Vinnan


Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 28

Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 28
þess að raska stöðugleikanum - þá væri kjarabótin fljótt tekin af þeim, sem minnst hafa”. Að öðru leyti hefur gagnrýni á áherslur og tillögur ASI helst beinst að tillögum um úrbætur í heil- brigðismálum. Svo virðist sem þess misskilnings hafi gætt, t.d. meðal ákveðins hóps lækna, að megintil- lagan fælist í því að taka upp tilvís- anakerfi. Staðreyndin er að sjálf- sögðu sú að hugmyndir um tilvís- anakerfi eru aðeins afmarkaður hluti heildartiilagnanna í heilbrigð- ismálum. Markmið tiilagnanna er tvíþætt, annars vegar að auka og bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu og tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að henni óháð efna- hag og félagslegri stöðu einstak- linga og hins vegar að auka skil- virkni þess fjármagns sem rennur tii heilbrigðiskerfisins. Þetta tvennt fer saman, þ.e. aukin skilvirkni gefur svigrúm til að bæta þjónustu án þess endilega að auka útgjöld.ASI lítur svo á að til þess að ná þessum markmiðum þurfi, í fyrsta lagi, að efla heilsugæsluna sem grunnein- ingu heilbrigðiskerfisins og fýrsta viðkomustað og, í öðru lagi, að stjórna aðgangi að sérgreinalækn- um með tilvísanakerfi í stað gjald- töku. Umfjöllun stjórnmálaflokka Að lokum er rétt að minnast á við- brögð stjórnmálaflokkanna við áherslum og tillögum ASÍ í velferð- armálum. Annars staðar í blaðinu er að finna ítarleg viðtöl við talsmenn flokkanna um velferðarmál. Af þeim sökum verður hér aðeins stiklað á stóru í þeim svörum sem þeir gáfu á opna málþinginu á Grand Hóteli í Reykjavík. Al- mennt má segja að þeir hafi tekið vel í tillögur ASI. I máli Geirs Haarde, Sjálfstæðisflokki, og Hall- dórs Asgrímssonar, Framsóknar- flokki, kom m.a. fram að ríkis- stjórnin hafi unnið að margvísleg- um velferðarmálum í samvinnu við ASI. Þeir lögðu áherslu á að öflugt efnahagslíf væri forsenda góðs vel- ferðarkerfis. Halldór sagði að stoðir íslensks efnahagslífs væru traustar samkvæmt OECD-skýrslu þó vissulega væri margt sem gera mætti betur. Geir taldi að næsta Davíð Oddsson, forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnuna 2001, sem markaði upphaf þessarar vinnu. ríkisstjórn ætti að setja tillögur ASÍ í samhengi við komandi kjara- samninga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfýlkingu, benti á að nú hefði ríkið svigrúm til aðgerða, þetta svigrúm hefði reyndar verið fýrir hendi í talsverðan tíma, það hvort það væri nýtt til átaks í velferðar- málum væri spurning um for- gangsröðun. Hún taldi einna mikil- vægast að útrýma fatækt, aðstoða ungt fólk sem væri að koma sér upp heimili og að auka menntun- arstig þjóðarinnar. Steingrímur J. Sigfússon,Vinstri hreyfingunni - grænu framboði, hélt því fram að það stórsæi á velferðarkerfinu eftir 12 ára stjórnarsetu Sjálfstæðis- flokksins. Hann viðurkenndi að úr- bætur hefðu verið gerðar í fæðing- arorlofsmálum en varaði við stétt- skiptu samfélagi á Islandi. Stein- grímur boðaði velferðarstjórn Vinstri-grænna. Guðjón Arnar Kristjánsson, Fijálslynda flokknum, sagði að kjörorðið „Velferð fýrir alla” væri þörf áminning: Margt benti til þess að velferðarkerfinu hefði hnignað. Nú væri t.d. farið að borga skatta af lágmarkslaunum og einnig af bótum. Hann taldi að mynda þyrfti breiða sátt um upp- byggingu velferðarkerfisins. Lokaorð Það kom ffam í skoðanakönnunum um miðjan apríl að þau tvö mál sem kjósendur telja að muni ráða mestu um hvaða stjórnmálaflokk þeir kjósi séu skattamál og velferð- armál, önnur mál virðast ekki vega Joakim Patme prófessor fjallaði um skandinavísku leiðina á ráðstefn-unni 2001 eins þungt. Það er ekki ólíklegt að sú vinna sem ASI hefur lagt í að móta og kynna áherslur og tillögur í velferðarmálum hafi hér haft ein- hver áhrif. Það er a.m.k. ljóst að til- lögur ASÍ hafa fengið talsverða umfjöllun í samfélaginu, faglega og pólitíska. Þau meginsjónarmið sem tekist er á um koma að nokkru leyti ffam í þeim áherslumun sem kemur ffam í viðhorfi Stefans Olafssonar og Reykjavíkurbréfshöfúndar: Stefán hefur greinilega áhyggjur af því hvernig íslenska velferðarkerfið hefur þróast. A sama tíma og frændþjóðirnar juku örlæti síns kerfis settu íslendingar því skorður með lágum lífeyrisgreiðslum og víðtækum tekjuskerðingum. Þetta hafi m.a. leitt til meiri ójöfnuðar á íslandi. Höfundur Reykjavíkur27 bréfs, hins vegar, efast um að velferðarkerfið hafi veikst. Hann virðist telja að skynsamlegra sé að stýra velferðarþjónustu til þeirra sem verst eru settir ffemur heldur en að auka hana bæði við lág- og miðtekjufólk. Þannig séu meiri líkur á að takast megi að varðveita stöðugleikann í hagkerfinu sem aftur sé forsenda kjarabóta. í stuttu máli: Viljum við byggja upp örlátt velferðarkerfi að fýrirmynd frændþjóða okkar eða viljum við stefna að velferðarkerfi lágmarksforsjár að fýrirmynd Bandaríkjanna? 28

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.