Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 9
HJALPAR GUÐ ÞEIM SEM HJÁLPASÉRSJÁLFIR? EFTIR^JÓHANN BJÖRNSSON Viðfangsefni existensíalismans eða tilvistarheimspek- innar má rekja allt aftur til aldingarðsins Eden \: >ar em Adam og Eva, Guð og höggormurinn áttu all athygl- isverð og á köflum óborganleg sa mskipti. Vandamál- ið sem h ilasir við í sögunni um Adam og Evu og snýst um frelsi, ábyrgð og óheilindi gengur sem rauður t jráður í heimspeki Jeang-Paul Sartre. MEI-MEI BERSSENBRUGGE KRÓNÍKA ÁRNIIBSEN ÞÝDDI Ég fæddist á árí himbrímans viðmikið uppistand. Móðirmín - sem ævinlega tróð 500 dölum í seðlum inn í axlirnar á spilavítisloðkápunni sinni, oghafði alltaf litið á sig sem elsta soninn í fjölskyldunni - rétt kíkti á mig ograuk aftur burt í frí á Súmötru. Bróðir hennar keypti barnafötin á mig; éghefséðþau, lítil trúðsklæði úr litríku silki. Kínversk amma mín baðaði mig vandlega íjárnbala á hverjum degi; þjónusturnar biðu íröðum með dauðhreinsað vatn oghand- klæði tístu og brostu ogþutu um háan steinsalinn í örsmáum inniskóm. Pegar afi hafði lært að lifa við svik elsta sonarins tók hann mig í fangið gekk með mig hjá plómutrjám, kirsi og döðlu- trjám; hann sýndi mér stirðnuð klæði forfeðra minna ogsalinn þeirra með súginum, síðu skeggin á vísum öldruðum vin- um sínum, og kríbburnar sínar. Afi talaði við mig, kenndi mér. Móðir mín segir að tveggja mán- aða hafi égkunnað að þefa af blóm- um, ota lítilli lúku í átt til mánans. Égfyllist stolti enn þann dagí dag þegar égminnist þess að allt þetta gerðist á kínversku. Höfundurinn fæddist í Beijing 1947 af kín- versku og hollensku foreldri, en býr í Nýju Mexíkó og New York. Þýðandinn er leik- húsfræðingurog leikritaskóld. KRISTINN GÍSLIMAGNÚSSON UMHVERFISMAT Þeim hefur fækkað farfuglunum ítaktvið fjölgun laufblaða undir fótum ferðalangs Hann lítur sér nær hálendisperíu í stríði við umhveríismat virkjunar Annað óhuggandi: Hjarðir hreindýra ísigtinu flýja hvellinn frá byssukúlum Fuglarfmna veg ailrar veraldar frá haglabyssum sem brenna af Skotmenn fá skelk í bringu Engin villibráð að hætti hússins Höfundurinn er skáld í Reykjavík og fyrr- verandi prentari. EKKI sinni sat existensíalisti í hægindast- ól heima í stofu. Hann var ekki að gera neitt sérstakt, tottaði pípu sína og hafði enga sérstaka ástæðu fyrir því að vera til né heldur hafði hann ástæðu fyrir því að vera ekki til. Ekki veit ég hvort existensíal- isti þessi var drykkfelldur, þunglyndur og kvensamur eins og oft er haft á orði um ex- istensíalista, en hitt veit ég að það skiptir ekki máli hér. Þar sem existensíalistinn sat í stól sínum kom sonur hans, þá fimm ára gamall að og sagði upp úr eins manns hljóði: „Pabbi af hverju á Guð að passa okkur?“ Existensíal- istinn karl faðir stráksa vissi ekki alveg hvernig hann átti að bregðast við spurn- ingu sonar síns enda þarna dregnar upp efasemdir um Guð sem oft er kallaður skapari himins og jarðar. „Viltu ekki að Guð passi okkur?“ svaraði existensíalistinn svona til þess að halda umræðunni um þetta hjartansmál stráksa gangandi. Hik kom á strák og hann virtist ekki alveg viss. „Viltu kannski að við pössum okkur bara sjálfir?" bætti existensíalistinn við en hélt þeim möguleika opnum að strákur gæti bæði svarað játandi og neitandi. „Jú við skulum bara passa okkur sjálfir" var svar stráksins eftir dálitla umhugsun og hann virtist hafa fengið fullnægjandi úrlausn vanda síns og gat þar með haldið áfram að leika sér eftir þessa skyndilegu truflun hu- grenninga sinna um lífsins vanda. Viðfangsefni mitt hér er í framhaldi af samræðum existensíalistans við son sinn. A hvern hátt getur existensíalisminn talist húmanismi eins og franski heimspekingur- inn Jean-Paul Sartre hélt fram í fyrirlestri sínum Tilverustefnan er mannhyggja?2 Hvernig getur heimspekingur sem tekur á móti nemanda sínum í vanda talist húman- isti þegar hann svarar ósk um aðstoð við ákvarðanatöku með orðunum: „Þú ert frjáls, veldu þ.e.a.s. finndu einhver úrræði. Engin almenn siðfræði getur sagt þér hvað skal gera ...“3 Og hvernig getur sú heim- spekistefna talist húmanismi ef unglings- stúlkur eru varaðar við henni líkt og ef um meginsynd aldarinnar væri að ræða eins og Maurice Merleau-Ponty segir að gert hafi verið eftir að höfuðrit Sartres l’Étre et le néant kom út árið 1943?4 Og ennfremur, hvernig getur það staðist að slík heimspek- istefna sé grunnur að meðferðarúrræði þeirra sem þurfa að takast á við tilvistar- kreppu? En stefnur í sállækningum fyrir- finnast sem eru byggðar á existensíalískri hugsun. Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að maður velti því fyrir sér hvernig exist- ensíalíski sálfræðingurinn meðhöndlar skjólstæðinga sína ef Sartre tekur á móti nemanda í vanda með orðunum: „Þú ert frjáls, veldu þ.e.a.s. finndu einhver úrræði." II. Guði storkað Viðfangsefni existensíalismans eða tilv- istarheimspekinnar má rekja allt aftur til aldingarðsins Eden þar sem Adam og Eva, Guð og höggormurinn áttu allathyglisverð og á köflum óborganleg samskipti. Tilvist- ai-vandinn í Eden er um margt sá sami og sá er fyrirfinnst í nútímasamfélagi; breysk- leiki, takmörkuð ábyrgðarkennd, skömm og angist. Adam át ávöxt af skilningstré góðs og ills sem Guð hafði bannað. Avöxt- inn tók hann úr hendi konu sinnar sem svo aftur hafði iátið freistast af gylliboðum höggormsins. Við þetta reiddist Guð en féll jafnframt i gryfju óheilinda ef hann er greindur útfrá heimspeki Sartres. Óheilindi Guðs fólust í því að afneita þeim Adam og Evu sem frjálsum og ábyrgum einstakling- um. „Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?“ spurði Guð Adam. „Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át.“ svaraði Adam og er ekki laust við að hann reyni að varpa ábyrgðinni að hluta til á Guð sem gaf hon- um gjöfina „ófullkomnu" þó aðalsökudólg- urinn í huga hans sé vissulega konan sem tældi hann til þess að éta. Guð lét ekki þar við sitja heldur beindi máli sínu að konunni og sagði: „Hvað hefir þú gjört?“ Konan var ekki heilli en Guð og Adam í afstöðu sinni samkvæmt existensíalískri túlkun. Hún tók þá sér til fyrirmyndar og fann sinn eigin sökudólg og ábyrgðaraðila fyrir óförum sínum, nefnilega höggorminn. Höggormur- inn fékk síðan makleg málagjöld. Hvorki Adam né Evu datt nokkurntíma í hug að þau gætu talist ábyrg gjörða sinna, hvað þá að þau hefðu verið frjáls að því að láta und- an freistingum höggormsins. Guð var í engu skárri þar sem hann afneitaði Adam og Evu sem frjálsum og ábyrgum viljaver- um og taldi höggorminn ábyrgan fyrir rangri breytni þeirra."' Þetta vandamál sem blasir við í sögunni um Adam og Evu og snýst um frelsi, ábyrgð og óheilindi gengur sem rauður þráður í gegnum heimspeki Jean-Paul Sar- tre. Jafnframt er hér um að ræða veiga- mikið vandamál í hversdagslegu lífi sam- tímans þrátt fyrir aukinn og breyttan mannskilning og verulegar framfarir í tækni og erfðavísindum. „Ef Guð er ekki til, þá er allt leyfilegt.“ Þessi orð Dostojevskys lýsa upphafsorðum existensíalismans að mati Sartres.6 Það er óvitlaust að túlka atburðina í Eden svo að með þeim hafi verið lagður grunnur að ex- istensíalisma nútímans sem leggur áherslu á að skoða manneskjuna í heild sinni sem einstakling í aðstæðum sínum, reynslu hennar, frelsi og ábyrgð. Guð sjálfur varð að játa sig sigraðan eftir samskipti sín við mannfólkið og höggorm- inn þar sem hann sagði: „Sjá, maðurinn er orðinn sem einn af oss þar sem hann veit skyn góðs og ills.“7 Síðan þá hefur maður- inn í raun verið sinn eigin Guð hvort sem hann hefur viðurkennt það og viljað eður ei. III. Mannskilningur existensíalismans Samkvæmt mannskilningi existensíalis- mans voru þau Adam og Eva hvorki knúin áfram af líffræðilegum eða sálfræðilegum hegðunariögmálum né heldur af einhverri guðlegri forsjá eða örlögum þar sem þau létu freistast af ávextinum góða. Þau voru sjálf ábyrg fyrir ástríðu sinni og breytni og þar með ábyrg fyrir því að falla í freistni samkvæmt mannskilningi existensíalis- mans. Girnileiki ávaxtarins og fagurgali höggormsins eru engin afsökun fyrir hrös- un mannfólksins í Eden: „Tilveruheimspek- ingurinn trúir ekki á vald ástríðnanna,“ segir Sartre og heldur áfram: „Hann lítur ekki svo á, að heitar ástríður séu einhverskonar hamslaus náttúruöfl sem leiði manninn til ákveðinna athafna og sem þar með afsaki hann. Hann álítur manninn þvert á móti ábyrgan fyrir ástríðu sinni.“8 Maðurinn er í heiminum sem fullkomlega frjáls vera. „Maðurinn er dæmdur til frels- is,“ segir Sartre.11 Frelsið er hlutskipti sem með engu móti verður undan vikist og er forsenda allra athafna. Ég á tilvist mína án afsakana og er ábyrgur fyrir því sem ég geri úr mér. Ef ég er huglaus eða haldin minnimáttarkennd, held framhjá konu minni eða beiti ofbeldi þá er það ég og eng- inn annar sem er ábyrgur fyrir hugleysi mínu, framhjáhaldi og ofbeldi að mati Sar- tres. Þar, rétt eins og í Eden þegar eplið freistaði, breytir girnileiki konunnar sem ég held framhjá með, leiðindi þess sem ég beiti ofbeldi og aðstæður þær sem kveikja hugleysi mitt engu um frelsi mitt og ábyrgð á eigin gjörðum. Sumir segja að þeir hafi ómögulega get- að breytt öðruvísi en þeir breyttu. Þeir hafi verið ofurseldir aðstæðum sínum hvort sem það eru ástríður eða aðrar utanaðkomandi orsakir. Slíkar orsakir eru því oft taldar hafa skert frelsi þeirra. Hver hefur ekki heyrt um konur sem fyrirgefa eiginmönn- um sínum heimilisofbeldi eða svik á þeim forsendum að þeir hafi ekki verið ábyrgir gjörða sinna og látið stjórnast af einhverju sem kallað er stundarbrjálæði. Slík fyrir- gefning sýnir okkur þeirra eigin óheilindi, rétt eins og óheilindi Guðs sem fólust í því að afneita frelsi og ábyrgð Adams eins og fyrr segir. Adam hefði getað breytt öðru- vísi og sama máli gegnir um ofbeldismenn- ina og svikarana. Hér er aðeins um afar- kosti að ræða að mati Sartres: „Maðurinn getur ekki stundum verið þræll og stund- um frjáls; hann er annaðhvort fullkomlega frjáls eða alls ekki frjáls.“f + 10} Að skýla sér á bakvið ástríður, breyskleika eða aðra utanaðkomandi þætti er einfaldlega á ábyrgð þess sem svo gerir. Viðhorf Sartres er vissulega gagnleg og holl áminning um það hvað við erum og hvað við ætlum okkur að verða og hvernig siðferði við erum að skapa manna á meðal. Siðferðið í samfélaginu er undir okkur sjálfum komið og breytni okkar. Það er hvorki betra né verra heldur en hegðun okkar gefur til kynna. Við erum löggjafar í þeim skilningi að allt sem við gerum getum við ekki neitað öðrum um að gera einnig. Ef ég beiti ofbeldi get ég ekki sett út á það að ég sé beittur ofbeldi og að sama skapi ef ég held framhjá konu minni get ég ekki áf- ellst hana fyrir að halda framhjá mér. Því ætti maður ávallt að spyrja sig hvernig færi ef allir höguðu sé eins og maður sjálf- ur. Hér fær existensíalisminn ákveðinn húmanískan blæ. Ég geri bara það sem ég get viljað að allir menn geri og ef ég geri undantekningu fyrir sjálfan mig er ég óheill í breytni minni, ég sýni ákveðið for- dæmi og það getur komið mér illa þótt síð- ar verði. Þessi afstaða ætti að liggja til grundvallar í húmanísku samfélagi. En er frelsi mitt eins afgerandi og Sar- tre vill vera láta? Hef ég alls enga afsökun fyrir breyskleika mínum, minnimáttar- kennd, skömm, framhjáhaldi og ofbeldi? Get ég hætt að fyllast minnimáttarkennd og skömm og hætt að slást og halda fram- hjá svo fremi sem ég vil það sjálfur? Það er ekki að undra að Mauriee Mer- leau-Ponty hafi viljað líkja fyrirlestri Sar- tres Tilverustefnan er mannhyggja við trúarbrögð.' + ll} Að halda því fram að „Hugleysingi geti alltaf hætt að vera hug- laus ...“f + 12} eins og segir með orðalagi Sartres minnir mann óneitanlega á orð ým- issa kristinna manna sem segja að homm- inn geti hætt að vera hommi ef hann bara taki sig á. Hér tel ég ekki vera alveg um sambærilega hluti að ræða en það er þó skyldleiki með þessum sjónarmiðum. Niðurlag í næstu Lesbók. 1 í ritgerð þessari lief ðg kosið að nota erlendu orðin exist- cnsíalismi sem þýtt liefur verið sein tilvistarlieimspeki og lnímanisini sem þýtt hefur verið sem mannhyg'gja eða mannúðarstcfna. 2 Jcan-Paul Sartre, Tilverustefnan er maunhyggja, Páll Skúlason þýddi (óútgefin drög að þýðingu, febniar 1981). * Sama rit bls. 15. 4 Maurice Merleau-Ponty, Sense and non sense, þýðandi Hubert L. Dreyfus og Patricia AUen Dreyfus (Northwest- ern Univei*sity Press) bls.71. 8 Frásögnin um Adam og Evu er að finna í kaflanum „Paradís og syndafallið“ í fyrstu bók Móse í Biblíunni. 6 Tilverustefnan er mannhyggja bls.l 1. 7 Fyrsta bók Móse, sjá „Paradís og syndafallið“. R Tilverustefnan er mannhyggja bls.l 1. 9 Jean-Paul Sartre Being and Nothingness, þýðandi Hazel E. Barnes (Washington Square Press, 1956), bls. 567. *+10} Sama rit bls. 569. ‘+11} Vincent Peillon, „Merleau-Ponty en mouvement“ Magazine litteraire, núiner 320 apríl 1994. ‘+12} Tilverustefnan er inannhyggja bls. 20. Höfundurinn er heimspekingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.