Börn og menning - 01.05.1998, Blaðsíða 11

Börn og menning - 01.05.1998, Blaðsíða 11
BÖRN 06 MENN|N6 Gerður Róbertsdóttir: Börn og Árbæjarsafn Starfsfólk Árbæjarsafns telur börn vera mikilvœgustu gesti safnsins. Með það í huga var ákveðið að tileinka yngstu kynslóðinni eitt hús Árbœjarsafns. Fyrir valinu varð Kornhúsið frá Vopnafirði, stórt og myndarlegt verslunarhús, byggt um 1820. öz-icjci börn eiffhverf erincli á safn? í allan vetur hefur verið unnið af kappi við að gefa Kornhúsinu nýtt líf og hlutverk þess hefur gjörbreyst. Þar sem áður var höndlað með ull og mjöl óma nú kátar bamsraddir. Á efri hæð hússins er mjög góð aðstaða til safnfræðslu, einnig verður sett upp leik- smiðja fyrir böm og tóvinnu- verkstæði sem vonandi kemst í gagnið næsta haust. Á neðri hæð hússins hefur verið sett upp sýning tileinkuð bernsk- unni fyrr og nú. Sýningin hlaut heitið „Fyrr var oft í koti kátt.,0 og er ætlað að varpa ljósi á fortíðina á lifandi hátt. Sýning þessi er nú þegar orðin mikilvægur liður í safnfræðslu leikskóla- og skólabarna á aldrinum fimm til átta ára. Samkvæmt stefnu Árbæjarsafns og fram- tíðarsýn er efling safnfræðslu og bætt þjónusta við börn forgangsverkefni. Nýtt hlut- verk Kornhússins er þar mikilvægur áfangi. Kynslóðir mcefasf Sýningin „Fyrr var oft í koti kátt... “ er lífleg og fjölbreytt sýning sem er ætlað það hlutverk að vekja áhuga barna á liðinni tíð. Leikföng voru því sett í öndvegi. Með því að nota hluti sem börn þekkja og tengja við sitt eigið líf, er auðveldara að vekja áhuga þeirra og kynna fyrir þeim heim fortíðarinnar. Amma og afi áttu leikföng, jafnvel langamma, því allir okkar forfeður voru eitt sinn lítil böm. Formlega séð er sýning- in tvíþætt: Annars vegar er leikföngum raðað í tímaröð í skápa og hins vegar eru þrjú heimili, bíó og skóli þar sem veröld barna fyrr á öldinni birtist. Þar kynnast gestir þremur persónum, þeim Siggu, Ola og Gunnu. Á sýningunni geta gestir litið inn til þeirra, séð hvemig þau bjuggu og hvers konar leikföng voru þeim kæmst. jVHkilvægi safnkennslu Kennarar og leikskóla- kennarar geta pantað leið- sögn um sýninguna alla virka daga á skrifstofu safnsins. Á Árbæjarsafni starfa nú tveir safnkennarar sem sinna móttöku og fræðslu skólahópa á öllum aldri. Þeir hópar sem njóta leiðsagnar safnkennara um Atti lemgamma dúkkurf Sigga var átta ára árið 1935. Hún gæti því verið jafnaldra langömmu yngstu gesta safnsins. Sigga var heppin stelpa, hún átti frænkur í útlöndum sem sendu henni stundum pakka. Meðal annars brúður með brothætt höfuð. Á þessum tíma ríkti kreppa á íslandi og mörg böm bjuggu við kröpp kjör. Vinkona Siggu átti aðeins eina dúkku sem mamma hennar hafði saumað en Sigga átti margar brúður og einnig brúðuvagn. Óli var líka heppinn. Hann átti afa sem hjálpaði honum að smíða skip, flugvélar og bfla. Hann Óli var átta ára árið 1955 og hann bjó í bragga. Flest leikföngin hans voru smíðuð heima en hann hafði þó fengið flottan bfl úr blikki í jólagjöf um síðustu jól. Gunna var hins vegar átta ára árið 1970. Hún átti sérherbergi og mikið af alls kyns leikföngum. Á þeim tíma var farið að framleiða leikföng úr plasti. Gunna átti alls kyns dúkkur, stórar og litlar, og eina Barbídúkku. Hún átti líka lítinn bróður sem lék sér með LEGO-kubba, bfla og dýr úr ýmsum heimsálfum. Fjöldi leikfanga og margbreytni er nú meiri en nokkru sinni. 9

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.