Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. APRlL 1976 7 Verðmæta- öflun og eyðsla Það er staðreynd. sem' enginn mælir i móti. að þjóðin hefur um nokkurt árabil eytt sem heild veru- legum fjármunum umfram það sem hún aflar með verðmætasköpun í landinu. Ytri og óvið- ráðanlegar aðstæður hafa þar nokkru um ráðið. þ.e. lækkað verð útflutnings- f ramleiðslu okkar á erlend um mörkuðum og hækkað verð innfluttra nauðsynja. sem skert hafa kaupmátt útf lutningstekna okkar mjög verulega. Þetta hefur leitt til versnandi gjaldeyris og greiðslu- stöðu út á við og veru- legar skuldasöfnunar er- lendis. Greiðslubyrði okkar er talin verða á þessu ári 18% af þjóðar- framleiðslu og fara upp I 27% á árinu 1979, sem þýðir. að rúmlega fjórða hver króna af ráðstöfunar- fé okkar það ár fer F greiðslur afborgana og vaxta. Þetta er Fskyggileg þróun, sem við þó verðum að horfast í augu v'.’á. I þessu efni verður rlkisvaldið að ganga á undan með góðu eftir- dæmi þ.e. hallalausum ríkisbúskap. Þegar hefur verið gripið til marg- háttaðra aðhaldsaðgerða. bæði til sparnaðar I rFkis- búskapnum og til að ná jafnvægi F efnahags- málum okkar. En betur má ef duga skal. Síðustu fjárlög vinstri stjórnar Síðustu fjárlög vinstri stjórnarinnar vóru fyrir árið 1974. Niðurstöður þeirra fjárlaga vóru um það bil 29'/2 milljarður. En þegar upp var staðið og rikisreikningur ársins lá fyrir reyndust heildarút- gjöldin rúmlega 41 milljarður. Nýlega vóru þvF lögð fyrir Alþingi fjár- aukalög fyrir árið 1974 að upphæð 11% milljarður. Efalitið hefur verið erfitt að sporna gegn þessari umf rameyðslu. en engu að sFður er hér um að ræða sýnishorn af þróun- inni ! heild og skorti á nauðsynlegri aðhaldssemi á þrengingartimum i efna- hagsmálum þjóðarinnar. Hér er og um að ræða dæmigert sýnishorn af þeirri arfleifð, sem núverandi rikisstjórn tók við og setur enn, þvi miður, svip sinn á flesta þætti efnahagsmála okkar. Hallalaus rikisbúskapur er ein meginforsenda heil- brigðrar fjármálastjórnun- ar. Þær aðhaldsaðgerðir, sem nú hefur verið gripið til, vóru þvi óhjákvæmi- legar, og tvimælalaust þarf enn að herða á að- haldi og sparnaði i rikis- rekstri og ríkisfram- kvæmdum. Þær einar framkvæmdir, sem fljót- lega skila arði og eru verulega gjaldeyris- sparandi, eins og t.d. á sviði jarðvarma- og raf- orkumála. eru réttlætan- legar við rikjandi að- stæður i efnahagsmálum okkar; öðrum fram- kvæmdum, sem þola bið. ber að slá á frest. Tekju- og sparnaðarþörf ríkissjóðs Því miður er nú einsýnt að verðbólgan vex hraðar á yfirstandandi ári en búizt var við — og raun varð á sfðustu mánuðum liðins árs. Þessi verð- bólguvöxtur hefur að sjálfsögðu áhrif á útgjöld ríkissjóðs, ekki sfður en heimilanna í landinu. Þar við bætist að áframhald- andi landhelgisstríð hlýtur að kosta verulega um- framfjármuni fjárlaga áætlunar. Nýir samningar við BSRB og ASÍ hafa og sín áhrif. Þá hafa ýmsar stofnanir ríkis og sveitar- félaga verið gjaldskrár- sveltar um árabil, sem hlaut að enda i verulegri hækkun á þjónustu þeirra. Allt þetta leiðir Ifkur að þvf, að rfkissjóður verði, með einum eða öðrum hætti að bera niður með viðbótarskattheimtu eða niðurskurði á útgjöld- um til að mæta nýjum út- gjöldum. Hvern veg sú skattheimta eða niður- skurður mælist fyrir skal hér ósagt látið. En hitt skal fullyrt, að þeim mun meiri skilningi mætir hún sem landsherrar sýna f leiðinni rfkari viðleitni til sparnaðar í rfkiskerfinu, bæði f rekstri og frestun framkvæmda, sem þola bið unz betur árar. Efnahagsmálin hafa, þrátt fyrir stærð vandans, sem þar er við að etja, fallið nokkuð f skugga annarra viðfangsefna, En þvf verður naumast slegið öllu lengur á frest að gera þjóðinni í einlægni og al vöru grein fyrir stöðu þeirra og eðli sem og til- gangi óhjákvæmilegra viðbragða af hálfu rfkis- valds og alls almennings. íílfðður Mm ílt Cí ft a uiuiuuu Fjólublár, sem er lilur iðrunar 1 r 5 og vfirbótar, er einkennislitur föstunnar. Pálmasunnudagur Dymbilvika. Guðspjall dagsins er f Lúk. 19. 29.—40. Innreið Krisls f Jerúsalem DÓMKIRKJAN Fermingar- messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. Fermingarmessa kl. 2 sfðd. Séra Óskar J. Þor- láksson dómprófastur. Barna- samkoma kl. 10.30 í Vestur- bæjarskólanum við Öldugötu Hrefna Tynes. ÁSPRESTAKALL Ferming í LaugaAeskirkju kl. 2 siðd. Séra Grímur Grímsson. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Fermingar- messur kl. 11 árd. og kl. 2 síðd. Sóknarprestarnir. Kvöldguð- þjónusta fellur niður að þessu sinni. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. FRlKIRKJAN í Reykjavík Barnasamkoma kl. 10.30. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 sfðd. Séra Þorsteinn Björnsson. FlLADELFlUKIRKJAN Almenn guðþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. HATEIGSKIRKJA Fermingar- guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2 sfðd. Ferming. Séra Arngrimur Jónsson. ARBÆJARPRESTAKALL Fermingarguðþjónustur i Ár- bæjarkirkju kl. 10.30 árd. og kl. 1.30 síðd. Altarisganga. — Banrasamkoma fellur niður. Séra Guðmundur Þorsteinsson. BUSTAÐAKIRKJA Fermingarguðþjónustur kl. 10.30 árd. og kl. 1.30 siðd. Séra Ólafur Skúlason. DÓMKIRKJA KRISTS konungs Land'ákoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. HALLGRlMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Fjölskyldumessa kl. 2 síðd. Séra Kárl Sigurbjörns- son. Messa kl. 3.30 í umsjá séra Jóns Dalbús Hróbjartssonar skólaprests. Altarisganga. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. i Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson. ELLI- OG HJÚKRUNAR- HEIMILIÐ GRUND Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Þorgrímur V. Sigurðsson messar. Fél. fyrrv. sóknar- presta. FELLA- OG HÓLASÓKN Barnasamkoma i Fellaskóla kl. 11 árd. Fermingarguðþjónusta i Bústaðakirkju kl. 4 síðd. Séra Hreinn Hjartarson. SELTJARNARNESSÓKN Barnasamkoma kl. 10.30 árd. i Félagsheimilinu. Séra Frank M. Halldórsson. LANGHOLTSPRESTAKALL Fermingarguðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Ferming- arguðþjónusta kl. 1.30 síðd. Séra Árelíus Nielsson. Altaris- ganga á skírdag kl. 8.30 siðd. Sóknarnefndin. HJALPRÆÐISHERINN Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 síðd.vKapt. Daniel Óskarsson. AÐVENTKIRKJAN Reykjavík. Guðþjónusta kl. 5 síðd. Sig- urður Bjarnason prédikar. FÆR. SJÓM ANN AIIEIMILID Síðdegissamkoma kl. 5. Johan Olsen. LAUGARNESKIRKJA M essa kl. 10.30 árd. Ferming. Altaris- ganga. Séra Garðar Svavarsson. GRENSASKIRKJA F ermingar- messur kl. 10.30 árd. og kl. 2 síðd. Séra Halldór S. Gröndal. DIGRANESPRESTAKALL Barnasamkoma i Vighólaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 10.30 árd. Ferming. Séra Þorbergur Kristjánsson. KARSNESLPRESTAKALL Barnasamkoma i Kársnesskóla kl. 11 árd. Fermingarguð- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 2 síðd. Séra Árni Pálsson. lAgafellskirkja Fermingarguðþjónustur kl. 11 árd og kl. 2 siðd. Séra Bjarni Sigurðsson. GARÐAKIRKJA Barnasam- koma i skólasalnum kl. 11 árd. — Guðþjónusta kl. 2 síðd. Ferming. Séra Bragi Friðriks- son. IIAFNARFJ ARÐARKIRKJ A, Fermingarguðþjónustur kl. 10.30 árd. og kl. 2 síðd. Séra Garðar Þorsteinsson. FRtKIRKJAN i Hafnarfirði. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Ferming. Altarisganga. Safn- aðarprestur. kalfatjarnarsókn Barnasamkoma í Glaðhcimum kl. 2 síðd. Séra Bragi Friðriks- son. NJARÐVlKURPRESTAKALL Sunnudagaskóli í Innri- Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd og í Stapa kl. 1.30 síðd. GRINDAVlKURKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. HVERAGERÐISPRESTA- KALL Messa i Hveragerðis- kirkju kl. 2 síðd. Ferming, altarisganga. Barnamessa kl. 11 árd. Sóknarprestur AKR ANESKIRKJ A Fermingarguðþjónustur kl. 10.30 árd. og kl. 2 siðd. Séra Björn Jónsson SAURBÆJARKIRKJA Kjalar- nesi. Messa kl. 2 siðd. Séra Einar Sigurbjörnsson. BERGÞÓRSHVOLSPRESTA- KALL Messa í Akureyjakirkju kl. 2. Barnaspurningar eftir messu. Sr. Páll Pálsson. Skóbær Laggavegi 49 simi 22755. nefnist erindi Sigurðar Bjarnasonar í Aðvent- kirkjunni sunnudaginn 11. apríl kl. 5. Verið velkomin. Fermingarskór litur svart verð 4.300.— Póstsendum. Hvers vegna margskipt kristni? Tölvuúrið komið r Urið sýnir: stundir, mín, sek, mánuð, mánaðardag, vikudag, vatns- og höggvarið 1. árs ábyrgð Úr og skartgripir JónogÓskar Laugavegi 70 simi 24910 sendum í póstkröfu. Fermingarúr Model 1976 Pierpont, Jaquet-Droz, Certina Camy, Atlandic, Farve-Leuba Allar nýjustu gerðirnar af dömu og herraúrum. Vatnsvarin, höggvarin og óslítanleg fjöður. Verð, gæði og útlit fyrir alla. Úr og skartgripir Jón og Óskar Laugavegi 70 Sími 24910 — Sendum í póstkröfu. ARNARFLUG HF Stjórn Arnarflugs hf. boðar til framhaldsstofnfundar laugardaginn 10. apríl kl. 2 í Þjóðleikhússkjallaranum. Tilefni fundarins er að ganga endanlega frá stofnun félagsins. Stjórn Arnarflugs hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.