Vinnan


Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 33

Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 33
leysisbætur eru tekjutengdar með einhverjum hætti í öllum ná- grannalöndum okkar. Einföldun á skráningu og áhersla á aðstoð og þjónustu Lögð er áhersla á að strax verði tekin ákvörðun um að einfalda og draga úr tíðni skráninga hjá at- vinnulausu fólki um leið og öll umsýsla hjá skráningarstöðum og svæðisvinnumiðlunum verði minnkuð. Núverandi löggjöf um atvinnu- leysistryggingar og öll umgjörð miða að því að gera atvinnuleit- endum sem erfiðast fyrir að mis- nota bæturnar. Lögð er rík áhersla á eftirlit með þeim sem skrá sig á atvinnuleysisskrá. I stað þess að refsa fólki sem hefur misst atvinn- una er lagt til að megináherslan verði lögð á að tryggja því viðun- andi þárhagslega afkomu, styrkja stöðu þess á vinnumarkaði og að- stoða við að finna sér starf við hæfi. Einnig má geta þess að skrán- ingarferlið er afar ógeðfellt fyrir þá sem eru atvinnulausir. Þeir þurfa að mæta til skráningar vikulega eða á tveggja vikna fresti, án þess að slík skráning byggi á nokkrum skynsamlegum rökum. Þá myndast oft langar biðraðir á skráningar- stað. Allir sem til þekkja vita að slíkt kerfi er niðurdrepandi og lít- ilsvirðandi. Af þessum ástæðum veigra margir sér við að leita sér aðstoðar opinberra vinnumiðlana fyrr en allt annað þrýtur. Slík töf kemur aftur á móti í veg fýrir að viðkomandi njóti mikilvægrar þjónustu, auk þess að leiða til skerðingar eða jafnvel að réttur til atvinnuleysisbóta tapast. Mikill tími fer í það hjá starfs- mönnum skráningarstaða og svæð- isvinnumiðlana að skrá og hafa eftirlit nreð atvinnuleitendum. Þessum tíma væri í flestum tilvik- um betur varið til uppbyggilegrar starfsemi. Hér gegna aðstoð, ráð- gjöf og menntunarúrræði við hæfi lykilhlutverki. Sama gildir um ráð- gjöf og aðstoð við fýrirtæki sem eru að leita að starfsfólki. Rafræn skráning og miðlægur gagna- grunnur á vefnum, með upplýs- ingum um einstaklinga sem eru að leita að störfum og fýrirtæki sem eru með störf í boði, gætu hér þjónað mikilvægu hlutverki. Mikilvægt er að aðstoð og ráð- gjöf hefjist sem fýrst eftir að við- komandi missir atvinnuna. Nefna má sem dæmi virka starfs- og námsráðgjöf, með áhugasviðspróf- um og leiðbeiningum um þau starfs- og námsúrræði sem eru í boði á hverjum tíma. Þá er ljóst að fræðsla um fjármál og fjármálaráð- gjöf getur skipt miklu fýrir þá sem missa atvinnuna um skemmri eða lengri tíma. Fjölbreytt tilboð á námskeiðum og lengra námi við hæfi hvers og eins er eitt af kjarnaatriðunum í stuðningi við atvinnuleitendur. Þar er mikilvægt að ráðgjöf taki tillit til þess og úrræði verði þróuð sem mæta þörfum ólíkra einstaklinga og mismunandi hópa. Hér má sér- staklega nefna vaxandi fjölda at- vinnulauss ungs fólks og einstak- linga með litla formlega menntun. Löggjöf endurskoðuð og bætt Mikilvægt er að núverandi löggjöf um málefni atvinnulausra og virk- ar vinnumarkaðsaðgerðir verði endurskoðuð jafnframt því sem einkareknum vinnumiðlunum verði skapaður eðlilegur laga- rammi.Tilgangurinn er að bæta stöðu atvinnulausra og efla þjón- ustu við atvinnuleitendur í sam- ræmi við þær áherslur sem hér hafa verið kynntar. Þannig verður tekjutengingu greiðslna aðeins hrint í framkvæmd með lagabreyt- ingum, svo dæmi sé tekið. Þá hafa ýmsir hnökrar og álitaefni komið upp við framkvæmd núgildandi laga sem nauðsynlegt er að lag- færa. Ekki eftir neinu að bíða Öflugt efnahagslíf og atvinnustefna sem hefur að markmiði að skapa mörg og góð störf er mikilvægasta og árangursríkasta leiðin í barátt- unni við atvinnuleysi og sálrænar, félagslegar og efnahagslegar afleið- ingar þess fýrir einstaklingana, fjöl- skyldur þeirra og samfélagið allt. Samhliða því að reka öfluga at- vinnustefnu er nrikilvægt að byggja upp velferðarkerfi fýrir þá sem eru og verða án atvinnu í framtíðinni, um einhvern tíma. Slíkt kerfi verður að byggja á virð- ingu fyrir einstaklingunum. Það verður að tryggja efnalega afkomu meðan þeir eru án vinnu, halda úti virkri vinnumiðlun og gefa hverj- um og einum möguleika á að nýta tímann á uppbyggilegan og gagn- legan hátt. Atvinnumissir á ekki og má ekki vera ávísun á íjárhagslegt hrun eða andlegt og félagslegt nið- urbrot einstaklinga og fjölskyldna þeirra. 33

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.