Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. ‘ Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Umgengnin við náttúru landsins ■ Það er virðingarvert hjá Ferðamálaráði áð hefjast handa um nýtt átak til að vekja athygli innlendra og erlendra ferðamanna á mikilvægi þess að virða og vernda viðkvæma náttúru landsins: Tilgangurinn með þessu átaki er fjórþættur: 1. Að vekja athygli á viðkvæmri náttúru landsins. 2. Að leiðbeina um góða umgengni 3. Að vara við hvers konar náttúruspjöllum. 4. Að tryggja að framfylgt verði lögum og reglum um umgengnishætti. Átakið hefst með samkeppni um slagorð, sem verður rauði þráðurinn í öllu því starfi, sem framundan er. Slagorðin eiga, á einfaldan og skýran hátt, að minna á megintilgang átaksins. Textinn verður að vera stuttur og hnitmiðaður, og auðvelt að snúa honum yfir á önnur tungumál. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir beztu slagorðin. Sú tillaga um slagorð, sem valin verður, mun sjást víða. Útbúin verða skilti með slagorðunum, og þeim komið fyrir á stöðum, þar sem er mikil umferð ferðamanna. Þau verða og yfirskrift alls þess efnis, sem komið verður á framfæri. Þau verða einnig notuð á límmiða og veggspjöld. í greinargerð Ferðamálaráðs eru rökin fyrir umræddu framtaki þess rakin á eftirfarandi hátt: „Á síðustu áratugum hefur íslenskri þjóð orðið æ ljósara, að hún á landi sínu skuld að gjalda. Myndarleg afborgun var greidd með þjóðargjöfinni til landgræðslu, og því yfirlýsta stefnumiði, að koma gróðri í það horf, sem var, þegar land var numið. En það eru margar afborganir eftir, þótt eilítið hafi saxast á skuldina. Pað verður ávallt erfitt að draga úr því tjóni, sem náttúruöflin valda, svo sem uppblástur og eldgos. En það má draga úr og stöðva skemmdir af mannavöldum. Pað verður þó ekki gert, nema með átaki allra íslendinga og almennri baráttu fyrir bættri umgengni við landið. Ýmis tækni nútímans veldur því, að aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að snúast til varnar og einmitt nú. Með- bættum og auknum bílakosti eiga fleiri og fleiri þess kost, að ferðast um landið, einkum hálendið, þar sem eru viðkvæmustu gróðurreitirnir og fegurst náttúra. Bættar samgöngur milli íslands og umheimsins fjölga til muna j erlendum ferðamönnum, sem til landsins koma á eigin I farartækjum. Tæknin hefur einnig fært manninum margvísleg þægindi í formi útbúnaðar og umbúða, sem undantekningalítið er gert úr efnum, sem ekki eyðast. Ekki þarf annað en að ' benda á fjörur í nágrenni þéttbýlis, svo menn átti sig á hve mikið vandamál er á ferðinni. Þetta og margt annað gerir það að verkum, að þjóðin þarf nú að vera betur á varðbergi en nokkru sinni fyrr til að tryggja fagra og óspillta náttúru, sem ekki verður bætt, ef illa fer. Þjóðin verður að snúast gegn skemmdarverkum á eigin landi. Hún verður að koma í veg fyrir, að hjólbarðar risti í sundur gróðurreiti og grastorfur, hún verður að hafna því, að vegir um hálendið verði varðaðir gler- og plasthrúgum, og að plastumbúðir og brúsar bregði annarlegum lit á lyng og móa. Þjóðin verður að afneita þeirri ómenningu, að vegir og opin svæði séu ruslatunnur og vegaskilti skotmörk.“ Vissulega ber að taka sterklega undir þessar röksemdir Ferðamálaráðs. Þ.Þ. skrifað og skrafað Raunhæfa kjarasamninga Guömundur Bjarnason al- þingismaður skrifar grein í Dag undir fyrirsögninni „Raunhæfir kjarasamning- ar“. Guðmundur segir: „Nú er öllum orðið það Ijósí að ríkisstjórnin hefur náð verulegum árangri í bar- áttunni við verðbólguna. Árangur þessi kemur best fram í því að á seinustu mánuðum hafa vextir lækkað fimm sinnum og verulegar líkur má telja á að þeir lækki enn meira á næstu vikum. Þá má einnig benda á að vöru- verð stendur nú nánast í stað og sumar vörur jafnvel lækka í verði. Það er staðreynd að vísitala matvöru lækkaði lítið eitt í desember, ekki vegna aukinna niðurgreiðslna úr ríkissjóði, heldur vegna al- mennrar lækkunar eins og t.d. á ávöxtum og sykri. Engum blandast hugur um að þessi árangur í glímunni við verðbólguna hefur í för með sér verulegar kjarabætur ekki síst fyrir þá sem hafa úr litlu að spila, eða eru skuldugir vegna húsnæðis- bygginga eða - kaupa. Óða- verðbólgan sem áður ríkti og þær stórgölluðu aðferðir sem giltu við útreikning verðbóta á laun léku hins vegar verst þessa þjóðfélagsþegna sem nú hafa allt að vinna. Það er því mjög áríðandi að þeir kjarasamningar sem nú eru framundan hleypi ekki af stað nýrri verðbólguskriðu með því að fela í sér tilraun til að skipta meiru en aflað er. Af slíkum samningum hlýtur þjóðin að hafa fengið meira en nóg. Þeir verða að vera innan þeirra marka sem stjórnvöld hafa sett sér og líklegt má telja að þjóðarbú- ið þoli eins og nú er ástatt. Þá er og Ijóst að það litla svigrúm sem fyrir hendi kann að vera verður að nýta til að bæta hag þeirra sem nú eiga við verulega örðugleika að stríða. Nauðsynlegt er að um þetta náist fullkomin sam- staða. Hinir lægstlaun- uðu gangi fyrir Flest erum við þannig sett að við getum hert ólina en þó eru nokkrir sem ekkert svig- rúm hafa, mega ekki við neinu. Þvt betur mun þessi hópur ekki vera mjög fjöl- imennur ef marka má niður- stöður úr láglaunakönnun kjararannsóknanefndar, en hann er til. Ætti því að vera auðvelt að veita honum veru- legar úrbætur án þess að neitt fari úr böndum. Svo virðist sem verkalýðs- forystan hafi hvorki vilja né getu til að semja sérstaklega um úrbætur fyrir þetta fólk, heldur sé líklegt að þær kaup- hækkanir sem um kann að semjast fari upp allan launa- stigann. Ef svo fer er ljóst að lítið kemur í hlut hvers og eins.en þó heldur fleiri krón- ur til þess sem flestar hefur fyrir. Svona má þetta ekki verða, því á ríkisstjórnin að bjóða viðsemjendum sínum þá upphæð sem svigrúm er talið vera fyrir til launahækk- unar eða kjarabóta í einu eða öðru formi til þeirra lægst launuðu eða verst settu. Öfl upplausnar og sundrungar Sjálfsagt kemur menn til með að greina eitthvað á um hvernig þessari upphæð yrði best varið og auðvitað höfum við margsinnis heyrt þær rök- semdir að hækkun lægstu launa ýti upp á við þeim næst lægstu og svo koll af kolli. En að þessu sinni hvorki mega né eiga stjórnvöld að hlusta á slík rök. Nú eiga aðeins lægstu launin að hækka, og treysti launþegaforystan sér ekki til að semja á þennan hátt eiga stjórnvöld sjálf að ráðstafa fjármagninu til fólksins eftir öðrum leiðum. Hvort sú leið heitir afkomu- trygging, húsaleigustyrkir, dagvistargreiðslur, tekju- trygging, fjölskyldubætur, neikvæður skattur eða bara láglaunabætur skiptir ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er að koma aðstoðinni til þeirra sem þurfa á henni að halda og það þarf að gerast fljótt. Nær öruggt má telja að ein- hverjir annmarkar finnist og upp komi hörð gagnrýni hvernig sem að málum verð- ur staðið. Einnig má telja fullvíst að einhverjir „óverð- ugir“ njóti bóta. Framhjá því verður aldrei komist. Ekkert slíkt má koma í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir. Látum ekki þau öfl sem með áróðri sínum reyna nú að efna til upplausnar og sundrungar í þjóðfélaginu ná undirtökunum. Mikilvæg- ast af öllu er að sá árangur sem náðst hefur í efnahags- málum tapist ekki aftur, kjarasamningar verði raun- hæfir, atvinnuvegirnir styrk- , ist og allir haldi fullri atvinnu, 1 um þetta verða stjórnvöld og þjóðin öll að sameinast." á vettvangi dagsins Valdimar Guðmannsson: Hvar er unga fólkið? ■ Nú eru níu mánuðir liðnir síðan þjóðin gekk að kjörborðinu og valdi þar fulltrúa til næstu 4ra ára. Ekki er úr vegi fyrir okkur framsókn- armenn að hugleiða aðeins úrslit kosn- inganna hvað varðar Framsóknarflokk- inn, því flokkurinn tapaði fylgi í öllum kjördæmum en mismikið þó. Alvarlegast virðist þó tap flokksins í Reykjavík og Reykjanesi, þar sem þessi kjördæmi virtust álíta sig það sterk að þau gætu leyft sér að fella landsbyggða- menn úr miðstjórn flokksins á flokks- þinginu haustið 1982. Sú aðferð tókst það vel að í það minnsta tvö kjördæmi fengu ekki fuiltrúa í miðstjórn, en síðan koma þessi tvö fjölmennustu kjördæmi landsins þannig út fyrir B-listann að þaðan kemur 1 þingmaður, sennilega stendur sá maður fyrir sínu enda búinn að fá gott uppeldi hér í Norðurlandi vestra en að sjálfsögðu hefur hann ekki nema 1 atkvæði á Alþingi þótt góðursé. Annars er ekkert skrýtið þótt Fram- sóknarflokkurinn tapi fylgi milli kosn- inga á meðan sá hugsunarháttur ræður ríkjum að ungt fólk (og kvenfólk á hvaða aldri sem er) er aðeins notað sem auglýsing og eða skrautfjöður svo þeir sem ofar eru á listanum geti fleytt sér áfram með því að benda á þetta ágæta fólk, þarna rétt fyrir neðan, gallinn er bara sá að þessu fólki er aldrei hleypt ofar, því ef einhver hinna útvöldu er nú orðinn það hrumur að hann treystir sér ekki lengur í slaginn er yfirleitt dreginn fram einhver gæðingur sem kannske aldrei hefur mætt á félagsfund í Fram- sóknarfélagi, hvað þá að hafa starfað fyrir flokkinn. Á meðan þannig er staðið að verki er ekki von á góðu, það hlýtur því að koma í okkar hlut sem erum á SUF-aldri og þeirra kvenna sem eru að berjast fyrir pólitísku lífi sínu innan Framsóknarflokksins að fá vinnubrögð- um breytt. Bestur árangur næðist sennilega ef FUF-félög ásamt þeim ágætu konum sem áhuga hefðu, fengju að stilla upp öllum framboðslistum flokksins fyrir næstu kosningar, hver í sínu kjördæmi, þá þyrftu þingmenn okkar vonandi ekki að syngja lengur á þingflokksfundum, Kvennmannslaus í kulda og trekki kúri ég volandi og svo framvegis. Þó svo að þessi kostur verði nú ekki valinn þá verða framboðslistar allir að taka miklum breytingum og vona ég að með kjöri Guðmundar Bjarnasonar sem ritara flokksins komi sú hugarfarsbreyt- ing sem þarf til að snúa hröðu undan haldi í sókn en það tekst ekki nema með róttækum breytingum því helst þyrftum við einn Guðmund Bjarnason og eina Dagbjörtu Höskuldsdóttur í hvert kjör- dæmi til að ná flokknum upp úr þeim öldudal sem hann er nú kominn í. Með félagskveðju Bakkakoti, 30. jan. 1984 Valdimar Guðmannsson, Formaður FUF A-Hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.