Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 10
T'IMINN, þriðjudaginn 29. maí 1962 í dag er þriðjudagurinn 29. maí. Maximinus. Tumgl í hásuðd kl.8,54 Árdegisflæ'ði kl. 1,28 HeilsugæzLa Slysavarðstofan t Heilsuverndar stöðinni er opin allan sólarhring inn - Næturlæknlr kl 18—8 — Sími 15030 Næturvörður viikuna 26 mai til 2. júní er í Laugavegsapoteki. Holtsapótek og Garðsapó’ek opin virka daga ki 9—19 laugardaga frá kl 9—16 og sunnudaga kl 13—16 Neyðarvaktin, sími 18331, hvern virkan dag, nema laugardaga, kl 13—17. Hafnarfjörður: Næturlæknir vik una 26. maí til 2. júni er Kristjón Jóhannesson, sími 50056. Sjúkrabifreið Hafnarfjarðar: - Sími 51336 Keflavík: Næturlæknir 29. maí er Arnbjörn Ólafsson. verður í Sundlaug Vesturbæjar á miðvikudag kl. 7 og kl. 8 sund- knattleikur. — Nýir félagar vei- komnir. — Stjórnin. §19 Sunddeild KR.: Aukasundæfing Þegar mó'ti blæs er gott að eiga létta lund. Benedikt Gíslason frá Hofteigi kveður: Margur hló og hafði ró hvar sem bjó og fór hann. Átti þó sinn auðnuskó aldrei nógu stóran. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er í Cagliari. Askja er á Hornafirði. Jöklar h.f.: Drangajökull er í Klaipeda. Langjökull fer frá Lond on í dag til Reykjavíkur. Vatna- jökull er á leið til London. Per þaðan til Reykjavíkur. Skipadeild SÍS.: HvassafeU er í Reykjavík. Arnarfeli fer væntan- lega frá Ventspils 31. áleiðis til íslands. Disarfell losar timbur á Norðurlandshöfnum. Litlafeil fór í gærkveldi frá Reykjavik á- leiðis til Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja. Helgafell fer væntan- lega í kvöld frá Haugasundi áleið is tii íslands. Hamrafell fór 22. frá Batumi áleiðis til Reykjavíkur awii Flugfélag íslands h.f.: Millilanda- flug: Hrímfaxi fer til Gl'asg. og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22:40 í kvöld. — Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauðár- króks og Vestmannaeyja (2 ferð- ir). — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Hellu, Hornafjaxðar, ísafjarðar og Vestmannaeyja (2 íerðir). FréttatllkynnLngar Félag íslenzkra bifreiðaeigenda 30 ára: 6. mai s.l. átti Félag íslenzkra bifreiðaeigenda 30 ára afmæli og átti stjórn félagsins fund méð fréttamönnum s.l. miðvikudag a‘ því tilefni og skýrði þeim frá nokkrum atriðum úr sögu félags- ins og frá helztu baráttumáium þess. — Helztu hvatamenn að stofnun félagsins voru Einar Pét- ursson, stórkaupmaður, og Helgi Tómasson, læknir. Var Einar kjör inn fyrsti formaður félagsins en Helgi ritari. Fyrsti gjaldkeri var Árni Pétursson. Stofnfundinn sátu 36 bifreiðaeigendur Fl'jót- lega eftir stofnunina gerðist fé- lagið aðili að Alþjóðasambandi bifreiðaeigenda. Síðan 1951 bef- ur félagið gefið út tímaritið Öku- þór. Enn fremur hefur félagið rekið skrifstofu í Reykjavík síð- an 1954. — Núverandi formaður félagsins, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, skýrði fréttamönnum frá því, að vegamál og umferðamál væru þau mál, sem félagið léti sig mestu varða, enda mesta bag? munamál bifreiðaeigenda og eitt mesta framfara- og nauðsynjamál fyrir þjóðina í heild. Benti nann á, að vegamálin hefðu legið í dái og vegirnir í nágrenni Reykjavik ur t.d. venri nú en fyrir 30 ár- um, er félagið var stofnað. Benti hann einnig á, að árið 1960 námu tekjur rikissióðs af bifreiðum og rekstrarvörum þeirra 230 millj króna, en á sama tíma var fjár veiting til vega og brúa aðeins 100 millj. króna, eða ekki einu — Þeir hafa gott forskot. En þeir þurfa vagn undir gullið. Það hafa verið sendir menn til þess að leita í öllum — Við skulum koma. vögnum, sem fara frá þorpinu. — Ef þeir skjóta, farið í skjól. Við — Hérna er vagn! þurfum að ná þeim. — Þú réðst á mig, þótt þú vissir, hver — Nei. Þú hefur aldrei séð mig áður. ég var? Þekkirðu mig? Ertu að hefna þín — Hver sem þú ert, þá skal ég skjóta á mér? þig niður eins og hund. — — Eg tók byssuna. Eg þarf að spyrja þig nokkurra spurninga. sinni helmingur af tekjunum. Telja bifreiðaeigendur, að þeir leggi fram nóg fé með þeim skött um, sem þeir greiða til þess að unnt sé að byggja varanlega vegi á öllum fjölförnustu leiðum á landinu á fáum árum, ef því væri varið til vegagerðar. Þá hefur fé- lagið bent á nýjari og ódýrari að- ferðir við gerð slitlags á vegi. Er hún fundin upp af sænskum vega verkfræðingum og hefur reynzt vel þar í landi. Telur féiagið nauð syn að gerð verði tilraun með hana hér. — Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda hefur einnig látið öryggismál til sín taka og stuðlað að aukinni umferðafræðslu með kvikmyndasýningum og fræðslu- fundum. — Þá hefur félagið kom ið upp viðgerðaþjónustu á veg- um úti yfir sumarið og verður hún aukin í sumar. Nutu 1034 bifreiðar slíkrar viðgerðarþjón- ustu s.l. ár. Fá fél'agsmenn hana ókeypis en aðrir greiða fullt verö fyrir hana. — í árslok 1961 voru félagar í FÍB 1780 að tölu og hafði þeim fjölgað um 518 á ár- inu. Hefur féiagið umboðsmenn á öllum helztu stöðum úti á landi en starfar ekki í deildum. Hið íslenzka náttúrufræ'ðifélag: . Fræðsluferðir sumarið 1962: — Uppstigningardag, 31. maí: Síðdeg isferð að upptakagígum Kapellu- hrauns og um Undirhlíðar að Kaldá, einkum til að skoða lands- lag og jarðmyndanir. — Lagt verð ur upp frá Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu kl. 2 og ekið Krýsuvíkurleið suður undir Vatns skarð. Gengið þaðan inn með Und irhlíðum um 8 km leið að Kaldár- seli, en þangað verður hópurinn sóttur á bíiunum. Komið aftur til Reykjavíkur nál. kl. 7. — Ráðlegt er að hafa með sér nestisbita og drykk. — Sunnudaginn 1. júi'í: Síðdegisferð til gróðurskoðunar og plöntusöfnunar að Ástjörn við Hafnarfjörð. — Lagt upp frá Búii aðarfélagshúsinu við Lækjargötu kl. 2 í bílum Landleiða og ekið suður á Hvaleyrarholt. Þar bæt- ast í hópinn þeir, sem sjá sér sjálfir fyrir bílfari, og þaðan verður gengið kl. 2,30 um Hval- eyrarhraun að Ástjörn yfir Ás- fjall og komið aftur niður í Hafn- arfjörð kl. 6—7 (gönguleið alls um 4—5 km). — Sterkur hnifur og plastpokar eru hentug tæki til plöntusöfnunar. Einnig er ráð- legt að taka með sér nestisbita og drykk. — Meðal leiðbeinenda verða grasafræðingarnir Eyþór Einarsson, Ingimar Óskarsson og Ingólfur Davíðsson — 17.—19. ágúst: Þriggja daga ferð austur um sveitir og vestur Landmanna- leið. — Lagt upp úr Reykjavík frá Nú byrjaði Kindrekur að segja frá. — Eg skil, að það er margt, sem þú vilt fá að vita. en fyrst verð ég að segja sögu þjóðar minnar. Fyrir mörgum árum kom hingað konungur úr austri og settist hér að með mönnum sínum. Hann var mikill spekingur, en fljótlega fór fólkið að nota þekkingu þá. sem það hlaut frá honum, til ýmislegs sem braut í bága við hugsjónir hans. Þess vegna lét hann grafa með sér allan sinn fróðleik og fjár- sjóði. Öldum saman vissi enginn, hvar gröf hans var að finna, en loks uppgötvaði ég það af tilvilj- un. Eg fann leirtöflur í haugnum, og leyndardómar hins látn.a kon- ungs voru skráðir á þær Mér heppnaðist að þýða letrið, en hin- ir Drúíðarnir komust að því, og þess vegna flýði ég. Vínóna skaut yfir mig skjólshúsi. Eg fór að þýða efni leirtaflnanna í annað sinn, þvi að Ragnar rauði stal fyrri þýðing- unni. En hann var sjálfur tekinn höndum af manni. sem vildi selja Drúíðunum bvðinguna Hann flýði svo yfir landamærin. er hann upp götvaði. að Drúíðarnir ætluðu að handtaka hann. — Nú skil ég á- huga Mána og Sigröðar á því, að komast inn í hauginn. Annar ætl- aði að ná gullinu til þess að útbúa her og ráða þannig niðurlögum Drúíðanna. en hinn vildi auka vald sitt með leyndardómum leirtafl- anna. — Máni hafði aðra ástæðu sagði Kindrekur — Það er til spá- dómur í sambandi við uppgötvun inngangsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.