Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 20
M . DAÐRAÐ VIÐ ÆGI Steinunn Þórarinsdóttir tó kó idögunum þ ótt í stórri a Iþjóðlegri samsýn- ingu myndhöggvara í Sydney í Ástral íu, \ Högg- mynd ir við hafið. ORRI PÁLL ORMARSSON hlýc Jdi ó ferðasögu lista- konunnar. um? AÐ ER eitthvað með náttúru og Kst. Auðvitað. Náttúrulaus list er engin list. Listamenn sækja innblástur í náttúruna, regin- öflin - hafa alltaf gert. Hvernig komast þeir hjá því? En hversu oft skila þeir verkum sínum aft- ur út í náttúruna - loka hringn- Ekki oft. Það er helst höggmyndin, þetta forna form listrænnar tjáningar, sem skilar sér aftur út á sléttumar, upp í hlíðarn- ar. Umhverfislist er það kallað, þegar verk- um er komið fyrir á víðavangi, blæstri og böl- móð veðurguðanna byrgirinn boðinn. Hvergi tefla menn eins djarft og að stilla upp listaverkum við úthafsósa, líkt og Ástra- lir, sjálf náttúrubörnin, gerðu á alþjóðlegri höggmyndasýningu í Sydney á dögunum. Sýningu sem haldin var í þriðja sinn og vex stöðugt fiskur um hrygg. Ekki var hún þó án fórna að þessu sinni, því listamennirnir hrepptu aftakaveður á opnunardegi, og stór- skemmdust þrjú verk, urðu Ægi að bráð. Þeim varð ekki bjargað. Vogun vinnur, vog- un tapar. Sýningin stóð frá 23. -31. október síðastlið- inn undir yfírskriftinni Höggmyndir við haf- ið. Teygði hún sig frá Bondi-strönd í Sydney að Tamarama-strönd, alls um þriggja km leið. 250 listamenn sóttu um að fá að sýna á sýn- ingunni en dómnefnd valdi á endanum 91 verk. Steinunn Þórarinsdóttir, einn þátttak- enda, segir það mikinn heiður að lenda í hópi hinna útvöldu en af 45 erlendum umsóknum voru aðeins níu samþykktar. Hún er fyrsti Islendingurinn sem tekur þátt í sýningunni. Kjörinn staður •s * Steinunn hélt sjálf utan til að setja upp verk sitt og segir ferðina hafa í alla staði ver- ið vel heppnaða. „Þetta var virkilega skemmtileg upplifun en ég hafði ekki komið til Ástralíu áður. Sýn- ingin var mjög góð, mikið af góðum verkum, og þessi staður er náttúrlega alveg kjörinn fyrir sýningu af þessu tagi. Það er alveg ótrú- lega fallegt þarna. Strandlengjan er bæði mögnuð og margvísleg." Nú er vor þar syðra og segir Steinunn menn telja þetta heppilegasta tíma ársins fyrir sýningu sem þessa. Eigi að síður byrstu veðurguðirnir sig á opnunardaginn. „Það var auðvitað leiðinlegt að þessi þrjú verk skyldu eyðileggjast en þrátt fyrir það var opnunin vel heppnuð. Fólk tók þegar að streyma að, enda sýningin orðin fastur liður í menningar- lífl borgarinnar, og samkvæmt síðustu upp- lýsingum höfðu um sextíu þúsund manns séð sýninguna. Það hlýtur að teljast gott, hvar sem er.“ Verkið sem Steinunn sýndi þar syðra kall- ar hún Sjónarmið. Samanstendur það af tveimur álmennum sem hún segir í sýningar- skrá ferðast með sínum hætti gegnum lífíð, saman og hvort í sínu lagi. „Eg átti þetta verk tii, sýndi það í Ásmund- arsal síðastliðið vor, og sá að það hentaði vel aðstæðum þarna úti. Það nýtti ég mér." Á sýningunni í Ásmundarsal gengu menn þessir út úr vegg og kveðst Steinunn í fyrstu hafa ætlað að festa þá í ldettavegg við strönd- ina ytra. Það gekk ekki. Harðbannað er nefnilega að eiga við hamarinn enda frum- byggjaristur þar á hverri klöpp, eða svo að segja. „Niðurstaðan varð því sú að ég kom verk- inu fyrir uppi á kletti og þótt það öðlaðist Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari við verk sitt í Sydney, Sjónarmió. Samanstendur það af tveimur álmennum sem ferðast með sínu lagi gegn- um lífið, saman og hvor í sínu lagi. Álmennin andspænis Ægi. Annað drýpur höfði en hitt horfir agndofa á haf út. svolítið aðra merkingu kom það ekki að sök. Ég var sátt við það." Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum gægjast álmennin fram af klettabrúninni, þar sem þau ber við himinn. Segist Steinunn ekki hafa getað hugsað sér betri stað við strandlengjuna. Listakonan ber aðstandendum sýningar- innar vel söguna en skipulagningu annaðist maður að nafni David Handley. Lærður lög- fræðingur sem gengið hefur listagyðjunni á hönd. „Stemmningin í kringum sýninguna var mjög góð - gleði, afslöppun. Það er greinilegt að Ástralir eru mjög fijálsir í fasi, engar hömlur há þeim. Þeir líta augljóslega á listina sem leið til að auðga tilveruna. Ég er ekki frá því að við Norðurlandabúar gætum lært sitthvað af þeim.“ Tveir aðrir Norðurlandabúar, Danirnir Keld Moseholm og Mette Ussing, sýndu í Sydney en af öðrum útlendingum getur Steinunn um Japana, Bandaríkjamann, Breta og listamann frá Tonga. Flestir sýn- enda voru þó heimamenn eins og fyrr er frá greint. Segir Steinunn góðan anda hafa ríkt í hópnum. Verkin munu hafa verið jafnmisjöfn og þau voru mörg, unnin í öll möguleg efni. Burtséð frá náttúrufegurðinni við strönd- ina í Sydney segir Steinunn staði sem þessa ákjósanlega fyrir höggmyndasýningar, eins og sýning Myndhöggvarafélagsins í Reykja- vík við strandlengjuna í Reykjavík hafl sýnt fram á. „Það er eins í Sydney og hér, umferð gangandi fólks er rnikil meðfram strand- lengjunni. Auðvitað gera listunnendur sér ferð á sýningar sem þessar en ég er handviss um að þær opna líka augu allra hinna, sem annars sækja ekki söfn og gallerí. Það er ánægjulegt." IVIargt líkt með íslandi og Ástralíu Steinunn dvaldist í tíu daga í Sydney - „minna mátti það ekki vera, maður er tvo daga að koma sér á staðinn" - og heillaðist af landi og þjóð. „Ástralía er fallegt og merki- legt land fyrir margra hluta sakir. Og þótt það sé óravegu frá Islandi er margt líkt með þessum löndum. Ástralía er auðvitað marg- falt stærri en samt hafa þessi tvö lönd byggst með svipuðum hætti, þéttbýli við strendur, auðnir inn til landsins. Það fer heldur ekkert á milli mála að nálægð íbúanna við náttúruna er líka mikil í Ástralíu. Þangað sækir fólk sinn innblástur." Auk þess að setja upp verkið hélt Steinunn fyrirlestur í listaháskólanum í Sydney og sótti mikla íslendingaveislu sem komið var í kring í tilefni af heimsókn Ólafs Egilssonar sendiherra. Hitti hún þar marga íslendinga búsetta í Ástralíu. Menntamála- og utanríkisráðuneytið styrktu listakonuna til fararinnar, auk þess sem Cargolux sá um flutning verksins. Steinunn segir erfitt að átta sig á því á Gestir á vappi meðfram strandlengjunni. Sext- íu þúsund manns sáu sýninguna. í fjarska má sjá álmenni Stelnunnar en hún var mjög ánægð með staðsetningu verksins. þessari stundu hvort Höggmyndir við hafíð komi til með að hafa einhverja beina þýðingu fyrir hana sem listamann, hvort sýningin komi til með að greiða götu hennar erlendis. „Það kemur í ljós. Ég held að þetta hafi fyrst og fremst þá þýðingu að ég kynntist nýju framandi landi og hitti marga góða mynd- listarmenn. Það gerist alltaf eitthvað innra með manni í kjölfar svona tækifæra. Síðan er bara að vinna úr því. Ávinningurinn er því tvímælalaust mikill, þótt hann sé kannski ekki áþreifanlegur." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.