Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 8
 Ekki gefinn fyr- ir opinber störf Magnús Gísiason ræðir við Gústav Halldórsson á Hvammsfanga Faktorshús, heltlr nú Hvammur. Blöndalshús, sem verið hefur pósthús um mörg ár. — Hér þykir mér senni- legt, að við finnum hann Gústaf. Og bílstjórinn nem- ur staðar við frystihús Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga á Hvammstanga. Við knýjum dyra og opn- um. Hurðin marrar geð- vonzkulega á frosnum hjör- unum. Það er eins og hún finni það á sér, að komu- menn séu ekki þarna mætt- ir til að kaupa kjöt og eigi því lítið erindi. En innan dyra blasir Gústaf við, klæddur eins og heim- skautafari utan hvað hann er berhentur. — Og þú ert allan daginn hér í þessum bölvuðum bruna? spyr ég Gústaf er við höfum heilsazt. — Já, eiginlega má það nú heita svo, svarar Gústaf og kímir. Sér líklega að mér er ekki alltof hlýtt innan í úlp- unni. — Og er þér aldrei kalt? — O-nei, ekki get ég nú sagt það. Eg þoli kulda allvel og svo venst maður þessu. Það er náttúrlega betra að búa sig sæmilega. Eg mundi ekki mæla með því, að neinn væri að spíg spora hér á náttfötum einum saman. Og svo er það bót í máli, að þegar ég kem út þá finnst mér alltaf vera hlýtt í veðri. Eins og lesendur þessara lína, ef einhverjir eru, hafa nú e.t.v. rennt grun í, þá er Gústaf Halldórsson starfsmaður kaup- félagsins á Hvammstanga og hefur verið það nokkur undan- farin ár. A Hvammstanga hef- ur Gústaf lengi átt heima og gegnt þar ýmsum störfum. Hefur alla tíð verið mikill fé- lagsmálamaður og starfað mik- ið á þeim vettvangi. Er við sitjum yfir kvöldkaffinu heima hjá Gústaf dettur mér í hug að fræðast eitthvað af honum um þennan stað, sem við erum nú staddir á. Á sjötugsaldri —Hvenær myndaðist fyrsti vísirinn að Hvammstangakaup- túni, Gústaf? — Ja, Hvammstangi fékk verzlunaréttindi skömmu fyrir aldamótin seinustu. Og það er í raun og veru upphafið að því, að hér myndaðist þorp. Það var Riis kaupmaður, sem byrj- aði á því að taka hér fisk og í því skyni reisti hann hér salt skúr, en áður var hann farinn að reka verzlun á Borðeyri. Og með þessum fiskkaupum hans hófst hér verzlun. Riishúsin stóðu þar sem nú eru kaupfé- lagshúsin. En Riis var ekki lengi einn um hituna því Jó- hann Miiller á Blönduósi hóf hér verzlun upp úr aldamótun- um og reisti þá hús það, sem heitir Sjávarbakki. Þótt Riis byrjaði að verzla hér fyrir aldamótin byggði hann ekki íbúðarhús fyrr en að þeim af- stöðnum þannig að fyrstu íbúð- arhúsin hér voru ekki byggð fyrr en rétt upp úr aldamót- um. Bæði þessi hús eru enn við líði og í þeim búið en bæði hafa þau verið flutt af hinum upp- haflega grunni. Þriðja verzlun- arhúsið hér reisti svo Jón Hans son. Hann byggði fyrir sunnan ána. Hús hans var mikil höll á þeirra tíma vísu. Jón var af Natansætt, eins og föðurnafn- ið bendir til. Fremur var stutt í verzlun hans og er hann hætti keypti Garðar Gíslason stór- kaupmaður eignirnar og verzl- aði hér í nokkur ár. Þegar svo Garðar skundaði héðan keypti kaupfélagið húsið og þar rak það sína verzlun alla stund þar til það flutti í hið nýja og glæsi lega verzlunarhús, sem nú er bækistöð þess. Þegar rætt er um þessi elztu hús má ekki gleyma Blöndalshúsinu, sem Sigvaldi frá Brekkulæk byggði. Það er nú pósthús en var lengi læknisbústaður. Nefnt eftir Birni Blöndal lækni, sem þar bjó og eftir hann Ólafur lækn- ir Gunnarsson á öndverðum læknisárum sínum hér. í tíð Ólafs var svo gamli læknisbú- staðurinn byggður og sömuleið is spítalinn gamli. Eg skal ekki fullyrða hvort Blöndalshúsið eða Faktorshúsið, (Riishúsið), er eldra, en þau munu vera elztu húsin hér í kauptúninu. Eftir að þessi hús höfðu verið reist tók byggðin smám saman að myndast út frá þeim og þeiiri starfsemi, sem þar var rekin. Hér var snemma rekin greiða sala og þótti koma sér vel í löngum og stundum slarksöm- um verzlunarferðum. Fyrsta maneskjan, sem hér rak þess konar verzlun var kona, Guð- rún Ólafsdóttir að nafni. Greiða söluhús Guðrúnar var nokkuð nýstárlegt. Það hafði að vísu veggi og sömuleiðis þak, enda líklega hæpið að nefna það hús að öðrum kosti. Hins vegar var það opið í báða enda svo greitt var þar bæði inn- og útgöngu, þótt tjaldað væri raunar fyrir stafnana. Húsið var fiskhjall- ur frá Syðrahvammi. En þótt hjallua-inn væri vinsæll stað- ur og kæmi sér oft vel þótti hann þó fremur kuldalegur í misjöfnum veðrum og því byggði Sigvaldi frá Brekkulæk bráðlega annað veitingahús fyr ir Guðrúnu og þar rak hún greiðasölu í mörg ár. Síðar, lík- lega um 1907, byggðu svo syst- kin, Sveinbjörn og Anna, ann- að greiðasöluhús og ráku all- mörg ár. Á þessum tímum mun allvel hafa þótt séð fyrir veit- ingum og vínsala var þá frjáls- ari en nú er. Til að byrja með voru ein- göngu byggð timburhús. En það mun hafa verið um 1909 að hingað fluttist skósmiður frá ísafirði, Guðmundur að nafni. Og hann gerðist þér brautriðj- andi í byggingarmálum ’áð þvi leyti, að hann reisti steinhús. Það hús er enn til þó að ókunn ugir eigi raunar ekki auðyelt með að koma auga á það. Sig- urður kaupmaður Pálmason eignaðist það nefnilega síðai og byggði utan um það. Stend- ur það nú í norðvesturhorninu á húsi hans. Eg kom fyrst hingað til Hvammstanga 1911, fermingar- árið mitt, og dvaldist þá hér í 1 ár. Þá voru hér 13 timbur- hús og 1 steinhús. Auk þess nokkrir bæir, byggðir úr torfi og timbri. Heita má, að byggð og íbúatala stæði nokkuð 1 stað alllengi eftir þetta. Húsum fjölgaði að vísu smátt og smátt þótt hægt færi og nú hafði steinn leyst timbrið af hólmi sem byggingarefni. Verulegur fjörkippur kom þó ekki í bygg ingar hér fyrr en upp úr stríðs árunum síðari. Þá komst íbúa- talan upp í 300 manns og mun nú vera 320—330. Eg held, að tengslin við Kirkjuhvamms- hrepp hafi háð viðgangi kaup- túnsins. Vildi stundum verða nokkur togstreita þar á mili, eins og gengur. En 1938 var Hvammstanga skipt úr Kirkju- hvammshreppi og varð þá kaup túnið sjálfstætt sveitarfélag. Eg býst við að það hafi orðið báð- um aðilum til góðs. Atvinna og afkoma — Hvernig var atvinna manna og atvinnuskilyrðum háttað hér fyrrum? — í raun og veru var um enga fasta atvinnu að ræða í þorpinu í þá daga nema að- eins fyrir þá, sem unnu við verzlanirnar. Margir urðu því að leita atvinnu annars staðar Ýmsir fóru á veiðar, suður eða vestur og sinntu kaupavinnu á sumrin. Sumir áttu fáeinar skepnur og höfðu af því nokk- urn stuðning. Róðrum heima var lítið sinnt enda afli oft tregur, Eg man ekki eftir nema einu verulegu fiskisumri síðan um aldamót. Það var 1917. Þá virtist fjörðurinn fullur af fiski en heita mátti að útgerð lægi þá niðri. Fyrrum var hins vegar mikið stundaður sjór, bæði af Heggstaðanesi og Vatns nesi. Af vestanverðu Hegg- staðanesi var einkum róið frá Bálkvík og Búðarvík en af Nes inu austanverðu frá Seltanga og Fögruvík og svo frá Hamr- inum úti á Vatnsnesinu. f þá daga var oft góður afli jafnvel hér inni á firðinum. Fyrsta þil- farsbátinn, sem héðan var gerð ur út, keyptu þeir Jón á Sönd- um, Jóhannes á Útibleiksstöð- um, Guðmundur á Illugastöð- um og Sigfús á Stöpum. Það var 4—5 smálesta bátur. En sú útgerð varð ekki langæ. Alls voru keyptir hingað 7 dekkbát ar en enginn þeirra stóð lengi við. Mun reksturinn hafa bor- ið sig illa enda hittist svo ólán- Iega á, að allir voru þessir bát- ar hér á ördeyðutímabili. A ár- unum frá 1930—1940 var oft knappt um atvinnu og þá bætti fiskurinn þó nokkuð úr þótt stopull væri. — En nú er útgerð með öllu lögð niður, segirðu og hvað hefur þá komið í hennar stað? Fara menn kannski enn þá á vertíð? — Nei, nú er búið með það að mestu. Hins vegar fara venjulega nokkrir í vegavinnu yfir vorið og sumarið. Oft er nokkur vinna vlð byggingar og aðrar framkvæmdr í kauptún- inu. Brúarsmiður er hér búsett ur og hefur flokkur manna héð an verið með honum við brúar 8 TÍMINN, þriðjudaginn 29. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.