Vinnan


Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 26

Vinnan - 01.05.2003, Blaðsíða 26
Velferð fyrir alla: Umfjöllun og viðbrögð í aðdraganda Alþingiskosninga nú í vor er mikitvægt að fram farí umræða um þær megináherst- ur sem uppi verða á næsta kjörtímabiti. Áherslur og tiltögur Alþýðusambands íslands i vetferðar- mátum eru inntegg í þessa umræðu. Hér verður gerð grein fyrír hvernig þessar áherstur og tillög- ur voru mótaðar og hvernig þær voru kynntar inn í hina pótitisku umræðu. Megináherstan verður samt á að gera grein fyrír umræðum sem þær hafa vakið i samfétaginu. í vetur hefur velferðarnefnd ASÍ lagt mikla vinnu í að móta áherslur í velferðarmálum. I janúar 2003 voru þannig myndaðir fjórir vinnuhópar sem í áttu sæti starfs- menn og stjórnarmenn íjölmargra stofnana og samtaka sem starfa að velferðarmálum:Vinnuhópur um heilbrigðismál, húsnæðismál, trygg- ingamál og fatækt. Hver vinnuhóp- ur hélt sex fundi, þar sem farið var yfir stöðuna á viðkomandi mál- efnasviði, gagna aflað, staðan greind, valkostir um úrbætur rædd- ir og settar fram tillögur um að- gerðir, bæði til lengri og skemmri tírna. Þann 19. mars hélt ASI ráðstefnu í Salnum í Kópavogi þar sem kynntar voru áherslur og tillögur sambandsins í velferðarmálum. Samdægurs gaf sambandið út skýrsluna Velferðfyrir alla en hún inniheldur ítarlega greinargerð frá öllum ofannefndum vinnuhópum velferðarnefndarinnar.Jafnframt var gefið út blað, sem dreift var með Morgunblaðinu, en það inniheldur útdrátt úr skýrslunni auk viðtala við fólk með sérþekkingu á vel- ferðarmálum. Þann 27. mars boð- aði ASÍ til blaðamannafundar þar sem kynnt var mat hagdeildar á kostnaði við tillögur sambandsins í velferðarmálum. Þann 2. apríl stóð ASI svo fýrir opnu málþingi á Grand Hóteli í Reykjavík þar sem forystumönnum stjórnmálaflokk- anna var gefinn kostur á að svara opinberlega áherslum og tillögum sambandsins í velferðarmálum. Fagleg umfjöllun A ráðstefnunni í Salnum flutti Stef- án Olafsson prófessor erindi þar sem hann setti áherslur og tillögur ASÍ í samhengi við umfangsmiklar rannsóknir sínar á íslenska velferð- arkerfmu. Hann fór ekki í grafgötur með þá skoðun sína að hið íslenska opinbera velferðarkerfi hafi látið á sjá. Islenska kerfið hafi að miklu leyti verið byggt upp á sama meiði og kerfi hinna Norðurlandanna. I tímans rás hafi þó leiðir skilið, frændþjóðirnar juku örlæti síns kerfis en Islendingar settu því skorður með lágum lífeyrisgreiðsl- um og víðtækum tekjuskerðing- um. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að afkoma þeirra, sem ein- ungis hafa lífeyri almannatrygginga til að lifa af, er mun lakari hér á landi en í grannríkjunum. Stefan skírskotaði til þýðingarmikils sögu- legs hlutverks verkalýðshreyfingar- innar við uppbyggingu íslenska velferðarkerfisins á sínum tíma og lét í ljós þá skoðun að með ffum- kvæði ASÍ nú hefði þetta hlutverk e.t.v. verið endurvakið. Hann sagði nauðsynlegt að taka til hendinni - markmiðið ætti samt ekki endilega að vera það að verja gamla kerfið heldur að byggja það upp á nýtt. Stefán benti á að tillögurnar ein- kenndust að nokkru leyti af bráða- úrræðum og varnarbaráttu, t.d. til- lögur um að dregið verði úr kostn- aði einstaklinga vegna lyfja og heil- brigðisþjónustu og urn úrbætur í húsnæðismálum. Hann benti einnig á ýmislegt sem væri nýtt og e.t.v. skref fram á við, t.d. tillögur um að leyfa skuli meiri fjölbreytni í rekstrarformum í heilbrigðis- og húsnæðiskerfinu, um að tekið verði mið af því að framfærslubyrði ör- yrkja er önnur en aldraðra, um að nauðsynlegt sé að taka á vanda at- vinnulausra af meiri alvöru en áður og um að réttur foreldra langveikra barna á umönnunarbótum eigi að vera grundvallaður á samtryggingu. Þá tók hann undir að brýnt væri að korna betri reglu á skipan veikinda- réttar, m.a. sjúkradagpeninga- greiðslna. Stefan taldi að það gæti reynst vandkvæðum bundið að 26

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.