Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRIL 1976 11 TOLLGÆZLA NATTURUVERND Guðmundur Þóroddsson tollvörður (t.v.) og Kristinn Olafsson tollgæzlustjóri virða fyrir sér sigð, sem nota á við þaraskurð. Þetta áhald hefur ekki verið flutt inn áður og þvi þurfti að ákvarða f hvaða tollflokk það ætti að fara. Ljðsm. RAX. Tollarar gera fleira en að snuðra í skipum ^ SMYGLFRÉTTIR eru algengar I blöðunum eins og allir vita og þá einkanlega fréttir um smygl á áfengi, ffkniefnum og tóbaki. Þessir fréttaflutningur hefur haft það f för með sér, a3 almenningur heldur að fslenzkir tollgæzlumenn hafi þann eina starfa að snuðra i flutninga- skipum, sem eru að koma til landsins eða leita á flugfarþegum á Keflavikurflugvelli. Þetta er alrangt, meiri hluti starfs tollgæzlunnar beinist að þvi að vöruinnflutningur fari fram eftir settum reglum og hver innflytjandi borgi það sem honum ber i aðflutningsgjöld. Til þess að gefa lesendum innsýn i þetta starf tollgæzlunnar, sem svo sjaldan ber á góma f fjölmiðlum, gekk Hlaðvarpinn á fund Kristins Ólafssonar, tollgæzlustjóra og veitti hann fúslega umbeðnar upplýsingar. — Jú, það er rétt, okkur finnst, að sjaldan sé minnzt á þennan þátt tollgæzlunnar, enda þótt hann gefi ekki síður af sér I rikissjóð en smyglleitin, sagði Kristinn. — Hjá tollgæzlunni i Reykjavik vinna 62 menn. Þar af eru 32 i vöruskoð- unardeild. 28 i þeirri deildinni, sem annast tollafgreiðslu skipa og flugvéla og leit I þeim, þegar svo ber undir, og loks starfa tveir, enn sem komið er í rannsóknardeild sem nýlega hefur verið komið á fót og gefið hefur góða raun. — Starfsvettvangur tollvarða I vöru- skoðunardeild er í Tollhúsinu, i toll- póststofunni og i hinum ýmsu vöru- húsum, þar sem óótollaafgreiddar vörur eru geymdar. Starf þeirra er I þvi fólgið að athuga réttmæti hinna ýmsu atriða, sem fram eiga að koma i að- flutningsskjölum innflytjenda Ber þar fyrst að nefna athugun á þvl, hvort innflytjandi vöru hefur flokkað vöruna i rétt tollskrárnúmer eins og kallað er Hér verður að gefa þá skýringu, að mikill og flókinn lagabákur, tollskrár- lögin, skipa öllum vörum, hverju nafni sem nefnast. i tollskrárnúmer. Lög þessi eru að stofni til samhljóða I mjög mörgum löndum heims. sem komu sér saman um það árið 1950 með sam- þykkt, sem kennd er við Brussel. að samskonar vörur skyldu flokkast undir sama tollskrárnúmer í aðildarlönd- unum. Siðan fer það eftir ákvörðun hvers lands um sig, hve háa tolla skuli greiða af þeim vörum. sem falla undir hin einstöku tollskrárnúmer Ekki er alltaf auðvelt að tollflokka vöru. enda vörur og vöruafbrigði margvisleg og vafaatriðin þvi mörg Við úrlausn þeirra kemur sér vel fyrir tollgæzluna að hafa á að skipa færum mönnum i þessu fagi, sem sumir hverjir hafa áratugareynslu i starfi. Stundum dugar það jafnvel ekki til og er þá gjarnan leitað til nágrannaþjóðanna um þeirra úrlausnir og álit. — Innflytjanda vöru ber að greina tollskrárnúmer vöru á aðflutnings- skýrslu. Flokki hann i rangan tollflokk, rannsakar tollgzælan, hvort þau mistök eru afsakanleg vanþekking eða ekki Flestar skekkjur I þessu efni má rekja til þannig mistaka Framhald á bls. 29 Leigði Krísuvíkur- bjarg á 200 krónur # BÆJARSTJÚRN Hafnarfjarðar ákvað á fundi sfnum 12. janúar s.l. að segja Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra upp leigusamningi á Krfsuvfkurbjargi frá og með 1. janúar 1979. Ráðuneytisstjórinn hefur verið með bjargið á leigu frá 12. maf 1939 og greitt 200 krónur á ári fyrir leiguna. „Ég varð eiginlega guðslifandi feginn þegar ég fékk uppsagnar- bréfið. frá Hafnarfjarðarbæ," sagði Birgir þegar Hlaðvarpinn hringdi í hann til að fá fregnir af þessu forvitnilega máli. „Fyrir mér vakti aldrei annað en frið- unarsjónarmið þegar ég tók bjargið á leigu. Það var aldrei ætlunin að nytja bjargið enda hefði ég líklega aldrei komið upp aftur ef ég hefði einhvern tfma kjark f mér til að stíga út fyrir bjargbrúnina!“ Upphaflega gerði Birgir samn- inginn við landbúnaðarráðuneyt- ið og því ráðuneyti sendi hann bréf f febrúar s.l. þar sem hann segir að á ýmsu hafi oltið f friðun bjargsins. Menn hafi margir hverjir haldið að það væri al- menningur og veiði öllum frjáls. Hafi hann því tekið það til bragðs fyrir nokkru aó leyfa einum manni, Sigurði Jónssyni í Kefla- vik, að nytja bjargið f stað þess að hinir og aðrir færu þangað til veiða í óleyfi eða af ókunnug- leika. Sfðan segir Birgir f bréfi sinu: „Nú hefur Náttúruverndarráð í undirbúningi fólksvang á Reykja- nesi, sem m.a. mun taka til Krfsu- vikurbergs, sbr. auglýsingu í Lögbirtingablaði nr. 24, 4. apríl 1975. Teldi ég því eðlilegt að um- ráð bjargsins og annars land- svæðis samkvæmt samningnum færðust í hendur Náttúru- verndarráðs og fuglafrióunar- nefndar eða annarra opinberra aðila, sem hefðu friðun þess og umsjá með höndum." Framhald á bls. 29 ÞORSKASTRÍÐIÐ Gera varðskipin brezka sjóherinn óstarfhæfan? • ÞORSKASTRÍÐIÐ veldur brezka flotanum margháttuðum erfiðleik- um. Skemmdirnar sem brezku frei- gáturnar hafa orðið fyrir á islands- miðum eru tilfinnanlegar. Vera þeirra á miðunum hefur valdið miklu álagi sem hefur þau áhrif að flotinn á fullt I fangi með að sinna öllum þeim verkefnum sem honum eru falin. Nú bendir allt til þess að áhrif þorskastriðsins séu farin að segja til sin og þess sjáizt þegar dæmi hinum meg- in á hnettinum—1 á Indlandshafi Þangað hafa brezk herskip venjulega verið send i maimánuði og þar hafa þau haldið sig i niu mánuði. ekki sizt til að skáka Rússum sem hafa sifellt aukið umsvif sin á þessum slóðum. En vegna þorskastriðsins virðast Bretar hafa neyðzt til að hætta við að senda flota- deild til Indlandshafs að þessu sinni og talið er að það geti haft pólitiskar afleiðingar i för með sér i þessum heimshluta Að sögn Daily Telegraph hefur Framhald á bls. 35 • HLAÐVARPINN ætlar f dag að bregða upp svip- mynd af Olafi Ragnarssyni hinum nýja ritstjóra Vfsis. Blaða- og fréttamannsfer- ill Ólafs er nokkuð lit- rfkur. Hann byrjar sem ungur strákur á Sigiufirði að taka fréttamyndir fyrir Reykjavfkurblöðin. Strák- urinn hafði „fréttanef" eins og við blaðamenn köll- um það, hann fór að senda fréttir Ifka, leiðin lá þvf- næst inn á Alþýðublaðið, þaðan inn á sjónvarpið og eftir 10 ára dvöl á skjánum söðlar hann um, fer aftur inn f blaðamennskuna og þá á Vfsi sem ritstjóri. Ólafur er maður óragur og óttast það ekkert þótt hans nýi blaðamennskuferill hafi byrjað 1. aprfl. En gefum Ólafi orðið. — Þetta byrjaði allt saman á Siglufirði. Ég var með ljósmyndadellu sem strákur og þar kom að ég fór aö fhuga að koma þess- um filmum í verð, enda eyddi ég heilmiklum pen- ingum í þetta tómstunda- gaman. Ég fór því að bjóða fréttariturum blaðanna myndirnar og voru það hæg heimatökin, því pabbi var fréttaritari Vísis. Og fyrsta myndin birtist ein- mitt í þvi ágæta blaði árið 1959 eða fyrir 17 árum. „Spennandi að vera kominn í blaða- mennsk- una aftur” Það voru myndir frá til- raunasprengingum við Strákagöng og hafnarfram- kvæmdum. Sfðan þróaðist þetta og ég fór að senda flest öllum blöðunum myndir. Það var nóg að mynda á sumrin, síldin i fullum gangi og athygli þjóðarinnar beindist að Siglufirðl því allt féll og stóð með sildinni í þá daga. Fyrir þetta fékk ég viðbót- araura við það sem ég vann mér inn f síldinni. — Nú, þar kom að mér þóttu fréttaritarar blað- anna ekki nógu röskir að koma fréttunum frá sér, svo ég fór sjálfur að senda fréttir og texta með mynd- unum minum, Þetta leiddi til þess að blöðin fóru að hafa samband við mig og biðja mig að vinna fyrir sig stærri verkefni, viðtöl og svoleiðis. Eitt blað hafði öðrum fremur áhuga á starfskröftum mínum í þá daga, Alþýðublaðið. Þetta allt kveikti í mér áhuga á þvi að fara út í blaða- mennsku og árið 1965 hætti ég námi í Verzlunar- skólanum og byrjaði á Al- þýðublaðinu, þá tvitugur að aldri. Þar var ég við ýmislegt, fréttir og annað og einnig sá ég í nokkra mánuði um opnu blaðsins. Ég réð því sjálfur hvaða efni var i opnunni, tók sjálfur viðtöl og vann annað efni á opnuna, tók ailar myndir sjálfur og braut efnið um. Ég var ofsalega áhugasamur og sá ekkert eftir þvi að vinna við þetta daga og nætur. Vinnan á Alþýðublaðinu var góður skóli og þar fékk ég útrás fyrir ljósmynda- áhugann og blaðamanns- bakteriuna. — A þessum árum var verið að undirbúa stofnun sjónvarps, en á þvi hafði ég mikinn áhuga og strax árið 1963 var ég búinn að tala við Vilhjálm Þ. Gislason þáverandi útvarpsstjóra og spyrjast fyrir um störf við sjónvarp og lýsa áhuga minum á því að fara utan og læra kvikmynda- og dag- skrárgerð. Þessi sjónvarps- áhugi var sprottinn af því að ég hafói tekið kvik- myndir, aðallega 8 mm myndir í nokkur ár sam- hliða Ijósmyndunum. Minn kvikmyndaáhugi beindist að öðrum viðfangsefnum sem þá voru vinsælust. Ég hafði sem sagt eng- an áhuga á fjölskyldu- myndum heldur gerði ég nokkrar stuttar frétta- myndir með hljóði og öllu tilheyrandi á árunum 1960—’65 og eina hálftima mynd um Siglufjörð og sildina. Þegar ég var 17 ára hafði ég gert svo mikið af myndum að dugði i heilan biótima og þá réðst ég í það stórvirki að taka bióið á Siglufirði á leigu einn dag og sýna myndirnar mina þar. Ég hélt tvær sýningár, barnasýningu um daginn og sýningu fyrir fullorðna um kvöldið. Ég fyllti húsið i bæði skiptin, samtals 800 manns. Þetta var ofsalegur sigur. Ég man að á þessum árum sýndi ég fyrir norðan litmynd, sem ég hafði tekið af Surtseyjargosinu 1963. Þá var ekkert sjónvarp og þótti fólki mikið til koma að sjá þessa mynd. Nú er sjónvarpið komió en það hefur ekki ennþá náð mér, ég sýndi litmynd en það gerir sjónvarpið ekki enn! Svo þegar sjónvarpið byrjaði 1966 réðst ég þangað og fór til Dan- merkur og Svíþjóðar að læra dagskrárgerð. Síðan hef ég unnið að dagskrár- gerð og fréttamennsku hjá sjónvarpinu í 10 ár og það finnst mér ósköp hæfi- legur timi á miðli eins og sjónvarpi. Þar þurfa að vera örari mannaskipti en annars staðar svo fólk verði ekki leitt á sama fólk- inu. Eftir að ég hætti hafa nokkrir nefnt það við mig að þeir sjái eftir mér úr sjónvarpinu. Eg er auðvit- að ánægður með það og tel þetta merki um að ég hafi hætt á réttum tíma. Það borgar sig ekki að bíða eftir því að fólk segi við mann, að það sé gott að maður sé hættur. — Mér finnst mjög spennandi og skemmtilegt að vera kominn i blaða- mennskuna aftur. Ég geng með ýmsar hugmyndir í maganum sem ekki hent- uðu i sjónvarpi en mig langar að útfæra á Visi. A blöðunum er hægt að stunda miklu sjálfstæðari fréttamennsku en á sjón- varpi. Fyrstu dagana hef ég verið að rifja blaða- mennskuna upp. Það gengur alveg ljómandi enda hef ég i starfi minu hjá sjónvarpinu verið mikið í tengslum við blöó og blaðamenn og fylgst náið með blöðunum. Ég er sérstaklega ánægður með að hafa einmitt fengið tækifæri til að vinna á Vísi. Mér hefur alltaf verið hlýtt til þess blaðs, hér er ungt og lifandi starfsfólk og eigendur blaðsins eru alveg á þvi að ritstjórn og rekstur er tvennt aðskilið. Þeirra takmark er það eitt að gefa út gott, óháð blað, sem fólk vill lesa. Eg tel að það sé góður markaður fyrir blöð á Islandi og ég tel einnig, að fólk muni sina þeim blöðum meiri áhuga en áður, sem ekki eru um of með pólitískum lit. ÓLAFUR RAGNARSS0N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.