Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi ?0 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR & ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 .1 abriel HÖGGDEYFAR ^GJvarahlutir SSr' Ritstjorn 86300 - Auglysingar 18300- Afereidsla og askrifl 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Smekkur Japana á kjötmeti gróflega frábrugöinn okkur: BORGA TVðFALT MEIRA FYR- IR HVAIKJÖT EN MLKAKJÖT ■ Smekkur Japana á kjötmeti virðist gróflega frábrugðinn okk- ar smekk hér á Fróni. Á síðasta ári keyptu þeir héðan nxr 4 þús. tonn af hvalkjöti fyrir um 67 kr. hvert kíló, en hins vegar borguðu þeir aðeins rúmar 28 krónur fyrir kílóið af þeim tæpum 7 tonnum sem þeir keyptu héðan af kinda- kjöti, samkvæmt upplýsingum í Hagtíðindum. Fyrstu 11 mán. síðasta árs var búið að flytja út um 2.336 tonn af kindakjöti fyrir samtals tæp- lega 81,6 milljónir króna, eða 34,90 kr. fyrir kílóið að meðal- tali. Mjög er hins vegar misjafnt hve kaupendur hafa greitt fyrir kílóið. Stærstu kaupendurnir voru V-Þjóðverjar með um 729 tonn á þessu tímabili fyrir um 17,5 millj. kr., eða aðeins um 24 UTBORGUNIN VERDIUM 60%, EFTIRSTÖÐVAR T1L 10 ÁRA ■ „Breytingar á núverandi kjörum á fasteignamarkaðinum eru bæði æskilegar og nauðsyn- legar miðað við þær aðstæður sem nú er í þjóðfélaginu. For- sendur virðast hafa skapast til að útborgunarhlutfall lækki og láns- tími eftirstöðva lengist. Svo unnt sé að lengja lánstímann, t.d. til 10 ára, þarf að tryggja að raun- gildi eftirstöðvanna haldist, en ef það væri gert gæti útborgun lækkað, t.d. í 60% af heildar- verði". Þetta kom m.a. fram hjá stjórnarmönnum hins nýstofn- aða Félags fasteignasala á frétta- mannafundi. Hvort kjörin á fasteigna- markaðinum muni þróast í þessa átt á næstunni kváðust þeir að sjálfsögðu ekki geta sagt um, þar sem samningskjör á fast- eignamarkaði hafi ávallt mótast af frjálsum samningum milli kaupenda og seljenda. Með skyndilegri hjöðnun verðbólgu óg lækkun vaxta sögðu stjórnarmenn FF að orðið hafi merkjanlegar breytingar á viðhorfi fólks til greiðslukjara í fasteignaviðskiptum, sem undanfarið hafi m.a. einkennst af hröðum útborgunum og háu útborgunarhlutfalli. Fasteigna- salar hafi því reynt að meta hvemig samningskjörin geti að- lagast þessum nýju aðstæðum, og í framhaldi af því hafi þeir slegið fram fyrrgreindum hug- myndum. Spurðir hvort breytinga hafi orðið vart nú að undanförnu sögðu fasteignasalar að slíkt gerðist sjaldan mjög snöggt. í viðtölum bæði við kaupendur og seljendur komi fram að enn séu þeir hlynntari vöxtuni en verð- tryggingu eftirstöðva, enda hafi ýmsir hvekkst á verðtryggingum á undanförnum árum. Þeirbentu hins vegar á að verðbólga mætti aukast mjög verulega á ný til þess að greiðslubyrði fyrstu árin yrði þyngri af verðtryggðum eftirstöðvum heldur en með nú- gildandi vöxtum. - HEI. krónur hvert kíló. Svíar komu næstir með 650 tonn fyrir um 29 kr. hvert kíló. Færeyingar hins vegar greiddu um 52 krónur á hvert kíló af þeim 577 tonnum sem þangað fóru og Bandaríkja- menn 74 kr. á kíló, en þangað fóru aðeins 22 tonn á þessu tímabili. Danir viröast hafa gert afar hagstæð kaup á þeim 40,6 tonn- um af osti sem þeir keyptu héðan fyrir aðeins 13,30 kr. hvert kíló. Ostaútflutningurinn á tímabilinu var alls 475 tonn fyrir um 33,90 króna meðalverð á kíló. Þar af fóru 254 tonn til Bandaríkjanna fyrir 35 kr. kílóió aö meöaltali. Danir virðast einnig hafa gert hagstæða samninga varðandi þau 7,4 tonn sem þeir keyptu héðan af kindainnmat. eða aðeins 10,80 kr. hvert kíló. Stærstu kaupend- urnir voru Bandaríkjamenn með tæp 22 tonn fyrir um 87 kr. hvert kíló. Saudí-Arabar borguðu 20,90 kr. á hvert kíló af þeim 10 tonnum af lifur sem þangað voru seld í haust. -HEI Helgin 4.-5. febrúar 1984 Tyelr teknir með hass á Keflavíkur- flugvelli: VILDU BÁÐIR EIGfl HASSIÐ VIÐ YFIR- HEYRSLUR HJÁ LÖG- REGLUNNI ■ Tæpt kíló af hassi fannst á ungum manni á Keflavíkur- flugvelli á þriðjudagskvöld þar sem hann var að koma frá Luxemburg með félaga sínum. Mennirnir voru fluttir til yftr- heyrslu hjá fíkniefnalögregl- unni ög sagðist sá sem var með efnið hafa keypt það ytra, og fjármagnað það að öllu leyti sjálfur. Hinn bar hinsvegar að hann hefði fjármagnað hass- kaupin að hálfu. Vcgna þessa misræmis í framhurði var sá sem efnið fannst á ruskurðaður í 5 daga gæsluvarðhald. Maðurinn viðurkenndi sfðan hlut félaga stns í hasskaupunum og var honuin þá sleppt úr haldi á föstudag. -GSH ■ Stjórn hins nýstofnaða Félags fasteignasala á fundi í gær. Frá vinstri: Atli Vagnsson, Þórhallur Halldórsson, Magnús Ax- elsson, Dan V.S. Wiium og Viðar Böðvarsson. Tímamynd Árni Sæberg. AUGLYSINGAVERDIÐ A RASII LÆKKAR UM 20-45% ■ Rás 11 hcfur lækkað hjá sér auglýsingaverð um 20% dags daglega og um 45% í næturút- varpi sínu. Þannig kostar nú hver 10 sekúnda birting 1200 kr. en var áður 1500 kr. og hver auglýsingamínúta kostar nú 7200 kr. en var áður 9000 kr. í næturútvarpinu kosta 10 sekúnd- urnar nú 800 kr. í stað 1500 kr. áður og hver mínúta þar kostar nú 4800 kr. í stað 9000 kr. áður. „Þegar við fórum af stað voru skiptar skoðanir á því hvað væri hæfilegt auglýsingaverð og rennd- um við nokkuð blint í sjóinn með það eins og gengur og gerist en þó skal ég viðurkenna það að við vorum heldur í hærri kantin- um“ sagði Þorgeir Ástvaldsson útvarpsstjóri á RÁS II í samtali við Tímann er við spurðum hann út í hið breytta auglýsingaverð. „Það var alltaf ætlunin að þegar eitthvað væri komið á.sem heitið gæti reynsla.myndum við hiklaust breyta verðinu og það hefur átt sér stað nú frá og með 1. febrúar". Þorgeir sagði ennfremur að þessa dagana væri ýmislegt ann- að í rekstrinum sem væri að taka breytingum eftir að nokkur reynsla er komin á RÁS II, bæði hvað varðar auglýsingar og dagskrána sjálfa. Verið væri að ræða dagskrárbreytingar hjá út- varpsráði' og hann vonaði að þetta kæmist allt í gagnið sem allra fyrst. - FRI. dropar Skyldusparn- aður sóttur ■ Þessa dagana er ríkissjóður að greiða út skyldusparnað sem vinstri stjórnin sáluga lagði á árið 1978 við valdatöku sína, sem leggjast átti á þá sem breiðastar herðarnar höfðu og mest umleikis. Þykir mörgum sá hópur furðulega samansett- ur sem nú leggur leið sína til ríkisins að sækja aurana sína, að vísu 10-falda frá því sem upphaflega var. Lítið bólar á velstæðum verslunarmönnum og öðrum stórgrósserum sem vitnast hefur heim á klaka að eigi skemmtisnekkjur og lúxus- hús í suðlægum löndum, en þeim mun meira á virðulegum verkalýðsleiðtogum og meira að segja ritstjórum málgagna þeirra, sem greinilega er vel fyrir séð. Kapphlaup ■ Sjálfsagt hefur það ekki farið fram hjá neinum að vegur matargerðarlistarinnar hefur aukist undanfarin ár hérlendis, þannig að ýmsir sjá sér þar leið til að afla fjár og hagnast á öllu saman. Tveimur af þremur bókaklúbbum sem hér eru starfandi datt á svipuðum tíma í hug að fara út á þennan markað og stofna til sérstakra bókaklúbba sem einbeittu sér að útgáfu lesefnis í matagerð- arlist. Eru það bókaklúbbar AB og Veraldar sem standa í ströngu að þessu leyti. Sælkeraklúbbur AB varð fyrri til að boða til blaðamannafundar til að kynna framtakið, en Veraldar- menn komu með krók á móti bragði og settu inn heilsíðu auglýsingu í öll dagblöðin morguninn eftir að AB-menn héldu sinn fund, þar sem þeirra framtak var kynnt. Verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort mataráhugi landans er orðinn svo þróaður að hann beri uppi tvo sælkerabóka- klúbba til iengdar. Bílahöll- in Dávíð ■ Dropar greindu í gær frá hugmyndum Björns Friðflnns- sonar og umferðarnefndarfull- trúa um hugsanleg nöfn á bílskýlið við Seðlabankahúsið sem sem bankinn byggði fyrir Reykjavíkurborg samkvæmt samningi þessara aðila. Fleiri hugmyndir bætast í safnið. þannig lagði einn lesandi Tím- ans til að nafnið Dávíð yrði valiö. Taldi hann það lýsa vel byggingunni þegar inn er komið, og ekki skemmdi það fyrir að jafnframt minnti það á höfuðpaurinn í borginni. Krummi .. ... hefur enginn reynt að bjóða Japönum græna kjötið?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.