Börn og menning - 01.05.1998, Blaðsíða 16

Börn og menning - 01.05.1998, Blaðsíða 16
BÖRN 06 MENN|N6 w LístRug‘‘ með bömum Björg Vilhjálmsdóttir sér um listsmiðjuna Gagn og gaman í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi eins ogfyrr segir. Björg er myndlistarmenntuð og lærði í Myndlistaskóla Reykjavíkur og síðan í Myndlista- og handíðaskólanum. Hún hefur unnið á leikjanámskeiðum hjá Iþrótta- og tómstundaráði og sex sumur við Gagn og gaman í Gerðubergi. Einnig hefur hún starfað við leikmynda- og grímugerð. Jafnframt því að sjá um Gagn og gaman í heilsársstarfi heldur hún námskeið í Kramhúsinu sem er sambland afmyndlist og leiklist. Hvernig eru námskeiðin í listsmiðjunni Gagni og gamni uppbyggð? Eru þau bara haldin á sumrin? Aðaláherslan er á sumrin en við höfum einnig haldið vetramámskeið um helgar. Þar má til dæmis nefna námskeið sem kallast Ferðalag innan borgarmarkanna og þá erum við hér í Gerðubergi yfir eina nótt. Krakkarnir koma með svefnpoka og við eldum, vökum og sköpum langt fram á nótt, förum út með vasaljós að skoða skuggamyndir í myrkrinu og vinnum á annan hátt á svona löngum samfelldum tíma. A sumrin erum við með þriggja vikna listsmiðju; tuttugu börn á aldrinum sex til tólf ára og fjóra leiðbeinendur, listamenn eða fræðinga úr ólíkum fögum sem vinna saman að námskeiðinu. Auk listamannanna hafa til dæmis komið til starfa hjá okkur barnaheim- spekingur, líffræðingur og stjörnufræðingur. Dagurinn byrjar kl. tíu og honum lýkur kl. fjögur en börnin geta komið fyrr og verið í umsjón tveggja unglinga milli kl. níu og tíu og aftur kl. fjögur og fimm. Þeir eru á aldrinum sextán til átján ára og eru við undirbúning með okkur vikuna á undan og útbúa hliðarverkefni; til dæmis að lesa sögur og búa til ævin- týri. Unglingamir koma oft aftur til starfa með okkur og þróa eigið ferli sem þeir vinna eftir og finna bækur tengdar efninu. Annaðhvort er þeirra verkefni andstæða við aðalverkefnið eða eitthvað sem tengist því. Þannig fá unglingarnir að örva sína sköpunarþörf og eru þessir klukkutímar mjög vinsælir hjá bömunum. Hafa verið haldin námskeið fyrir eldri en sex til tólfára? Við höfum haft framhald á kvikmyndanámskeiði og voru þau böm tíu til fjórtán ára. En það em í raun allt of fá skapandi námskeið fyrir fólk á þessum aldri. Við í Gerðubergi hugsum til unglinga og vitum að það er orðið tímabært að fylgja þeim áfram. Scekja sömu krakkarnir oft námskeið hjá ykkur? Þeir sækja í að koma aftur en námskeiðin eru bara fyrir börn úr Reykjavík. Fyrst voru reglurnar opnari en vegna mikillar aðsóknar fá aðeins böm úr Reykjavík að sækja Gagn og gaman, enda er Gerðuberg menningarmiðstöð Reykvíkinga. Hver hafa viðfangsefni námskeiðanna verið? Unnið er með ólfk listform. Við tengjum viðfangsefnið við umhverfið, eða stað og stund, einnig við sögur, ljóð, myndlist, leiklist og tónlist. Leiðbeinendumir fjórir skipu- leggja þrjár vikur saman og setja niður verkefni fyrir tímabilið. Planið riðlast mismikið eftir námskeiðum, en er nauðsynlegt svo að þróun haldist í vinnunni og Alma Rut að mála Ljósmynd: Listsmiðjan Gagn og gaman. 14

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.