Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 12
FORVITNILEG HÚSÁ FÖRNUM VEGI MYNDIRQGTEXTI: GÍSLI SIGURÐSSON Sum hús eiga sér merka sögu, önnur eru bara sl krýtin og skemmtileg. Á ferðum sínum um landið hefur blaðamaður Lesbókar ótt stefnumót við dólítið öðruvísi hús en þau sem kynnt hafa verið í Lesbók annað veifið. mmmr, ■ ' ‘ V-„v -r-r 1JU 1 H Efra-Sandgerði við Kettlingatjörn. EFRA-SANDGERÐI Þegar komið er til Sandgerðis eftir vegin- um norðan frá Garðskaga vekur einstakt hús athygli á útmörkum bæjarins. Sand- gerðingar búa í einbýlishúsum og þau eru yfirleitt steinsteypt og bera öll merki þess- arar aldar og nútímans. En þetta báru- járnsklædda og blámálaða hús, sem heitir * Efra-Sandgerði, vísar aftur til 19. aldar, en ber jafnframt með sér að einhver annast um það af kostgæfni. Það kemur raunar í ijós þegar að er gáð, að Efra-Sandgerði er elzta húsið í Sandgerði og að það á sér 116 ára sögu. Sú saga hófst með skipsstrandi sem varð happafengur fyrir húsakost í næsta nágrenni líkt og skipsstrandið nokkru síðar austur í Selvogi sem varð til þess að Árnesingar fengu ódýran húsavið. Það var árið 1881 að kaupfarið James Town rak mannlaust að landi við Þórshöfn, skammt sunnan við Stafnes. Ekki hef ég rekizt á heimildir um hvað varð af skips- höfninni; hvort henni var bjargað í annað skip, eða hvort allir fórust. En svo mikið er víst að skipið var hlaðið húsaviði. Segja heimildir að þar hafi verið um 100 þúsund . plankar og áttu menn erfitt verk fyrir höndum að koma farminum í land. En allt þetta timbur var vitaskuld eins og hver önnur himnascnding, þvi mikill skortur var á timbri. Á næstu mánuðum risu mörg myndarleg timburhús á Suðumesjum og Efra-Sandgerði var eitt þeirra. Húsbyggjandinn þar var Sveinbjöm Þórðarson útvegsbóndi í Sandgerði, fædd- ur 1817 á Járngerðarstöðum í Grindavík, þá talinn annar auðugasti maður á Suður- nesjum á eftir Katli Ketilssyni í Kotvogi í Höfnum. Hann gerði út marga báta og átti auk þeirra nokkur þilskip. Litlar heimildir er að hafa um byggingu Efra-Sandgerðis * en séra Sigurður B. Sívertsen segir í Suð- urnesjaannál sínum að mörg hús hafi verið í smíðum haustið 1883, „þeirra mest Sand- gerði hjá Sveinbirni bónda“. Sími var fyst Iagður suður til Sandgerðis 1915 og þá í húsið Efra-Sandgerði, sem um tíma varð simstöð í plássinu. Enda þótt grunnflötur hússins sé aðeins um 60 fer- metrar var oft þétt setinn bekkurinn í hús- inu, en það var þó fremur regla en undan- tekning á fyrstu áratuguin aldarinnar. Fyrir utan heimilisfólk fengu sjómenn á vertíðum að búa í húsinu og þar að auki vom þar 3-4 vinnukonur sem bjuggu í „stúlknaherberginu". Tvær stofur vom á jarðhæð, „Homstof- an“ og „Laufeyjarstofa". í suðurenda var stúlknaherbergið en þrjú herbergi á loft- inu. Kolaofn var í stofunni og engin önnur upphitun, en í einangmn hafði verið notað- ur mór og ýmis skonar dót; þar á meðal fannst skinnskór. Oft var kalt í Efra- Sandgerði; einnig það var regla fremur en undantekning í húsum af þessu tagi. I við- byggingu að norðan var upphaflega hlóða- eldhús og barst þaðan reykur upp á loftið; var stundum talað um „svartaloft" og „svartagang". Spölkorn sunnan við húsið vom hlaða, hesthús og 8-9 kúa fjós, en mólk var seld til bátanna í Sandgerði. Svo fór að Efra-Sandgerði þótti ekki íbúðarhæft og lengi stóð húsið mannlaust og vildu sumir rífa það eða brenna. Af því varð þó ekki og svo fór fyrir 20 ámm að Lyonsklúbburinn í Sandgerði eignaðist húsið og þar er nú félagsheimili klúbbsins. Á síðustu tveimur áratugunum hefur verið unnið að endurgerð Efra-Sandgerðis og er nú aðeins lítilháttar verk eftir á loftinu. Allir gluggar hafa verið endursmíðaðir í uppmnalegri gerð, nema hvað þeir era tvöfaldir og komin er hitaveita í stað kola- ofnsins og veggir einangraðir á nútima- vísu. Upprunalega var standandi timbur- klæðning utan á húsinu úr 2,5x7 tommu borðum, en með tilkomu bárujárns fyrir aldamótin var húsið járnklætt og er það enn. Fyrir Lyonsklúbbinn og Sandgerðinga alla er sómi að Efra-Sandgerði, húsinu sem speglast í góðu veðri í Kettlingatjörn og er ólíkt öllum öðmm húsum í bænum. Samkomuhús ó Minni-Borg. SAMKOMUHÚS Á MINNI-BORG Við þjóðveginn í Grímsnesinu stendur dæmigerð vegaverzlun þar sem hægt er að fá bensín, allar algengar sjoppuvömr, en líka kaffibolla. I marga áratugi rak Garðar Gislason h/f verzlun og sláturhús á Minni- Borg og þar lögðu sumir bændur inn fé sitt og tóku út vömr. Vestan við verzlunarhúsið stendur virðu- legt, gamalt steinhús án skiltis eða einhvers sem bendir til ákveðinnar notkunar. En þeir sem eitthvað hafa gluggað í þróun íslenzkr- ar byggingarlistar fyrr á öldinni sjá strax að þama hefur fagmannlega verið staðið að verki og að húsið er eitt af þeim sem nú tíðk- ast að flokka sem íslenzka steinsteypuklass- ík. Sú klassik stóð ekki lengi, en spannaði timabil frá endalokum bámjárnshúsanna fram að módernismanum. Flestir Árnesingar sem komnir em til vits og ára þekkja þetta hús: Gamla sam- komuhúsið á Minni-Borg þar sem Borgar- böllin vom haldin sællar minningar. Frá sama tíma vom „ungmennafélagshúsin" í sveitum landsins, sem viku fyrir stærri fé- Iagsheimilum um 1960. Sömu örlög biðu samkomuhússins á Minni-Borg; nýtt félags- heimili sem byggt var nokkm vestar leysti það af hólmi. En hver var ástæðan fyrir því að venju- legt, bárajámsklætt „ungmennafélagshús" reis ekki í Grímsnesinu? Böðvar Pálsson hreppstjóri á Búrfelli telur að það kunni að vera vegna þess að nokkm áður var Þrasta- lundur í byggingu við Sogsbrúna. Það var glæsilegt hús sem brann því miður á stríðs- ámnum. Þar hafði verið til kallaður nýlega útskrifaður arkitekt, Þorleifur Eyjólfsson, og Böðvar telur líklegt að framámenn í Grímsnesi hafi hitt hann við Þrastalund. Að minnsta kosti fór svo að Þorleifur var ráð- inn til að teikna nýtt samkomu- og þinghús, sem byggt var 1929 á Minni-Borg, og það var steinsteypt. Oll hlutföll í þessu húsi em fagmannlega og fallega unnin. Klassískt svipmót, er und- irstrikað með gafli á stómm kvisti, en undir gaflinum em þrír jafn háir gluggar og tveir ofar og utar. Kvistinn og gaflinn teiknaði Þorleifur einungis fyrir útlit hússins, en án hans væri þetta klassíska svipmót alls ekki fyrir hendi. Þorleifur Eyjólfsson fæddist 1896 og dó 1968. Hann nam sín fræði í Staatliche Bau- gewerkschule í Buxtehude í Þýzkalandi á áranum 1920-30. Heim kominn rak hann teiknistofu, en vann síðar hjá Húsameistara rikisins og á Teiknistofu landbúnaðarins. Frá tímabili steinsteypuklassíkur í Reykja- vík em nokkur íbúðarhús eftir Þorleif sem búa yfir sístæðri fegurð; þar á meðal Tjarn- argata 24 frá 1925, Óldugata 18 frá 1927, Túngata 30 frá 1928, en í Oddfellowhúsinu frá 1931 er nýr stfll kominn til sögunnar. Einkenni á húsum hans vom svonefnd mansardþök, eða gaflsneidd þök með kvist- um. Merkilegt þótti þegar Þorleifur teikn- aði og byggði eigið hús, að hjónarúmið var steinsteypt, en það er önnur saga. Samkomuhúsið á Minni-Borg var barn síns tíma í þá vera að það var óeinangrað. Innan á veggjum var hinsvegar panelklæðn- ing. Þannig stóð á í Grímsnesi 1929 að hús- næði vantaði einnig fyrir barnaskóla. Þau not vora látin ganga fyrir; salnum skipt í tvennt og var aðstaða fyrir leikfimi öðmm megin, en kennsluaðstaða hinum megin. Skólasljórahjónin bjuggu þar að að auki í húsinu, en 1933 dóu þau bæði úr taugaveiki. Eftir það var skólinn fluttur úr húsinu og það ekki notað til annars en samkomuhalds fram til 1966, þegar nýja félagsheimilið reis. Við tók niðurlægingartímabil gamla sam- komuhússins og má í rauninni þakka fyrir að húsið skuli enn standa. Húsverðir í nýja félagsheimilinu fengu gamla samkomuhúsið til afnota. Þeir vom bfla- og vélaviðgerða- menn og húsinu var breytt í verkstæði, en leiksviðið notað fyrir varahluti og annað dót. Veggpanel var þó bjargað með því að asbestklæðning var sett innan á veggi upp í tveggja metra hæð. Eins og við er að búast var húsið út atað af sóti og óhreinindum að innanverðu. Þar að auki vom plötur teknar að losna og fjúka af þakinu og í desember 1995 kom fram sú tillaga í hreppsnefnd Grímsnesinga, að björgunarsveit fengi ákveðna Ijármuni fyrir að bijóta húsið niður og láta það hverfa. Það er í fullu samræmi við þá áráttu Ár- nesinga að brjóta niður og eyða menningar- verðmætum, sem ég skrifaði um í Lesbók á liðnu sumri. Það ótrúlega átti sér stað að húsinu var forðað frá eyðingu. Húsfriðunarnefnd hafði afskipti af málinu og var eindregið mælt með því að húsið fengi að standa. Og þá er komið að kaflaskiptum, því gamla sam- komuhúsið hefur fengið nýtt líf, nýtt hlut- verk. Konur frá fimm bæjum í Grímsnesi stofnuðu félag um rekstur hússins, en Lisa Thomsen húsfreyja á Búrfelli, kona Böðvars hreppstjóra, hefur verið aðal drifkraftur- inn. Nú er ánægjulegt að líta þar inn úr dyr- unum þvíþar er nú fallega innréttað veit- ingahús og krá. Hvort tveggja er að geysileg umferð er um Grímsnesveg og staðurinn hæfílega langt frá Reykjavíkursvæðinu til þess að geta verið heppilegur áningarstaður, en á hitt er cinnig að Iíta að það er enginn smá- ræðis mannfjöldi sem að staðaldri dvelur í um 2000 sumarbústöðum í Grímsnesi og nágrannasveitunum. Kráin í gamla samkomuhúsinu heitir Gamla-Borg og þar er að sjálfsögðu vel búinn bar og kannski er það timanna tákn að barborðið er gamall bókaskápur ung- mennafélagsins. Einnig em léttar veitingar á boðstólum, heimabakað brauð, kaffi og bjór. Nú nýtur leiksviðið sín að nýju; þar stendur til að hafa lifandi tónlist, en Borgar- böllin verða ekki endurvakin. Aftur á móti má eiga von á því að Böðvar hreppstjóri bregði sér með nikkuna sína á sviðið og spili fyrir krárgesti; það hefur hann nokkmm sinnum gert. Saga Gömlu-Borgar er þó ekki orðin löng; hún var vígð 3. júlí á síðasta sumri. Og sitthvað er enn ógert. Þar á með- al er 20 fermetra koniaksstofa sem innrétt- uð verður undir leiksviðinu. -| 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.