Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 7
Riitta Heinámaa, forstjóri Norræna hússins, og allt í kringum hana verk sem bíða þess að verða sett upp á sýningunni „Lifi Kalevala". Morgunbiaðið/Ásdís Tapani Hietalahti: Handbókasafn, blönduð tækni, 1994. HEIMILDIR UM KALEVALA HEIMILDASÝNINGIN „Kalevala - sögu- ljóð Finna“ verður opnuð í anddyri Nor- ræna hússins laugardaginn 20. nóvember nk. Að henni standa Kalevalafélagið og Þjóðkvæðadeild Finnska bókmenntafé- lagsins í samvinnu við Akseli Gallen Kal- levala safnið. Á sýningunni eru málverk allt frá Gal- len Kallela til nútímamálara og lands- lagsmyndir. f texta með sýningunni er að finna helstu upplýsingar um Kalevaia. Fyrsti hluti segir frá tilkomu Kalevala, Eliasi Lönnrot og upphafi tímabilsins. Annar hluti fjallar um áhrif Kalevala á finnska menningu frá því um aldamót frain til nútimans. Einn tekur fyrir stöðu Kalevala meðal söguljóða heimsins og enn einn fjallar um þýðingar kvæðisins á hin ýmsu tungumál. Sýningin stendur til 19. desember nk. sýnir okkur að Kalevala lifir áfram - hér mætist hið gamla og nýja,“ segir hún. Ekki nauðsynlegt að hafa lesið Kalevala Riitta tekur skýrt fram að það sé alls ekki nauðsynlegt að hafa lesið Kalevala til þess að geta notið myndlistarsýningarinnar og ann- arrar dagskrár Norræna hússins um Kalev- ala, hvort heldur er tónlistaratriði, leiksýn- ingar, dans, ljósmyndasýningar né annað það sem þar er í boði þessa dagana. Hins vegar útilokar hún ekki að það geti vakið áhuga gesta á því að kynna sér Kalevala nánar síð- ar. Hún fagnar líka mjög upplestri úr Kalev- ala í Ríkisútvarpinu um þessar mundir - og ekki síður því að Hjörtur Pálsson fékk nýlega styrk til þess að vinna að nýrri íslenskri þýð- ingu á Kalevala. Of langt mál væri að rekja hér alla liði hinnar fjölbreyttu dagskrár Norræna húss- ins, „Kalevala um veröld víða“, sem hófst sl. mánudag um leið og norræna bókasafnsvik- an. Síðan hefur hver viðburðurinn rekið ann- an og verður svo fram undir jól. Auk þess sem fjallað er um Kalevala frá fjölmörgum hliðum er dagskrá frá grönnum Finna í Eystrasaltslöndunum. Bragðlaukarnir ættu heldur ekki að verða útundan, því á morgun, sunnudag, verður boðið upp á veisluborð að hætti Kirjála í kaffistofu Norræna hússins - hefðbundinn mat í anda Kalevala. Listamenn f jalla um verk sín og sýninguna á morgun Við opnunina í dag flytur prófessor Gunn- ar Rosén frá Akseli Gallen-Kallela stofnun- inni ávarp og einnig tekur til máls Tom Söderman, sendiherra Finnlands á Islandi. Sýningin verður opnuð almenningi á morgun, sunnudag, kl. 14. Síðdegis, kl. 17-19, munu nokkrir listamannanna fjalla um verk sín og sýninguna. Listgagnrýnandinn Erkki Pirtola fjallar á ensku um efni og uppbygg- ingu Kalevála. Myndhöggvarinn Heikki Vir- olainen kyrinir á sænsku dulspekilegan skiln- ing sinn á hlut Vainámöinens í sögu Finnlands. Ljósmyndararnir Sanni Seppo og Ritva Kovalainen nefna innlegg sitt „Með trjánum: um goðsagnaviðhorf Finna til trjánna og skógarins". Þá kemur fram lista- maðurinn og seiðkarlinn Johannes Setálá og fremur seiðkarlsgjörning. Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga kl. 14-18 og er aðgangseyrir 200 kr. Henni lýkur 19. desember. Nánari upplýsingar um sýninguna „Lifi Kalevala" og dagskrána „Kalevala um veröld víða“ er að finna á vef Norræna hússins: www.nordice.is. POP-KALEVALA í NORRÆNA HÚSINU Hljómsveitin Lyyran táhtikuvio (Stjörnumerki Hörp- unnar) leikur á popp-Kalivala í Norræna húsinu í kvöld. HLJÓMSVEITIN Lyyran tahtikuvio (Stjörnumerki Hörpunnar) frá Finnl- andi heldur tónleika í Norræna hús- inu í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20:30, pop-KalevalaLyyran tahtikuvio er hljómsveit sem hefur einbeitt sér í tíu ár að því að syngja finnsk kvæði og spila. Þau nota texta þjóðarsögu- ljóðs Finnlands Kalevala og semja lög sín sjálf. Hljómsveitin Lyyrán táhtikuvio hefur notið mikilla vin- sælda í Finnlandi á undanfömum ár- um sérstaklega meðal yngri kynslóð- arinnar. Meðlimir Lyyran táhtikuvio eru Johanna Niemelá: söngur, djembe- trambur. Petri Puolitaival: saxófónar, flauta, söngur. Pekka Rautio: gítar, söngur. Yamar Thiam: talandi trumba, söngur. Vega Valitalo: kontrabassi, söngur. Jussi Vaisanen, tæknimaður.Yamar Thiam, sem spil- ar á talandi trumbu (tama), var valinn seiðkarl ársins 1998 í Finnlandi. Fyrir utan snilldarlegan sólóleik dansar og spilar þessi metnaðarfulli, skapandi tónlistarmaður og nær sambandi við áheyrendur, segir í fréttatilkynningu. Thiam, sem er frá Senegal, hefur meðal annars spilað í hljómsveit Youssou N’Dourin, Super Etoile, þekktustu hljómsveit Afríku. Thiam hefur verið búsettur í Finnlandi síðan 1992. Þau spila svokallað etnó pop og hafa með leik sínum endurvakið áhuga manna á þess- um gömlu kvæðum sem segja frá því hver við erum, hvaðan við komum og hvert við förum, hvað er trúmennska við sjálfan sig og hvað er umburðarlyndi. Tónleikarnir eru lið- ur í Kalevaladagskrá Norræna hússins. Að- gangur 1.000 kr. Eftir tónleikanna á morgun, sunnudag, kennir hljómsveitin börnum ad búa til trumbur. ÆVINTÝRATÓNLEIKAR FYRIR BÖRN Á KALEVALA í NORRÆNA húsinu á morgun, sunnudag kl. 13, verða ævintýratónleikar, Lyyran táhtikuvio og Vega, í tengslum við Kale- valadagskrá sem nú stendur yfír í Norræna húsinu. I fréttatilkynningu segir að tónleikamir séu jafnt fyrir börn og fullorðna. Þetta er blanda af söng og hljóðfæraleik og þar veg- ur þyngst leikur Yamars Thiamin frá Sen- egal á talandi tmmbu. Tónlistin er eftir Vega Valitalo. Eftir tón- leikana býr hljómsveitin til tmmbur með bömunum. Dagskráin tekur um hálfa aðra klukku- stund og er aðgangur ókeypis. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.