Vinnan


Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 5

Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 5
sK} L ÍVS m-i 1 ■Bfe i JjhjjT 1 'f' \ hBPHí * tar IIKlELu 1- til kynna að fátækt fari vaxandi um þessar mundir og að hún haldist í hendur við aukið at- vinnuleysi. Ástæður fátæktar Astæður fátæktar eru oft margar. Hér eru einungis nefndar nokkrar ástæður fyrir afkomuvanda þeirra sem eru tekjulægri í þjóðfélaginu. Húsnœðismál Eitt stærsta vandamál þeirra sem eru tekjulægri í þjóðfélaginu er hár húsnæðiskostnaður og skortur á félagslegu húsnæði. Þessi vandi hafur vaxið á liðnum árum eftir að gamla félagslega íbúða- lánakerfmu var lokað árið 1998 og vextir Ibúðalánasjóðs af félags- legu leiguhúsnæði voru hækkaðir. Menntun Skortur á menntun er stór áhættuþáttur varðandi fátækt. Þannig var t.d. 7% atvinnuleysi meðal þeirra sem voru með grunnskólapróf eða minni mennt- un í upphafi árs.Aðeins um 1,4% háskólamenntaðra voru án at- vinnu á sama tíma. Mikið brottfall er úr framhaldsskólum. Islenska skólakerfið virðist því ekki þjóna stórum hópi íslenskra ungmenna. Hár bókakostnaður, krafa urn far- tölvur og fleira á eflaust þátt í því að margir efnaminni nemendur ljúka ekki framhaldsskólanámi. Dýrframfœrsla Hátt verðlag á mörgum nauð- synjavörum, svo og lyfjum og heilbrigðisþjónustu, auk mikils kostnaðar vegna framfærslu barna og ungmenna, kemur illa við 5

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.