn, en komu ekki aft- ur til Reykjavíkur fyrr en á aðfaranótt mánudags. Flestir þeirra höfðu greitt atkvæði í borgarstjórnarkosningunum, en þó áttu þrír þeirra það eftir, og tókst að koma atkvæð um þeirra með utankjörstaða- atkvæðum, sem lítil flugvél sótti, og bjargaðist því það mál, þótt nokkurum heilabrot- um ylli um tímal! tsfirðingar hafa lagað knatt- spymuvöllinn, og er hann nú mun betri en áður, og sæmilegur af malarvelli að vera. Mikill áhugi var fyrir leiknum, og skiptu áhorf- endur hundruðum. Lið ísafjarðar, sem hefur mörg- um góðum einstaklingum á að skipa eins og Birni Helgasyni og Albeit Sanders, veitti KR-ingum mjög harða keppni og það var ekki fyrr en á siðustu mínútum leiks- ins, sem KR tókst að tryggja sig- ur Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik — og þegar um 12 mín. voru eftir af leiktímanum tókst KR loks að skora Garðar Arnason tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs og skoraði með þrumuskoti — en vöra ísfirðinga var ekki sem bezt staðsett. Þegar loks markið kom, var eins og losnaði um leik KR og (Framhald á 3. síSul 12 TÍMINN, þriðjudaginn 29. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.