Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 12
■ Það hefur iengi verið vitað, að ungbörn þroskuð- ust að öðru jöfnu betur og fljótar, ef þeim er mikið sinnt og þau ekki látin liggja sífellt í rúmi sínu. í nýlegu amerísku vikublaði var smágrein eftir uppeld- isfræðing, sem gefur þar ýmsar upplýsingar fyrir foreldra og aðra uppal- endur um hvernig best sé að örva greind og eftirtekt ungbarna, svo þau verði hin mestu gáfnaljós. Nokkrar leiðbeining- ar við að örva greind og þroska ungbarna „Allt, sem barnið sér í fyrsta sinn, heyrir, snertir, smakkar og lyktar, er ný og merkileg reynsla fyrir það,“ segir dr. Susan Ludington-Hoe, sem er forstjóri fyrir þroska- og uppeldisstöð barna í Kaliforníu, en þar er unnið að ýmsum rannsóknum á þroska ungbarna. Hún segir, að samkvæmt rannsóknum sínum sjáist þess merki jafnvel á fyrsta eða öðrum degi, að ungbörnin vilji heldur sjá - og taki betur eftir - myndum af andlitum en einungis mislitum spjöldum sem haldið er upp fyrir framan þau. Áður en börn eru orðin mánaðargömul segir doktorinn, að þau séu farin að sjá jafn vel og fullorðnir hluti sem eru nálægt þeim (ca 30 sm). Susan Ludington-Hoe ráðleggur for- eldrum að örva þroska barna sinna eins og þau geti fyrstu mánuðina, en það geti ráðið miklu síðar meir um gáfur og þroska barnsins. Hér koma nokkrar af ráðleggingum hennar: • „Órói er besta leikfangið fyrir ung- börn.þeir fást víða í leikfangaverslunum, en líka er hægt að búa til heima óróa úr stífum lituðum pappa. Svart og hvítt munstur dregur augu barnsins að óróan- um, og einnig má hafa hann í ljósum litum. • Til að örva heyrnina er gott að hafa einhver leikföng sem hægt er að láta heyrast í, svo sem hringlur, eða lítil, litfögur box með smáhlutum í, en þá verður að sjá til þess að ílátin séu örugglega lokuð. Annars hafa sumir súkkulaðipillur (svo sem smarties) í hringlum, svo ekki sé eins hættulegt ef það skyldi koma fyrir að leikfangið opnaðist. • Áríðandi er að hafa óróann á teygju, svo hann hoppi upp og niður þegar hann er hreyfður. Látið óróann vera það nálægt, að barnið sjái hann vel, og jafnvel að það geti snert hann. Best er að hafa leikfangið þannig fest, að barnið nái til þess með fótunum. • Gefið barninu tækifæri til að litast um, með því að lyfta því upp úr rúminu, lofa því að sitja í sérstökum ungbarna- stólum stund og stund, eða sitja með það. • Þegar barnið fer að geta legið á maganum á teppi er tilvalið að setja litsterk leikföng fyrir framan það (gæta þess að þau séu ekki hörð, svo barnið meiði sig ekki þó það rekist í leikfangið). Líka er gott að teppið sé með litsterku munstri eða myndum. • Verið viss um að barnið hafi eitthvert útsýni úr rúmi sínu. Ekki á að hafa hlífðarspjöld í rimlarúmi (nema þá helst á nóttunni) því þau byrgja barninu sýn. Þegar börn eru 4-6 mánaða hafa þau gaman af myndum eins og t.d. Mikka mús eða dýramyndum. • Skiptið oft um myndir eða leikföng, því að ungbarnið verður leitt á að horfa alltaf á það sama, ekki síður en stærra barn. • Tveggja mánaða fara börnin að sjá það vel, að þau geta séð upp í loft úr rúmi sínu, svo það er ekki fráleitt að setja skrautlega mynd eða munstur í loftið, sem barnið getur horft á ef það liggur vakandi. • Hreyfið barnarúmið svo það standi ekki alltaf eins, með sömu hlutum í kring og sama útsýni fyrir barnið. Verið viss um að barnið geti séð dyrnar (þegar það fer að stækka), svo það þurfi ekki að vera að snúa sér og rembast við að sjá til dyra þegar það heyrir einhvern umgang. • Reynið að verja einhverjum tíma hjá barninu, þó ekki sé verið að sinna því. Það horfir meira í kringum sig og tekur betur eftir andlitum og hreyfingum fólks í návist þess en myndum eða leikföngum. • Munið að litla barnið getur líka orðið þreytt á því að reyna að fygljast með og taka eftir jafnvel þó að um skemmtilega og litríka hluti, leikföng eða „góð andlit“ sé að ræða. Barnið lætur þreytuna í ljós með óróleika og amri og baðar út höndum og fótum. Þá er um að gera að reyna að koma litlu manneskjunni í ró og lofa henni að hvíla sig á umheimin- um.“ Þetta eru leiðbeiningar dr. Susan Lud- ington-Hoe til foreldra smábarna, - en það má kannski segja sem svo, að það þurfi ekki sprenglærða doktora til að slá fram þessum undanfarandi athugasemd- um um barnauppeldi. Flestir foreldrar, sem fylgst hafa með þroska lítils barns kannast við það, að barnið þroskast betur ef því er veitt meiri umönnun, en að aðeins sé séð fyrir þörfum þess. En fyrir þá, sem í fyrsta sinn eru að annast um barn, er gott að festa sér ýmis atriði í minni. ■ Þessi litli kútur er ekki nema sex mánaða, en heldur betur orðinn kotroskinn. Það er engu líkara en hann ætli að halda ræðu! ■ Nýfædd börn sofa mestan part sólarhringsins, en fljótlega fara þau að gefa umhverfinu auga. Bólusetning við tannskemmdum Fallegt bros allt lífið ■ Nú fara fram í Englandi tilraunir með bólusetningarefni gegn tann- skemmdum. Tilraunirnar þykja gefa góða raun, og ef svo fer fram sem horfir, þá má búast við, að það heyri sögunni til, að þurfi að draga tennur úr börnum og unglingum, eins og oft þekkist nú til dags. Bóluefnið verkar þannig, að það örvar varnarefni líkamans, sem vinna á móti sýklum, sem á latínu nefnast Streptoc- occus mutans, og orsaka tannskemmdir. Hugmyndin er sú, að gefa bólusetn- ingarefnið með sprautu áður en fullorð- instennurnar fara að koma, síðan á að gefa viðbótarbóluefni næstu 10 árin eftir vissum reglum, sem verða ákveðnar eftir nánari rannsóknir. Það má búast við að 4-5 ár líði þar til bóluefnið verður komið á markað, en við það eru miklar vonir bundnar. En hvað segja nú tannlæknar í Eng- landi við þessu? Eru þeir ekki í hættu með að verða atvinnulausir? - Alls ekki, segja talsmenn tannlækna þar í landi. Þerir segjast fagna þessum tilraunum og góðum framtíðarhorfum með bóluefnið. Nú geti tannlæknar farið að snúa sér að því að hjálpa almenningi að halda tönnunum fallegum með tann- réttingum og fegrunar-viðgerðum, svo allir fái „fallegt bros allt lífið", - en svo eru tilraunirnar með bóluefnið nefndar. ■ Áður en böm fá fullorðinstennur í framtíðinni verður búið að sprauta þau með bóluefni sem varnar tannskemmdum. Þá þurfa þau ekki að óttast tannlæknaborinn lengur - en svo eru sumir enn hræddari við sprautur....! Létt æfing fyrir byrjendur ■ Þessi æfing virðist ekki vera mjög merkileg, en hún er engu að síður áhrifamikil og ágæt fyrir þær og þá sem eru að byrja í leikfimi heima hjá sér til þess að megrunarkúrinn (eftir ofátið um hátíðarnar) verði áhrifameiri. - Standið bein, gjarnan má standa á tánum. Teygið hand- leggina hátt upp til skiptis - hægri og vinstri, eins langt og þú getur. Látið teygjast vel á mittinu - svo taki í -. Pað getur verið að smá-harð- sperrur geri vart við sig eftir fyrstu skiptin - en það er bara ■ Það á að teygja vel á mittinu, svo taki í. gott, því þá er víst að æfingin gerir sitt gagn!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.