Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRIL 1976 29 fólk í fréttum Sigurvegararnir f Melodi Grand Prix-söngkeppninni I ár — Brotherhood of Man frá Englandi. „Geyrndu mér kossana þína...” + „Ég vil helzt ekki tala um peninga á þessari stundu en vfst er að við fáum miklu betur borgað en áður. Til okkar hafa streymt tilboð um að koma fram I sjðnvarpi um alla Evrópu en af þvf getur ekki orðið fyrst um sinn þvf að við erum upptekin fram í október." Þannig segist henni frá, hljómsveitinni Brotherhood of Man eða Bræðralagi manna, þegar hún hafði sigrað f Melodi Grand Prix- söngkeppninni f Haag. SÖngur- inn sem þau sömdu sjálf, heitir „Save Your Kisses For Me“ eða Geymdu mér kossana þfna og fjallar um mann sem á dálftið erfitt með að fara að heiman á morgnana til vinnu sinnar. Hann lofar þvf að flýta sér heim að vinnu lokinni og biður: „Geymdu mér kossana þfna — þó að þú sért aðeins þriggja ára.“ Hljómsveitin Bræðralag manna er fjögurra ára gömul og er forsöngvarinn Martin Lee en hin eru Lee Sheridan, Nicky Fleksnes í fullu fjöri Stevens og Sandra Stevens. „Við lftum ekki á okkur sem popphljómsveit þvf að við komum mest fram á veitinga- húsum f Englandi. Við erum með klukkustundarprógram og leggjum mikla vinnu og tfma f að gera það sem skemmi- legast," sögðu þau að lokum f Bræðralaginu. Rolv Wesenlund — Fleksnes f baksýn. BOBB & BO + „NU er ég hættur öllum spá- dómum um framtfðina, Einu sinni sagði ég að ég léki Fleks- nes aldrei framar en í dag er hann orðinn hluti af sjálfum mér,“ segir norski leikarinn Rolv Wesenlund eða kannski Fleksnes öðru nafni. Rolv er kvæntur og á þrjú börn á aldrinum 12 til 16 ára. Frfstundunum ver hann til siglinga á litlum seglbát ásamt fjölskyldunni eða upp á eigin spýtur. Heima fyrir hugar hann að frfmerkjunum sfnum. Rolv á ekki f neinum vandræðum með að fá önnur hlutverk í Noregi enda er hann talinn mjög fjölhæfur leikari. „Ég veit aftur á móti ekki hvernig mér gengi annars staðar, einkum á öðrum Norðurlöndum, þar sem fólki dettur alltaf Fleksnes f hug þegar það sér mig. Þættirnir hafa verið seldir til 22ja landa og ég er efins f að ég gengi sem Shakespeare-leikari þar,“ segir Fleksnes, afsakið Rolv, að lokum. — Tollgæzla Framhald af bls. 11 Til dæmis þetta nýlega dæmi. Inn- flytjandi einn flutti inn 1 7 tunnur af efni, sem hann á aðflutningsskýrslu nefndi vftissóda. Samkvæmt því átti tollurinn að vera 5%. Tollverðir gerðu athugasemdir og við nánari athugun kom í Ijós að efnið átti að flokkast undir ræstingaefni en ekki vítissóda og átti því að fara í annan tollflokk þar, sem tollur var 65%. Tollur var reiknaður upp á nýtt og mismunurinn var 1 58 þúsund krónur. — Hinu er þó ekki að leyna að öðru hvoru rekast tollverðir á skekkjur, sem taldar eru saknæmar og sæta kæru til sakadóms eða ríkissaksóknara Leið- réttingar. sem tollverðir gera vegna rangrar tollflokkunar innflytjenda, nema tugum millfóna á ári hverju til hækkunar á tollum og er þó ekki komizt yfir skoðun á innfluttum vörum nema í um 5% af tollafgreiðslufjölda Nákvæm athugun á tollflokkun verður ekki gerð nema með skoðun vörunnar. Til fróðleiks skal þess getið, að um 90% af öllum innflutningi til landsins kemur til Reykjavikur. — Væntanlega er Ijóst að einungis leiðréttingar tollgæzlunnar á toll- flokkun innflytjenda færir rikissjóði ótaldar milljónir. Er þá ótalinn árangur af athugunum tollgæzlunnar á rétt- mæti ýmissa annarra atriða, sem fram eiga að koma í aðflutningsskjölum inn- flytjenda. Sem dæmi um þau atriði má nefna hvort vörutegund, vörumagn eða innkaupsverð vöru sé sannleikan- um samkvæmt. Hefur tollgæzlan orðið áskynja um rangar upplýsingar inn- flytjenda um þessi atriði, og sæta slík mál refsikæru. Loks skal þess getið að starfsmenn vöruskoðunardeildar hafa eftirlit með því að farmflytjendur afhendi innflytjendum ekki ótall- afgreiddar vörur Er þess skemmst að minnast, að Flugleiðir þurftu að greiða um 18 milljdnir króna í tolla vegna ólöglegrar afhendingar starfsmanns félagsins á ótollafgreiddum vörum — Ég hefi hér að framan einkum rætt um hinn beina árangur af starf- semi vöruskoðunardeildar toll- gæzlunnar, árangur, sem nemur tug- um milljóna í krónutölu til hagsbóta fyrir ríkissjóð, en ekki má gleyma hinum óbeina árangrj, því, sem skilar sér vegna aðhaldsins, sem þessi starf- semi tollgæzlunnar hefur. Sá árangur verður ekki settur á vogarskál _ — NáttúruverSá Framhald af bls. 11 Síðar í bréfinu segir hann: ^ „Mér er ekki kunnugt hver er hinn rétti uppsagnaraðili samn- ingsins, enda skiptir það ekki máli, því að ég vil gjarnan losna við samninginn sem fyrst, þótt núgildandi samningstímabil renni ekki út fyrr en 1. janúar 1979. Aftur á móti er mér hug- leikið, að Krisuvíkurberg verði friðað eða a.m.k. nytjað á svo hóf- samlegan hátt að ekki valdi tjóni á hinu margbreytilega fuglalífi þess." 1 leigubréfinu um Krísuvikur- bjarg frá 12. mai 1939 segir: „Landbúnaðarráðherrann kunn- gjörir: Að ég með bréfi þessu leigi Birgi Thorlacius, Reykjavik, Krísuvíkurbjarg i Grindavíkur- hreppi, Gullbringusýslu, með öllum gögnum og gæðum. Enn- fremur alla veiði og reka við strandlengjuna frá Dágon, sem er kiettur við sjó á Selatöngum, að vesturmörkum Herdísarvíkur, þ.e. Seljabótarnefi.“ Síðar segir: „Leigutaka heimilast óhindraður, nauðsynlegur um- ferðar- og afnotaréttur af landi Krísuvíkurtorfunnar vegna nytja hins leigða. Til staðfestu nafn mitt og emb- ættisinnsigli. I atvinnumálaráðuneytinu hinn 12. dag maímánuðar 1939, Hermann Jónasson." Til Færeyja M.S. írafoss fer frá Reykjavík 21. apríl 1 976 til Tórshavn í Færeyjum. Tekið verður á móti flutningi 20. apríl í Hafnarhúsinu. H.F. Eimskipafélag íslands. syningarsalur Tökum allar gerðir notaðra bifreiða í umboðssölu Fiat 126 Berllna árgerð '74 500 þús. Fiat 126 Berllna árgerB '75 560 þús. Fiat 125 Berlina árgerS '71 450 þús. Fiat 125 Berlina árgerS '72 550 þús. Fiat 125 P árgerð '72 450 þús. Fiat 125 P árgerð '73 650 þús. Fiat 125 P station árgerð '73 600 þús. Fiat 125 P Berllna árgerð '75 750 þús. Fiat 127 Berlina árgerð '73 470 þús. Fiat 127 Berlína árgerð '74 600 þús. Fiat 127 3ja dyra árgerð '75 750 þús. Fiat 128 Berlina árgerð '70 280 þús. Fiat 128 Berlina árgerð '71 400 þús. Fiat 128 Berlina árgerð '73 550 þús. Fiat 1 28 Berlina árgerð '74 660 þús. Fiat 128 station árgerð '74 750 þús. Fiat 128 Berlina árgerð '75 850 þús. Fiat 128 Rally árgerð '73 650 þús. Fiat 128 Rally árgerð '74 800 þús. Fiat 128 Rally árgerð '75 950 þús. Fiat 1 32 Special árgerð '73 900 þús. Fiat 132 GLS árgerð '74 1150 þús Fiat 132 GLS árgerð '75 1300 þús Ford Maverick árgerð '74 1 600 þús. Chevrolet Nova árgerð '73 1 milljón Mazda 929 árgerð '75 1400 þús. Datsun 180 B árgerð '74 1400 þús. Hilman Hunter árgerð '73 750 þús. Hilman Hunter árgerð '74 850 þús. Lada station árgerð '74 750 þús. Lada Topas 2103 árgerð '75 1 miiljón Renault TS árgerð '73 1400 þús. Citroen GS árgerð '72 650 þús. Austin Mini árgerð '74 500 þús. Volkswagen 1 300 árgerð '67 100 þús. Opið í dag frá kl. 10-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.