Börn og menning - 01.05.1998, Blaðsíða 28

Börn og menning - 01.05.1998, Blaðsíða 28
BÖRN 06 AAENN|N6 ✓ Aðalsteinn Asberg Sigurðsson: Mé'f fÍH'H'St.-- ,___^-4—.-r——- í fyrra fékk ég að heyra það hjá bókaverði í safni úti á landsbyggðinni að börn væru alveg hætt að hafa áhuga á bókum. Það væru myndböndin sem þau spyrðu eftir og þess vegna hefði bókasafnið dregið verulega úr innkaupum á barnabókum til að svara þessari skýlausu kröfu samtímans. Ég spurði hvort samdráttur í innkaupum væri til þess fallinn að glæða áhuga barnanna á bóklestri. Bóka- vörðurinn hummaði svarið fram af sér, en vitnaði þess í stað í ótrúlega lágar tölur sem bentu til sívaxandi óvinsælda bamabóka og hélt því fram að ég yrði að horfast í augu við þetta sem rithöfundur. Mér leið eins og risaeðlu eitt andartak, en sagði svo að þetta hlyti að vera einsdæmi hjá honum. Það væru einmitt börnin sem væru daglegir gestir á öðrum bókasöfnum og þyrftu að hafa úr nógu að velja. Ég sagðist þekkja þetta af eigin raun og fyrir utan mín eigin börn vissi ég um fjöldann allan af bömum sem bókstaflega lægju í bókum myrkranna á milli. Ég sleppti því að segja að daginn áður hefði ég fengið þær upplýsingar úr bókasafni á Aust- fjörðum að þar hefði enginn spurt eftir ljóðabók í mörg ár, svo það væru ekki bara barnabækur sem væru óvinsælar. Staðhæfing bókavarðarins kom mér úr jafnvægi og ég fór að velta fyrir mér stöðu barnabóka- höfunda á íslandi. Ég hef oft hitt fólk sem telur það ágæta tómstundaiðju fyrir kennara að skrifa barna- bækur. Þeir eigi svo langt sumarfrí. Aðrir virðast þeirrar skoðunar að þeir sem skrifa fyrir börn geri það vegna þess að þeir treysti sér ekki til að skrifa alvörubækur fyrir fullorðið fólk. Þetta þýðir í raun að allt of fáir gera sér grein fyrir að hér er um að ræða einstaklega illa launað og oft á tíðum van- þakklátt starf sem aðeins örfáir halda út lengur en í tvö til þrjú ár. Það er nú einu sinni þannig að góður barnabókahöfundur stekkur ekki alskapaður fram rétt fyrir jólin til að senda frá sér nýja bók og gerir svo bara eitthvað allt annað þess á milli. Einsog aðrir höfundar þarf hann sinn tíma til að finna sér farveg og þroska hæfileika sína. Þess vegna er mikilvægt að barnabókahöfundum séu sköpuð skilyrði til að skrifa bækur fyrir hinn fámenna íslenska lesendahóp, jafnvel þótt sá hópur sé líka alveg til í að horfa á myndbönd, hlusta á geisla- diska og spila tölvuspil. Auðvitað er ekkert sérlega spennandi að vera bamabókahöfundur ef börn hafa lítinn sem engan áhuga á bókum, útgefendum fækkar stöðugt, bókabúðimar leggja mest upp úr ritföngum og þar fram eftir götunum. Maður neyðist til að líta í eigin barm og hugsa sinn gang. Verður bókin kannski einsog hver annar forngripur eftir örfá ár? Er hugsanlegt að árþúsund íslensku bókaþjóðarinnar sé liðið? Ég er reyndar sannfærður um að böm lesa miklu meira núna en á árum áður. Sú sannfæring mín byggist ekki á neinni könnun heldur þeirri einföldu staðreynd að börn hafa úr miklu fleiri bókum að velja og svo er líka alltaf verið að hvetja þau til að lesa meira. Það eru haldnir bókadagar og lestrar- keppnir, bókasöfnin eru með sögustundir og höfundum er hampað á tyllidögum. Ekki má heldur gleyma því að margt sem birtist í mynd eða hljóði er byggt á verkum rithöfunda. Þess vegna ætti pllum að vera ljóst, jafnvel þeim sem einblína á undur tækninnar, að stöðugt er þörf fyrir fleiri bækur og þá ekki síst bamabækur. Margt hefur líka breyst til batnaðar frá því ég var barn fyrir fjórðungi aldar. Þá var til dæmis ekkert sérstaklega verið að hvetja mann til að lesa aðrar bækur en námsbækumar, en maður las nú 26

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.