Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 5
Fimmtugur í dags STEFÁN TRAUSTASON, yfirverkstjóri Stefán Traustason, yfirverkstjóri í Edduprentsmiðju er fimmtugur í dag. Hann er fæddur í Hrísey, sonur Rósu Benediktsdóttur og Trausta Eyjólfssonar, sem var bróðir hinnar kunnu skáldkonu, Höllu frá iiaugabóli. Móðir Stefáns er ern vel og dvelur hjá honum. Stefán ólst upp í Hrísey og vann þar á unglingsárum öll venjuleg störf við sjósókn og landvinnu, en 17 ára fluttist hann til Akureyrar og hóf litlu síðar prentnám í Prent smiðju Odds Björnssonar Þar vann hann alls tíu ár, fyrst sem prentnemi en síðan prentari. Árið 1940 fluttist Stefán til Reykjavíkur og réðst til starfa í Víkingsprenti, en skömmu síðar réðst hann til Prentsmiðjunnar Eddu, fyrst sem prentari en síðan vélsetjari, og árið 1940 varð hann yfirverkstjóri í prentsmiðjunni og hefur verið það síðan. Stefán prentaði Tímann, sem þá kom út tvisvar eð'a þrisvar í viku, nokkur ár eftir 1940, og var þá ærið oft bæði setjari og prentari blaðsins, en á stríðsárunum var mikill hörgull á prenturum til starfa. Var því miklum örðugleik- um bundið að koma blöðum út á réttum tima, og Stefán lagði oft saman nótt og dag til þess að koma blöðunum út. Eftir 1952 fór þetta að batna, meira lið prent- ara í prentsmiðjunni, stóraukinn vélakostur og betra að leysa af hendi þau verkefni, sem að köll- uðu. En segja má, að það hafi hvílt á Stefáni hálfan annan ára- tug að sjá um, að Tíminn kæmist gegnum prentsmið'juna eins og til var ætlazt og óhætt er að fullyrða, að það hafi tekið margar hvíldar- og frístundir frá honum. En síðasta áratuginn hefur Prentsmiðjan Edda stækkað mjög og starf Stefáns orðið æ ábyrgðar- meira. Hann þarf að vísu ekki lengur að kljást við svipaðan vanda og óður við að koma Tíman- um gegnum prentsmiðjuna, þótt enn eigi hann þar nokkurn hlut að, en önnur ver'kefni hans eru því meiri. Prentsmiðjan Edda er ein bezt búna prentsmiðja landsins um þessar mundir og vel fær til þess að leysa af hendi vandað prent- verk, og þar ræður mikil vand- Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiöenda verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 14. júní 1962 kl. 10 f.h. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréta- nefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1961. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1961. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál. 7. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda. Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fund- arsalnum í húsi félagsins laugardaginn 2. júní 1962, kl. ,30 e. h.. Dagskrá samkv. samþykktum félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fé- lagsins kl. 1—5 e.h. þriðjudaginn 29. og miðviku- daginn 30. maí og föstudaginn 1. júní. H.f. Eimskipafélag íslands. Sniðnámskeið Dagnámskeið hefst 4. júní, lýkur 15. júní. Nokk- ur pláss laus (42 kennslustundir). Sigrún Á. Sigurðardóttir. Drápuhlíð 48, sími 19178. ' virkni i öllum störfum. Stefán Traustason á öðium fremur hlut að því að setja þann svip á starfið. Stefán hefur kynnt sér prentiðn og nýjungar í henni mjög vel, bæð'i með lestri fagrita og heim- sóknum í prentsmiðjur erlendis. Fylgist hann mjög vel með í þess- um efnum en beitir jafnán íhygli og glöggri dómgreind í mati á gildi þeirra við íslenzka staðhætti. Stefán Traustason er aðeins fimmtugur að aldri, svo að elcki er ástæða til að rekja nákvæmlega störf hans og æviatrið'i að þess-u sinni. En við, sem höfum starfað með Stefáni hér í Edduhúsinu hartnær hálfan áratug og sumir lengur, vitum gerla, hvern hauk við eigum í horni, þar sem Stefán er, þegar vanda þarf að leysa, oft- ast í meiri skyndingu en æskilegt er. Hann leggur þá ærið oft á sig I mikla fyrirhöfn og sparar sig hvergi, og skeytir þá ekki um tímabundinn vinnudag af sinni hendi. Yfir starfinu í prentsmiðj- unni er hann vakinn og sofinn að sjá um, að allt fari þar eins vel úr j hendi og unnt er, og þegar vinnu- : degi starfsmanna er lokið, er hann oft löngum stundum við að lag- færa, ljúka verkum og undir- búa ný. Stefán Traustason er svo áreið- anlegur og traustur maður, að öll- um þykir gott við hann að skipta. Hann er greindur vel, glöggskyggn og gerhugull, hrapar ekki að neinu, tekur ákvarðanir að vel yfir lögðu ráði en heldur síðan fast við þær. í vinahópi er hann glaður og ljúfur, og þá gaman við hann að .ræða. Hamn er því mjög vinsæll og um leið virtur fyrir traustleik sinn í öllum skiptum við aðra. Við' samstarfsmenn Stefáns hér í Eddu- húsinu þökkum honum innilega alla samvinnuna. þolinmæði hans við flaustur okkar og óðagot/ hjálpsemi hans og úrlausnir, þegar allt var að reka í strand eðá fara úr böndum, og vonum að njóta hans enn um langa hríð hér innan veggja, og með þeim orðum sendi ég Stefáni Traustasyni beztu þakk- ir mínar og innilegar hamingju- óskir með þessum flýtisorðum. — a.k. Nylon hjólbarðar af flestum stærðum. Einnig margar stærðir með hvítum hliðum Sendum um allt land Gúmmívinpuefnfan h.f. Skipholti 35 Reykjavík Sími 18955 Hvítasunnuferð til Grænlands 4 daga skemmtiferð til Grænlands um hvítasunn- una. Flogið verður til Kulusuk og siglt þaðan til Angmaksalik. — Þátttökugjald kr. 3.300,00. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. — Þátt- taka tilkynnist fyrir föstudag 1. júní. FerSaskrifstofan LL LÖND & LEIÐIR H.F. Tjarnargötu 4 — Sími 20800 Takið eftir Ungur og hraustur maður, sem ekki vill verða „viðreisninni“ að bráð, óskar eftir vellaunaðri vinnu. Má vera lífshættuleg. Tilboð sendist blaðinu, merkt: STARF — fyrir sunnudag. RÁDSKONA óskast að vistheimilinu að Elliðavatni nú þegar. Upplýsingar í síma 3-30-27. Sjúkrahúsnefnd Reykpivíkur. Verkstjóri með síldarsöltunarréttindi óskast til síldarsöltun- arstöðvar á Austfjörðum. Upplýsingar í sjávarafurðardeild S.Í.S., Sambands- húsinu, sími 17080. Skrifstofur ríkisfehiröis og ríkisbókhalds, verða lokaðar til hádegis mið- vikudaginn 30. þ. m. vegna útfarar Ástu Magnús- dóttur fyrrverandi ríkisféhirðis. 1200.— kr. afsláttur SVEFNSOFAR nýir — vandaðir, frá kr. 1950, — Svampur 1. fl. — Spring. Tízkuullaráklæði. ÓDÝR SÓFASETT. Sendum gegn póstkröfu. SÓFAVERKSMIÐJAN Grettisgötu 69. Sími 20676 Gwðlaugur Einarsson MÁLFLUTNINGSSTOFA Freyjugötu 37, simi 19740 Tveir röskir drengir 11 ára og 12 ára óska að komast í sveit. Upplýs- ingar í síma 51170. Öxlar með fólks- og vörubílahjól- um fyrir heyvagna og kerr- ur. — Vagnbeizli og grind- ur. — Notaðar felgur og notuð bíladekk — til sölu hjá Kristjáni Júlíussyni, Vesturgötu 22. Reykjavík, 3Ími 22724, Póstkröfusendi. TIMIN N, þriðjudaginn 29. maí 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.