Börn og menning - 01.05.1998, Qupperneq 41

Börn og menning - 01.05.1998, Qupperneq 41
BÖRN 06 MENN|N6 Helga K. Einarsdóttir og Inga Kristjánsdóttir: StíkUð á stóru: Barna- og unglínga.bóka.útgáfm 1997 I,lgo Kristjdnsdóttir Við viljum toka það fram að yfirlit þetta er á engan hátt tæmandi. Einungis eru hér nefndar bœkur sem vöktu áhuga okkar á einn eða annan hátt og mörgu sleppt, til dœmis öllum endurútgáfum og mestum hluta þýddra smábarnabóka. Aftast í yfirlitinu er listi yfir þœr þýddu barna- og unglingabækur sem við teljum verulega athygli verðar. Yfirlitið erflokkað eftir útgáfufyrirtækjum sem raðað er í stafrófsröð, sem og höfundum innan þeirra. Bækurnar Galdrastafir og græn augu og Vestur í bláinn eru ekki teknar hér með, enda erfjallað ítarlega um þœr annars staðar í blaðinu. Barnabókaútgáfan Sigrún Oddsdóttir: Vinabönd. Sagan gerist frá hausti til vors. Hildur flytur með foreldrum sínum frá höfuðborgarsvæðinu í sjávar- pláss úti á landi. Hver kafli í bókinni er eiginlega lítil saga, en þær eiga það sameiginlegt að fjalla um sama fólkið. Það kemur þeim til góða sem eru ekki það fluglæsir að geta haldið athygli í gegnum heila bók. Einnig er tæpt á mörgu sem vakið getur umræður. Persónur mættu vera skýrari. Fyrir sex til níu ára. B óka Ctgáfan Hólar Kristjana Bergsdóttir: Brynhildur og Tarzan. Sagan gerist frá hausti og fram í febrúar. Reykjavíkurbörnin Brynhildur (Bilda) og Sævar hálfbróðir hennar missa móður sína. Sævar fer til föðurfólks síns en Bilda er send í fjarlægt sjávar- pláss þar sem hún þekkir engan, en allir virðast þekkja til hennar. Fólkið sem hún býr hjá gerir sitt besta til að henni líði vel. í byrjun er Bilda mjög ósátt við breytingarnar, en svo fer allt að ganga betur og hún eignast vini og kunningja í skólanum. Smám saman kemst hún að ýmsu um móður sína og föðurinn sem hún hefur aldrei vitað neitt um. Inn á milli kafla í sögunni, sérstaklega í fyrri hlutanum, koma stutt innskot þar sem Tarzan, uppáhaldsteiknimyndapersóna Bildu, drýgir ýmsar dáðir. Þetta er sérkennileg, en áhrifarík aðferð til að sýna dagdrauma Bildu og þrá eftir öryggi. Þessum innskotum fækkar þegar á líður og jafnvægi kemst á líf hennar. Þetta er fyrsta bók höfundar og um flesta hluti mjög vel gerð. Þó ber endirinn svolítinn keim af því að höfundur hafi þurft að ljúka við bókina en ekki verið búinn með efnið. Kannski hefði verið betra að fá bara annað bindi næsta ár? Fyrir unglinga á öllum aldri. Bókaútgáfan Æskan Andrés Indriðason: Ævintýralegt samband. Hér segir frá þrem dögum í lífi Álfs sem er að byrja í níunda bekk. Fyrsta skóladaginn krækir hann í nýju stelpuna í bekknum og fær þær fréttir hjá móður sinni að hann og foreldrar hans séu álfar og sendiherrar álfa í mannheimum. Hugmyndin um vandamál álfa í tæknivæddum heimi er góð en sagan er fremur einföld að allri gerð og ákaflega frjálslega farið með þjóðtrúna á álfa og huldufólk. Þrátt fyrir að mikið gerist í lífi 39

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.