Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRIL 197tí Minning: Indriði Helgason rafvirkjameistari 1 dag er til moldar borinn frá Akureyrarkirkju öldungurinn og höfðingsmaðurinn Indriði Helga- son rafvirkjameistari. Hann lézt 25. f.m. háaldraður. Hann fæddist í Skögargerði í Fellum 7. okt. 1882 og var því á 94. aldursári, er hann lézt eftir skamma sjúkdómslegu. Foreldrar hans voru Helgi Ind- riðason, bóndi í Skógargerði, og kona hans Ölöf Margrét Helga- dóttir. Stóðu ættir hans mest um Austurland, en þó átti hann einnig til skaftfellskra og eyfirzkra ætta að rekja. Meðal ættingja hans var margt merkra manna og má meðal þeirra telja Gunnar Gunnarsson rithöfund og Pál skáld Olafsson. En að öðru leyti er ekki á minu færi að rekja ættir Indriða. Indriði ólst upp í heimahúsum fram yfir tvítugt, en hleypti þá heimadraganum og fór til náms i Eiðaskóla 1904. Lét hann þar ekki staðar numið og fór til náms í lýðháskólanum i Askov í Dan- mörku þar sem margir merkir Islendingar hafa stundað nám. Nam hann þar árin 1906 til 1908, en að því loknu hóf hann í Dan- mörku rafvirkjanám og nám í raf- magnsiðnaði. Lauk hann þeim prófum 1911 og mun vera fyrsti Islendingur, sem stundaði nám i rafmagnsiðnaði. Aldraður vinur Indriða hefir tjáð mér, að þegar fyrirhugað var að virkja Fjarðará i Seyðisfirði hafi hann verið hvattur til að koma þangað til að annast raf- lagnir þar. En sem kunnugt er var virkjun Fjarðarár á sinum tima önnur mesta vatnsaflsvirkjun hér á landi, næst virkjuninni I Hafnarfirði. Þýzkt fyrirtæki annaðist framkvæmdir undir um- sjón Guðmundar Hliðdals verk- fræðings. Var virkjunin tekin í notkun síðla árs 1913, og var þá hátið mikil haldin og ort ljóð i þakkarskyni til allra þeirra, sem að því stóðu að raflýsa byggðina í Seyðisfirði og var Indriða Helga- syni ekki gleymt i því ljóði. Hann hafði ásamt dönskum félaga sínum, Nielsen að nafni, unnið með öðrum merkiiegt braut- ryðjandastarf. Vann Indriði síðan að iðn sinni á Seyðisfirði og nágrannabyggðum, m.a. á Eski- firði, fram til ársins 1922. Þessi aldni vinur hans hefir og tjáð mér að á þessum árum hafi Indriði tekið mikinn þátt í félags- og skemmtanalífinu á Seyðisfirði Konan mín SIGURBJÖRG HELGADÓTTIR, Mávahlíð 44, verður jarðsungin fráFossvogskirkju, mánudaginn 1 2 apríl kl 3 Fyrir hönd aðstandenda Jóhannes Ormsson. + Þökkum mnilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar föður, tengdaföður og afa, KARLS MORTENSEN, Ennisbraut 10, Ólafsvfk. Kay Mortensen Friðjólf Mortensen, Kristín Guðmundsdóttir, Paul Mortensen, Solveig Aðalsteinsdóttir, Edda Mortensen, Magnús Guðmundsson og barnaborn + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa samúð og vinarhug við fráfall SIGURÞÓRS J SIGFÚSSONAR, Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar og starfsfólks St Jósepsspítala i Hafnarfirði Fyrir hönd ættingja Guðrún Sigfúsdóttir. + Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför HELGA PÁLSSONAR, Ey, Vestur Landeyjum. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR. frá Súðavík, - Kristjana Einarsdóttir, Þórunn Einarsdóttir, GuSrún Einarsdóttir. + Þökkum innilega veitta samúð við fráfall og jarðarför KRISTINS GUÐMUNDSSONAR, Mosfelli Sérstaklega þökkum vér rausnarskap sveitarstjórnar Mosfellshrepps, Búnaðarfélags Mosfellshrepps og Búnaðarsambands Kjalarnesþings Halldóra Jóhannesdóttir, Sverrir Kristinsson, Sigriður Blöndat og börn. Helga Þórðardóttir, Magnús Benediktsson. og ætíð verið hrókur alls fagnaðar og varpaði þá oft fram vísum, enda var hann hagmæltur vel, eins og hann átti kyn til, en því miður mun hann ekki hafa haldið kveðskap sínum til haga. Indriði var spilamaður góður hafði gaman af að spila lomber og bridge og átti marga góða spila- félaga fram eftir öllum aldri. Arið 1922 fluttist Indriði til Akureyrar ásamt konu sinni, sem hann hafði kvænzt sama ár. Þar stofnaði hann fyrirtækið Electro Co. og jafnframt rafvirkjastörfum rak hann ágæta og alhliða raf- tækjaverzlun. Indriði sýndi frá upphafi mikinn áhuga á rafmorkumálum Akureyringa og Norðurlands í heild. Arið 1938 var hann kjörinn í bæjarstjórn og jafnframt i stjórn Rafveitu Akureyrar og í stjórn Laxárvirkjunar 1950 til 1965 og sýnir það vel traustið sem til hans var borið. Var hann hinn mesti grjótpáll i raforkumálum Akureyringa og Norðlendinga yf- irleitt og ber öllum kunnugum mönnum saman um, að i þeim málum var ekki völ á betri og ötulli liðsmanni. Hyggindi hans, gáfur og þekking nutu sín nánast hvergi betur en á þeim starfs- vettvangi. 1 bæjarstjórn sat Indriði til 1950. Hann var og sjálfkjörinn til forustu meðal stéttarbræðra sinna og var um skeið formaður Iðnaðarmannafélags Akureyrar svo og Iðnaðarráðs, auk þess sem hann sat mörg Iðnþing. Hann var sæmdur gullmerki Landssam- bands iðnaðarmanna og kjörinn heiðursfélagi Iónaðarmanna- félags Akureyrar og Landssam- bands iðnaðarmanna. Mér, er þetta rita, er ekki kunnugt um önnur félagsmála- og trúnaðarstörf er á Indriða Helga- son hlóðust, þótt ég efi ekki, að á það hafi verið sótt, enda var hann hlédrægur maður og vildi áreiðanlega ekki takast á herðar meiri störf af því tagi en hann taldi sig geta sinnt af alúð og einbeitni. Hann var þó félagi i Oddfellowreglunni og er ekki að efa, að hann hafi reynst þar sem annars staðar hinn bezti iiðs- maður. Sama ár og Indriði Helgason ’ fluttist til Akureyrar gekk hann sem fyrr segir að eiga eftirlifandi konu sina Laufeyju Jóhanns- dóttur, verzlunarmanns á Seyðis- firði, Sigurðssonar og konu hans Margrétar Björnsdóttur. Reistu þau sér þvílíkt heimili á Akureyri að engum mun gleymast, er því kynntist. Einhver mesta gæfa lífs míns var að búa á þessu heimili fimm vetur af sex, er ég stundaði nám við Menntaskóiann á Akur- eyri. Var mér boóið þar skjól er illa horfði um framhald skólaveru minnar nyrðra vegna mikilla hús- næðisvandræða 1940, er Bretar höfðu hernumið Island. Það var gott uppeldi að dvelja á því ágæta heimili. Húsmóðirin stýrði heimili sínu af mildi, en þó hæfi- legum aga, ekki ströngum, sivinnandi og alandi önn fyrir bónda sínum og börnum, en vann þó ætfð þannig að manni fannst henni starfið létt, Það var þó áreiðanlega ekki. Oft harma ég með sjálfum mér að hafa ekki rétt henni hjálparhönd. Eindrægni á heimilinu var sér- stök og ekki minnist ég þess, að íriðurinn rofnaði nokkru sinni. Matmálstímar voru menningar- stundir. Húsfreyjan bar vel á borð, og af stakri smekkvisi, heimilisfólið gaf sér góðan tíma og undir borðum var margt rætt, Húsbóndinn var ekki margmáll, en allir biðu þess með eftir- væntingu sem hann hafði til málanna að leggja. Ekki var um harða dóma um menn og málefni að ræða, heldur hollráð, sem ung- um var hollt að hlíta. Mér er minnisstætt, að eitt sinn þótti Indriða, fóstra mínum, ég brjóta skólaaga. Kom hann þá inn til min og hafði fá orð um, en þó slík, að ég reyndi slíkt ekki aftur. Slikum mönnum er hollt að kynnast og tel ég hann einhvern bezta mann, óskyldan, og þau hjón bæði, sem ég hefi nokkru sinni kynnst. Indriði Helgason var maður glaðlyndur, en þó afar hæglátur og sá ég hann aldrei skipta skapi, þótt ég efi ekki, að hann hafi verið skapmikill og fylginn sér, svo sem sjá má af öllum störfum hans. Hann rak umfangsmikið fyrirtæki, hafði marga menn í vinnu og tók lærlinga til náms og kom þeim til þroska. Ævinlega virtist hann hafa nægan tíma, aldrei sá ég hann flýta sér, en afköst hans voru mikil og góð reiða á öllu hans starfi. Utan erilssamra starfa undi Indriði sér bezt við lestur góðra bóka. Hann átti allmikið bókasafn og vandað. Var þar mest um að ræða þjóðlegan fróðleik. Indriði fór höndum um bækur sem sannur bókavinur. Þeim hjónum Indriða og Lauf- eyju varð fjögurra barna auðið. Þau eru Margrét, fréttastjóri hljóðvarps, gift Thór Vilhjálms- syni rithöfundi, Helgi rafvirkja- meistari á Dalvik, kvæntur Gunn- hildi Jðnsdóttur, Jóhann raf- magnsverkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Helgu Jónasdóttur og Ólafur flugstjóri, kvæntur Nínu Guðjónsdóttur. Indriði Helgason var fremur lágur vexti og feitlaginn, allra manna fríðastur og göfug- mannlegastur að ásjónu og sómdi sér hvarvetna vel. Eins og fyrr segir var hann hæglátur, en fylginn sér, vitur maður og góð- gjarn og efa ég mjög, að hann hafi átt sér nokkurn óvildarmann. Hann átti góðri heilsu að fagna til hinztu stundar, þótt elli kerling setti á hann sitt mark að lokum, svo aldraður sem hann varð. Þrátt fyrir háan aldur Indriða Helgasonar dyl ég ekki söknuð minn nú, er ég á þess ekki framar kost að heilsa upp á hann, er ég kem til Akureyrar. Enn er orðir.n sjónarsviptir á þeim slóðum. Með þakklátum huga og djúpri virðingu kveð ég Indriða Helga- son og bið Laufeyju konu hans, börnum og tengdabörnum og barnabörnum Guðs blessunar. Ingimar Einarsson. Hinn 25. f.m. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri í hárri elli Indriði Helgason rafvirkjameistari og fv. bæjar- fulltrúi. Með Indriða er genginn einn af hinum síðustu fulltrúum hinnar gömlu kynslóðar Akureyr- inga, manna sem um langan tíma settu sérstakan svip á bæjarlífið á Akureyri og áttu svo mikilvægan þátt í vexti og viðgangi Akureyr- ar. Fullrúum þeirrar kynslóðar fækkar nú óðum og er að þeim mikil eftirsjá. Indiriði var fæddur 7. okt. 1882 í Skógargerði f Fellum í N- Múlasýslu. Mig skortir þvi miður kunnugleika á að geta hér í þessari stuttu minningargrein rakið ættir Indriða eða frásögn af æsku hans. Væntanlega verður slíkt gert af öðrum sem betur þekkja þar til. Indriði stundaði rafvirkjanám í Danmörku á árun- um 1908—1911 og mun hafa verið einn af fyrstu Islendingum sem lagði þá iðngrein fyrir sig. Að loknu námi mun hann eitthvað hafa stundað iðn sína í Dan- mörku, en fluttist fljótlega heim til Islands'og settist að á Seyðis- firði. Um það leyti sem verið var að byggja fyrstu rafstöð Akureyr- inga eða nánar tiltekið árið 1922 fluttist Indriði hingað til Akur- eyrar og hér varð starfsvett- vangur hans siðan. Þegar Indriði hóf störf við iðn sína á Akureyri, stofnaði hann ásamt Rögnvaldi heitnum Snorrasyni kaupm. fyrir- tækið Elektro Co. Fyrsta stóra verkefnið sem það fyrirtæki tók að sér, var að annast allar hús- lagnir i sambandi við hina nýju rafveitu á Akureyri.. Það er hægt að gera sér í hugarlund hve geysi- miklum erfiðleikum slík fram- kvæmd hefur verið bundin í þá daga, þegar tekið er tillit til þess, hve mikill skortur var þá á starfs- liði sem hefði nauðsynlega reynslu og þekkingu til að bera, sem framkvæmd sliks verkefnis þarfnaðist. En I þessum málum sem öðrum sýndi Indriði dugnað sinn, fyrirhyggju og stjórnsemi. Tókst honum að skila þessu verki af sér á þann veg, að meginverk- inu var lokið þegar rafstöóin tók til starfa. Mun Akureyringum sjaldan hafa verið veittur meiri eða betri jólaglaðningur en þegar rafljós gátu í fyrsta sinn logað á heimilum manna um jólin 1923. Rögnvaldur Snorrason meðeig- andi Indriða að fyrirtækinu Elektro Co. andaðist á árinu 1923 og rak Indriði fyrirtækið einn eftir fráfall hans. Indriði var nýtur, velmenntur og dugandi iðnaðarmaður. Hann starfaði mikið í samtökum iðnaðarmanna. Hann var um skeið formaður Iðnráðs og Iðnaðarmannafélags Akureyrar og sat á fjölda Iðnþinga og var sæmdur gullmerki Landssam- bands iðnaðarmanna. Hann var kjörinn heiðursfélagi Iðnaðar- mannafélags Akureyrar 1955 og Landssambands iðnaðarmanna 1964. Indriða var mjög umhugað um aukna iðnfræðslu á Akureyri og var alla tfð mikill stuðnings- maður iðnskólans á Akureyri. Indriði Helgason var mjög áhugasamur um stjórnmál og kom mikið við sögu þeirra mála á Akureyri. Hann var um langan tíma forystumaður sjálfstæðis- manna í bænum. I stjórn útgáfu- félags blaðs sjálfstæðismanna Is- lendings, var hann um langt ára- bil og mun hann ekki hafa farið varhluta af kostnaðinum við út- gáfu þessa málgagns flokksins. En hann var óspar á tíma og fjár- útlát I því sambandi. I bæjar- stjórn Akureyrar átti Indriði setu árin 1938—1950. Atti hann ávallt sæti í hinum þýðingarmeiri nefndum bæjarstjórnar svo sem fjárhagsnefnd og rafveitustjórn og þegar bæjarráð var í fyrsta skipti sett á stofn á Akureyri eftir kosningarnar 1946, var hann sjálfkjörinn fulltrúi flokksins þar. Indriði var mjög áhugasamur um raforkumál bæjarins og aukn- ingu þeirra. Hann átti ásamt öðrum að sjálfsögðu sinn mikla og gifturíka þátt í fyrstu virkjunum Rafveitu Akureyrar í Laxá og þegar Laxárvirkjunarstjórn var sett á laggirnar, var hann sjálf- sagður fulltrúi I þeirri stjórn. Ég hygg að með sanni megi segja og á engan sé hallað, þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að hinar fyrstu farsællegu framkvæmdir í Laxá hafi ekki hvað síst verið að þakka hyggjuviti, ráðhollustu og skilningsgóðri reynslu Indriða, og svo þeirra ágætu félaga hans Jakobs Frímannssonar, fv. kaup- félagsstj. og bæjarfulltr., og Steins Steinsen fv. bæjarstjóra. Enda var það svo um langan tíma, að I orkumálum Akureyringa þótti engum málum vel ráðíð nema fyrst væri leitað álits Indriða og skoðana hans í sam- bandi við hin margvíslegu verk- efni og ákvarðanatöku sem snerti orkuframkvæmdir á vegum Akur- eyrarkaupstaðar og siðar Laxár- virkjunar. Indriði var manna- sættir í þess orðs þestu merk- ingu og hafði einstakt lag á því að samræma mismunandi sjónarmið manna, þannig að endanlegar ákvarðanir mættu koma að sem bestum notum. Sá sem þessar línur ritar telur sig standa i mikilli þakkarskuld við Indriða Helgason. Ur.dir leið- sögn hans steig ég fyrstu sporin í bæjarstjórn Akureyrar, er við hófum þar samstarf árið 1946. Leiðsögn Indriða var mér ómetan- leg og því meira sem ég kynntist honum þvi meira lærði ég að meta hæfileika hans, gáfur og reynslu. útlaraskreytingar blómouol Groóurhusið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.