Vinnan


Vinnan - 01.05.2003, Qupperneq 30

Vinnan - 01.05.2003, Qupperneq 30
Ein varða á langri leið Þorbjörn Guðmundsson, formað- ur velferðarnefndar ASI hefur ver- ið talsvert í eldlínunni í undirbún- ingi áherslnanna í velferðarmálum. Nú þegar þessi vinna liggur fyrir og hefur fengið mikla og ítarlega umfjöllun, er ekki úr vegi að spyrja Þorbjörn: Og hvað svo? Er þessu máli lokið?Verður eitthvað framhald? — Það eru nokkur atriði sem ég horfi til þegar ég velti fyrir mér framhaldinu í þessu sambandi. I fyrsta lagi: Hvernig getunr við haldið áfram að virkja þetta sam- starf sem nú er komið á við fjölda aðila. Mér finnst það gríðarlega mikilvægt fyrir Alþýðusambandið. Við höfum fengið til okkar mikið af þekkingu frá því fólki sem er að glíma við þessa hluti dags daglega. Þetta eykur breiddina. Þetta gefur okkur líka færi á að koma þeim hugmyndum sem við erum með út í samfélagið. Hvort sem stjórn- málaflokkarnir taka þetta allt sam- an upp eða ekki, þá finnst mér mikilvægt að rækta áfram þau sambönd sem við erum búin að koma á og nýta þau tækifæri sem felast í þessu. I öðru lagi held ég að við hljót- um að fara í það eftir kosningar, þegar mynduð hefur verið ný rík- isstjórn, að endurmeta þessar til- lögur. Hvað hefur verið tekið upp og hvað ekki?Við höfum aldrei sagt að þetta væru hinar einu sönnu tillögur. Þetta eru meira áherslur sem við erum með og það er ekkert útilokað að það sé hægt að útfæra þær á einhvern annan hátt en við höfum sagt. Eg hef líka séð það fyrir mér að þessi vinna verði notuð sem undirbún- ingur fyrir næstu kjarasamninga. Grunnur til lengri tíma Þannig að þú sérðfyrir þér áframhald- andi vinnu eftir kosningar? — Eg hafði aldrei gert mér vonir um að þessar tillögur færu allar inn í kosningaskrár eða stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnar að afloknum kosningum.Við horfum sem sagt líka til þess að þetta sé forvinna fyrir næstu kjarasamninga, ekki síst vegna þess að stærstu breytingarn- ar í velferðarmálum hafa oft tengst kjarasamningum með einum eða öðrum hætti. Eg fæ ekki betur séð en að forystumenn stjórnarflokk- anna leggi þær áherslur líka. Það er greinilegt að menn telja ef til vill ekki vera mikið svigrúm í at- vinnulífinu fyrir beinar launa- hækkanir - ef ég skil rétt það sem stjórnmálamenn hafa verið að ýja að. Þess vegna horfa menn dálítið til þess að þessi mál verði skoðuð í tengslum við kjarasamninga. Auðvitað þurfum við að setjast OKU JjKOLINN I MJODD Þarabakka 3 109 Reykjavík Kennsla til allra ökuréttinda. Bifhjólapróf og almennt ökupróf (B.réttindi). Einnig kcnnsla fyrir ensku og taílcnskumælandi fólk ! Aukin ökuréttindi Heijast alla miðvikudaga (áfangakerfi). Kennt á leigu- vöru- og hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn. Frábærir og sérhæfðir kennarar góðir kennslubílar, frábær kennsluaðstaða. Námsgögn innifalinn og verða eign nemenda. Aukið við atvinnumöguleikana. Athugið flest verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína í námi til aukinna ökuréttinda. Hringið eða komið og leitið upplýsinga. Sími 567-0300 E-mail mjodd@bilprof.is 30

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.