Vinnan


Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 34

Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 34
Breytingar á vinnuverndarlögunum Áhersla á heilsuvernd starfsmanna Á síðasta degi Alþingis í mars sl. voru samþykktar viðamiklar breyt- ingar á lögum um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöð- um nr. 46/1980 (Vinnuverndar- lögunum ) ). Breytingarnar byggja flestar á skuldbindingum vegna samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið og hafa verið lengi í undirbúningi. I þeim er einnig í veigamiklum atriðum tekið tillit til gagnrýni og ábendinga sem ASI hafði sett fram á fyrri lög og fram- kvæmd þeirra. I lögunum er mikil áhersla lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir með áhættumati á vinnustað og áætlun- um um heilsuvernd starfsmanna, þar sem ábyrgð og skyldur at- vinnurekenda eru settar fram með skýrum hætti. Þá eru komin inn mikilvæg ákvæði er varða félags- lega og sálræna þætti vinnuum- hverfis og vinnuverndar, þar sem sérstaklega er tekið á einelti á vinnustað og varnir gegn því. Þessi atriði skipta mestu um vinnu- verndarstarf á vinnustöðum og hagsmuni launafólks. Áhættumat á vinnustöðum og heilsuvernd starfsmanna XI kafliVinnuverndarlaganna fjall- ar um áhættumat og heilsuvernd starfsmanna. Þar liggur megin- þunginn á skipulegu vinnuvernd- arstarfi inni á vinnustaðnum sjálf- um með sérstaka áherslu á að greina áhættu og gera fyrirbyggj- andi ráðstafanir. Skýrt er kveðið á um ábyrgð atvinnurekenda og skyldur hans varðandi aðbúnað á vinnustað, vinnuverndarstarf og samráð við starfsmenn og trúnað- armenn þeirra í þeim efnum. I 65. gr. er að finna nýmæli þar sem segir að atvinnurekandi beri ábyrgð á, í samráði við fulltrúa starfsmanna, að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áætlunin skal m.a. fela í sér mat á áhættu í starfi og áætlun um heilsuvernd starfsmanna. Áætl- unin skal endurskoðuð eftir því sem tilefni gefast til. Það er hlut- verkVinnueftirlitsins (VER) að hafa eftirlit með að slík áætlun sé gerð og skal hún að vera starfs- mönnum aðgengileg. I 65. grein a) er sá þáttur áætl- unarinnar sem snýr að áhættumati útfærður frekar. Þar segir að meta skuli áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfmu. Gefi áhættumat á vinnustað til kynna að heilsu og öryggi starfs- manna sé hætta búin, skal atvinnu- rekandi grípa til nauðsynlegra for- varna. I 66. gr. segir að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gerð sé áætlun um heilsuvernd starfsmanna sem byggir á áhættumati, þar sem m.a. kemur fram áætlun um forvarnir, þar á meðal aðgerðir sem grípa þarf til í því skyni að draga úr at- vinnutengdum sjúkdómum og slysum. Fram kemur að markmið heilsuverndar sé að: a. Stuðla að því að starfsmenn séu verndaðir gegn hvers konar heilsuvá eða heilsutjóni, sem stafa kann af vinnu þeirra eða vinnu- skilyrðum. b. Stuðla að því að vinnu sé hagað þannig að starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að and- legri og líkamlegri aðlögun þeirra að starfsumhverfi. c. Draga úr fjarvistum frá vinnu vegna veikinda og slysa með því að auka öryggi og viðhalda heilsu starfsmanna á vinnustað. d. Stuðla að andlegri og líkam- legri vellíðan starfsmanna. í áætlun um forvarnir skal koma fram lýsing á því hvernig hættum og þeirri áhættu sem þeim fylgir samkvæmt áhættumati skuli mætt, svo sem með skipulagi vinnunnar, fræðslu, þjálfun, vali á tækjum, efnum og efnablöndum, notkun öryggis- og hlífðarbúnað- ar, fyrirkomulagi á vinnustað eða öðrum forvörnum. Leggja skal áherslu á almennar ráðstafanir við forvarnir, en dugi þær ekki til, skal gera sérstakar ráðstafanir til að vernda einstaka starfsmenn í 66. grein a) er fjallað um þá aðila sem heimild hafa til að veita þjónustu við mat á áhættu og áætlanir um heilsuvernd starfs- manna. Þar kemur m.a. fram að slíkir aðilar skuli hljóta viðurkenn- inguVER til starfans. 34

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.