Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1936, Blaðsíða 8
376 LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS Konur í Ukraine vinna að þreskingu. Úr ýmsum áttum Úr skólum. íslenskir orðaleikar, íslenskan er ekki jafn auðug að orðaleikum og ýmis önnur mál. Þó ber það við, að alþýða bregð- ur slíku fyrir sig. Eitt dæmið er frá Sólvöllunum í Reykjavík. Þar eru allar göturnar kendar við velli, svo sem Ásvallagata, Hofs- vallagata, Brávallagata, Sólvalla- gata, Ljósvallagata o. s. frv. Nú hefir fólkið skírt þar nýjar götur: Sjestvallagata, Finstvallagata, Er- vallagata. # — ÓskÖp ertu lítill, drengur minn, sagði gestur við niðursetn- ing. — Nei, jeg er alin. — Og skömm væri nú að segja það að þú værir alinn. * Fótaskinn heitir bær norður í Þingeyjarsýslu. Þar bjó Sigur- björn skáld, faðir Jakobínu Johnson skáldkonu, og var leigu- liði. Einu sinni sagðist hann hafa vaðið yfir Laxá á sínu eigin fóta- skinni. í síma: — Halló, halló! Það er að brenna. — Hvar? — Hjerna ---------- * Á hljómleikum: Sko vinnu- brögðin hjá blástursmönnunum! En sú sjerhlífni! Um leið og hljómsveitarstjórinn snýr við þeim bakinu draga þeir af sjer, eða hætta alveg. * 14 ára: Hvað heitirðu, stúlka mín? spyr aldraður góður maður. — Ingi----------- — Ingi — — —, já og hvað meira? — — — bjÖrg? -— Nei, heldurðu að jeg sje úr steini, svaraði hún feimnislega. # í kjötbúð. — Jæja, hvað liggur yður á hjarta í dag, ungfrú? — Ekkert til nema 2 pund af nautslæri. * Leigjandi: Það lekur altaf þak- ið á íbúðinni minni. Hvað á þetta lengi að ganga? Húseigandi: Spurðu veðurstof- una um það. Kennari: Hvað flytjum við inn frá Vesturindíum ? — ? ? — Hvaðan fáum við sykur? — Hann fáum við lánaðan í næstu búð. * Kennari: Geturðu nefnt mjer dæmi um mildan vetur? Eiríkur: Já, 1934, þá var kenn- arinn veikur í sex vikur sam- fieytt. * — Hvaðe húsiýr er nytsam- ast? — Hænan. — Hvers vegna ? •— Vegna þess að það er hægt að eta hana bæði þegar hún er dauð, og áður en hún fæðist. * — Hvað voru margar styrjald- ir á Spáni á 17. öld? — Sjo. — Teldu þær upp. — Já, sú fyrsta, önnur, þriðja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.