Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976 NÆR allir nemendur 6.- bekkjar í 8 barnaskólum hafa sameinast í þvi áformi að byrja ekki að reykja og skora á 6 bekkinga um land allt að fara eins að. Jafn- framt skera börnin upp her- ör gegn tóbaksauglýsing- um í verslunum og tillits- leysi reykingamanna. Eins og frá var skýrt í blaðinu á fimmtudaginn var komu fulltrúar um 800 nemenda 6.-bekkjar í 7 Reykjavíkurskólum og Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi saman á fund sl. miðvikudag. Fundurinn var haldinn að Suðurgötu 22 hjá Krabbameinsfélagi Reykjavikur. Sóttu hann um 60 börn og nokkrir gestir, þeirra á meðal Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra. Framkv.stjóri Krabbameinsf. Rvikur, Þorvarður Ornólfsson, skýrði frá tildrögum fundarins og tilgangi.sem var fyrst og fremst sá að gera grein fyrir samtökum, sem nemendur i öllum deildum 6.- bekkjar i Áltamýrar-, Árbæjar-, Breiðholts-, Hliða , Laugarnes-, Mela-. Mýrarhúsa- og Vogaskóla hafa bundist i baráttu gegn tóbaksreykingum. Grundvöllur þessara samtaka er viljayfirlýsing, sem yfir 90% allra nemenda þessara deilda hafa þegar undirritað. en i flestum bekkjunum var þátttakan alger meðal þeirra nemenda sem i skóla voru þá daga, sem undirskrift fór fram. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Við undirrituð bekkjar- systkin... lýsum yfir þeim ein- dregna vilja okkar að byrja ekki að reykja og viljum styðja hvert annað f þvf áformi. — Við viljum leitast við að hafa áhrif á skólasystkin okkar og aðra félaga með þvf að fræða þau um skaðsemi tóbaksnautnar og hvetja þau til þess að forðast reykingar. — Við viljum vinna á móti öllum hugmyndum um að reykingar séu „fínar“ eða álitsaukandi og stuðla að þvf að algert tóbaksbindindi verði rfkjandi." Að undanförnu hefur farið fram sérstakt fræðsiustarf um skaðsemi reykinga i fyrrtöldum skólum fyrir forgöngu Krabba- meinsfélags Reykjavíkur. Hefur framkv. stjóri félagsins heimsótt allar deildir 6.- bekkjar skólanna í þessu skyni, sýndar hafa verið fræðslumyndir og í nokkrum skólanna verið haldin eða ráð- gerð sérstök námskeið með hóp- vinnusniði f þeim tilgangi að efla þekkingu 6.-bekkinga á ýmsum hliðum reykingavanda- málsins .og gera þá færa um að fræða yngri skólasystkin sín um það efni. I Breiðholtsskóla hefur 6.- bekkur nú haldið 5 fræðslu- og hvatningarfundi með yngri nemendum, og hafa þeir tekíst með ágætum. I kjölfar fréttar af fyrsta fundinum gerðist það, að nemendur 6.-bekkjar í Nes- kaupsstað ákváðu að efna til samvinnu um að byrja ekki að reykja og undirrituðu því til staðfestingar yfirlýsingu sem að verulegu leyti er fyrirmynd yfirlýsingar Reykjavíkur- og Þorvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Reykjavikur skýrir frá tildrögum fundar- ins. Meðhonumá myndinni eru Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Halldóra Thoroddsen fram- kvæmdastjóri Krabba- meinsfélags íslands. Seltjarnarnesbarnanna. Sam- þykkti fundurinn einróma að senda þeim sérstaka kveðju, og var hún flutt þeim með sím- skeyti. Jafnframt samþykkti fundur- inn einróma að skora á 6.- bekkinga um land allt að efna i hverjum skóla til samtaka um að byrja ekki að reykja, hét á skólastjóra og kennara um fýllsta stuðning og mælti með því, að slíkum samtökum yrði framvegis komið á í 6.-bekk i byrjun hvers skólaárs, meðan þörf krefði. Beðið er um að senda upplýsingar um stofnun þesskonar samtaka til Krabbameinsf. Reykjavíkur. Þá samþykkti fundurinn, einnig einróma, eftirfarandi ályktun: „Við heitum á forráðamenn þjóðarinnar, fyrirtæki, stofn- anir og fólkið i landinu að taka afstöðu gegn hvers konar aug- lýsingastarfsemi tóbaksfram- leiðenda og umboðsmanna þeirra. Sérstaklega skorum við á verslanir að taka burtu allar tóbaksauglýsingar og aðstoða ekki framar við neinskonar kynningu á sígarettum eða öðru tóbaki. Við styðjum það, að bannað verði að selja börnum og ung- lingum tóbak, og teljum eðli- legt að takmarka smám saman alla tóbaksverslun í landinu. Við skorum á reykingamenn að virða rétt þeirra sem reyka ekki, til að anda að sér hreinu lofti og minnum þá á, hve skað- leg áhrif óbeinar reykingar geta haft, einkum á börh og aðra þá sem eru sérstaklega næmir fyrir tóbaksreyk." Það skal tekið fram, að allar ályktanir fundarins að undan- skildum síðasta lið hér á undan, höfðu verið ræddar fyrir fundinn í hverjum einstökum bekk og fulltrúarnir alls staðar fengið umboð til að samþykkja þær. Tillaga um áskorun á reykingamenn kom svo fram á fundinum og var samþykkt með miklum fögnuði. Áformað er, að 6.-bekkingar fyigi eftir áskorun sinni á verslanir með bréfi, sem nemendur hvers skóla fari með í verslanirnar í sínu skóla- hverfi. Á fundinum kom það fram, að 12 læknanemar hafa að und- anförnu farið í 7. bekk Breið- holts-, Hlíða- og Vogaskóla og .samsvandi bekki (I.-bekk), Haga-, Laugalækjar- og Val- húsaskóla, haldið þar erindi og rætt við nemendur um áhrif reykinga. Hafa heimsóknir þeirra borið ótvíræðan árangur. Taldi Þorvarðurmikils virði að framhald yrði árlega á slfkri starfsemi af hálfu lækna- nema. Læknanemarnir Bene- dikt Sveinsson og Halldór Jóns- son, sem haft höfðu forgöngu um þessar heimsóknir, voru gestir fundarins, en aðrir gestir voru: Guðmundur Magnússon, skólastjóri Breiðholtsskóla, Tómas Einarsson, kennari í Hlíðaskóla, Alda Halldórsdóttir hjúkrfr., formaður fræðslu- nefndar Krabbam.f. Rvíkur og Halldóra Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfél. Islands, en kveðja var flutt fundinum frá Gunnlaugi Snædal dr. med, formanni Krabbameinsfél. Reykjavíkur. Þeir Guðmundur og Tómas komu sem fulltrúar skólastjóra og kennara 6.-bekkinganna. Flutti Guðmundur snjallt ávarp, þar sem hann meðal annars þakkaði þann mikla skerf, sem forystumenn krabbameinsfélaganna hefðu Framhald á bls. 22 Séra Jón Auðuns: Athugasemd Mynster og Miinster Sl. sunnudag birti Mbl. viðtal blaðamanns við rithöfund og list- málara, sem var að opna sýningu á verkum sínum. Þar komu fram heldur kynlegar missagnir. Málarinn hafði nýlega sýnt verk sín í borginni Munster í Þýzka- landi og I þvi sambandi sagði hann við blaðamanninn: „Það hafði nú einhver orð á því, að þetta væri í fyrsta skipti, sem Islendingur kæmi fram hefndum fyrir hugvekjurnar frá MUnster, sem tröllriðu kirkjulífi Islend- inga i tvær aldir.“ Væntanlega er það fáheyrt, að ruglað sé saman þýzkri borg og dönskum biskupi, þótt beggja nöfn séu borin fram með nálega sama hætti, — hvor sem heiður- i inn á, málarinn eða blaðamaður- I inn. „Hugvekjurnar frá Munster"! telur málarinn að tröllriðið hafi kirkjulífi Islendinga í tvær aldir. Sannleikurinn er sá, að hugleið- ingar (ekki hugvekjur) hins lærða danska biskups komu út á | íslenzku 1839 og aftur 14 árum síðar, en „tröllriðu" aldrei ís- lenzku kirkjulifi, náðu aldrei al- mennri hylli vegna þess, að þær voru æði langt fyrir ofan marka- linu þess, sem almenningur vildi lesa af samtíma guðsorði. Hverjir stóðu að þvi að kynna Islendingum Hugleiðingar Mynsters biskups og töldu nauð- syn að kynna þær hér? Mestur var þáttur sr. Þorgeirs Guð- mundssonar, sem myndarlega kom að bókmenntaiðju og síðar gerðist danskur embættismaður, „hann Þorgeir i lundinum góða“, sem Jónas kvað til sitt alkunna og ágæta kvæði. Þá vann að þýðing- unni Brynjúlfur Pétursson stjórnardeildarforseti í Kaup- mannahöfn, og loks Jónas Hall- grímsson sjálfur. Handbragð Fjölnismanna er auðsætt á Hug- leiðingunum, þar fer saman frá- bærlega menntandi efni og mál- snilld Fjölnismanna. Þessi er sannleikurinn um Hug- leiðingar Mynsters biskups. Hvorki veit ég til þess að þær standi i nokkru sambandi við borgina Múnster í Þýzkalandi, né heldur tröllriðu þær íslenzku kirkjulífi i tvær aldir og þá lík- lega einkum vegna þess, að þær voru vandaðra guðræknirit bæði um efni og búning en önnur þau, sem alþýðu manna gazt betur að. Sagt gr, að þegar Fjölnismenn glímdu við að þýða upphafsorð fyrstu hugleiðingarinnar, hafi Jónas leyst vandann og þýtt: „önd mín er þreytt — hvar má hún finna hvild?“ Ómaklegt er að fara niðrandi orðum um Mynstershugleiðingar og þátt Fjölnismanna í að koma þeim á fagurt, íslenzkt mál. Jón Auðuns Jarðskjálftar og Kröfluvirkjun virkjunar væri hannað tíl að þola jarðskjálfta að stærð 7 á Richter stiga. ef sllkur skjálfti ætti upptök nálægt virkjuninni. Einníg hefir komið fram í fjölmiðlum, að húsið sé hannað til að þola jarðskjálftahröðun er nemi 220 cm/sek2. Ef kannaðar eru heimildir um hröðunarmælingar jarðskjálfta. þá samrýmast ofangreindar staðhæf- ingar ekki mælingunum. Mælingar þessar hafa flestar verið gerðar i Kaliforníu, en ég hefi ástæðu til að ætla, að mælingar sem gerðar yrðu hér á landi mundu gefa svipaðar niðurstöður. Meðfylgjandi mynd sýnir hámarks- hröðun, sem mæld var i mismunandi fjarlægð frá upptökum tveggja jarð- skjálfta. Fylltu hringirnir sýna mæl- ingar á Los Angeles svæðinu 9. febrúar 1971. en jarðskjálftinn var 6.6 á Richter stiga. Opnu hringirnir var 5.3 á Richters stiga. Skáhöllu linurnar sýna, hver er sennilega há- marks hröðun vegna jarðskjálfta sem er 4. 5. 6, 7 eða 8 Richter stig i mismunandi fjarlægð frá upptökum skjálftans. Jarðfræðilegar aðstæður geta valdið því. að hröðun er allt að tvö- föld. eða aðeins helmingur þess, sem linurnar gefa til kynna. Brotnu lin- urnar eru áætlaðar vegna skorts á mælingum. Þetta línurit segir okkur, að jarð- skjálfti, sem er 7 stig (Richter) muni valda hámarks hröðun 220 cm/sek2 innan 50 km fjarlægðar frá upp- tökunum og jarðskjálfti að stærð 5 (Richter) veldur sömu hröðun i 6 km fjarlægð, ef jarðskjálftinn á upptök nálægt yfirborði jarðar. 8. april 1976. Eysteinn Tryggvason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.