Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 5
LALIGARd'aGLIR4.FEBRÚAR 1984 fréttir Borgarskipulag eða borgarstjórinn HVER FOR UT FYRIR EMBJETTIS- MÖRK OG FRAMDITRÚNADARBROT? — fjallar borgarverkfræðingsembættið heimildarlaust um Skúlagötuskipulagið, eða ræður borgarstjóri hver um það f jallar? ■ Hvar eru takmörk valds borgarstjór- ans í Reykjavík, sem æðsta embættis- manns borgarinnar? Getur hann ráðið því hvaða embættismenn og stofnanir annast hvaða verkefni, og hvaða um- gengnisreglur eiga að vera í heiðri hafðar milli hans og annarra embættismanna? Þessar spurningar voru til umræðu í borgarstjórn í fyrradag, þegar rætt var um þá ákvörðun borgarstjórans, Davíðs Oddssonar, að fela embætti borgarverk- fræðings að auglýsa skipulagstillögur varðandi Skuggahverfið, (Skúlagötu- skipulagið) og jafnframt að fjalla um athugasemdir, sem við það berast, í stað Borgarskipulagsins. Skipulagsnefnd Reykjavíkur felldi á dögunum tillögu um að fela þeirri stofnun að fjalla um athugasemdirnar, þótt Borgarskipulagið heyri formlega undir skipulagsnefnd. Davíð Oddson borgarstjóri svaraði fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um málið í bréfi dagsettu 23. janúar 1984 á þessa leið: „Auglýsing á breytingu á aðalskipulagi er í verkahring borgar- stjóra, eða þeim sem hann felur að annast hana. í þessu tilviki þótti rétt að borgarverkfræðingsembættið annaðist þá auglýsingu, vegna þeirra sérstöku aðstæðna, að Borgarskipulag og starfs- menn þess höfðu tekið eindregna hlut- dræga afstöðu í málinu, sem lengra gekk en innan embættisskyldu þeirra rúmað- ist“. Sigurður Harðarson, Kristján Bene- diktsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Sigurjón Pétursson töldu að borgar- stjóri hefði í þessu máli brugðist em- bættisskyldum sínum með tvennum hætti. Hann hefði sniðgengið samþykkt borgarstjórnar frá 1980, þar sem segði ótvírætt að Borgarskipulag skyldi sjá utp að auglýsa breytingar á aðalskipulagi og fjalla um athugasemdir við það, og jafnframt bæri honum að taka svari embættismanna sinna út á við. Aðgerðir hans í málinu væru trúnaðarbrot gagn- vart embættismönnum, í þessu tilviki forstöðumanni borgarskipulags og starfsmönnum þeirrar stofnunar og gagnvart skipulagsnefnd, sem er sett yfir Borgarskipulag í borgarkerfinu. Sagði Kristján Benediktsson nefndina lítil- þæga, að láta það líðast að verkefni væru tekin af nefndinni og færð annað. Sigurjón Pétursson sagðist ekki draga í efa, að borgarstjóri gæti tekið hvaða verkefni sem væri af embættismönnum og framkvæmt þau sjálfur, þannig gæti hann vafalaust í eigin nafni auglýst leiguíbúðir borgarinnar til leigu og aug- lýst aðalskipulag, en liann gæti hins vegar ekki tekið verkefni af einni borgar- stofnun, sem samkvæmt samþykktum borgarstjórnar ætti að hafa þau með höndum og falið þau öðru embætti í sínu umboði. Sagði hann nauðsyn bera til að iögfræðileg greinargerð fengist um þetta atriði. Fyrrnefndir borgarfulltrúar sögðu engar skýringar hafa komið fram um það á hvern hátt borgarskipulag hefði gengið lengra en innan embættismarka rumað- ist. Embættismönnum bæri að fylgja fram málum og undirbúa þau á grund- velli faglegra sjónarmiða og stjórn- málamenn yrðu síðan að meta þau sjónarmið með rökum. Ef hann þyrfti að setja ofan í við embættismenn sína ætti hann að gera það í kyrrþey en ekki á opinberum vettvangi. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að í þessu máli hefði verið farið að lögum í hvívetna. Hann sagði að hann hefði ekki veist að embættismönnum opinberlega, aðeins verið knúinn til þess með ítrekuð- um fyrirspurnum að svara því hvernig á því stæði að hann hefði falið borgarverk- fræðingsembættinu að vinna þetta til- tekna verkefni. Hann vitnaði í frétta- skýringu í Tímanum frá því í september s.l. þar sem fjallað var um trúnaðarbrest sem upp hefði komið milli borgarstjórn- armeirihlutans og borgarskipulags og sagt að hann hefði það í för með sér að borgarstjóri sæti uppi með stofnun sem væri honum ónýt og hlyti það að Ieiða til einhverra aðgerða af hans hálfu. Hann sagði að Kristján Benediktsson hefði ekki séð ástæðu til að svara þessu, enda þótt hann stjórnaði fréttaflutningi Tím- ans úr borgarstjórn meira en góðu hófi gengdi! Hann vitnaði einnig til samtals sem hann átti við blaðamann Tímans 21. september, þar sem hann sagði aðspurð- ur að hann hefði þá skoðun að Borgar- skipulag hefði gengið of langt í ákafa sínum í skipulagsmálum Skuggahverfis- ins. Það sem gerst hefði ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart. - JGK. ■ Hótel Vík við Vallarstræti, þar sem Kvennaframboðið í Reykjavík og Sam- tök um kvennalista hafa haft aðsetur sitt undanfarið, nefnist nú Kvennahúsið, og þar fer fram ýmis konar starfsemi, sem tengist konum og baráttumálum þeirra. Nú á þriðjudaginn, þann 7. þessa mánað- ar hefst enn einn þáttur í kvennastarf- seminni í Kvennahúsinu, en það er ráðgjafastarfsemi um félagsmál og laga- leg spursmál, og er öllum konum heimilt að leita eftir ráðgjöf hjá félagsfræðingum og lögfræðingum sem þar munu veita þá aðstoð sem þeim er unnt, án þess að krefjast nokkurs endurgjalds fyrir. Tím- inn forvitnaðist frekar um þessa starf- semi nú í vikunni, og ræddi við Sigrúnu Benediktsdóttur lögfræðing, sem verður einn ráðgjafanna, en Sigrún starfar einn- ig að lögfræðistörfum fyrir Mæðrastyrks- nefnd. - Hvað veldur því að þið 20 konur, ýmist félagsfræðingar, lögfræðingar eða nemar í þessum greinum, ákveðið að hefja félagslega og lagalega ráðgjöf fyrir konur? ■ Kvennahúsið, áður Hótel Vík, við Vallarstræti, færir stöðugt út kvíar sínar í starfsemi, en nú á þriðjudag hefst ráðgjafastarfsemi kvenna á sviði félagsmála og lagamála í húsakynnum Kvennahússins. ■ Sigrún Benediktsdóttir lögfræðingur, þegar komin í stólinn til þess að veita ráðgjöf. Tímamyndir Róbert Kvennaráðgjöf hefst eftir helgina í Kvennahúsinu: „VIUUMTAKAÁMÓn KONUM 0G TALA VH) m ÚT FRÁ ÞEIRRA SIÓNARH0RNI“ — segir Sigrún Benediktsdóttir, lögfrædingur, sem verður einn ráðgjafanna „Við eigum það sameiginlegt, þær konur sem að þessu stöndum,að vera óánægðar með stöðu konunnar í dag. Sú óánægja er hvati þess að við ákveðum að reyna þessa leið, sem er jú ein þeirra leiða sem farnar hafa verið annars staðar, svo sem í nágrannalöndum okkar, og hún hefur reynst vel þar. Við höfum hlotið menntun í einni eða annarri mynd, og við teljum að við getum mest gagn gert, með því að miðla öðrum konum af þessari menntun okkar og um leið teljum við að við verðum sjálfar reynslunni ríkari.“ - Hefur ekkert verið erfitt að fá konur til þess að taka þátt í þessu ráðgjafastarfi ykkar? „Nei, það er alls ekki hægt að segja það. Að .vísu er ég eini útlærði lögfræð- ingurinn í hópnum, enn sem komið er, en það eru laganemar í þessum hóp og vonandi koma fleiri lögfræðingar inn í myndina, þegar starfið er farið af stað.“ - Hvers konar ráðgjöf eigið þið von á að konur muni helst leita eftir hjá ykkur? „Við vonumst til þess að það verði mikil breidd í þessum málum, og ef ég 'tala út frá lagalegu sjónarmiði, þá vona ég svo sannarlega að konur séu sér þess meðvitaðar, að það kemur fleira til hjá okkur konunum, heldur en sifjaréttar- mál. Vafalaust verða mörg mál þess eðlis að við gerum ekkert annað en vísa málunum áfram til lögfræðinga". - Verður hér eingöngu um sjálfboða- starf að ræða hjá ykkur? „Já, það verður eingöngu um sjálf- boðastarf að ræða. Skipulagið hjá okkur verður þannig, að við skiptum okkur niður í 5 manna hópa, einn hópur er á vakt á hverju þriðjudagskvöldi. Við reynum að velja í hópana þannig, að sem víðtækust reynsla sé fyrir hendi í hverjum hóp. Til dæmis að í hverjum hóp sé félagsfræðingur, lögfræðingur og félagsráðgjafi, auk þess sem við höfum hliðsjón af starfsreynslu viðkomandi, þegar við röðum niður í ráðgjafarhóp- ana.“ - Á hvaða tíma fer þessi ráðgjöf fram? „Við verðum hér í Kvennahúsinu á þriðjudagskvöldunt frá því kl. 8 á kvöldin og fram til kl. 10. Það er rétt að geta þess að síminn okkar er 21500, því konur geta á þessum tíma gert hvort sem þær vilja, hringt eða komið, og svo geta þær sent okkur bréf, og fyrir þær sem það vilja, nefni ég að heimilisfang okkar er Kvennaráðgjöf, Kvennahúsinu, Vall- arstræti, 101 Reykjavík. - Hvað með trúnað - geta konurnar sem til ykkar leita treyst því að vandamál þeirra komist ekki í hámæli? „Já, fullkomlega. Við munum ekki skrá niður þau erindi sem til okkar berast, með nafni, þannig að við gætum nafnleyndar í hvívetna." - Hvers konar „viðskiptavinum" eig- ið þið von á - einkum efnalitlum konum í félagslegum eða lagalegum þreng- ingum, eða eigið þið von á því að konur úr öllum stéttum muni leita til ykkar? „Ég á frekar von á því að efnalitlar konur muni leita til okkar, en að sjálf- sögðu eru allar konur velkomnar. Ein af þeim forsendum fyrir því, að við förum af stað með þessa ráðgjöf er sú að aðstaða karla og kvenna er ekki sú sama. Þrátt fyrir það að hér á landi ríki jafnrétti lögum samkvæmt þ*á er því jafnrétti ekki fyrir að fara sérstaklega með tilliti til efnahags. Konur hafa síður ráð á því að leita sér ráðgjafar en karlar.“ - Telur þú að brýn þörf sé á svona ráðgjöf? „Já, það er vafalaust brýn þörf á henni - það er í rauninni enginn vafi á því.“ - Eruð þið ekkert hræddar við að karlmennirnir muni strax setja á ykkur stimpil eitthvað í þá veru að þarna fari nú kerlingarhexin einu sini enn af stað? „Nei, síður en svo. Ég hef það mikla trú á karlmanninum að ef hann sest niður og hugsar málið, þá sér hann að þetta er mjög eðlilegt. Það er að koma upp sú ótrúlega staðreynd að konur eru Iáglaunastétt eins og víðast hvar annars staðar, og ég hef það mikla trú á karlmanninum að hann sjái að þetta er eðlilegt. Þegar draumur okkar um að konur og karlar búi við jafna aðstöðu er orðinn að veruleika. þá cr grundvöllur- inn fyrir svona starf brostinn. en á meðan að þörfm krefur, þá er sjálfsagt'að halda uppi svona starfsemi." - Nú eruð þið nýtt fyrirbæri á þessum markaði, ef svo má að orði komast, teljið þið ykkur vera í samkeppni við Orator og aðra slíka aðila, sem veita ráðgjöf án endurgjalds? „ Auðvitað eru aðilar sem veita ókeypis ráðgjöf, eins og félag laganema, Orator, Félagsstofnun, Mæðrastyrksnefnd og fleiri, en þörfin er það brýn að þeir aðilar sem bjóða upp á slíka þjónustu fullnægja engan veginn þeirri þörf sem fyrir hendi er, auk þess sem Kvennaráðgjöfin er nýr valkostur fyrir konur, scm byggir á öðrum forsendum en sú þjónusta sem boðið er upp á í þjóðfélaginu í dag. Við viljum taka á móti konum og tala við þær frá þeirra sjónarhorni, en ekki eins og starfsmaður ræðir við skjólstæðing. Við teljum að svona ráðgjöf eigi rétt á sér, því konum mæta annars konar vandamál en körlunt.“ - AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.