Börn og menning - 01.05.1998, Blaðsíða 14

Börn og menning - 01.05.1998, Blaðsíða 14
BÖRN OG AAENNlNG fií 15 ÁRA lllllllllllllll 'Ve' Eh'sabet B. Þórisdóttir Björg Yúhjálmsdóttir Menníngarlegt uppeldí Ég læt fara vel um mig í kaffistofu Gerðubergs og bíð eftir Elísabetu B. Þórisdóttur, forstöðumanni Menningar- s miðstöðvarinnar Gerðubergs. A veggjum hanga stór málverk eftir börn sem gæða kaffistofuna lífi og litum. Elísabet er leikari að mennt en hún á hugmyndina að stofnun listsmiðjunnar Gagns og gamans sem hún útfærði í samvinnu við Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón), skáld og rithöfund. I ár erufimmtán ár liðin síðan Menningarmiðstöðin var opnuð en tíu ár síðan listsmiðjan fyrir börn, Gagn og gaman, var stofnuð innan Gerðubergs. Það fer ekki framhjá neinum sem hittir Elísabetu hvílíkan metnað hún leggur í starf sitt og það er margt sem brennur á henni. Sömu sögu er að segja um Björgu Vilhjálmsdóttur sem sér um Gagn og gaman afmikilli atorku og víðsýni. A næstu síðum spjalla ég við þær Elísabetu og Björgu hvora í sínu lagi. I lokin fylgir síðan stutt grein sem unnin er upp úr tveimur erindum eftir Björgufrá síðasta ári. Annað þeirrra flutti hún í Hamborg í Þýskalandi í tengslum við kynningu á íslenskri menningufyrir börn sem þar var haldin frá nóvember 1997fram íjanúar 1998. En nú er Elísabet sest og tilbúin til að tala um það sem henni þykir einna skemmtilegast: Listsmiðjuna Gagn og gaman. Hvað er menning íþínum huga? Samkvæmt skilgreiningu Islensku orðabókarinnar er menning þroski andlegra eiginleika mannsins og sameiginlegur arfur. Við höfum þessa skilgreiningu að undirmarkmiði starfsins hér í Gerðubergi en jafnframt er afskaplega mikilvægt í þessu starfi að hlusta á framlag bamanna. Hvernig líst þér á þróunina í menningarmálum fyrir börn og unglinga á íslandi? Mér finnst þróunin vera lítil. Mér þætti stórt skref stigið ef við Islendingar lærðum að nýta okkur þá menningu sem er alls staðar í kringum okkur. Með menningarlegu uppeldi erum við að vinna svo mikið fyrirbyggjandi starf að það er ólýsanlegt. I raun er það ávinningur í alla staði og er öllum til góðs þótt ávallt sé verið að tala um hvað „menningin“ sé dýr. Ég man bara sjálf hvað var gaman að dubba sig upp og fara til dæmis í leikhús og ég var svo lítil að ég þurfti á sitja á milli sæta til að sjá eitthvað. Þessi tilfinning og stemmning að koma til dæmis inn á listasöfn er nokkuð sem bömin okkar fara á mis við ef menningin er alltaf færð til þeirra inn í skólana og leikskólana. Ef við förum til útlanda þykir okkur sjálfsagt að kynna okkur menningararfleifð þjóða jafnvel þótt við gerum lítið til að viðhalda þekkingu okkar á list og menningu hér heima! Þetta er spurning um hugsanagang. Sú leið að koma með menningu til barna og unglinga í leikskóla og skóla er á vissan hátt skiljanleg en er hugsunin rétt? Á ekki að ala börn upp frá blautu barnsbeini við að sækja sér gleði og upplifun.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.