Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 9
Þinghús. Þar var barnaskóli frá því fastur skóli tók til starfa í þorpinu til síðustu áramóta. Einnig samkomustaSur þorpsbúa. MWMMMBMMi gerðir. Þá hefur starfað hér vélaverkstæði nokkur undan- farin ár. Og nú er komin hér mjólkurstöð. Og loks eru það verzlanirnar, sem veita tölu- verða atvinnu. Hjá kaupfélag- inu er t.d. 21 starfsmaður og 4 hjá Sigurði Pálmasyni. Auk Sigurðar eru hér 2 aðrar kaup mannaverzlanir en báðar frem ur smáar. Og svo má nefna það sem raunar er áður að vikið, að þorpsbúar eiga töluvert af skepnum. Hefur búpeningseign aukizt mikið síðan kauptúnið fékk sín eigin landsafnot. Hef- ur um 900 fjár verið slátrað úr Hvammstangahreppi undanfar- in ár. — Og þið stundið aðallega sauðfjárbúskap? — Já, fyrst og fremst Naut gripum hefur fækkað síðan mjólkurstöðin tók til starfa. Þó munu kýr hér skipta tugum. Hinsvegar er lítið um hross þó að til séu þau að vísu. — Og þið hafið nóg landrými fyrir fénaðinn? — Ójá. Við byrjuðum með því ag kaupa Kirkjuhvamm af Hannesi Jónssyni fyrrverandi alþingismanni og kaupfélags- stjóra. Keyptum einnig land af Guðmundi Gunnarssyni. Síðast var svo keypt af Sigurði Davíðs syni en hann átti allt fyrir sunnan læk. Landeign kaup- túnsins fylgir allmikið fjall- lendi svo við megum heita vel settir hvað áhrærir haga fyrir búfénaðinn. Sennilega mundi þetta einhvers staðar ekki þykja þjölskrúðugt atvinnulíf en samt má afkoma manna hér almennt heita góð- Framkvæmdir — Hvað um framkvæmdir í kauptúninu? — Það er nú kannski ekki um auðugan garð að gresja þar. En ætli við siglum þá ekki fyrst að bryggjunni. Hún er 80 faðma löng og góð, það sem hún nær. En nauðsynlegt er að lengja hana enn nokkuð til þess að stærri skip geti athafn- að sig þar. Sá hængur er þó á, að að henni vill berast sand- ur og leir. Þyrfti annan garð innar til þess að stöðva fram- rás sandsins. Tækist það yrði hér bezta höfn við innanverðan Húnaflóa. Þá er það vatnsveit- an, sem er töluvert mannvirki, 3ja km. löng og þó meira því þegar mjólkurstöðin var byggð var lögð hliðarlína í aðalleiðsl- una til þess að auka vatnið. Skolpveita er um kauptúnið og var byrjað á henni áður en vatnsveitan var lögð. Með vatns veitunni sköpuðust lí’ka skil- yrði til stór bættra brunavarna því kauptúnið á dælu, — og var ekki vanþörf á. Af meiri hátt- ar byggingaframkvæmdum má nefna hið nýja verzlunar- og skrifstofuhús kaupfélagsins. Gamla húsið hans Jóns Hans- sonar var búið að duga vel og lengi. Það var mikil höll á sinni tíð en tímarnir hafa breytzt síð an um aldamót og vinnuaðstaða öll var þar óhæg orðin fyrir svo umfangsmikla starfsemi. sem kaupfélagið rekur. Mikil nauðsyn var orðin á byggingu barnaskólahúss. Úr henni hefur nú verið bætt með nýrri byggingu, sem flutt var i um síðustu áramót. Aður var kennt í gamla þinghúsinu. Fyr- ir mörgum árum starfaði hér unglingaskóli, rekinn af As- geiri Magnússyni frá Ægissíðu. Ásgeir var harðduglegur áhuga- maður. Honum tókst að sann- færa sýslunefndina um að stækka þyrfti þinghúsið svo þægilegra yrði að kenna þar. Það var vel af sér vikið. Síðan var húsið sagað sundur, efri lilutanum lyft og nýrri hæð skotið inn í. Sennilega hefur Ásgeir byrjað með skólann um 1913 og hélt honum gagnandi fram undir 1920. Síðan hefur ekki verið rekinn hér unglinga- skóli, enda bættu Reykir í Hrútafirði úr þörfinni þegar kennsla hófst þar. A læknisár- um Ólafs heitins Gunnarssonar var byggður læknisbústaður og spítali. Nú er nýtt sjúkrahús risið af grunni og elliheimili í sambandi við það. Er það talin fyrirmyndarbygging af þeim, sem vit hafa á. í gamla spítal- anum voru aðeins 3 sjúkrastof- ur og skurðstofa. Er þarna mik il breyting á orðin til bóta, bæði fyrir sjúklinga, lækna og hjúkrunarlið. Þó held ég að okkur hafi aldrei haldizt verr á læknum en síðan nýja sjúkra húsið var tekið í notkun. Von- andi horfir það þó til bóta og þó sótti enginn er héraðinu var síðast slegið upp. Það er eins og embættismennirnir vilji helzt ekki vera annars staðar en í Reykjavík. Hún er sú mauraþúfa, sem allt er látið suúast um og allir safnast að. En annars höfum við verið heppin með lækna. Þetta eru góðir læknar og prýðisdrengir, sem hér hafa verið. En 3 þeir síðustu hafa verið hér að ljúka sinni skylduþjónustu. Eg vil nú þakka það kvenfé- lagasambandi sýslunnar, Kvennabandinu, öðrum frem- ur, að nýtt sjúkrahús er risið hér af grunni. Það bauð fram stórfé til byggingarinnar, ef sýslan vildi leggja á móti. Og sýslunefndarmennirnir voru, sem betur fer, veikir fyiir kven fólkinu, eins og fleiri. Það gerði gæfumuninn. Þeim gekk betur en mér, blessuðum, þeg- ar ég skrifaði sýslunefnd fyrir einum 20 árum, um nauðsyn þess, að koma upp elliheimili Eg fann sárt til þess þegar ég var hér oddviti, að ekki skyldi vera neinn samastaður fyrir aldrað fólk, en annað tveggja gat ekki séð um sig sjálft eða verið hjá aðstandendum. — Og fékkstu daufar undir- tektir? — Ójá, fremur. Mér var svar að því.^ð^y^.y^i að sjá um 'sín gamalmenni. En það voru nú reyndar aðrir tímar en nú. — Nú, geta má þess, að verið er að byggja póst- og símahús. Er þa‘ð nú langt komið. Og loks má ekki gleyma kirkjunni Áður var kirkja í Kirkju hvammi. Þegar söfnuðurinn byggði kirkju var hún færð og stendur nú í brekkunni hér efst í kauptúninu. Og svo kem ur sr. Gís'li Kolbeins og prédik ar yfir okkur öðru hvoru. Svo við víkjum aftur að kaup félaginu og starfsemi þess þá rekur það að sjálfsögðu slátur- hús. Húsið er, að stofni til, langt frá þvi að vera nýtt en hefur verið aukið og endurbætt hin síðari ár. Er hægt að slátra þar 1200 fjár á dag. Frystihús- ið er gott. Tekur að vísu ekki alla kjötframleiðsluna í einu og þarf því að flytja nokkurt magn burtu. í frystihúsánu var komið upp frystihólfum og eiga flest sveitaheimili á fé- lagssvæðinu aðgang að slíkum geymslum. Þá höfum við og sérstakan innyflafrysti til þess að frysta slátur. Mjólkurstöð er nú tekin til starfa og binda margir miklar vonir við hana Kaupfélagið á Borðeyri tók þátt í byggingu hennar að ein- um fimmta hluta. Hér er all- mikil bílaútgerð, bæði í sam- bandi við mjólkurflutninga og svo er haldið uppi föstum áætl- unarferðum til Reykjavíkur, tvisvar í viku árið um kring ef fært er. Mikið af vörum þeim, sem hingað koma, er flutt land leiðina. Af fyrirtækjum einstaklinga má nefna t.d. vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar. Þar vinna að jafnaði 4 menn, stundum fleiri þegar mest er að gera. Trésmíðaverkstæði er í upp- siglingu fyrir atbeina Snorra Jóhannessonar. Annars vantar Framhalri » iS siðn Aöalfundur Aburðar- verksmiðjunnar h.f. Kafli úr ræSu stjórnarformanns Hér fer á eftir kafli úr ræðu, sem stjórnarformaður Áburðar-- verksmiðjunnar h.f. flutti á aðal- fundi fyrirtækisins hinn 8. þ.m. Þaö hefur verið nokkuð róstu- samt í blöðum kring um þetta fyrirtæki um skeið, en nú síðustu daga hefur þó keyrt úr hófi með dylgjur og rógburð í tveimur viku blöðum. Þykir mér því rétt hór á þessum hluthafafundi fyrirtcek- isins, að taka fram eftirfarandi: Mér er ánægja að lýsa því yfir, að samstaða hefur alla jafna verið mikil og sérstaklega góð í stjórn Áburðarverksmiðjunnar h.f. Til dæmis má nefna, að allar ákvarðanir um framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar, ráðn- ingu erlendra verkfræðinga til skipulagningar verksmiðjunnar, á- kvarðanir um innkaup á vélum og tækjum og öðru, sem til stofnunar verksmiðjunnar þurfti, voru allar undantekningarlaust gerðar með einróma samþykkt allra stjórnar- manna. Að gefnu tilefni þykir mér rétt að minna hér á nokkur atriði, sem gefa glögg dæmi um hve vel stjórn in hélt á hagsmunum fyrirtækis- ins. 1. Þegar íyrsta stjórn hlutafé- lagsins tók við, var henni meðal annars afhent tillaga til samnings um verkfræðilega þjónustu frá bandarísku verkfræðingafyrirtæki, sem vildi taka að sér að vera leið- beinandi og skipuleggja verksmiðj una. Á það var lögð alveg sérstök áherzla af sumum hér heima, að samið yrði við þetta fyrirtæki. — Þegar stjórn Áburðarverksmiðj- unnar h.f. hafði látið athuga mögu lei'ka til samninga við þetta fyrir- tæki og fleiri, var ákveðið að gera útboð í Bandaríkjunum og aflað tilboða í þessa þjónustu. Nokk- ur fyrirtæki gerðu tilboð, og var samið' við Dr. C. O. Brown og Singmaster og Breyer, sem voru lægstir allra, sem buðu, og höfðu auk þess hin ágætustu meðmæli. Tilboð þeirra og þeir voru samþykktir af Marshall-stofn uninni. Þegar lokið var verki, varð heildargreiðsla til þeirra rúmlega 600,000 dollarar. En fyrirtækið, sem fyrst var hér nefnt og sem kapp var lagt á, að samið væri við, hafði áskilið sér yfir 900,000 doll ara fyrir störfin. Með því hvernig stjórnin hélt á þessu byrjunarmáli varð þessi út- gjaldaliður um 300,000 dollurum lægri en orðið hefði, ef farið var eftir ráðum þess, sem semja vildi við fyrsta fyrirtækið. 300.000 dollarar eru með núver andi gengi nærri 13 milljónir kr., sem þannig var sparað. 2. Kaup á öllum stærstu vélum og megintækjum til verksmiðjunn ar voru gerð með þeim hætti, að óskað var samkeppnistilboða frá ýmsum fyrirtækjum, og var svo bezta boði tekið. Til þess að fylgja enn fastar eftir og tryggja lægsta fáanlegt verð og beztu kjör á aðal vélum og tækjum, fékk stjórnin lánaðan hér heima æfðan og harð- srúinn kaupsýslumann, sem fór til Bandaríkjanna til þess að ganga frá kaupsamningum við þau fyrir- tæki, sem beztu tilboðin gerðu — Þessi sendimaður stjórnarinnar gekk ötullega fram, og á nokkrum vikum hafði honum heppnazt að fá lægstu boðin enn lækkuð um samtals rúmlega 40.000 dollara. Með núverandi gengi gerir þess ir 40.000 dollara sparnaður 1.720. 000 krónur. 3. Allar vélar áttu að kaupast í Bandaríkjunum og greiðast af Marshall-fé. Engu að síður öfluðu hinir ráðgefandi bandarísku verk- fræðingar Áburðarverksmiðjunnar einnig tilboða frá Sviss í afriðla og spenna, en þetta voru mestu raf magnstækin, sem til verksmiðjunn ar þurfti. Lægsti íbjóðandi í Bandaríkjunum var Westhing- house, en svissneska fyrirtækið bauð þessi tæki fyrir 332.000 doll urum lægra. Eftir mikla eftirgangs muni fékkst loks leyfi til að kaupa mætti þessi svissnesku tæki. — Stjórn Áburðarverksmiðjunnar vildi samt, þó svissneska tilboðið væri svona lágt, láta ganga úr skugga um, að tilboðið væri það lægsta fáanlega. Ákvað hún því, að formaður stjórnarinnar færi til Zurich til þess að ganga frá kaup unum. Þetta bar þann árangur, að þegar kaupsamningurinn var undir ritaður, hafði söluverðið enn lækk að um nærri 28.000 dollara. Voru J þessi tæki því keypt fyrir 360.000 dollurum lægra verði en lægsta tilboðsverðið í Bandaríkjunum. 360.000 dollarar eru með núver andi gengi rúmlega 15 milljónir króna. Þetta þrennt er hér tilgreint. sem dæmi um, hve stjórnin var samhent um að kosta kapps um að ná sem hagkvæmustum kjörum og hve henni heppnaðist að gera hagkvæma samnirtga fyrir Áburð arverksmiðjuná. í sambandi við kornastærð Kjarna áburðarins og það, að korn in hafa reynzt smærri en áætlað var og nú er kostað til þess að gera kornin stærri, er vert. að minna á þetta: Fyrst það, að krystallaaðferðin var valin frekar en perluaðferðin, af öryggisástæðum fyrst og fremst. Hefði perluaðferðin verið tekin, var vissa um, að kornin (perlurn- ar) voru sæmilega stór. En bæði framleiðsluaðferðin með perlu- kornin og áburðurinn sjálfur var talinn vera mjög mikið varasamari hvað sprengihættu áhrærði. — Sprengjuhætta við framleiðslu krystallanna og krystallaður áburð ur var talinn miklu hættuminni eða hættulaus. Þetta réð mestu um valið. Ætla ég, að allir, sem að þessu máli komu þá, hafi verið á einu máli um þetta val Stjórnin var einhuga í því. Annað var svo það, að perluað- ferðin var miklu dýrari í stofn- kostnaði en krystallaaðferðin. — Þetta átti alveg sérstaklega við um svo litla verksmiðju, sem hér var um að ræða. Bændur eru því búnir að njóta ódýrari áburðar þessi liðnu átta ár, vegna þess að kryst- allaframleiðslan var valin. Og það sem nú er kostað til kornastækk unar í viðbótartækjum kostar ef til vill ekki meira en hvað perlu- aðferðartækin hefðu orðið dýrari í upphafi. Þetta hvort tveggja mættu þeir hafa í huga, sem nú tala hæst um mistök í þessu sambandi. Að lokum skal svo það sérstak lega fram tekið, að stjórnin hefur haft fulla samstöðu um alla 6amn ingagerð við hina bandarísku verk fræðinga, þar með talið einnig lokauppgjörð við þá. Allt þessu við komandi hefur verið samþykkt samhljóða af öllum stjórnarmönn- um. TIMINN, þriðjudaginn 29. maí 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.