Morgunblaðið - 28.01.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ „Ðahia Blanca“ Útförin FRAMH. AP ÞRIÐJU SÍÐU. i|m. I ræðu sinni sagði hann jmeðal annars: i Vjer sýnum framliðnum mönn am virðingu vora Ineð því, að lata oss ant um grafreitina, sem geyma ,lík þeirra, og minnumst með þessu mannanna sjálfra meðan þeir voru lifandi og starf andi. Andinn fer til guðs, sem gaf hann, það eru ekki menn-. irnir sjálfir, heldur lík þeirra, ,sem eru lögð til hinnar hinstu hvíldar, en af því vjer ekki |>ekkjum mannsandann öðruvísi en í sambandi við líkamann, þá Trerður líkaminn tákn og ímynd mannsins sjálfs og vjer heiðr- um manninn sjálfan með því að sýna virðing líki hans og leg- stað. Grafreitirnir eru þögulir að sýn, en þó tala þeir hárri röddu til hvers einasta manns. Mundu það maður, að þú átt að deyja! En einmitt með því að minnast dauðans, erum vjer hvattir til að lyfta huga og hjarta til hans, sem einn hefir íífið í sjer varandi og hefir sent son sínn tfl þess að kalla menn- ina til lífsins. Vjer erum hjer að taka upp nýjan grafreit, ekki kirkjugarð neinnar sjerstakrar sóknar, heldur grafreit, þar sem fleiri mönnum er ætlaður legstaður, sem þjóðin vill sjerstakan heið- «r sýna. Það getur ekki orkað tvímælis, að slíkur reitur verð- ur að vera á hinum fornhelga stað, á Þingvöllum. En með því a ð heiðra minningu látinna mikilmenna, vinnum vjer það verk, sem á að verða til heilla og hvntningar komandi kynslóð- nm. Grafreitur eins og þessi, á að gera meira en það, að minna men á dauðann, hversu á að :gera komandi kynslóðum ljósa og Jifandi minningu þeirra, sem öðrum fremur hafa barist góðri faaráttu og hvetja þá með því til þess að feta í fótspor þeirra. Þess fleiri sem árin líða og þess fleiri sem þeir ágætismenn ■verða, sem hjer fá legstað, þess meír vex þessi reitur að tign og helgi. Og jeg bið þess, að hjer megi breyting frá hinum látna ná til þeirra, sem lifa, svo að þessi reitur megi vinna sitt verk til þjóðþrifa og þjóðar- lieilla. Eftir vígsluna söng söngflokk urinn sálminn „Jurtagarður er herrans hjer“. Síra Halfdan Helgason kast- aði rekunum, en söngflokkur- inn söng síðasta versið af sálm- inum: „Alt eins og blómstríð eina“: „Jeg lifi í Jesu nafni . . .“ og loks voru sungin 2 vers af .sálminum „í friði látinn hvilir hjer“. Er vígslu reitsins var lokið, gengu ættingjar hins látna að gröfinni og lögðu blómsveiga á kistuna, en silkifáninn blái og bvíti var tekinn af kistunni. Ríkisstjórnin veitti öllum við- Ætöddum kaffi í Þingvallabæn- mn hjá umsjónarmanni staðar- íbs, Guðmundi Davíðssyni. Greftrun var lokið um klukk an 12,30, en það drógst fram nndir 1,30 að aðkomumenn gætu lagt af stað heimleiðis. PRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. viðureignar. Verkamenn hlaupa altaf við og við úr vinnunni til að sinna heimilum sínum. Þar eru dýpstu námugöng í heimi, yfir 2000 metrar á 'dýpt frá yfirhorði. I 20 ár hafa Englendingar1 á einum stað verið að vinna að und- irbúningi að námugrefti í stórum stíl. Þeir voru húnir að gera 17 km. löng göng inn í fjall eitt. En alt í einu var leyfið tekið af þeim fíl námureksturs og urðu þeir að hætta við alt saman. Það er hin nýja þjóðernisvakning, er kom því af stað. Þarna í Minas Gerais dvaldi jeg í ein tvö ár við námurannsóknir. Þar er loftslag mjög þægilegt, aldrei frost, en mestan hita fjekk jeg þar 32° í skugga. Helsta horg- in þar um slóðir heitir Ouro Preto. Hún er minni en Reykjavík. En þar eru 30 kirkjur. Menn ferðast þar mikið ríðandi á múldýrum. Eru þau hetri til reiðar en hestarnir, þolin og þæg. Ýmislegt er einkennilegt í fari Brasilíubúa, er menn hera þá sam- an við Evrópumenn. Eitt af sjer- kennum í dagfari þeirra er, hve mikið þeir nota af meðulum. í hæjunum eru lyfjabúðir á hverju strái, sem hafa á boðstólum alls- kon^r undralyf, sem fólk gleypir við, fjörgandi lyf og hressandi, hætiefnalyf og margt fleira. Brasi- líubúar geta engan dag lifað án þess að taka inn eitthvað meðala- gutl. ★ Talið barst síðan að ferð Bahia Blanea, er fjekk svo sorglegan endi úti fyrir Vestfjörðum um daginn. Krzywicki segir svo frá: Bahia Blanca var stærsta vöru- flutningaskip Suður-Ameríku— Hamborgar-línunnar. Það hafði legið lengi í Rio. Löngu áður en við lögðum úr höfn vitnaðist það, að skipið ætlaði að freista að kom- ast heim. Jeg las um þá fyrirætl- un í blaði langt inni í landi mán- uði áður. Ensku herskipin Ajax og Exet- er komu inn til Rio de Janeiro við og við. En þau máttu ekki stansa þar nema stutt í einu. Að við sluppum framhjá þeim áttum við Graf von Spee að þakka. Þessi bresku herskip voru að sinna honum þegar við lögðum út á hafið. Þessa 34 daga, sem við vorum á ferðinni, sáum við til 11 skipa. Eitt af þeim var líklega vopnað óvinakaupfar. Það heygði af leið er það varð vart við okknr; hefír sennilega búist við að við væfum vopnaðir. Alt gekk að óskum, uns við lentum í ísnum sem kunnugt er. Er skipið eftir langa mæðu var laust úr ísnum, var stefni þess með miklum opum, eins og klipið væri framan af því, og glufur á kinhurígunum. Fremsta lestin var alveg full af sjó. En það sem hjelt skipinu fljótandi var milligerðin milli fremstu lestarinnar og þeirr- ar næstu þar fyrir aftan. Skipinu var siglt með hægri ferð áleiðis til lands, með stefnið í sjó og fremstu lestina fulla af vatni. En þegar við svo, fengum frá- landsvind á móti okkur með mik- illi öldu, þá var ekkert annað að gera en reyna að fá hjálp. Þá var milligerðin milli lestanna líka far- in að bila. Þá sendum við neyð- armerki, sem togarinn Hafsteinn frjetti af, svö hann kom okkur til bjargar. En eins gat verið að okkur óvinveittara skip hefði orð- ið fyrra til á vettvang. En svo varð ekki. Sjómenska og dugnaður skips- hafnarinnar á Hafsteini bjargaði okkur. Það er hinni hraustu skipshöfn á Hafsteini að þakka, að við kom- umst úr sjávarháska og komumst heilu og höldnu hingað til Reykja- víkur. Hjer var okkur tekið með gestrisni og velvilja. Yið höfum verið hjer aðeins stuttan tíma, en okkur líkar dvöldin ágætlega. REYKJAYÍKURBRJEF FRAMH. AP FIMTU SÍÐU. in til dagskrárinnar er lítill hluti af útgjöldum stofnunarinnar, rúml. 13%, er einkennilegt, hve ýmsum þingmörínum og öðrum er hugleikið að fá einmitt þenna út- gjaldalið lækkaðan. Það er þó með útvarpsefninu, sem tekjurnar fást að mestu leyti, þessi hálfa miljón, sem hlustendurnir greiða. Öll sú upphæð fer nú í önnur gjöld en útvarpsefni, nema hvað af henni er hægt að greiða fyrir frjett- irnar. Þeir, sem telja sig umboðsmenn hlustendanna, ættu vissulega held- ur að hugsa um, að þeir fengju meira fje til útvarpsefnis fyrir þessa % miljón, er þeir greiða Ríkisútvarpinu. Hraðfrysti fiskurinn. rá því hefir verið skýrt hjer í blaðinu, að markaður fyrir hraðfryst þorskflök hafi glæðst vermlega á síðastliðnu ári. Nú hefir Fiskimálanefnd stað- ið í samningum um sölu á 6000 smálestum af hraðfrystum þorsk- flökum, er keypt verða fyrrihluta þessa árs. Samsvarar þetta 5000 smálestum af fullverkuðum salt- fiski. Yerðið er að vísu ekki hátt, 15 aurar fyrir kg., sem hægt verður að greiða fyrir fiskinn nýjan inn- anífarinn. Er það sama verð og greitt hefir verið fyrir fisk þann, sem keyptur hefir verið af bátum í togarana til útflutnings. Yerð þetta mun jafngilda 120—130 kr. fyrir skpd. af verkuðum fiski. Fiskur þessi verður tekinn frá hraðfrystihúsunum frá ísafirði til Keflavíkur, auk þeirra staða á Flateyri, Dýrafirði, Stykkishólmi, Ólafsvík og hjer í Reykjavík. Sfldarverksmið j urnar. tjórn síldarverksmiðjanna hefir verið á fundi hjer und- anfarna daga til þess að ræða um fyrirhugaðar viðbætur verksmiðj- ajina á Siglufírði og Raufarhöfn. Hefir altaf verið svo ráð fyrir gert, að fje sje fyrir hendi, er til kemur, til að leggja í viðbætur þessar, og er þess vænst, að svo verði, svo byggingar og vjelar verði til taks þegar á þarf að halda í sumar. Sunnudagur 28. janúar 1940. Uthlutun á morgun FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. miðum fyrir hveitimiða, samkvæmt læknisvottorði, verða hinsvegar ,af- greiddir frá 1. til 7. hvers mán- aðar. Sama gildir um þá, er glat- að hafa stofnum, sem og utan- bæjarmenn, t. d. á skipum. Matvælaseðlar verða framvegis ekki afgreiddir til fólks án þess að stofnar komi á móti, nema að lögð sjeu fram skilríki fyrir því, að það hafi ekki fengið seðla áður, eða, ef það hefir glatað stofnum, gefi skriflega yfirlýsingu um að svo sje, og að stofnarnir sjeu ekki í umferð. 27298 Tðlur á 5 aura stykldð, seljum við meðan birgðir endast. Um 100 tegund- um úr að velja. Einnig nokkur þúsund skelplötu- og tau- tölur á 2 aura stykkið. K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. -- LITLA BILSTÖBIN Er nokkuð ttór UPPHITAÐIR BÍLAR. Málarafjelag Hafnarfjarðar. Kvöldskemtun með dansleik í kvöld kl. 9 að Hótel Björninn. Lárus Ingólfsson dansar og syngur hinar víðfrægu Chaplin-vísur. Daníel Bergmann hermir eftir nokkrum Hafnfirðingum. Cik_ 4 manna hljómsveit leikur nýju danslögin. — Þeir^ sem vilja skemta sjer, koma í Hótel Björninn. Verkamannafjelagið Ðagsbrún. TrúnaöarmannaráD Dagsbrúnar tflkynnir að gefnu tilefni: Samkvæmt lögum um gengisskráningu eiga Dagsbrún- armenn að fá 9% uppbót á kauptaxta fjelagsins og ber atvinnurekendum því að greiða kaup Dagsbrúnarmanna þannig, frá 1. janúar þ. á. að telja: Dagkaup Eftirvinna Helgidagavinna Næturvinna, sje hún unnin, Samkvæmt 3. gr. samnings milli Dagsbrúitar og Vinnu- veitendafjelags Islands frá 28. apríl 1938 ber að greiða tímakaup með 10% álagi á kauptaxta, sje unnið vinnutíma- bil sem fellur utan kaffitíma, þannig að kaup greiðist þá með kr. 1.74 á klst. í dagvinnu. Reykjavík, 27. janúar 1940. TRÚNAÐARMANNARÁÐ DAGSBRÚNAR. kr. 1.58 á klst. — 2.34 - — — 2.94 - — — 2.94 - —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.